Morgunblaðið - 31.01.1993, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1993
MILDINÞÍN
Logandi standa í langri röð
ljósin á gígastjaka
Jón Helgason hafði víst aldrei
séð eldgos þegar hann í Áföngum
hitti svo vel naglann á höfuðið.
Rauðar logatungur teygðu sig
upp í dökkan vetrarhimin eins
og á margarma stjaka sem við
flugum í fyrstu flugvélunum
tveim inn yfir eldgosið í Heimaey
fyrir réttum 20 árum. Ég sé fyr-
ir mér hvemig gígsprungan, sem
spýtir þessum logum upp í loftið,
teygir sig út í höfnina með gufu-
strók þar sem mætast heit gos-
efnin og ískaldur sjórinn. Og ljós-
um prýddir bátamir halda í sveig
fyrir hann og út úr höfninni, eins
og perlur á bandi. Ekki vitað
nema sprangan geti enn lengst
og á hverri stundu* lokað höfn-
inni. Heyrist í stöðvarstjóranum
á flugvellinum rétt við, sem seg-
ir að nú virðist vera farið að slett-
ast yfir brautarendann — sprang-
an þá líklega að lengjast í þann
endann. Hvoragt gerðist sem
betur fer. Siguijón á Flugmála-
stjómarvélinni tekur einn hring:
Það er óhætt, ég ætla að reyna
að lenda! Það tekst og við rénnum
á litlu vélinni á eftir. Við Óli
Magg ljósmyndari snúum við til
að gefa um morguninn út auka-
blað. í vélina er hægt að taka
einhveija sem taldir eru ósjófær-
ir. Þeirra á meðal kona komin á
steypirinn.
Við uppriíjanir vegna 20 ára
gosafmælisins í fjölmiðlum
stendur þessi mynd svo ljóslifandi
í huganum. Það era forréttindi
blaðamannsins að hafa fengið að
upplifa frá fyrstu mínútum öll
þessi ólíku eldgós á íslandi. Veg-
ur upp argaþrasið í þessu starfi.
Á eins eða tveggja ára afmæli
gossins fór blaðið að kanna hvað
orðið hefði um þetta fólk sem þá
flúði í land. Fréttist af fjölskyidu
í Sandgerði eða Garðinum og ég
fór á vettvang með ljósmyndara.
„Ertu blaðamaður?" spurði konan
undrandi. En ekki hvað? „Ég
hélt að þú værir hjúkrunarkona,"
sagði hún. Þama var þá komin
ófríska konan úr flugvélinni.
Hafði fundist hún mun öraggari
fyrst þarna var hjúkrunarfræð-
ingur að hlú að henni. En bamið
fæddist ekki á leiðinni — sem
betur fer. Þá hefði „hjúkranar-
konan“ komið að litlu gagni.
Morguninn eftir var fáliðað úti
í Eyjum. Fólkið hafði sýnt alveg
ótrúlegt æðraleysi. Labbað sig
niður á höfn og yfírgefið Eyjam-
ar með bátunum á nokkram tím-
um. Nú var mikið öskugos og
enginn vissi hvaða stefnu það
tæki, svo menn fengu ekki leyfi
til að fara út í Eyjar. Þetta fá-
menna lið sem eftir var lagði
ósérhlífið nótt við dag við að
bjarga úr húsunum sem vora að
fara undir ösku og kom upp í
skóla með frystikistur, ísskápa
og húsgögn. Eftir að hafa sent
fréttimar um kvöldið fékk ég
inni í gamla Hótel Bergi hjá hon-
um Sigurði Karlssyni. Ekki
kannski á besta stað, en lögregl-
an vissi af okkur þar. „Allt tómt,
viltu herbergi út að gosi eða
bakatil?" sagði hann. Ég lagðist
fyrir undir súðinni uppi í þessu
stóra bárujámshúsi með útsýni
úr rúminu beint að gosinu. Állt
í einu var eins og komin væri
heimsstyijöld. Gjóskuregnið
buldi á þakinu. Eftir nokkra
stund heyrðist umgangur niðri.
