Morgunblaðið - 31.01.1993, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1993
23
22
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1993
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Friður um vaxtamál
Vaxtastigið er víðar rætt en
á íslandi. í Þýzkalandi er
stöðugur þrýstingur úr ýmsum
áttum á þýzka seðlabankann að
lækka vexti. Fyrir nokkrum dög-
um voru vextir lækkaðir enn
einu sinni í Bretlandi á nokkrum
máriuðum en brezka blaðið Fin-
ancial Times sagði í leiðara, að
vaxtalækkunin kæmi nokkrum
mánuðum of seint.
Raunvaxtastig hér á landi er
nú með því hæsta sem þekkzt
hefur þrátt fyrir mikinn sam-
drátt í atvinnulífinu. Mörgum
hefur þótt bankamir ganga hart
fram í vaxtahækkunum í hvert
sinn, sem tilefni hefur gefízt til,
en að þeir væru tregari til að
lækka vexti að sama skapi. Á
síðustu þremur árum hafa bank-
ar og sparisjóðir lagt í afskrifta-
sjóði til að mæta áætluðum töp-
uðum útlánum á tíunda milljarð
króna. Þetta eru miklir fjármun-
ir og á þessu ári má búast við,
að þróunin verði sú sama. Vafa-
laust hafa bankamenn sjálfir
velt því fyrir sér, hvort bankam-
ir væm komnir í vítahring hárra
raunvaxta og stöðugt hærri út-
lánatapa.
í ljósi þessara umræðna er
athyglisverð grein, sem birtist
hér í blaðinu í fyrradag eftir Val
Valsson, bankastjóra íslands-
banka, þar sem hann hvetur til
„víðtækra viðræðna allra hags-
munaaðila að freista þess að ná
sæmilegum friði í landinu um
vaxtamálin“. Hér kveður við
nýjan tón. í stað þess að
rökstyðja þörf banka fyrir hið
háa raunvaxtastig segir Valur
Valsson:„Að mínu mati em mik-
ilvægustu verkefnin í vaxtamál-
um í bráð og lengd þessi: Að
lækka raunvexti, að minnka þörf
fyrir verðtryggingu, að skapa
eðlilegar forsendur fyrir hömlu-
lausum fjármagnsflutningum til
og frá landinu, að tryggja verð-
bréfamarkað í sessi, bæði á lang-
tíma- og skammtímaíjármagni
og að skapa Seðlabankanum
eðlilegt hlutverk í vaxtamálum
landsmanna."
Bankastjóri íslandsbanka
bendir ennfremur á, að atvinnu-
lífíð geti ekki til lengri tíma litið
búið við svo hátt raunvaxtastig.
Hann segir: „í þröngri efnahags-
legri stöðu em engin töfralyf til
að lækka raunvexti umtalsvert.
En til lengri tíma litið er mikil-
vægt að flestum sé ljóst, að 7-8%
raunvextir á áhættulausum inn-
lánsreikningum eða áhættulitl-
um verðbréfum em hærri vextir
en atvinnulífíð getur keppt við.“
Eftirtektarverð em þau ummæli
Vals Valssonar, að „lægri raun-
vextir minnkuðu afskriftir lána
í bönkum og sparisjóðum og
gæfu því færi á minni vaxtamun
inn- og útlána“.
Framundan em erfiðir kjara-
samningar. Ef marka má um-
mæli forystumanna verkalýðsfé-
laganna má búast við að krafa
um vaxtalækkun verði lykilþátt-
ur í kröfugerð verkalýðsfélag-
anna. Þegar tillaga kemur frá
einum helzta banka landsmanna
um víðtækar viðræður í því skyni
að ná fram vaxtalækkun og friði
um vaxtamál er full ástæða til
að hefjast þegar handa um slíkar
viðræður. I nóvembermánuði sl.
lýsti ríkisstjómin yfír vilja til
þess að beita sér fyrir vaxta-
lækkunum. Eðlilegt er, að hún
eða Seðlabankinn hafí forystu
um að koma viðræðum um þessi
mál af stað. Ekki er eftir neinu
að bíða.
ATHAFNA-
• skáldin eru
innblásin fram-
kvæmdaþrá. Þau
dreymir um að flytja
Jerúsalem hugsjóna
sinna niður á jörðina.
