Morgunblaðið - 27.02.1993, Síða 1
56 SIÐUR B/LESBOK
48. tbl. 81. árg. LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1993 Prentsmiðja Morgnnblaðsins
Vara við
Sprenging á Manhattan verður fimm manns að bana
Eyrar-
sundsbrú
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara
Morgunblaðsins.
ÁÆTLUNIN um byggingu brú-
ar yfir Eyrarsund milli Dan-
merkur og Svíþjóðar beið
hnekki í gær. Sænsk leyfis-
nefnd, sem fjallar um áhrif
mannvirkja á umhverfið, sagði
nei og alþjóðleg sérfræðinga-
nefnd á vegum ríkisstjórna
beggja landanna kvað upp þann
úrskurð, að brúin hindraði
flutning súrefnisríks sjávar úr
Norðursjó og inn í Eystrasalt.
Carl Bildt, forsætisráðherra Sví-
þjóðar, lét sér hvergi bregða við
þessi tíðindi og sagði, að sænska
umhverfisleyfanefndin „hefði ekki
síðasta orðið“ í þessu máli. Kvaðst
hann vera viss um, að fyrr eða
síðar yrði Eyrarsund brúað.
Aukin loftmengun
í áliti leyfisnefndarinnar, sem
er að vísu aðeins ráðgefandi, seg-
ir, að brúin muni ekki aðeins valda
aukinni loftmengun, heldur hafa
einnig mikil áhrif á lífríki sjávarins
og hún er sammála sérfræðinga-
nefndinni um, að brúin myndi hafa
áhrif á sjávarstrauma í sundinu.
Alþjóðlega sérfræðinganefndin
segir, að þessi mál sé þó auðvelt
að leysa eða með því að tengja
saman löndin með göngum undir
Eyrarsund.
Flúið í ofboði
Reuter
Starfsmeun og lögregluþjónar á hlaupum frá World Trade Center
þar sem fjöldi fólks lokaðist inni vegna sprengingarinnar. Lyftur
stöðvuðust og sumir voru hálfa aðra klukkustund að ganga niður.
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna um stefnu Clintons
NATO áfram einn
Grunsemdir
um tilræði
New York. Reuter.
GRÍÐARMIKIL sprenging varð í grennd við neðanjarðarstöð járn-
brauta undir öðru háhýsi World Trade Center-húsaþyrpingarinnar
á Manhattan í New York í gær. Háhýsin eru 110 hæðir, næst-
hæstu byggingar í heimi, og eru þar yfir 600 skrifstofur, hótel
og fleiri fyrirtæki með um 60.000 starfsmönnum. Talið er að undir-
stöður hússins hafi skaddast. Eldur varð þegar laus við sprenging-
una sem varð á hádegisverðartíma. Ekki var vitað um orsökina
er síðast fréttist en auknar líkur taldar á sprengjutilræði. A.m.k.
tveir létu lífið og 200 að auki slösuðust, þar af 15 alvarlega, og
margir voru með reykeitrun. Fólk var nokkru síðar flutt úr Emp-
ire State-skýjakljúfnum, sem er 102 hæðir, vegna sprengjuhótunar
en ekki var vitað hvort þar var um gabb að ræða. Guðmundur
Franklín Jónsson vinnur í húsi um hundrað metra frá staðnum.
„Þetta var alveg ótrúlega öflug
sprenging, alveg ofboðslegt,“sagði-
hann.„ Eg var búinn að panta mér
hádegismat í veitingastað sem er á
107. hæð í háhýsinu þar sem þetta
gerðist. Ég get þakkað konunni
minni fyrir að ég skyldi sjálfur sleppa
hún hélt mér svo lengi í símanum
að ég var ekki farinn af stað. Ég
var uppi á 33. hæð. Skyndilega nötr-
aði húsið, fólk henti sér á gólfið allt
í kringum mig. Einhver hélt að flug-
vél hefði hrapað á húsið. Við litum
út um gluggana en sáum ekkert.
Síðan fóru að koma reykjarbólstrar
út um glugga á Hilton Vista-hótelinu
sem er á jarðhæðinni, yfir bíla-
geymslunni þar sem sprengingin
varð. Fyrst voru þetta hnoðrar en
seinna kolsvartur mökkur. Bíla-
geymslan er neðanjarðar í World
Trade Center, sprengingin varð á
sjöttu hæð, talið frá jörðu.
Sumir halda að spennustöð, sem
var á hæðinni, hafi sprungið. Aðrir
tala um tilræði, bílsprengju. í bíla-
geymslunni er varðveittur bíll sem
Clinton forseti notar þegar hann er
í borginni og jafnframt var þar fjöldi
bíla öryggisvarða hans. Mér skilst
að lögreglan hafí ekki enn getað
kannað sjálfan staðinn því að gríðar-
lega þykk gólfín á þrem næstu hæð-
um fyrir ofan splundruðust, brakið
er út um allt.
