Morgunblaðið - 31.01.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLÁÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1993
25
KAUPMANNAHAFNARBRÉF
Ávöxtun þjóðararfsins
- fortíðin í staðfærðum þýðingum
Þó hugtakið „þjóðararfur" eigi sér varla
hliðstæðu í dönsku, þá spretta þó annað
veifið upp umræður og jafnvel deilur um
hvernig eigi að ávaxta danska þjóðararf-
inn, arfleifð fyrri kynslóða. Arfleifðin
danska er reyndar af margvíslegum toga
spunnin, ekki aðeins bókmenntir, heldur
einnig myndlist, tónlist og byggingarlist,
svo eitthvað sé nefnt. Um daginn komu
skyndilega upp umræður um veigamikinn
þátt menningararfleifðarinnar, nefnilega
um Soren Kierkegaard og verk hans.
Heimspekingurinn og guðfræðingurinn
Soren Kierkegaard fæddist 1813 og dó 1855.
í föðurarf fékk hann ekki einungis fé til að
framfleyta sér ævina út, heldur einnig guð-
fræðiáhuga og þunga lund. Hann byrjaði að
skrifa undir dulnefni 1843 og gerði það
næstu árin, þar til hann gekkst við því 1846.
Hann hélt áfram hvatskeyttum skrifum og
lenti í hvínandi ritdeilum, sem ollu honum
hugarangri. Hann gagnrýndi kirkjuna harka-
lega fyrir að hafa vikið frá réttri leið og trú
og trúhneigð eru afgerandi þáttur í verkum
hans. Burðarásinn í þeim er sú skoðun að
hvorki einber skynsemin né vísindaaðferðir
dugi sem undirstaða heimspekikerfa, er skýri
út allar hliðar tilverunnar. Hún sé flóknari
en svo að röklegar forsendur dugi til.
Landi Kierkegaards kom honum síðar inn
í alþjóðlegar heimspekiiðkanir. Georg Bran-
des, sem var uppi 1842-1927, þótti róttækur
menningarfrömuður á sínum tkna og braut
blað í danskri bókmenntasögu með skrifum
sínum um bókmenntir og iistir. Meðal annars
skrifaði hann um Kierkegaard. Brandes, sem
bjó í Þýskalandi í mörg ár, var þekktur utan
Danmerkur og bók hans um Kierkegaard
kom heimspekingnum á framfæri erlendis. Æ
síðan hefur Kierkegaard átt sinn fasta sess
í heimspekisögunni og um verk hans er fjall-
að um allan heim.
Þó Kierkegaard vegi þar þungt slíta dönsk
skólaböm sér ekki út við lestur rita hans.
Kannski eru hugmyndir hans tormeltar, en
það eru þó ekki fyrst og fremst þær sem
standa í dönskum nútímalesendum að mati
skólafólks, heldur málið. Verk hans liggja
fýrir í útgáfum, þar sem texti heimspekings-
ins er prentaður orðrétt upp. Og dönsk staf-
setning hefur breyst á þessari einu og hálfu
öld, sem liðin er frá dauða hans og vitaskuld
einnig orðaforðinn, hugtök og annað ámóta.
Meginbreytingin í þessum efnum er að á
tímum Kierkegaards og reyndar vel fram á
þessa öld, tíðkaðist að skrifa stóran staf í
nafnorðum. Af öðrum breytingum má nefna
að þá var ekki notast við á, heldur aa. J var
mikið notað, „Kebenhavn" var skrifað „Kjo-
benhavn"; „Gæld“ (skuld) var „Gjeld“, i
stundum skrifað þar sem nú er j, eins og í
„eje“ (eiga), sem var skrifað „eie“. Þeir, sem
á annað borð hugsa um hvemig koma eigi
höfundum eins og Kierkegaard á framfæri
við þjóðina, eru sammála um að ekki sé
hægt að ætlast til að fólk lesi svo fomlegan
texta, heldur verði að gefa þá út með nútíma-
stafsetningu og helst að færa einstaka orð
og jafnvel orðasambönd til betri vegar og
finna nútímalega hliðstæðu. En þá kemur
upp spurningin um hversu langt eigi að ganga
í breytingum og staðfærslu.