Þau birtast okkur í ýmsum mynd-
um. Og í lok þessa kafla er ekki
úr vegi að leiða hugann að því sem
segir um auðsældina í samtölum
Sókratesar í Ríkinu eftir Platón,
en þar er fjallað um grundvallarat-
riði þjóðfélagsumræðna, þ.e.
hvernig við eigum að lifa lífinu. í
Ríkinu segir svo í íslenzkum bún-
ingi lærdómsrita Bókmenntafé-
lagsins:
Segðu mér, Kefalos, sagði ég,
hvort fékkstu megnið af auðæfum
þínum í arf eða jókst við bróður-
partinum sjálfur?
Þú spyrð hvort ég hafi ávaxtað
auðinn, Sókrates, sagði hann. Sem
fjáraflamaður stend ég einhvers
staðar mitt á milli afa míns og
föður. Afi minn og nafni hlaut í
arf hér um bil eins mikinn auð og
ég á nú og margfaldaði hann. En
Lýsanías, faðir minn, eyddi honum
svo að hann var orðinn ennþá minni
en hann er núna. Ég er sáttur við
að skilja ekki eftir minna, heldur
þó örlítið meira, handa bömum
mínum en ég fékk sjálfur í arf.
Ég spyr þig vegna þess, sagði
ég, að mér sýnist þú ekki vera svo
ýkja elskur að auðinum, en þannig
er það oft um menn sem ekki hafa
aflað auðs síns sjálfir. Þeir sem
augðast af eigin rammleik hafa
helmingi meiri mætur á honum en
hinir. Líkt og skáldunum er annt
um eigin kveðskap og feðrum um
böm sín, láta fjáraflamenn sér
annt um auðinn vegna þess að
hann er verk þeirra sjálfra, auk
þess sem þeir kunna að meta nota-
gildi hans eins og aðrir menn. Það
er líka þreytandi að hafa samneyti
við þá, því að þeir fást ekki til að
bera lof á nokkum skapaðan hlut
nema auðæfi sín.
Satt segirðu, svaraði hann.
Já, það er víst áreiðanlegt, sagði
ég. En segðu mér eitt
enn: hvað telur þú að
séu mestu lífsgæði
sem auðurinn hefur
veitt þér?
Það er nokkuð sem
margir ættu ef til vill
erfitt með að trúa, svaraði hann.
Þú mátt vita það, Sókrates, sagði
hann, að ótti og kvíði yfír hlutum
sem áður fyrr ollu engum áhyggj-
um hellast yfir þann sem er farinn
að búast við endalokunum. Sögur
um Hadesarheim, sem áður virtust
hlægilegar, um að menn gjaldi þar
fyrir misgjörðir sínar í þessu lífí,
vekja nú ugg í sálinni, svo að
maður óttast að þær kunni að reyn-
ast sannar. Og hvort heldur vegna
þess að ellin hefur veikt lundina
aða vegna þess að það er eins og
maður sé kominn í námunda við
lífið hinum megin og sjái það skýr-
ar, þá vakna alltént hjá manni
grunsemdir og ótti læðist að og
maður rifjar upp og athugar hvort
maður hefur beitt einhvem rang-
indum. Sá sem finnur hjá sér marg-
ar misgjörðir vaknar títt upp með
andfælum eins og bam og lifir í
ótta og við illan grun. Sá sem á
hinn bóginn veit ekki af neinni
misgjörð hjá sér lifir í ljúfri von
sem er ellinni holl næring eins og
Pindar raunar segir. Hann orðar
þetta snilldarlega, Sókrates, þar
sem hann segir um þann sem hef-
ur lifað réttlátu og heilbrigðu lífi:
Hún sem við hjartað
ljúflega gælir og leikur,
vonin, sem ellina nærir
og hvikulum dauðlegra hug
heldur í taumi.
Þetta er svo vel sagt að undra-
vert má kalla. Einmitt fyrir þess-
ara hluta sakir tel ég auðsöfnun
svo einstaklega mikilsverða. Ekki
þó fyrir hvaða aula sem er, heldur
fyrir hæfa menn: að láta ekki
blekkjast, segja ekki ósatt — ekki
einu sinni óvart — skulda engum,
hvorki guði né manni, og fara svo
héðan óttalaus. Ríkidæmi auðveld-
ar allt þetta mjög. Og það hefur
reyndar marga aðra kosti. En ég
hygg að þegar allt hefur verið veg-
ið og metið, Sókrates, sé gildi auðs-
ins fyrir skynsaman mann ekki
síst fólgið í þessu.
