Morgunblaðið - 31.01.1993, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1993
Haraldur S. Norðdahl
fyrrverandi varð-
sijóri í tollgæshumi
Fæddur 24. september 1897
Dáinn 24. janúar 1993
Með Haraldi Norðdahl er geng-
inn einn hinna elstu og virtustu
félaga í röðum íslenskra góðtempl-
ara.
Hann gerðist félagi í Góðtempl-
arareglunni árið 1919, lengst var
hann í stúkunni Víkingi nr. 104
og var virkur í starfí fram á síð-
ustu ár. Hann átti sæti í stjómum
og nefndum allra stiga Reglunnar
og gegndi öllum æðstu embættum
í stúku sinni. Hann var einn þeirra
sem settu hvað mestan svip á þing
okkar templara með góðum og
tímabærum tillögum, ráðsnilld og
fúsleika til þátttöku í virkum fram-
kvæmdum um langt árabil.
í framkvæmdanefnd Stórstúku
íslands átti Haraldur sæti um 13
ára skeið. Þar sem annars staðar
var hann einn hinna traustu brim-
bijóta í baráttunni gegn böli áfeng-
isneyslunnar. Hann var óskeikull
og heilsteyptur í vegsögn sinni,
bindindismaður af lífí og.sál. Þeirri
sannfæringu hans fékk ekkert
haggað til endadægurs, að bindindi
væri forsenda fyrir farsæld ís-
lensku þjóðarinnar í nútíð og fram-
tíð. Mætti sú sannfæring sigra sem
allra víðast. Hann var heiðursfélagi
Stórstúku íslands.
Þegar ég hugsa um Harald
Norðdahl og minnist samstarfs við
hann og samleiðar með honum á
stórstúkuþingum, þá koma þessar
hendingar, sem við templarar
syngjum oft, fram í huga minn:
„Hinn sterki Guð vom styður hag
og styrkir vora menn.“ Studdur
þeirri trú starfaði Haraldur
Norðdahl í Góðtemplarareglunni.
Guð gefí góðu málefni sigur.
í nafni íslenskra góðtemplara
og Stórstúku íslands færi ég látn-
um bróður hjartans þakkir fyrir
vel unnin störf, sem reynst hafa
bæði blessunar- og gifturík í Regl-
unnar þágu. Bömum hans og öðr-
um ástvinum sendum við einlægar
samúðarkveðjur og biðjum þeim
allrar Guðs blessunar.
Björn Jónsson,
stórtemplar.
Mánudaginn 1. febrúar verður
Haraldur Skúlason Norðdahl, fyrr-
verandi varðstjóri við tollgæsluna
í Reykjavík, jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju. Haraldur fæddist 24.
september 1897. Hann lést 24.
janúar sl. á 96. aldursári.
Árið 1923 hóf Haraldur ævistarf
sitt, þegar hann réðst til hinnar
tiltöhdega ungu tollgæslustofnun-
ar. í greinum sem Haraldur og
ýmsir aðrir eldri tollverðir hafa
skrifað og birst hafa í félagsblaði
tollvarða, eru rifjaðar upp minn-
ingar um fyrstu árin við tollgæslu-
störf þeirra í Reykjavík. Fram
kemur að tollverðir hafi verið fáir
fyrstu árin. Fjölgun í liðinu varð
ekki fyrr en 1927-1928. Einnig
kemur fram að húsakynni tollgæsl-
unnar hafí verið mjög þröng og
aum, fremur skúrahjallar en íveru-
staðir. Vinnutími var langur og frí
lítil, 12 tíma vaktir daga og næt-
ur. Laun voru lág og árangur af
kjarabaráttu ófélagsbundinna
launþega varð lítill sem enginn.
Við þessar aðstæður kviknaði
hugmyndin um stéttarfélag toll-
varða. Hinn 8. desember 1935
stofnuðu 13 tollverðir í Reykjavík
stéttarfélag sitt, Tollvarðafélag
Islands. Starfssvæði þess skyldi
vera allt landíð. Haraldur var einn
þriggja manna, sem kjömir voru í
fyrstu stjórn félagsins. Hagsmuna-
barátta var nú hafín á félagslegum
grundvelli og bar þegar árangur á
fyrsta ári.
Á styijaldarárunum 1939-1945
óx dýrtíð hratt. Það var örðugt
fyrir opinbera starfsmenn, þar sem
laun þeirra fylgdu ekki verðbólg-
unni. Þegar örðugleikamir virtust
ætla að rísa þeim yfír höfuð, óx
þeirri skoðun ört fylgi að stofna
bæri bandalag opinberra starfs-
manna. Tollvarðafélagið varð með-
al stofnfélaga Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja. Haraldur var
annar tveggja fulltrúa félgsins,
sem af þess hálfu unnu að stofnun
bandalagsins. Hann gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir Tollvarðafé-
lagið og var formaður þess um
skeið.
