Morgunblaðið - 31.01.1993, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMÁ
SUNNUDAGUR 31. JANUAR 1993
31
jp* nprm ÆT'tM
■ ■ A I ISZll V'C/K ltn A D
Afgreiðslustarf
25-50 ára stúlka óskast til afgreiðslustarfa
í vefnaðar-/fatabúð í miðbænum, helst vön.
Vinnutími frá kl. 9.00-18.00 og annan hvorn
laugadag.
Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist
auglýsingadeild Mbl., merktar: „Afgreiðsla -
10187“, fyrir 3. febrúar.
Farið verður með umsóknir sem
trúnaðarmál.
Reykjavík
Hjúkrunardeildar-
stjóri
Hjúkrunarfræðingar
Sjúkraliðar
Staða hjúkrunardeildarstjóra á deild G-2 er
laus til umsóknar. Um er að ræða 100%
starf á nýuppgerðri hjúkrunardeild með góðri
vinnuaðstöðu. Unnið er eftir hjúkrunarskrán-
ingu. Hjúkrunarfræðingur með reynslu af
hjúkrun aldraðra óskast sem fyrst.
Hjúkrunarfræðingur óskast á næturvaktir á
heilsugæslu. Gert er ráð fyrir að tveir hjúkr-
unarfræðingar skipti með sér vöktum alla
daga vikunnar.
Hjúkrunarfræðing vantar í föst störf á kvöld-
og helgarvaktir, en einnig til afleysinga á
dagvaktir vegna vetrarfría.
Staða sjúkraliða, 80% dagvinna virka daga
er laus til umsóknar.
Athygli er vakin á, að reykingar eru takmark-
aðar á Hrafnistu.
Upplýsingar um þessi störf veita ída Atla-
dóttir, hjúkrunarforstjóri, og Jónína Nielsen,
hjúkrunarframkvæmdastjóri,
í símum 35262 og 689500.
Markaðs- og
sölustjóri
Óskum að ráða markaðs- og sölustjóra hjá
stóru þjónustufyrirtæki í Reykjavík.
Starfssvið
★ Stefnumótun, skipulagning og stjórnun
markaðsmála og söludeilda fyrirtækisins.
★ Gerð áætlana um markaðssetningu, sölu
og auglýsingar.
★ Kynningarstarfsemi innanlands og sam-
skipti við auglýsingastofur.
★ Öflun nýrra viðskiptavina, efla tengsl við
núverandi viðskiptavini, með markvissri
og virkri sölumennsku.
★ Þátttaka í stjórnun fyrirtækisins og mótun
stefnu fyrirtækisins ásamt forstjóra og
öðrum stjórnendum.
Kröfurtil umsækjenda
★ Hafa starfsreynslu af markaðsmálum.
Helst að hafa reynslu af auglýsingamálum.
★ Viðskiptafræðimenntun eða önnur
menntun sem nýtist í starfinu.
★ Vera sjálfstæður í starfi, en eiga jafnframt
gott með að vinna með öðrum.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar:
„Markaðsstjóri 393“ fyrir 5. febrúar nk.
Hagyai neurhf
Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir
„Au pair“
Hjón með 3 börn, búsett f Stuttgart í Þýska-
landi, konan er íslensk, óska að ráða reglu-
saman og geðgóðan einstakling á aldrinum
19-25 ára, sem reykir ekki, til starfa á heim-
ili þeirra sem fyrst.
Lágmarksráðningartfmi er 1 ár.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu okkar.
Passamynd þarf að fylgja.
GijðntTónsson
RAÐCJOF & RAÐNIN C A R h | O N Ll STA
TIARNARGÖTU 14. 101 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22
Varnarliðið
Umhverfis-
verkfræðingar
(Environmental Engineers)
Varnarliðið óskar að ráða tvo umhverfisverk-
fræðinga til starfa hjá Stofnun verklegra
framkvæmda, umhverfismáladeild.
Starfið felur í sér að framfylgja íslenskum
og bandarískum lögum og reglum um um-
hverfismál og framkvæma önnur verkefni á
sviði umhverfismála innan varnarsvæðanna.
Krafist er viðeigandi háskólamenntunar,
mjög góðrar munnlegrar og skriflegrar
enskukunnáttu, ásamt hæfileikum til að
vinna sjálfstætt. Samskipti við aðra eru áríð-
andi þáttur í starfi.
Umsækjendur þurfa að hafa gilt ökuskírteini.
Ráðning er tímabundin, en framlenging
möguleg.
Skriflegar umsóknir á ensku berist til Varnar-
málaskrifstofu, ráðningardeild, Brekkustíg 39,
260 Njarðvík, eigi síðar er 10. febrúar 1993.
Landsliðsþjálfari
Frjálsíþróttasamband íslands (FRÍ) auglýsir
eftir landsliðsþjálfara í frjálsíþróttum til
starfa. Starfssvið landsliðsþjálfara er:
Umsjón og undirbúningur landsliðs ís-
lands fyrir þau verkefni er stjórn ákveður.
Yfirumsjón með þjálfun og eftirliti með
„úrvalshópi“ FRÍ í frjálsum íþróttum.