Segir Platón í Ríkinu.
Innskot frá K.K.
Fékk þetta skemmtilega kvæði
frá skáldinu þegar Helgispjall um
bókmenntaverðlaun hafði birzt í
fyrra en þar var þess getið að þau
væru engin vísbending um gæði
eða mælikvarði á endingu (sum
nóbelsskáld hafa gieymzt einsog
aðrir!). List er ekki íþróttir; ekki
met eða mörk. Hún er af sama
toga og trúin. Oftaren ekki verða
hinir síðustu fyrstir, eftir lögmál-
um sem okkur er ekki ætlað að
skilja.
Én með skírskotun í kvæði
Kristjáns verður að sættast á að
víðar er Guð en í Görðum og bók-
menntapáfamir vita þá ekkert
fyrst þeir vita allt!
Ég bað Kristján leyfis að birta
kvæðið hér í spjallinu og varð hann
vinsamlegast við ósk minni.
Að jafna ólíkum skáldum
saman eftir stærð (lengd
breidd, dýpt) er
fánýtt (segir Matthías
réttilega. Mbl. 15.8. ’92).
Og m.a.o. (segi ég
með fullri vissu):
dæmi
eru villandi og undan-
tekning er undantekning
af því hún sannar
ekkert;
sérhvert skáldverk
er undantekning;
og yfirleitt,
að vita ekki væri að leika
Guð.
Að leika Guð?
Ef Guð veit allt þá veit Hann
líka ekkert.
Kristján Karlsson
M
(meira næsta sunnudag)
HELGI
spjall
UPPSAGNIR HJÚKR-
unarfræðinga og
ljósmæðra á Land-
spítala, sem taka
eiga gildi nú eftir
helgina, hafa beint
athygli manna að
heilbrigðiskerfínu einu sinni enn og
kostnaði við það. Ekki fer á milli mála,
að neyðarástand skapast í heilbrigðis-
þjónustu, takist samningar ekki um
þessa helgi. Að baki uppsögn hjúkrunar-
fræðinga og ljósmæðra liggur augljós-
lega langvarandi samansöfnuð reiði
vegna kjaramála. Hvað sem öðrum
starfshópum líður er auðvitað ljóst, að
þær stéttir, sem hér um ræðir, vinna oft
mjög erfíð störf og undir miklu álagi.
Frá því, að kjarasamningar voru gerð-
ir í febrúar 1990, sem mörkuðu þátta-
skil í efnahagsmálum okkar íslendinga
á seinni árum, hefur stefnan verið sú,
að ekki væri grundvöllur fyrir, að leið-
rétta kjör einstakra starfshópa, hversu
sanngjamar sem kröfur þeirra kynnu að
vera, vegna þess, að slíkar leiðréttingar
mundu óhjákvæmilega leiða til þess að
upp kæmu kröfur um slíkar leiðréttingar
úr öllum áttum. Þótt sumir starfshópar
hafí sterkari rök fyrir kröfum sínum en
aðrir hefur jafnan verið talið, að erfítt
yrði að halda kröfugerð af þessu tagi í
skefjum.
Það er svo umhugsunarefni, m.a. í ljósi
uppsagna hjúkrunarfræðinga og ljós-
mæðra, hvort hægt er að halda við þá
afstöðu ár eftir ár, að leiðréttingar á
kjörum einstakra starfshópa komi ekki
til greina. Það var hægt að rökstyðja
þá afstöðu í febrúar 1990 á gildistíma
þeirra samninga og hefur raunar tekizt
í þrjú ár en hve lengi er það hægt?
Hvenær kemur að því, að upp úr sýður
hjá fólki, sem telur sig órétti beitt? Það
er að gerast nú hjá þeim tveimur starfs-
hópum, sem hér hafa verið nefndir.
