Morgunblaðið - 31.01.1993, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1993
29
Bj örgrmarsveitum falin vitavarsla
Styrkir fj árhagsgrundvöllinn
ísafirði.
NÝGERÐUR samningur milli slysavarnadeildarinnar Skutuls á
ísafirði og Vita- og hafnamálaskrifstofunnar inn þjónustu við
þijá vita á Hornströndum treystir nyög fjárhagsgrundvöll út-
gerðar björgunarbátsins Daníels Sigmundssonar og styrkir starf-
semina við bátinn að sögn talsmanna björgunarsveitarinnar sem
sér um útgerð bátsins. Fyrsta ferðin var farin mánudaginn 25.
janúar, en áætlað er að farnar verði um tvær ferðir í mánuði
að jafnaði.
Aðalverkefnið er þjónustan við
Hornbjargsvita, þar sem fólk er allt
árið, en auk þess þarf að þjóna vitun-
um á Sléttu í mynni Jökulij'arða og
á Straumnesi við norðanverða Aðal-
vík.
Einar Már Gunnarsson einn af
skipstjórum bátsins, sagði að samn-
ingurinn væri þeim afar mikilvægur.
Með honum væri rekstrargrundvöllur
bátsins tryggður, auk þess sem verk-
efnin efldu mjög þjálfun áhafna.
Þijár fjögurra manna áhafnir eru
sérþjálfaðar til björgunar- og hjálp-
arstarfa á bátnum.
í neyðartilfellum er báturinn
venjulega kominn úr höfn innan 10
mínútna frá því að boð berast til
lögreglunnar á ísafirði, sem sér um
útkall með svokölluðum friðþjófi, sem
áhöfn á vakt hefur á sér.
Báturinn er búinn þrýstivatnsdrifi
og á þess vegna hægara með að sigla
á grunnu vatni og lenda í fjörum en
bátar með skrúfubúnað. Þeir hafa
við leitarstörf iðulega ient í fjörum
Björgunarbáturinn Daníel Sigmundsson er 14 metra álbátur með
yfirbyggingu úr tvöföldu trefjaplasti og knúinn tveim 300 hestafla
Volvo Penta diselvélum.
Læknafélagið lýsir
áhyggjum vegna deilu
hjúkrunarfræðinga
STJÓRN Læknafélags íslands lýsir áhyggjum sínum vegna
yfirvofandi útgöngu hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Land-
spítalanum 1. febrúar nk. í kjölfar uppsagna þeirra með samn-
ingsbundnum fyrirvara.
I ályktun félagsins af þessu tilefni
segir: „Stjóm Læknafélags íslands
lýsir undrun sinni á því ábyrgðar-
leysi sem fram hefur komið í seina-
gangi þeim sem verið hefur á raun-
hæfum aðgerðum til þess að leysa
þann ágreining sem er hin raunveru-
lega ástæða fyrir ákvörðunum hjúkr-
unarfræðinganna og ljósmæðranna.
Þá harmar stjórn félagsins að í stað
þess að leitað sé tímanlega raun-
hæfra lausna skuli treyst á ákvæði
laga til þess að vinna að gálga-
fresti. Slíkar vinnuaðferðir eru að
verða einum of algengar. Þær eru
ekki til þess fallnar að leysa nokkum
vanda og skapa þvert á móti slæmt
vinnuumhverfi. Stjóm Læknafélags
íslands verður þó enn að treysta því
að stjómendur ríkisspítala og samtök
hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra nái
saman svo að ekki komi til neins af
því sem hlotist gæti af útgöngu
nefndra stétta á Landspítalanum 1.
febrúar.
Stjóm Læknafélags íslands telur
að þessi deila og erfiðleikamir við
lausn hennar árétti þá staðreynd að
stjómkerfí ríkisspítalanna er ónýtt.
í kerfi þar sem ekki fara saman í
stjómun siðferðislegar-, faglegar- og
fjárhagslegar skyldur og ábyrgð er
hætt við að upp komi illleysanlegur
ágreiningur af því tagi sem nú er til
úrlausnar. Hið alvarlegasta er þó að
án hinnar þríþættu stjómunarlegu
ábyrgðar er rétti sjúklinganna stefnt
í hættu með því að ekki em tryggð
skilyrði þess að hægt sé að rækja
við þá ótvíræðar siðferðislegar skyld-
ur.“
Biskup vísiterar
Útskálaprestakall
r_x:
Garði.
