Morgunblaðið - 31.01.1993, Side 30
ATVINNU/RAÐ-
OG SMÁAUGLÝSINGAR
Atvinna óskast
35 ára nýsjálenskur stálbræðslusérfræðing-
ur óskar erfir atvinnu (ekki endilega í þess-
ari atvinnugrein). Hef verið búsettur á ís-
landi í tvö ár. Hefur reynslu í rekstri, tölvu-
vinnslu, starfsþjálfun, framleiðsluaðferðum
o.fl. Margt kemur til greina.
Upplýsingar í síma/fax 650337.
Skrifstofustjóri
Danmörk
íslenskt fiskvinnslufyrirtæki staðsett á Jót-
landi, Danmörku, óskar að ráða skrifstofu-
stjóra til starfa sem fyrst.
Viðkomandi þarf að hafa góða undirstöðu-
menntun, sfarfsreynslu og þekkingu á bók-
haldi og fjárreiðum og sæmilega lipur í
dönsku.
Umsóknareyðubiöð og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu okkar.
ClJÐNI TÓNSSON
RÁÐCJÖF &RÁDNINCARÞJÓNUSTA
TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22
Ert þú metnaðar-
gjarn sölumaður?
Vilt þú selja lykilinn að stærsta ferðaklúbbi
í heimi?
Skilyrði:
Góð framkoma, góð mannleg samskipti.
Mikil sölureynsla.
Lágmarksaldur 27 ára.
Enskukunnátta. Meðmæli.
Vinnutími frá kl. 13.00-21.00.
Vantar einnig einkaritara í hlutastarf.
Umsóknir, merktar: „FF - 003“, sendist aug-
lýsingadeild Mbl. fyrir 3. febrúar 1993.
Framtíðarferðir,
Faxafeni 19.
Sjúkrahús Kefla-
víkurlæknishéraðs
auglýsir
Ljósmóðir óskast til starfa sem fyrst til
afleysinga við fæðingadeild Sjúkrahússins til
1. ágúst 1993.
Fæðingadeildin er blönduð fæðinga- og
kvensjúkdómadeild með 8 rúmum. Deildin
er notaleg og virk eining, sem býður upp á
fjölbreytt og gefandi starf.
Fæðingar sl. ár voru 303.
Allar nánari upplýsingar um starf, aðbúnað
og launakjörveita Erna Björnsdóttir, hjúkrun-
arforstjóri, eða Sólveig Þórðardóttir, deildar-
stjóri, í síma 92-14000.
Fóstrur
Nú er tækifæri til að komast í vinnu úti á
landi, því það vantar fóstru til starfa við leik-
skólann Barnaból á Þórshöfn.
Við leitum að fóstru eða starfsmanni með
aðra uppeldismenntun og/eða reynslu af að
starfa með börnum. Um er að ræða afleys-
ingastarf vegna barnsburðarleyfis.
Allar nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri
í síma 96-81223 vinnusími og 96-81345
heimasími (Aðalheiður).
NÁMSGAGNASTOFNUN
Deildarsérfræðingur
- námsefnisgerð
Námsgagnastofnun óskareftir að ráða deild-
arsérfræðing í hálft starf í námsefnisgerð
Námsgagnastofnunar.
Starfið er fyrst og fremst fólgið í umsjón
með gerð og útgáfu handbóka með kennslu-
forritum og myndböndum.
Leitað er að starfsmanni með kennara-
menntun og kennslureynslu ásamt þekkingu
og reynslu af tölvunotkun í skólum.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og
fyrri störf, sendist Karli Jeppesen, deildar-
stjóra Fræðslumyndadeildar, Námsgagna-
stofnun, Nóatúni 17, 105 Reykjavík, eigi síð-
ar en 15. febrúar næstkomandi.
Stjórnunarstörf
í Kína
UNIMARK HF. auglýsir fyrir
Scandinavian Guangzhou Candy Company,
sem starfrækir sælgætisverksmiðju í Kína,
eftirtalin störf. Ráðningartími er mars/apríl.
Aðstoðarmaður
framkvæmdastjóra
Leitað er að einstaklingi með haldgóða
menntun og töluverða reynslu í rekstri, helst
verksmiðjurekstri. Þarf að hafa góða reynslu
í stjórnun, mannahaldi og slíku. Þarf að hafa
góða innsýn í bókhald. Þarf að vera tilbúinn
að vera í Kína í minnst 2 ár. Ferðir fyrir fjöl-
skylduna borgaðar og húsnæði í Kína.
Matvælafræðingur
Helst einstaklingur, sem hefur unnið að
sælgætisframleiðslu eða búinn að starfa við
rannsóknir, gæðaeftirlit og vöruþróun. Þarf
að vera í Kfna í u.þ.b. 1 ár. Ferðir og hús-
næði greitt.
Nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun, fjöl-
skyldustærð og fyrri störf, sendist skrif-
stofu okkar fyrir 10. febr. nk.
(tI TDNT Iónsson
RÁÐCJÖF &RÁÐN1NCARÞJÓNLISTA
TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22
lllftlllll
eBiGiinii
iimiist
IftlIKKIIftllB
Kiiiimiíi
liliftllllil
Frá Háskóla íslands
Lausar stöður
Eftirfarandi stöður við Háskóla íslands eru
lausar til umsóknar:
Við félagsvísindadeild, staða lektors
ífélagsfræði. Lektornum er ætlað
að kenna undirstöðugreinarfélags-
fræði, auk sérsviðs. Æskileg sérsvið
eru afbrotafræði, atvinnulífsfélags-
fræði eða félagsleg lýðfræði og að-
ferðafræði félagsfræðinnar. Ráðið
verður í stöðuna til 3 ára.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrif-
stofu félagsvísindadeildar.
Við heimspekideild, þrjár sérstakar
tímabundnar lektorsstöður í sagn-
fræði
★ Einn lektoranna þarf að geta annast
kennslu í sögu miðalda og fyrri hluta
nýaldar fram um 1800.
★ Annar þarf að geta kennt sögu tímabils-
ins frá upphafi nýaldar og fram á fyrri
hluta 20. aldar.
★ Þriðji þarf að geta kennt sögu 19. og 20.
aldar allt til samtímans.
Um stöðurnar gilda reglur um ráðningar í
sérstakar kennarastöður við Háskóla ís-
lands. Gert er ráð fyrir að ráða í stöðurnar
frá 1. ágúst 1993, til þriggja ára.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
heimspekideildar.
Við raunvísindadeild, staða prófess-
ors í hafefnafræði
Prófessornum er ætlað að stunda rannsókn-
ir og kennslu á sérsviði sínu innan hafefna-
fræðinnar auk þess sem hann þarf að geta
tekið að sér kennslu í almennri haffræði og
almennum námskeiðum í efnafræði. Enn-
fremur er óskað eftir greinargerð um rann-
sóknir sem umsækjandi hyggst stunda verði
honum veitt staðan.
Nánari upplýsingar veitir dr. Kristberg Krist-
bergsson, formaður efnafræðiskorar, í síma
620240.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsóknum
sínum rækilega skýrslu um vísindastörf þau,
er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir,
svo og námsferil og störf. Með umsóknunum
skulu send eintök af vísindalegum ritum og
ritgerðum umsækjenda, prentuðum og
óprentuðum.
Laun skv. kjarasamningi Félags háskóla-
kennara og fjármálaráðuneytis.
Umsóknarfrestur er til 1. mars 1993 og skal
umsóknum skilað til Starfsmannasviðs Há-
skóla íslands, aðalbyggingu við Suðurgötu,
101 Reykjavík.