Nýlega skrifaði útgáfustjóri hjá bókafor-
lagi nokkm, Per Thielst, grein um hvemig
misskilin virðing fyrir frumtextunum gerði
það að verkum að grundvallarrit í danskri
menningarsögu, til dæmis Kierkegaards,
væm ekki til í aðgengilegum útgáfum. Síðan
birti hann brot úr bók eftir hugsuðinn, ann-
ars vegar uppmnalega textann, hins vegar
eigin útgáfu textans, þar sem hann hafði
fært stafsetninguna til nútímahorfs og skipt
um einstöku orð. Leiðarljós hans var að
breyta eins litlu og hægt væri, svo textinn
héldi sérkennum sínum, en bara með að-
gengilegra yfirbragði.
Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Lesenda-
bréfin streymdu inn og sitt sýndist hveijum.
Ýmist fannst mönnum að Thielst gengi of
langt, breytti of miklu svo textinn missti sín,
eða að hann væri sjálfur alltof lotningarfull-
ur gagnvart textanum, þegar nær væri að
skrifa hann upp á nútímamál, svo hann skild-
ist í raun.
Þessi tilvistarkreppa eldri texta á við um
miklu fleiri höfunda en Kierkegaard. Og eng-
inn skyldi ætla að þetta ætti aðeins við um
lestur skólakrakka eða almennings á þessum
höfundum. Háskólakennari hér sagði mér að
hún hefði lagt texta eftir sjálfan Georg Bran-
des fyrir stúdentana. Textinn var í útgáfu
frá því um 1920. Stúdentamir spurðu þá
hvort hann væri ekki til þýddur, sumsé á
nútímadönsku. Spumingin var kannski hálf-
vegis borin upp í spaugi, en kennarinn var
ekki í vafa um að hún sýndi að fyrir þeim
væri textinn næstum eins og útlenska, bæði
vegna stafsetningar og orðaforða.
Sú var tíðin að stafréttar útgáfur fombók-
menntanna, einkum íslendingasagna, vom
logandi hitamál á Alþingi, sem tók sér á tíma-
bili einkarétt á útgáfu þeirra til að koma í
veg fyrir helgispjöll eins og að gefa þær út
með nútímastafsetningu. Það vekur því varla
undmn þó Danir eyði smá dagblaðshomi í
þessar vangaveltur. Hitt er annað mál að
með íslenskum augum verður vart séð að
dönsk stafsetning frá síðustu öld sé svo frá-
bmgðin nútímastafsetningu að það sé eitt-
hvert vandamál að skilja textann, né að orða-
forðinn sé svo framandlegur að til vandræða
horfí.
En látum nú stafsetninguna liggja milli
hluta. Tíma- og staðfærsla textans sjálfs er
meira mál og þá beinist athyglin einu sinni
enn að skólakerfinu. Spyija má hvort afstaða
til eldri texta væri ekki önnur, ef ekki hefði
verið hætt að láta lesa eldri texta. Með því
að láta skólakrakkana rýna í dagblöð og
auglýsingatexta, í stað þess að vinna sig í
gegnum bitastæða en gamla texta, hefur
dymnum að fortíðinni verið hallaði í hálfa
gátt, ef ekki hreinlega lokað.
Þegar bókmenntimar em annars vegar er
tímaskyn íslendinga býsna hæggengt. Það
hvorki truflar né veldur djúpstæðum áhyggj-
um þó til dæmis skólakrakkar skilji hugsan-
lega ekki hvert einasta orð þegar þau lesa
íslendingasögur í skólanum. I Danmörku
virðast hins vegar áhyggjur í þessa áttina
hafa orðið til þess að skólafólki fallist hendur
við að láta þá lesa texta frá síðustu öld, eða
byijun þessarar. í íslenskum skólaútgáfum
em orðskýringar og þær, ásamt leiðbeining-
um kennaranna, em látnar duga krökkunum
sem veganesti við lesturinn. En vissulega
krefst lesturinn þess að kennaramir leggi sig
alla fram við að gera efnið aðgengilegt.
Meðan atorkan er fyrir hendi, er væntan-
lega langt í að íslenskir lesendur fombók-
mennta rekist á flatneslqu í stíl við eftirliggj-
andi, þegar þeir taka lesninguna fram (og
geta nú lesendur spreytt sig á að þekkja
uppmnalegu setningamar): „Æ, ég var svo
lit.il þegar ég giftist honum NjáH að ég nenni
ekki að skilja við hann núna.“ „Ég var eigin-
lega leiðinlegust við þann sem ég elskaði
mest.“ „Maður er alveg allsber á bakinu, ef
maður á ekki bróður." „Þó allt drepist í kring-
um mann og líka maður sjálfur, drepst aldr-
ei það sem er sagt um mann (sérstaklega
ef maður kemst í fjölmiðlana ...).