BISKUPINN yfir íslandi hr.
ólafur Skúlason mun vísitera Út-
skála- og H valsnessöf nuði i næstu
viku ásamt prófastinum sr. Barða
Friðriks-
syni.
Heimsóknin hefst nk. þriðjudag
með því að tekið verður hús á
Gerðaskóla kl. 9,30 og grunnskól-
anum í Sandgerði kl. 11. Þá mun
biskup skoða Hvalsnes- og Út-
skálakirkju og heimsækja vinnu-
staði.
Miðdegis, nánar tiltekið kl.
15,30, mun biskup annast helgi-
stund á Garðvangi, dvalarheimili
aldraðra í Garði, og kl. 17.30 mun
hann sitja sameiginlegan fund með
sóknamefndum Útskála- og Hvals-
nessókna.
Um næstu helgi messar biskup
í Útskálakirkju fyrir hádegi og
eftir hádegi í Hvalsneskirkju.
Arnór
og sett í land menn og búnað þar á
meðal vélsleða. Því sagði Einar Már
að ef ekki væri hægt að lenda við
Hombjargsvita vegna langvarandi
hafáttar og brims gætu þeir farið
með vélsleða í botn Lónafjarðar, en
þangað inn nær hafaldan ekki. Þaðan
er rúmlega hálftíma sleðaferða að
vitanum. Bátnum hefur verið beitt í
misjöfnu veðri síðan hann kom og
er komin góð reynsla á getu hans
að sögn Einars Más þannig að ef á
annað borð er lendandi við vitana
þá er meira en nógu gott ferðaveður
fyrir bátinn auk þess sem ekki tekur
nema um fjóra tíma að komast á
áfangastað þegar lengst er og því
hægara að bregðast við þegar lag
gerir en hjá varðskipi sem gæti ver-
ið víðs fjarri vegna afar umfangsmik-
ils þjónustusvæðis.
- Úlfar.
Þar em vitar á Sléttu í mynni Jökulfjarðar og á Straumnesi sem báðir em
búnir sólarorkuspeglum og rafhlöðum og i Látravík austan Hombjargs þar
sem er vitavörður ásamt aðstoðarmanni. Þangað er áætlað að fara eina ferð
í mánuði en í hina vitana eftir þörfum. Reynslan sýnir að oft er ekki hægt
að komast að Hombjargsvita langtímum saman vegna brims en björgunar-
sveitarmennimir hyggjast fara þá á vélsleða upp úr Lónsfirði í Jökulfjörðum
að Homi en það er rúmlega hálftíma ferð í skaplegu veðri.
Hæstiréttur vítir saksóknara fyrir drátt í fíkniefnamáli
16 mánaða fangelsi
breytt í skilorðsdóm
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt í máli ákæruvaldsins gegn
34 ára gömlum manni sem dæmdur var til 16 mánaða fang-
elsisvistar í undirrétti vegna fíkniefnamisferlis. Um var
að ræða alvarlegt brot því við húsleit hjá manninum fund-
ust 50 grömm af kókaíni og 143 grömm af amfetamíni i
nóvember 1988. Hæstiréttur breytir fangelsisdómi undir-
réttar í skilorð til fjögurra ára og jafnframt vítir Hæstrétt-
ur þann drátt sem varð á afgreiðslu málsins í dómskerf-
inu, en alls liðu tvö ár og þrír mánuðir frá því málið var
sent ríkissaksóknara og þar til ákæra var gefin út í því.
í dómi Hæstaréttar kemur m.a.
fram að sá dráttur sem varð á rekstri
málsins hjá embætti ríkissaksóknara
sé vítaverður og bijóti í bága við lög
um meðferð opinberra mála og einn-
ig í andstöðu við ákvæði í mannrétt-
indasáttmála Evrópu. í dómnum seg-
ir: „Rekstur þessa máls hefur dregist
úr hömlu. Ákærði var uppvís að brot-
um sínum í nóvember 1988. Málið
var fullrannsakað af hálfu lögreglu-
stjórans í Reykjavík 20. janúar 1989
„Sorg og trú“
í Seltjarnar-
neskirkju
STARF fyrir syrgjendur í Sel-
tjarnarneskirkju hefst enn á ný
þriðjudaginn 2. febrúar með opn-
um kynningarfundi sem haldinn
verður í safnaðarheimili Sel-
tjarnarneskirkju kl. 20.30.