Á hinn bóginn er augljóst, að umtals-
verðar launabreytingar hjá hjúkranar-
fræðingum og ljósmæðram mundu hafa
áhrif á kröfugerð í þeim kjarasamning-
um, sem framundan eru á hinum al-
menna vinnumarkaði. Þetta er sú sjálf-
helda, sem ríkisstjóm og stjómendur
Landspítala era í. Þessir aðilar kunna
að hafa fullan skilning á kröfum hjúkran-
arfræðinga og ljósmæðra en þeir standa
frammi fyrir því, að verði samið á grand-
velli þeirra, er hugsanlega verið að semja
um slíkar launahækkanir í þjóðfélaginu
öllu. Fyrir þeim launahækkunum er eng-
inn grandvöllur eins og allir vita. Raunar
má segja, að ríkissjóður sem rekinn er
með stórfelldum halla hafí heldur enga
peninga til þess að greiða ákveðnum
starfshópum launahækkanir nema hægt
sé að mæta þeim með niðurskurði ann-
ars staðar. Væntanlega hafa menn ekki
áhuga á frekari skattahækkunum!
Þetta er því ekki einfalt mál. Kröfur
starfshópanna tveggja á Landspítala
kunna að vera sanngjamar að einhveiju
leyti en stjórnvöld eru í spennitreyju og
eiga ekki margra kosta völ. Hins vegar
vekur það alltaf jafn mikla undran þeirra,
sem standa utan við deilur af þessu tagi,
hvað tíminn virðist hafa verið illa notað-
ur. Hugmyndir á þessu stigi málsins um
frestun á uppsögnum til þess að skapa
svigrúm til frekari könnunar á efni máls-
ins vekja upp spumingar um það, hvers
vegna slík könnun hefur ekki farið fram
á þeim tíma, sem liðinn er frá uppsögn-
um. Þetta gerist hins vegar aftur og
aftur í opinbera kerfínu og kannski víð-
ar. Satt bezt að segja getur það varla
skapað mikið traust í röðum hjúkranar-
fræðinga og ljósmæðra að slíkar hug-
myndir komi fram á síðustu stundu.
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 30. janúar
á
í
Morgunblaðinu í gær, föstudag, að við
íslendingar eram að beijast við sömu
vandamálin í heilbrigðisþjónustunni og
margar aðrar þjóðir vegna ört vaxandi
útgjalda. Nýjasta dæmið um þetta er sú
áherzla, sem Clinton, hinn nýkjömi for-
seti Bandaríkjanna, leggur á umbætur í
heilbrigðiskerfinu, en hann hefur falið
eiginkonu sinni forystu fyrir þeirri bylt-
ingu, sem stefnt er að í heilbrigðismálum
í Bandaríkjunum. í nálægum löndum
fara fram ákaflega svipaðar umræður
og hér um heilbrigðiskerfíð og kostnað
við það.
Við vitum að heilbrigðiskerfí okkar
er dýrt en það hefur áreiðanlega komið
mörgum á óvart, sem lesa mátti hér í
blaðinu sl. fímmtudag, að það væri eitt
hið dýrasta í heimi. í Évrópuútgáfu
bandaríska dagblaðsins Wall StreetJour-
nal birtist sl. mánudag tafla yfír útgjöld
til heilbrigðismála á mann í dolluram
talið í allmörgum löndum. Með aðstoð
Þjóðhagsstofnunar setti Morgunblaðið
ísland inn á þessa töflu. Þá kom í ljós,
að á árinu 1990 var heilbrigðiskerfí okk-
ar hið fjórða dýrasta meðal 15 þjóða.
Eins og alltaf, þegar svona samanburður
er gerður, má vafalaust fínna einhver
rök fyrir því, að þessar tölur séu ekki
fullkomlega sambærilegar enda erfítt um
nákvæman samanburð á milli þjóða, en
tölumar gefa áreiðanlega sterka vís-
bendingu um, hver staða okkar er.
Þær þjóðir, sem búa við dýrara heil-
brigðiskerfí en við, era Bandaríkjamenn,
Kanadamenn og Svíar. Alkunna er, að
heilbrigðisþjónusta í Bandaríkjunum er
í miklum ógöngum og allir vita, að Svíar
vora komnir svo langt í tómri vitleysu í
uppbyggingu margvíslegrar opinberrar
þjónustu, að engin þjóð lítur til þeirra
nú orðið sem fyrirmyndar í þeim efnum.