Haraldur var áhugasamur um
ýmis þau mál sem til heilla horfa
og viðaði að sér og kynnti sér
margvíslegan fróðleik. Þess má
geta að þegar forystumenn ís-
lenskra tollvarða fóru til fundar
við norræna tollstarfsmenn í upp-
hafí síðastliðins áratugar, til að
heija samstarf við þá, kom í ljós
að Haraldur átti kunningja á með-
al þeirra. Slíkt var sjaldgæft á
starfsárum Haraldar. Hann hafði
ákveðnar skoðanir á ýmsum mál-
um, m.a. stjómmálum, en honum
var samt ekki sýnt um að deila
við þá, sem voru annarrar skoðun-
ar. Hann sló frekar á léttari
strengi, enda var hann vinsæll á
meðal samstarfsmanna, sem og
annarra. Það hlaut að vera tals-
vert alvörugefínn maður, sem ekki
sást brosa eftir að hafa hlustað á
Harald segja frá með sínum hætti.
Bindindismál voru Haraldi hug-
leikin og var hann ötull baráttu-
maður á þeim vettvangi.
Með Haraldi er genginn hinn
síðasti af stofnendum Tollvarðafé-
lags íslands. Með þessum fátæk-
legu orðum er frumheija minnst
með þakklátum hug og virðingu.
Bömum Haraldar og öðrum að-
standendum vottum við tollverðir
dýpstu samúð.
Jón Mýrdal.
Minning
Gunnlaug Jónsdóttir
Okkur systkinin langar til að
minnast elskulegrar ömmu okkar,
Gunnlaugar Jónsdóttur, sem lést
19. janúar sl. eftir stutta en erfíða
sjúkdómslegu.
Það var alltaf jafn gott að koma
í heimsókn til ömmu í „Kefló“ eins
og við kölluðum hana í daglegu
tali. Ástúðlegt viðmót ömmu og
höfðinglegar móttökur einkenndu
þessar heimsóknir. Ætíð ríkti frið-
ur og spekt á heimili hennar þótt
ömmubömin hafí stundum brallað
margt. Nú hefur amma öðlast eilíf-
an frið en lifír þó áfram í minning-
um okkar um ókomna tíð. Blessuð
sé minning hennar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Gunnar, Friðjón og Kolfinna.
Amma okkar Gunnlaug Jóns-
dóttir fæddist á Hornbrekku í Ól-
afsfírði 23. mars 1915. Hún var
næstyngst fímm bama þeirra Jóns
Friðrikssonar útvegsbónda og
Guðfinnu Sigurðardóttur ljósmóð-
ur. Systkini ömmu vora Siguijón
og Friðrik sem nú era látnir og
systurnar Pálína búsett í Reykjavík
og Jakobína sem býr í Kaupa-
mannahöfn. Móður sína missti
amma þegar hún var átta ára göm-
ul og var henni komið í fóstur til
Snjólaugar móðursystur sinnar og
eiginmanns hennar Þorsteins Þor-
steinssonar. Hjá þeim átti amma
góða daga og minntist þeirra ávallt
með þakklæti.
Amma ólst upp á Ólafsfírði og
þaðan átti hún margar góðar minn-
ingar, sem hún rifjaði stundum upp
fyrir okkur. Hún gekk í Bama-
skóla Ólafsfjarðar og stundaði nám
við Héraðsskólann á Laugum.
Þegar amma var um tvítugt var
henni boðið að dvelja hjá vinkonu
sinni á Hvanneyri. Það má segja
að sú dvöl hafí orðið örlagarík því
þar kynntist hún mannsefni sínu,
Gunnari Steindórssyni (f. 11.
mars 1915) frá Vopnafírði sem þá
var við nám í bændaskólanum.
Árið 1936 héldu þau bæði út til
Danmerkur, afí í framhaldsnám í
búfræði en amma til dvalar hjá
Pálínu systur sinni sem Jiá var
búsett í Kaupmannahöfn. I Kaup-
mannahöfn lærði amma hár-
greiðslu og eftir heimkomuna vann
hún lengi við hárgreiðslustörf og
fylgdist alltaf vel með nýjungum
í hártískunni.