Fyrirlesari á kynningarkvöldinu
verður sr. Bragi Skúlason, sjúkra-
húsprestur á Landspítalanum. í
áframhaldi af kynningarkvöldinu
hefst hópstarf. Hópstarfíð stendur
yfir í tíu vikur, eitt kvöld í viku,
og fjöldi í hópnum takmarkast við
tíu þátttakendur.
Starfshópar um „Sorg og trú“
hafa verið starfræktir við Seltjarn-
arneskirkju frá áramótum 1991.
Markmið með „Sorg og trú“ er að
aðstoða þá einstaklinga sem hafa
orðið fýrir missi að vinna sig í gegn-
um sorgina.
í hveijum hópi eru þrír leiðbein-
endur þannig að tryggt sé að hveij-
um þátttakanda sé sinnt sem best.
og sent ríkissaksóknara til ákvörðun-
ar þann dag. Ríkissaksóknari gaf
ekki út ákæru í málinu fyrr en tveim-
ur árum og rúmlega þremur mánuð-
um síðar, hinn 2. maí 1991. Við flutn-
ing málsins fyrir Hæstarétti var því
lýst yfir af hálfu ákæruvalds að þessi
dráttur réttlættist ekki af dvöl
ákærða í Bandaríkjunum á þessum
tírna."
Fram kemur í dómi Hæstaréttar
að eftir að mál þetta kom upp hér-
lendis fluttist hinn ákærði til Banda-
ríkjanna og dvaldi þar um tveggja
ára skeið. Þar fór hann í átta vikna
vímuefnameðferð í byijun árs 1989
og hefur síðan starfað hjá byggingar-
fyrirtækjum þar í landi og stundað
tækninám að einhveiju marki. Hér
býr hann nú með konu sinni og tveim-
ur bömum og hefur góða atvinnu.
Hæstiréttur felst á sakarmat hér-
aðsdómara og að refsing sé hæfilega
ákveðin 16 mánaða fangelsi. Síðan
segir í dómnum: „Þegar virtir eru
persónulegir hagir ákærða, sakarfer-
ill hans og hinn óhæfilegi dráttur á
rekstri málsins þykir hins vegar rétt
eins og hér stendur sérstaklega á
að fresta fullnustu refsingar og láta
hana falla niður að liðnum fiórum
árum frá uppsögu dóms þessa ef
ákærði heldur almennt skilorð."
í dómsorðum segir síðan að
ákvæði héraðsdóms um sakarkostn-
að og upptöku eigi að vera óröskuð
og ákærða er gert að greiða allan
áfrýjunarkostnað sakarinnar, þar
með talin saksóknaralaun í ríkissjóð
og laun veijanda síns.
F
EIGNAMIÐUMN"
Sínú 67-90-90 - Síðumúla 21
Húseign við miðborgina
til leigu
Glæsileg eign, hæð og ris, u.þ.b. 170 fm í virðulegu
steinhúsi í hjarta borgarinnar, ertil leigu. í eignarhlutan-
um eru m.a. 2 saml. stofur og 5 herbergi. Fallegur stað-
ur. Stór garður. Langtímaleiga kemur til greina.
Allar nánari upplýsingar veita Sverrir Kristinsson og
Stefán H. Stefánsson.
Sérverslun í miðborginni
Lítil sérverslun í miðbænum til sölu. Kjörið tækifæri
fyrir konu sem vill skapa sér eigin atvinnu. Hagst. verð.
Frekari upplýsingar veitir:
Fasteignamarkaðurinn hf.,
Óðinsgötu 4, símar 11540 og 21700.
Faxafen - verslunarhúsnæði
Til leigu 114 fm glæsilegt verslunarhúsnæði í nýju húsi.
Húsnæðið er fullbúið. Til afhendingar strax.
Upplýsingar veitir:
<f ÁSBYRGIif
Su&urlandsbraut 54, 108 Reykjavik,
simi: 682444, fax: 682446.
INGILÐFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali.
SÖLUMENN: Örn Stefánsson og Þórður Ingvarsson.