Morgunblaðið - 27.02.1993, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 27.02.1993, Qupperneq 38
r 38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 27. FEBRUAR 1993 SKIÐI Sjötta gull Norðmanna - á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum í Falun Um helgina Handknattleikur Landsleikir Laugardagnr: KA-hús: Ísland-Danmörk.......16 Sunnudagur: Laugard.höll: Ísland-Danmörk 20.30 KÖFfuknattleikur.......... Úrvalsdeild Laugardagur: Strandgata: Haukar - UMFT....14 Njarðvík: UMFN-ÍBK........16.15 Sunnudagur: Borgames: Skallagrímur - UMFG16 Seltjamnrnes:..KR.-..Valur...20 1. deild kvenna Laugardagur: Grindavík: UMFG-ÍR...........16 1. deild karla Laugardagur: Akranes: IA-UMFBol...........12 Akureyri: UMFA-Reynir........16 Sunnudagur: Akranes: LA-UMFBol...........12 Fimleikar Unglingamót FSÍ Unglingamót FSÍ fer fram í Laugar- dalshöll í dag og verður keppt í öllum fjórum þrepum fimleikastigans. Kl. 11 hefst keppni í 4. þrepi, en kl. 15.30 til 19.30 verður keppt í 1. til 3. þrepi. Meistaramót í fimleikastiganum Meistaramótið í fimleikastiganum verður á morgun í Höllinni frá kl. 11 til 13. Blak 1. deild kvenna Sunnudagur: Digranes: HK - Víkingur ....20 Íshokkí íslandsmótið Mánudagur: Laugardalur: SR - SA....20 KNATTSPYRNA Leikið tií styrktar krabbameins- sjúkum bömum Landslið íslands í knattspymu mætir á morgun úrvalsliði sem Guðni Kjartansson, fyrrum landsliðs- þjálfari, hefur valið, í leik til styrktar krabbameinssjúkum bömum. I úrvalsliði Guðna eru fyrrum landsliðsmenn og ungir strákar, sem eiga einnig landsleiki að baki. í liðinu eru m.a. Atli Eðvaldsson, Sævar Jónsson, Pétur Pétursson, Karl Þórð- arson, Bjami Sigurðsson, Ómar Torfason, Njáll Eiðsson, Þorgrímur Þráinsson, Sigurjón Kristjánsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Kristinn R. Jónsson. Leikurinn hefst kl. 20 á gervigras- vellinum í Laugardal og rennur ágóði af seldum aðgöngumiðum í sjóð fil styrktar krabbameinssjúkum böm- um. Leikurinn er liður í því að minna á söfnun Bylgjunnar og Stöðvar 2 sem fram fer 5. mars næstkomandi en þá verður dagskrá stöðvanna helguð þessu málefni. haiskir leikir á nýjum seðii íslenskar getraunir bjóða nú upp á getraunaseðil með leikjum úr ít- ölsku knattspymunni. Þetta er gert til pmfu í samstarfi við sænska get- raunafyrirtækið AB Tipstjánst, og verður þessi aukaseðill í gangi í sjö vikur. Fyrsti seðillinn gildir nú um helgina. Allir fjórir vinningsflokkamir verða sameiginlegir og kostar röðin 10 kr. Sölukössum verður lokað í kvöld kl. 20.20. Stöð 2 sýnir beint frá ítölsku knattspymunni á sunnu- dögum, og býður upp á þá þjónustu við „tippara" að birta stöðuna í leikj- um seðilsins um leið og hún breytist — á sama hátt og RUV gerir í bein- um útsendingum frá Englandi á laugardögum. Á morgun sýnir Stöð 2 leik AC Milan og Sampdoria. Þeir sem giska á ítölsku leikina verða að merkja í reitinn „aukaseð- ill“ á getraunaseðlinum því annars telst hann hefðbundinn laugardags- seðill með enskum leikjum. NORSKA gönguliðið brást ekki 40.000 stuðningsmönnum sín- um í Falun f Svíþjóð í gær og sigraði í 4x10 km boðgöngu karla. Þar með voru sjöttu gull- verðlaun Norðmanna fkeppn- inni í höfn, en Björn Dæhlie, sem gekk síðastur og kom fyrstur í mark, varaði við bjartsýni varð- andi sjöunda gullið og fjórða sitt í 50 km göngu á morgun. „Þetta hefur verið erfitt og ég er uppgefinn, en reyni mitt besta.