Frá Danmörku lá leið þeirra
beggja heim. Þau hófu búskap í
Suðri-Vík í Vopnafirði árið 1938
og giftu sig um haustið. Afí og
amma eignuðust sex böm en þau
era: Guðrún (f. 1938) þroska-
þjálfí, ekkja Yngva Gestssonar;
Jónína Kolfinna (f. 1939) ritari,
Jón Oddgeir Jóns
son - Kveðja
Fæddur 6. september 1905
Dáinn 22. janúar 1993
Með Jóni Oddgeiri Jónssyni er
genginn góður drengur og af-
bragðs starfsmaður. Það era liðin
meira en 30 ár síðan hann var
kosinn í stjórn Krabbameinsfélags
Reykjavíkur og um happdrætti fé-
lagsins sá hann frá 1961, en rekst-
ur þess og önnur fjáröflun var þá
aðalviðfangsefni Krabbameinsfé-
lags Reykjavíkur. Síðar var því
félagi falið af heildarsamtökunum
að standa fyrir fræðslustarfsemi
vítt og breitt um landið og helst
þessi skipan enn í dag. Jón Odd-
geir tók að sér að stjóma fræðslu-
starfínu og varð þannig fram-
kvæmdastjóri Krabbameinsféiags
Reykjavíkur árið 1963. Hann hafði
þegar samband við bamaskóla á
höfuðborgarsvæðinu og víðar,
heimsótti þá og sýndi kvikmyndir
um skaðsemi reykinga og dreifði
fræðslubæklingum, en sú starf-
semi sem þar var hafín dreifðist
síðan um land allt og stendur enn
í miklum blóma.
Fræðsla í skólum var framvegis
veigamikill þáttur í starfí Jóns
Oddgeirs, auk þess sem hann hélt
fræðslufundi fyrir almenning, sem
félagið efndi til í samvinnu við
ýmis félagasamtök á landsbyggð-
inni. Átti Jón Oddgeir alla jafna
mikinn þátt í undirbúningi þessara
funda og var hvarvetna mikill au-
fúsugestur. Hann sá um útgáfu
u.þ.b. 20 fræðslurita fyrir Krabba-
meinsfélag Reykjavíkur, en fram-
kvæmdastjóri þess var hann til
ársins 1975 og sat í stjóm til árs-
ins 1981. Það ár var Jón Oddgeir
Jónsson gerður heiðursfélagi
Krabbameinsfélags Reykjavíkur.
Auk þess að sinna fjáröflun og
fræðslu fyrir félagið, var hann ráð-
inn erindreki Krabbameinsfélags
íslands árið 1968 og skyldi vinna
að stofnun krabbameinsfélaga út
um landið. Tók Jón Oddgeir lifandi
þátt í þessu starfí, aðallega með
Bjama Bjamasyni lækni, sem þá
var félagsformaður, en þeir nutu
stuðnings m.a. kvenfélaga og
ekkja Ásgeirs Friðjónssonar; Þór-
laug Steingerður (f. 1941) versl-
unarmaður, gift John Toivonen;
Steindór Gunnarsson (f. 1945)
verslunarmaður, kvæntur Kristínu
Geirsdóttur og Valgerður Salvör
(f. 1951) hárgreiðslukona, gift
Dale Schuitz. Eina dóttur misstu
þau í bemsku, Valgerði Salvöra
(f, 7. febrúar 1947, d. 15. febrúar
1947). Bamabömin eru 13 og
langömmubömin sjö.
Amma og afí hættu búskap árið
1946 og fluttu þá til Ólafsíjarðar,
þau bjuggu fyrir norðan í nokkur
ár en ákváðu síðan að flytja suð-
ur. Þau settust að í Keflavík árið
1964 og bjuggu lengst af á Vestur-
götu 19. Þangað var alltaf gott
að koma í heimsókn, fá nýsteiktar
lummur og heitt kakó. Hún var
alltaf rausnarleg heim að sælcja
og ekki ósjaldan sem hún gaukaði
einhveiju að okkur áður en heim
var haldið.
Þegar afí dó í desember 1988
misst amma mikið. Til að létta ein-
veruna tók hún þátt í félagsstarfí
eldri borgara, fór í gönguferðir,
sund og gerði ýmislegt fleira sér
til dægrardvalar.
Amma átti sér þann draum að
fá að búa í íbúðinni sinni síðustu
æviárin, en þar kunni hún best við
sig. Hún vissi ekkert verra en að
vera upp á aðra komin. Hún var
ungleg og hress og því kom það
öllum á óvart þegar hún veiktist
rétt fyrir jól og varð rúmföst. Hún
gat ekki hugsað sér að lifa áfram
ósjálfbjarga og átti þá ósk að fá
að deyja. Að leiðarlokum þökkum
við ömmu fyrir allar ánægjulegu
samverustundirnar.