Skipulagning og umsjón æfingabúða.
Samstarf við nefndir og stjórn um lands-
liðs- og þjálfunarmál.
Þátttaka í áframhaldandi stefnumörkun
í frjálsum íþróttum.
Meðal helstu verkefna íslenska landsliðsins,
sem stefnt er að erlendis á árinu 1993 eru:
Smáþjóðaleikar á Möltu í maí.
Evrópubikarkeppni í Kaupmannahöfn í
júní.
Heimsmeistaramót í Stuttgart í ágúst.
Þjálfari landsliðsins þarf að undirbúa lið fyrir
þessar keppnir og dveljast með liðinu meðan
á keppni stendur. Einnig er um að ræða
ýmis önnur verkefni m.a. mögulegar æfinga-
búðir erlendis næstkomandi páska.
Um er að ræða hlutastarf og verður ráðið í
það strax komi fullnægjandi umsóknir fram
að mati stjórnar.
Landsliðsþjálfari þarf að hafa frumkvæði og
geta unnið í samvinnu við aðra. Hann þarf að
geta unnið sjálfstætt og eiga auðvelt með að
vinna með íþróttamönnum og öðrum þjálfurum.
Umsóknir berist skrifstofu FRÍ, íþróttamiðstöð-
inni í Laugardal, í síðasta lagi 5. febr. nk.
Með allar umsóknir verður farið sem trúnað-
armál.
Frjálsíþróttasamband íslands.
Gœtir þú hugsað þér að dvelja í
eitt ár í Bandaríkjunum?
Fáfríar ferðir og vita að þegar þú
kemur á áfangastað bíður þín
„heimili að heiman
Allt þetta og meira til stendur
þér til boða strax í dagl
Eitt ár sem AuPair er ó'metanleg reynsla sem þú
býrð að alla ævi. Þúsundir evrópskra ungmenna
fara á ári hverju til AuPair dvalar í
Bandaríkjunum og um 400 Islendingar hafa farið
á okkar vegum síðastliðin 3 ár.
Engin önnur samtök bjóða betri og
öruggari þjónustu.
* Viðtal sem staðfestir að þú standist þær
kröfur sem gerðar eru til AuPair.
* Við útvegum öll gögn, m.a. vegabréfsáritanir.
Þú ferðast því á fullkomlega öruggan og
löglegan hátt.
* ...Kaupum sjúkra- og slysatryggingar fyrir
þig í 12 mánuði að upphæð 3,2 núlljónir króna^
Engin sjálfsábyrgð.
* ...Finnum Jjölskyldu, sem hæfir þér og
uppfyllir óskir þínar. (Engin önnur samtök hafa
jafn fullkomið kerfi við þennan mikilvæga
þátt).
* Vasapeningar. Þú færð 100 USD (6.400 kr.) á
viku.
* ...og 2 vikna frí (með vasapeningum) á árinu.
* Námskeið og frœðsla í einn dag áður en lagt
er af stað frá íslandi.
* Brottfarir mánaðarlega í beinu flugifrá
Islandi og ferðir innan Bandaríkjanna, alla leið
til fjölskyldunnar og aftur heim til íslands.
* Leiðsögn alla leið. Fulltrúi AuPair Home-
stay U.S.A. tekur á móti þér og ferðafélögum
þínum í New York og aðstoðar ykkur við að
komast á leiðarenda.
* Trúnaðarmenn sem eru tiltækir allan sólar-
hringinn.
* AuPair klúbbarnir funda mánaðarlega og
ferðast og skemmta sér saman.
* Orientation. Eins dags námskeið með
gistifjölskyldu þinni og öðrum AuPair á þínu
svæði 10 dögum eftir að komið er til Banda-
ríkjanna
* Námssjóður, að upphœð 300 USD sem
gistifjölskyldan greiðir, til að þú getir sótt
námskeið að eigin vali. Námsráðgjafi okkar er
þér innan handar á meðan þú dvelur ytra.
* ... og að lokum færðu tækifæri til að ferðast á
rnjög hagkvæman hátt um Bandaríkin 13
mánuðinn, en halda samt rétti á frírri heimferð.
Hverjir geta sótt um?
Ungt fólk á aldrinum 18 - 25 ára. Umsœkendur
þuifa að hafa góða reynslu af barnagœslu, vera
með bílpróf og þeir mega ekki reykja.
\ AuPAIR
VISTASKIPTI & NÁM
ARNPRÚÐUR JÓNSDÓTTIR
ÞÓRSGATA26 101 RÉYKJAVlK SÍUI 91422362 FAX 91429662
SAMSTARFSFYRIRTÆKIAUPAIR HOMESTAY USA SEM TILHEYRIR SAMTÖKUNUM
WORLD LEARNINGINC STOFNUD ÁRID 1932
UNDIR NAFNINU THE U S. EXPERIMENTININTERNATIONAL LIVING
OG ERU EIN AF ELSTU SAMTÖKUM A SVIDIALÞJÓOA MENNINGARSAMSKIPTA
IHEIMINUM. SEM EKKIERU REKINI HAGNAOARSKYNI
OG STARFA MED LEYFI BANDARlSKRA STJÓRNVALDA.