“ Dæhlie leit við, þegar 200 metrar voru í mark og þurfti ekki að hafa áhyggjur enda voru Norðmenn með örugga forystu allan tímann. Reyndar veitti Rússinn Andrej Kirr- ilov Sture Sivertsen harða keppni í fyrsta leggnum en Sture stóð undir nafni og kom í mark 0,8 sek. á und- an. Vegard Ulvang tók við og jók muninn í 58,6 sekúndur og eftirleik- urinn var auðveldur hjá Teije Langli og Dæhlie. Rússamir voru í öðru sæti fyrir þriðja legg, en Giorgio Vanzetta vann upp meira en 14 sek. mun og tryggði ítölum silfrið, því Silvio Fauner, sem varð þriðji í 15 km göngu, hélt fengn- um hlut. Svíar urðu enn að sjá á eftir verðlaunasæti og urðu að sætta sig við sjötta sætið. „Ég vár þreyttur eftir allt sem á undan hefur gengið og var ekki viss um neitt fyrr en ég kom inná völl- inn,“ sagði Dæhlie, sem veifaði til stuðningsmanna norska liðsins áður en hann renndi sér yfir marklínuna. „Áhorfendumir hafa verið frábærir og mér fannst við hæfi að þakka þeim stuðninginn." BJörn Dæhlie gekk síðasta hlutann fyrir Norðmenn. Seizing- er tryggði stöðuna Þýska stúlkan Katja Seizinger tryggði stöðu sína á toppnum í brunkeppni heimsbikarsins á skíð- um með sigri í bruni í Sviss í gær og er með örugga forystu þegar fjögur mót era eftir á tímabilinu. Með sigri í dag getur Seizinger ógnað Anitu Wachter frá Austurríki i samanlögðu. Wachter tapaði tíma í neðri hluta brautarinnar, en náði samt níunda sæti og stefnir á sigur í risasviginu á morgun. Carole Merle frá Frakklandi var mjög yfirveguð og náði sjötta sæti, en Seizinger var hissa á sigrinum. „Ég var svo mistæk og hefði aldrei trúað að ég gæti sigrað miðað við frammistöðuna. KORFUKNATTLEIKUR Æsispennandi barátta - í B-riðli úrvalsdeildarinnar, þar sem Valur, Grindavík og Skallagrímur berjast um sæti í úrslitakeppninni RIÐLAKEPPNI í úrvalsdeildinni í körfuknattleik fer nú að Ijúka, aðeins á eftir að leika fimm umferðir innan hvors riðils og fyrstu leikirnir eru í dag. Keppninni lýkur síðan sunnu- daginn 14. mars og þá verður Ijóst hvaða fjögur lið komast f úrslitakeppnina. í A-riðli hafa ÍBK og Haukar þegar tryggt sér sæti í úrslitum en keppnin f B-riðli er æsispennandi og þar eiga fjögur lið möguleika. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Snæfellingar hafa besta stöðu, eru með 28 stig, en Valur, Grindavík og Skallagrímur era öll með 22 stig. í pott- inum era 8 stig og leikimir á næstu vikum því gríðar- lega mikilvægir. Ef tvö lið verða jöfn ráða innbyrðis viðureignir félganna og ef þau era enn jöfn er stigaskorið úr innbyrðis leikjunum skoðað. Ef liðin þijú sem eru með 22 stig eru skoðuð kemur í ljós að Valsmenn standa best að vígi. Þeir era 3:0 yfir gegn Skalla- grími, hafa unnið alla þijá leikina, og 2:1 yfir gegn Grindavík. Grind- víkingar era næstir, era 2:1 yfír gegn Skallagrími. Ef árangur Snæfellinga er skoð- aður gegn þessum þremur liðum sést að Skallagrímur hefur 2:1 yfir gegn þeim, Hólmarar era hins veg- ar 2:1 yfir gegn Val og 3:0 gegn Grindavík. Til gamans má geta þess að Snæfell vann tvo leiki með eins stigs mun gegn Grindavík. Einnig er nokkuð skondið að Snæ- fell skuli vera í efsta sæti riðilsins með 42 stig í mínus. Valsmenn standa vel aö vígi Enn sagan er ekki öll sögð. Ef þijú eða fleiri lið verða jöfn að stig- um er byijað á því að skoða hversu mörg stig liðin fá úr öllum leikjum félaganna sín í milli. Skoðum það hjá Val, Grindavík og Skallagrími. Valsmenn standa með pálmann í höndunum því þeir era með 10 stig, Grindavík með 6 stig og Skalla- grímur 2. Þessar tölur era