Oddný, Gunnlaug og Gestur.
lækna. Næstu þijú árin vora stofn-
uð sautján krabbameinsfélög til
viðbótar þeim sex sem fyrir vora
og má segja að á 20 ára afmæli
KI, sem minnst var í júní 1971,
hafí verið komin krabbameinsfélög
um allt ísland.
Jón Oddgeir var og hrókur alls
fagnaðar er fólk kom saman til
fundahalda og ferðalaga — var
gjaman fararstjóri og þá glaður
og reifur og kom mönnum í gott
skap með hnyttnum tilsvöram og
haldgóðri þekkingu, bæði á mönn-
um og málefnum.
Krabbameinssamtökin á íslandi
færa honum hér með alúðarþakkir
fyrir vel unnin störf í þágu samtak-
anna.
Blessuð sé minning hans.
Jón Þorgeir Hallgríms-
son, formaður Krabba-
meinsfélags íslands.
Jón Oddgeir Jónsson hefur verið
þjóðkunnur í meira en hálfa öld
fyrir fjölþætt og samfellt starf í
mörgum veigamestu líknar- og
velferðarmálum þjóðarinnar. Það
væri verðugt verkefni helstu líkn-
arfélaga okkar að leggja í sjóð til
að launa mikilhæfan höfund til að
skrá sem fyrst ævi og störf þessa
mikla velgjörðarmanns, sem nú er
fallinn frá eftir löng veikindi. Bók
um æviverk Jóns Oddgeirs hefði
meiri tilgang en að sýna honum
verðskuldaðan sóma og þakklæti.
Slík bók gæti orðið ómetanleg
fræðsla og leiðarljós fyrir þá, sem
ynnu að þeim málefnum samfé-
lagsins, sem Jón Oddgeir bar mest
fyrir bijósti alla ævi.
Sá, sem ráðinn væri til að skrifa
ævisögu hans myndi ekki skorta
efni, því mikið liggur eftir hann í
rituðu máli um hugsjónir hans og
starf að mannúðarmálum. Það er
sannfæring mín að fjölmargir eldri
og yngri samstarfsmenn og vinir
Jóns Oddgeirs munu ekki þurfa
að velta þessari hugmynd lengi
fyrir sér til að fínna hjá sér þörf
til að vinna að framkvæmd hennar.
Jón Oddgeir Jónsson var braut-
ryðjandi í blóðgjafastarfí hérlendis.
Það líknarstarf hófst með skipuleg-
um hætti í Reykjavík 1935, þegar
Róverskátar Væringjafélagsins í
Reykjavík skipulögðu blóðgjafa-
sveit skáta undir forastu Bendts
Bendtsens og Jóns Oddgeirs. Þeir
höfðu samráð við prófessor Guð-
mund Thoroddsen um skipulag og
framkvæmd blóðgjafastarfsins.
Jón Oddgeir hafði árið áður
kynnt blóðgjafastarfsemi danskra
skáta, en þeir vora meðal hinna
fyrstu til að skipuleggja slíkar
sveitir, sem sjúkrahús gátu leitað
til hvenær sem blóðs var þörf fyr-
ir sjúka og særða. Á skrá um 75
blóðgjafa í Blóðgjafasveit Skáta
frá 1945 er Jón Oddgeir nr. 2.
Þegar Blóðbankinn var tekinn í
notkun í nóvember 1953 skipaði
Jón Oddgeir og aðrir helstu braut-
ryðjendur í Blóðgjafasveit skáta
sér sess meðal reglulegra blóð-
gjafa, sem voru síðan virkir svo
lengi sem heilsa og aldur leyfði.
Jón Oddgeir var meðal stofn-
enda Blóðgjafafélags íslands 1981
og kjörinn heiðursfélagi þess 1982.
Hann var alla tíð, meðan heilsa
dugði, hinn glaðsinna, uppvörvandi
og trausti stuðningsmaður margs
konar líknarfsarfsemi. Framganga
hans sem blóðgjafa og störf hans
í Blóðgjafasveit skáta og Blóð-
gjafafélagi íslands era leiftrandi
dæmi, sem lengi endast til fyrir-
myndar.
Fyrir hönd Blóðgjafafélags ís-
lands og starfsmanna Blóðbankans
sendi ég eiginkonu Jóns Oddgeirs
og öllum nánum ættingjum inni-
legar samúðarkveðjur.
* Olafur Jensson læknir,
forstöðumaður Blóðbankans.