Ég dreif mig í fötin. Þama vora
þá komnir tveir menn, sem höfðu
verið að bjarga úr húsunum sín-
um þegar gjóskugosið herti. Þeir
höfðu lagt á flótta og gripið með
sér það sem hendi var næst —
tvær kampavínsflöskur. Ekki
varð svefnsamt það sem eftir var
nætur — og við fjögur gátum
ekkert betra gert en dreypa á
kampavíninu. Er birti þurfti að
moka öskuskafli frá hurðinni út
á tröppumar til að komast út.
Myndin af blaðamanni með gas-
grímu á maganum og hjálm sýn-
ir aðkomuna.
Seinna, þegar gjóskugosið var
orðið að hraunflóði sem sótti
fram og át upp hvert húsið af
öðru, horfði ég um nótt á þetta
fallega gamla fjögurra hæða hús,
Hótel Berg, rugga lengi undan
20 m háu hrauninu sem lagðist
að því og lagði það að velli. Þá
sá ég næst liggja við mannfalli
í þessum hamföram. Við stóðum
þama um nóttina, búið að bera
dót út úr fallandi húsinu. Ragn-
hildi Steingrímsdóttur, konu Sig-
urðar, varð að orði að verst væri
að ekkert hefði bjargast af dóti
stráksins, þau hefðu átt að grípa
fínu járnbrautina-hans. Sigurður
kvað enn tækifæri til þess, hún
væri í bílskúmum þarna rétt við
húsið. Svo stór öskuskafl lá að
hurðinni að hann þurfti að
smeygja sér inn um rifu og rétta
jámbrautina út í pörtum áður en
hann kom út sjálfur. Sigurður
hafði aðeins gengið nokkur skref
þegar framhlið hótelsins kom,
skall fram í heilu lagi — yfír bíl-
skúrinn.
Mikil mildi að ekki varð mann-
fall í þessari orastu náttúra-
aflanna. Óneitanlega hefði þó
verið dramatískt að falla kvik-
nakinn í slíku sjónarspili. Laugar-
daginn fyrstan í gosi hafði ég
milli stríða bragðið mér í sturtu
undir súðinni í Hótel Bergi. Varla
komin út þegar stór gjóskubomba
kom gegnum gluggann yfír
sturtunni og splundraði gleri og
gjóskumolum um gólfið. Líklegt
er þó að þessi forsjála kona hefði
sloppið með skrekkinn — því í
sturtuna hafði ég farið með hjálm
á höfði til að bleyta ekki hárið.
Geymdar en ekki gleymdar per-
sónulegar myndir, broslegar í
alvöranni, gára í sinni þegar ýft
er á svona tímamótum. Þar sem
blaðamaðurinn situr við tölvu á
réttum Gárudegi flóa þær yfir á
lesendur.
Stórsýning
Geirmundar
Valtýssonar
Geirmundur,
Berglind Björk,
Guðrún Gunnarsdóttir,
Ari jónsson,
Maggi Kjartans
y YJfsdansinn — t'tt i sandinn
i/Zátum sönginn hljóma
. lú'er ég léttur - .SAddu við
Kg hef bara áhuga á þér
. ílfa tímans hjól
■ Tjóðhátið i Eyjum — . //íeð þér
Hljómsveit Geirmundar
Valtýssonar leikur fýrir dansi
Kynnar:
Þorgeir Astvaldsson og Margrét Blöndal.
.Matseðill:
‘Rjómasúpa •Princcss mcðjucflakjöU
Cumba- oij yrisaslcik mcð ijrilíuðam sivppum oij rósmarinsósu
Slppelsinurjðmarönd
Þríréttaður kvöldverður kr. 3.900,-
Verð á dansleik kr. 1.000,-
ífMl.pg.IÁND
SÍMI 687111
Kris
KRISTOFFERSON
19. OG 20. FEBRÚAR
Þessi heimsfrægi söngvari og
leikari heldur tvenna tónleika á
Hótel íslandi.
I\lú mæta allir aðdáendur Kris
Kristofferson á tónleika sem lengi
verða i minnum hafðar.
Allir kannast vid lögin:
Help me make it
Me and Bobby McGee
For the Good Times
Why Me
Loving Her Was Easicr
Verð aðgöngumiða:
Þríréttaður kvöldverður kr 5.300,-
An matar kr 2.500,-
Midasala og boröapantanir daglega milli kl. I4-I8 á Hótel íslandi.
HEFST ÞRIÐJUDAGINN 2. FEBRÚAR KL. 9.00