Ég fór út og sá alblóðugan mann,
sem hafði verið á einni af neðanjarð-
arhæðunum. Glerhurðir þar sprungu
allar í tætlur. Þarna voru á annað
hundrað slökkvibílar, sjúkrabílar
biðu í löngum röðum. Húsið er við
Hudson-fljótið og þar biðu bátar
strandgæslunnar, reiðubúnir að
dæla vatni ef þörf krefði. Mér fannst
mikil samheldni ríkja, allir voru
reiðubúnir að rétta hjálparhönd."
Féll fimm hæðir
Svarta reykjarbólstra lagði alla
leið upp á 96. hæð og yfír næsta
nágrenni, fólk á efri hæðunum gat
ekki notað lyfturnar, sem alls eru
um 250, því að rafstraumur var tek-
inn af til að auðvelda slökkvistarf.
Reykur barst fljótt upp eftir hæðum
um lyftugöngin og brutu sumír rúð-
ur til að fá ferskt loft en mörg hund-
ruð manns lokuðust inni,. Tveim var
bjargað með þyrlum af þaki háhýsis-
ins. Víða grófst fólk undir braki,
maður nokkur féll niður fimm hæðir
en komst þó lífs af.
af homsteimmum
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgnnbladsins.
Á FUNDI utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins, NATO, í
Brussel í gær gerði Warren Christopher, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, starfsbræðrum sínum grein fyrir megináherslum í utan-
ríkisstefnu ríkisstjórnar Bills Clintons forseta. „NATO mun áfram
gegna grundvallarhlutverki við að treysta öryggi okkar í gerbreytt-
um heimi,“ sagði ráðherrann og bætti við að bandarískt herlið
yrði áfram í Evrópu. Christopher gerði einnig grein fyrir viðræð-
um við ráðamenn í Miðausturlöndum og fyrirhuguðum aðgerðum
Bandaríkjanna til að koma neyðaraðstoð til bágstaddra í Bosníu.
Christopher sagði Bandaríkja-
stjórn leggja áherslu á efnahagslega
endurnýjun, að varnarsamstarfið
yrði styrkt og grundvallarreglum um
mannréttindi yrði í hvívetna fram-
fylgt. Hann sagði að ná yrði sam-
komulagi í GATT-viðræðunum um
alþjóðaviðskipti og tollamál. Banda-
ríkjamenn hafa sakað Evrópumenn
og Japani um að beita óréttmætum
viðskiptaaðferðum og ráðherrann
varaði þá við. „Við erum staðráðin
í að binda enda á vemdarstefnu og
ríkisstyrkta samkeppni vegna þess
að þessir starfshættir draga úr hag-
vexti,“ sagði Christopher. Jón Bald-
vin Hannibalsson utanríkisráðherra
tók í sama streng og sagði í ræðu
sinni að árangur GATT-viðræðn-
Koivisto vill
niðurskurð
Hclsinki. Frá Lars Lundsten, frétta-
ritara Morgunblaðsins.
MAUNO Koivisto, forseti Finn-
lands, krefst þess að dregið
verði úr erlendum lántökum
og ríkisútgjöld verði lækkuð
enn frekar.
Jafnaðarmenn, flokkur Koi-
vistos, hafa gagnrýnt stjóm
borgaraflokkanna fyrir að skera
niður þjónustu. Þeir mæla með
auknum ríkisframkvæmdum til
að spoma við atvinnuleysi en
forsetinn útilokaði þá lausn.
anna væri prófsteinn á hæfni for-
ystumanna Bandaríkjanna og Evr-
ópubandalagsins. Ráðherrann hvatti
einnig til þess að gengið yrði eftir
því að Rússar drægju heri sína á
brott frá Eystrasaltsríkjunum.
Aðstoð við Bosníu
Umræðurnar á fundinum snerust
að mestu um ástandið í fyrrum Júgó-
slavíu. Christopher gerði ráðherrun-
um grein fyrir þeirri fyrirætlun
Bandaríkjamanna að varpa nauð-
synjum úr lofti til stríðshtjáðra í
Bosníu. Ráðherrarnir lýstu yfír
stuðningi við áformin en enginn
þeirra bauð fram aðstoð á fundinum.
Tyrkir höfðu þegar boðið fram hjálp-
argögn og flugvélar. Að sögn tyrk-
neska ráðherrans stendur það tilboð
enn og Þjóðveijar eru að kanna
möguleika á að leggja Bandaríkja-
mönnum lið t.d. með auknu hjálpar-
flugi til Sarajevo. Lögð er áhersla á
að flest aðildarríki NATO hafí þegar
lagt umtalsvert af mörkum á landi
til að koma hjálpargögnum til bág-
staddra.
Reuter
Loftflutningarnir undirbúnir
BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, undirritaði í gær reglugerð
sem heimilar flughernum að varpa niður matvælum með fallhlífum
til nauðstaddra Bosníumanna. Undirbúningi flutninganna er að
ljúka og gert er ráð fyrir að þeir hefjist á morgun, sunnudag, ef
veður leyfir. Á myndinni setja hermenn segldúk yfir stafla af
matvælum og lyfjum.