En hvað veldur því t.d., að útgjöld til
heilbrigðismála á mann í dolluram era
um 400 dolluram hærri hér en í Dan-
mörku? Hafa menn orðið þess varir, að
heilbrigðisþjónusta í Danmörku væri lak-
ari en hér á íslandi og að svo miklu
munaði?
Það er augljóst, að við íslendingar
sækjum fyrirmyndir okkar að bæði lög-
gjöf og opinberam umsvifum almennt til
Norðurlandanna. íslenzkir stjómmála-
menn og embættismenn og sérfræðingar
á ýmsum sviðum era í stöðugum ferðum
til Norðurlanda til að sækja þar fundi
og önnur mannamót. Og þá höfum við
ekki sízt leitað til Dana. Hver er munur-
inn á heilbrigðisþjónustunni í Danmörku
og á íslandi? Vegna þess tölulega saman-
burðar, sem hér hefur verið vikið að,
væri fróðlegt að fá það upplýst hvaða
skýring getur verið á þessum mismun.
Hinn mikli kostnaður við heilbrigðis-
þjónustu okkar í samanburði við aðrar
þjóðir er einnig umhugsunarefni vegna
þess, að mörgum þykir nóg um þann
niðurskurð, sem framkvæmdur hefur
verið í rekstri sjúkrastofnana á undan-
förnum áram. Álmennum borgara, sem
kemst í snertingu við heilbrigðiskerfið,
sýnist gjaman, að sá niðurskurður hafí
gengið of langt á sumum sviðum a.m.k.
Atgangurinn hefur verið mikill en er
árangurinn í samræmi við það?
í viðamiklu heilbrigðiskerfi, sem veltir
tugum milljarða á hveiju ári, togast
margvíslegir hagsmunir á. Togstreita á
milli sjúkrastofnana hefur lengi verið við
lýði. Samkeppni á milli spítala er alkunn
og hefur kostað skattborgara umtals-
verða fjármuni. Hún er ekkert sérís-
lenzkt fyrirbæri. í öðram löndum upplifa
menn samkeppni á milli spítala um full-
komnustu tækni og tæki, sem kostar
Dýrt heil-
brigðiskerfi
SIGHVATUR
Björgvinsson, h<
brigðisráðherra,
benti réttilega
það í grein hé:
Morgunblaðið/Kristinn
gífurlega fjármuni. Einstakir starfshópar
innan heilbrigðiskerfisins eiga mikilla
íjárhagslegra hagsmuna að gæta í sam-
bandi við breytingar á heilbrigðisþjón-
ustunni. Ámi Björnsson læknir vék að
því í grein hér í blaðinu í gær, föstudag,
að tilvísun til Florence Nightingale og
Alberts Sweitzers ætti ekki lengur við
þegar rætt væri um störf heilbrigðis-
stétta.
Heilbrigðisþjónustan er orðin meiri
háttar atvinnugrein. Á vettvangi hennar
era rekin einhver stærstu fyrirtæki á
íslandi og kannski höfum við of lengi
lokað augunum fyrir því að á starfs-
sviði, þar sem svo mikil umsvif era, má
finna alveg sömu hagsmunaátökin og
fjárhagslegu hagsmunina eins og í öðram
atvinnugreinum í samfélaginu. Átökin
um kostnað við heilbrigðiskerfið eiga
eftir að standa mörg ár enn og því íhug-
unarefni, hvort ekki er tímabært að kafa
svolítið dýpra í vandamál og rekstur
þessarar þjónustugreinar en gert hefur
verið fram að þessu.
HÉRTÍ MORGUN-
blaðinu hefur áður
. verið vikið að um-
heilbngðis- fjöllun Alice M.
kerfinu Rivlin, eins helzta
efn ahagsráðgj afa
Clintons, um heilbrigðismál. Hún hefur
m.a. vikið að því, að ætla mætti að gjald-
taka af sjúklingum mundi leiða til þess,
að bæði læknar og sjúklingar mundu
hugsa meira um kostnaðinn og að minna
yrði um óþarfa notkun heilbrigðisþjón-
Gjaldtaka í
ustu. í því sambandi bendir Alice M.