Sigrún Davíðsdóttir
Miðstöð fyrir fólk í atvinnu-
leit tekur til starfa á morgun
MIÐSTÖÐ fyrir fólk í atvinnuleit tekur til starfa mánudaginn
1. febrúar nk. í Miðstöðinni verður fjölþætt þjónustustarfsemi
sem tekur sérstakt mið af þörfum og aðstæðum fólks sem
misst hefur atvinnu sína og er í atvinnuleit. Starfsemin verð-
ur til húsa í safnaðarheimili Dómkirkjunnar í Lækjargötu
14a (gamla Iðnskólanum) og verður til að byija með opin
alla virka daga á milli 14 og 17.
í fréttatilkynningu frá Miðstöð-
inni segir!
„Bakgrunnur málsins er hið al-
varlega ástand sem skapast hefur
vegna atvinnuleysis. Nú þegar
hefur daglegt líf margra raskast
um lengri eða skemmri tíma vegna
atvinnuleysis, og útlit er fyrir að
atvinnuástandið eigi enn eftir að
versna. Þar sem vitað er að marg-
víslegur persónulegur vandi fylgir
því að missa og vera án vinnu um
lengri tíma, er sérstakra aðgerða
þörf.
Starfsemi Miðstöðvarinnar hef-
ur verið undirbúin í samvinnu þjóð-
kirkjunnar við aðila vinnumarkað-
arins og er kostuð og studd af
fjölda félaga og hagsmunasam-
taka auk opinberra aðila. Undir-
búningsnefnd hefur á síðustu vik-
um og mánuðum kannað og undir-
búið aðgerðir. Ljóst er að vandi
fólks er margvíslegur og að þörf
er á fjölbreyttum úrræðum. Jafn-
framt er mikilvægt að koma af
stað aðgerðum sem ná til breiðs
hóps.
Til að byija með verður opnuð
ein þjónustumiðstöð. Starfsemi
Miðstöðvarinnar verður fjórþætt:
1. rekstur félagslegrar aðstöðu þar
sem fólk getur komið saman,
Höfóar til
-fólks í öllum
starfsgreinum!
ræðst við og þegið veitingar, 2.
öflun og miðlun upplýsinga er
varða stöðu og réttindi fólks í at-
vinnuleit, 3. ráðgjöf og persónuleg
viðtöl, og 4. fræðsla.
Öll þjónusta Miðstöðvarinnar
verður endurgjaldslaus.
Þar sem um nýja starfsemi er
að ræða verður frekari fram-
kvæmd þjónustunnar svo og
áherslur í rekstri að fara eftir við-
brögðum, en áhersla er lögð á að
koma á fót þjónustu sem nýtist
sem flestum.
Undirbúningsnefndin hefur
hvarvetna mætt miklum skilningi,
jafnt meðal launþega, vinnuveit-
enda, kirkjunnar, sem opinberra
aðila, og hafa margir heitið ijárst-
uðningi og annarri fyrirgreiðslu.
Daglegur rekstur Miðstöðvarinnar
verður að hluta í höndum sjálfboð-
aliða. Framkvæmdastjóri Mið-
stöðvarinnar er Halldór Kr. Júlíus-
son sálfræðingur."
(Fréttatilkynning)
Gaf Samtökiim um kvennaathvarf
hálfa milljón
ÓLIM. ísaksson færði Samtökum um kvennaathvarf að gjöf 500.000
krónur nýlega. Myndin var tekin við afhendinguna. Á myndinni eru
Guðrún Ágústsdóttir, Álfheiður Ingadóttir og Halldóra Halldórs-
dóttir frá Samtökum um kvennaathvarf og Óli M. ísaksson.
Utsöludagar
FRABÆRT
VERÐ
St. 41-46 Litir: Svart/brúnt
Kvenskór.....................trá kr. 900
Karlm.skór...................frá kr. 900
Matinbleu gallar stök númer...kr. 6.900
Moon Boots barna, st. 24-34 ..kr. 1.500
Skíðagallar stök númer........kr. 5.900
Dúnúlpur stök númer.. frá kr. 4.990-7.990
Utsöluverð:
3.500,-
Áður: 4.890,-
Utsöludæmi
. 36-41 Litir: Svart/rauðbrúnt
SKÓVERSLUN KÓPAVOGS
HAMRABORG