miðaðar við stöðuna eins og hún er núna en það getur breyst. Segjum að liðin fjögur verði öll jöfn að stigum. Snæfell og Valur era þá með 12 stig en Grindavík og Skallagrímur sex stig hvort fé- lag. Þá er næst að skoða skor lið- anna í þessum innbyrðis leikjum. Þá kemur í ljós að Valsmenn hafa gert 40 stigum meira en þeir hafa fengið á sig. Snæfellingar era með 5 stig í mínus, Grindavík -14 og Skallagrímur -21. Valsmenn myndu sem sagt sigra og Snæfell verða í öðra sæti, en eins og sjá má þá er hvert stig dýrmætt. Skoðum aðeins hvaða leiki liðin eiga eftir og hvemig fyrri leikurinn endaði. Snæfell á eftir að leika við Val úti (Snæfell vann fyrri leikinn 72:74), Skallagrím heima (92:86), Grindavík heima (99:98) og KR úti (101:77). Valur á eftir KR úti (84:87), Snæfell heima (72:74), Grindavík úti (79:83) og Skallagrím heima (83:74). Grindavik á eftir Skallagrím úti (86:93), KR heima (77:75), Val heima (79:83) og Snæ- fell úti (99:98). Skallagrímur á eftir Grindavík heima (86:93), Snæ- fell úti (92:86), KR heima (90:84) og Val úti (83:74). Botnbaráttan er hörð En það er barist á fleiri stöðum en á toppnum því baráttan á botni deildarinnar er ekki síður spenn- andi. Breiðablik er fallið en það lið sem verður í næst neðsta sæti þarf að leika við það lið sem verður í öðra sæti í 1. deild. Baráttan stend- ur á milli Tindastóls, sem er með 16 stig, og KR sem hefur 14 stig. Tindastóll á eftir að leika við Hauka pg UBK á útivelli en Njarðvík og ÍBK á heimavelli. Innbyrðis leikir UMFT og KR enduðu þannig að KR vann 100:90 á sínum heimavelli en Tindastóll sigraði fyrir norðan 88:87. KR er því með betri stöðu, stigalega séð og það nægir þeim því að fá jafn mörg stig í lokastigatöflunni. A-RIÐILL Fj. leikja U T Stig Stig ÍBK 22 19 3 2237: 1938 38 HAUKAR 22 16 6 1973: 1796 32 UMFN 22 11 11 2040: 2020 22 TINDAST. 22 8 14 1834: 2029 16 BREIÐABL. 22 2 20 1942: 2194 4 B-RIÐILL Fj. lelkja U T Stlg Stig SNÆFELL 22 14 8 1926: 1968 28 VALUR 22 11 11 1834: 1811 22 GRINDAV. 22 11 11 1865: 1780 22 SKALLAGR. 22 11 11 1836: 1848 22 KR 22 7 15 1815: 1918 14 Rúnar Guðjónsson og félagar í Snæfelli standa best að vígi í harðri keppni í B-riðlinum, en óljóst er hveijir komast í úrlitakeppnina. NBA-DEILDIN Jordan frábær MICHAEL Jordan fór á kostum í Orlando í fyrrinótt og skoraði 36 stig í 108:106 sigri Chicago. Gestirnir náðu mest 24 stiga forystu, íþriðja leikhluta, en heimamenn réttu úr kútnum og komust yfir. Það nægði ekki, Jordan skoraði úr tveimur víta- skotum, jafnaði 104:104, þegar 45,8 sek. voru til leiksioka og Chicago átti síðasta orðið. Jordan meiddist á ökla í leiknum gegn Milwaukee á þriðjudags- kvöld og var talið að hann gæti ekki beitt sér gegn Shaquille O’Neal og félögum, en annað kom á daginn. Scottie Pippen skoraði 23 stig fyrir Bulls, en O’Neal var stigahæstur hjá Orlando með 31 stig. Larry Johnson skoraði 28 stig og tók 15 fráköst fyrir Charlotte, sem vann San Antonio 111:104. David Robinson skoraði 16 stig fyrir Spurs, en meiddist á fingri í þriðja leikhluta og lék ekki meira. Hakeem Olajuwon skoraði 32 stig, þegar Houston vann Phoenix 131:104. Heimamenn náðu 20 stiga forystu í fyrsta leikhluta, sem nægði til sigurs, fimmti sigurleikurinn í röð og 18. í síðustu 23 leikjum. Phoenix hafði sigrað í 14 af síðustu 16 leikj- um og haft betur í fimm leikjum í röð gegn Houston, en nú var blaðinu snúið við. i i í i i i i i í i í i «

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.