Rivlin á, að gjaldtaka hafí dregið úr
óþarfa notkun heilbrigðisþjónustu en
hins vegar kunni hún einnig að hafa leitt
til þess að fólk, sem þurfí á læknishjálp
að halda, hafí verið án hennar og að
gjaldtakan hafí leitt mikla erfíðleika yfír
fólk með takmörkuð efni, sem eigi við
sjúkdómsvanda að stríða.
Nýjustu ákvarðanir um gjaldtöku í
heilbrigðiskerfi okkar hafa vakið marga
til umhugsunar um það, hvort nú sé of
langt gengið. Morgunblaðið hefur á und-
anfömum misseram mælt með gjaldtöku
í heilbrigðiskerfinu en það hefur verið
grandvallaratriði í málflutningi blaðsins,
að sú gjaldtaka yrði tekjutengd, þ.e. að
þeir, sem hærri tekjur hafa, borgi en
aðrir ekki eða mun minna. Þótt ákveðið
hámark sé á gjaldtöku hér og gamalt
fólk og öryrkjar greiði minna en aðrir
er veruleg hætta á, að gjaldtakan í heil-
brigðiskerfínu sé komin yfir strikið.
Starfsfólk í heilbrigðiskerfínu verður
vart við það, að fólk hringir og spyr
hvað ákveðin þjónusta kosti og komi svo
ekki. Þá hefur þess einnig orðið vart,
að starfsfólk telur sér skylt að upplýsa
fólk um kostnað áður en þjónusta er
veitt til þess að viðkomandi geti fyrirfram
tekið ákvörðun um, hvort hann er reiðu-
búinn til að greiða uppsett verð fyrir
þjónustuna.
Þegar heimsókn til sérfræðings kostar
um og yfír 2.000 krónur er ekki ólíklegt
að margir staldri við. í sumum tilvikum
leiðir það til þess, að ekki verður af
óþarfa útgjöldum vegna þess, að sjálf-
sagt er töluvert um, að fólk leitar til
læknis að ástæðulausu. En í öðram tilvik-
um getur þessi kostnaður orðið til þess
að fólk fer ekki til læknis, sem þarf á
því að halda.
í umræðum um þessi málefni bæði
hérlendis og erlendis er víða vikið að
því, að læknar og hugsanlega annað
starfsfólk í heilbrigðiskerfinu hafí bein-
línis fjárhagslega hagsmuni af því að
beina sjúklingi í hveija rannsóknina á
fætur annarri eða hvert viðtalið á eftir
öðra og að það geti verið álitamál, hvort
slíkt sé nauðsynlegt. Kerfíð sé hins veg-
ar þannig úr garði gert, að það geti að
hluta til verið eins konar sjálftöku launa-
kerfi. Sjálfsagt er eitthvað um þetta. Á
hinn bóginn era svo miklar kröfur gerð-
ar til lækna, og á seinni árum eiga þeir
yfír höfði sér málssókn, ef þeim verða á
mistök, að skiljanlegt er, að læknir vilji
ganga rækilega úr skugga um, að allt
sé með felldu hjá viðkomandi sjúklingi.
Allt era þetta álitamál. Það era engar
töfralausnir til. Heilbrigðiskerfíð þarf
sterkt aðhald. Fólkið í landinu vill hins
vegar gott heilbrigðiskerfí og kann því
illa að of langt sé gengið í niðurskurði
á þjónustu þess. Atgangurinn mætti vera
minni en þeim mun meiri vinna lögð í
raunveralegar umbætur. Kannski er
tímabært að kostnaður við heilbrigðis-
kerfíð sé greiddur með sérstökum skatti
en ekki af almennri skattheimtu, þannig
að hver og einn skattborgari verði þess
áþreifanlega var, hvað þessi þjónusta
kostar. Það er oft bezta aðhaldið.
„ Morgunblaðið
hefur á undan-
förnum misserum
mælt með gjald-
töku í heilbrigðis-
kerfinu en það
hefur verið
grundvallaratriði
í málflutningi
blaðsins, að sú
gjaldtaka yrði
telgutengd, þ.e.
að þeir, sem hærri
tekjur hafa, borgi
en aðrir ekki eða
mun minna. Þótt
ákveðið hámark
sé á gjaldtöku hér
og gamalt fólk og
öryrkjar greiði
minna en aðrir er
veruleg hætta á,
að gjaldtakan í
heilbrigðiskerf-
inu sé komin yfir
strikið.“