Morgunblaðið - 05.03.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.03.1993, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGIMIR FÖSTUDAGUR 5. MARS 1993 Jón Guómunds- son kjörínn for- maóur Félags fastel&nasala árabíl, en gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Auk Jóns sitja í nýkjörinni stjórn Viðar Böðv- arsson, varaformaður, Dan Wiium gjaldkeri, Sverrir Kristinsson ritari og Rafn Skúlason meðstjórnandi. í varastjórn eru þau Þórhildur Sandholt og Ámi Stefánsson. Iviðtali við Morgunblaðið sagði nýkjörinn formaður, Jón Guð- mundsson, að vart yrði um nokkra stefnubreytingu að ræða við stjómun félagsins. Tíminn einn yrði að leiða það í ljós. Hann kvað nýja stjóm hafa kom- ið til fyrsta fundar síns sl. þriðju- dag. Þar vora m. a. rædd mennt- unarmál sölumanna og annarrs starfsfólks félagsmanna. — Það era næg verkefni framundan, sagði Jón Guð- mundsson. — Fyrir liggur að semja um starfsábyrgðartrygg- ingar fyrir félagsmenn auk þess sem stjóm félagsins er einnig stjóm Ábyrgðarsjóðs Félags fasteignasala. Það fylgir stjóm- arstarfinu að standa vörð um hagsmuni félagsmanna og koma fram gagnvart stjómvöldum, opinberam stofnunum og öðram aðilum í málefnum, sem varða félagsmenn og stuðla að heil- brigðum viðskiptaháttum við fasteignasölu auk margra ann- arra verkefna. Morgunbl./Ingvar Nýlyörin stjóm Félags fasteignasala. Frá vinstri: Árni Stefánsson, Viðar Böðvarsson varaformaður, Sverrir Kristinsson ritari, Jón Guðmundsson formaður, Dan Wiium gjaldkeri, Rafn Skúlason og Þórhild- ur Sandholt. JÓN Guðmundsson var kjör- inn formaður Félags fast- eignasala á aðalfundi félags- ins, sem var haldinn 25. febr- úar sl. Kom hann í stað Þór- ólfs Halidórssonar, sem verið hefur formaður félagsins um Buseti byggir 20 íbuOir Tið Arnai'suiára í Kópavogi MIKIL eftirspum er nú eftir minni íbúðum Búseta en dræmari eftir þeim stærri. Kom þetta fram í viðtali við Guðríði Haraldsdóttur, sölustjóra Búseta. — Við reynum nú að hafa meira af 2ja og 3ja herb. íbúðum á boðstólum, sagði Guðríður. — Það er mikil ásókn í þær af einstaklingum, barnlausu fólki og fólki með eitt bam. Stóra íbúðirnar ganga hægar út. Nú er verið að hefja smiði á 20 íbúðum við Amarsmára 4-6 í Kópavogi og verða þær eingöngu 2ja og 3ja herb. Áætlaður afhendingartími er í júní 1994. í deigl- unni em svo þrjú raðhús í Tindaseli og þá verður Búseti, Reykjavík kominn með um 240 íbúðir alls í rekstur og byggingu. Búseti, Reykjavík, sem nær yfir allt höfuðborgarsvæðið nema Garðabæ og Mosfellsbæ, var stofn- aður í nóvember 1983. Tilgangur- inn með stofnun félagsins var að veita fólki möguleika á að komast í gott og öruggt húsnæði á ódýr- ari hátt en áður hafði þekkzt. Búsetafélögin hafa síðan breiðst út og nú hafa verið stofnuð slík húsnæðissamvinnufélög á mörgum stöðum á landinu. Með því að ganga í Búseta er hægt að öðiast búseturétt, það er afnotarétt svo lengi sem vill af því húsnæði, sem félagsmaður fær. Við inngöngu fær hver félagsmað- ur°nömer og eftir því er farið við kaup hans á búseturétti, hvar það er í röðinni. Verð á búseturétti er ákvarðað í upphafi sem ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnað- ar. Selja má búseturétt, hvenær sem er og hefur félagið þá for- kaupsrétt. Sá sem selur fær borgað til baka, það sem hann greiddi í upphafí, hækkað til samræmis við þær hækkanir, sem orðið hafa á Íánskjaravísitölu. Við fráfall færist búseturétturinn til maka og barna. Fyrsta fjölbýlishúsið, sem reist var í þessum tilgangi, var tekið í notk- un í nóvember 1988. Það stendur við Frostafold 20 í Grafarvogi í Reykjavík og eru íbúðir þar 46. Búseti, Reykjavík flutti í desem- ber sl. aðáetur sitt frá Laufásvegi 17 á fyrri stað félagsins að Há- vallagötu 24 og hefur þar allt hús- ið til umráða. — Búseti finnur fyr- ir því eins og aðrir, að það er sam- dráttur í þjóðfélaginu. Þannig er eftirspumin nú minni eftir dýru íbúðunum, sagði Guðríður Har- aldsdóttir ennfremur. — Það hefur ekki gengið eins vel og skyldi að koma út 4ra herb. íbúðum í Suður- hvammi í Hafnarfírði, enda þótt ekki skorti áhuga hjá fólki. Þar er um 3ja - 4ra ára gamlar íbúðir að ræða. Guðríður sagði, að um 5.500 manns hefðu gengið í Búseta Reykjavík frá upphafi, enda þótt einhveijir kynnu að hafa hellzt úr lestinni síðan. — Þetta er fólk á öllum aldri, sagði Guðríður. — Elzti búsetuibúi okkarer fæddur 1915. Það er kona og var þetta fyrsta íbúin, sem hún hefur eignazt. MARKAÐURINN Ávöxlxuiarkrafa húsbréfa Umsóknir um húsbréfalán r hafa verið með allra minnsta móti það sem af er þessuári og framboð húsbréfa lítið. Ávöxtun- arkrafa þeirra hefur farið lækk- andi og afföllin þar með. Ákvöxt- unarkrafan hefur ekki verið lægri síðan í apríl á síðasta ári, en þá náði hún að fara niður fyrir 7%, í skamman tíma að vísu. Afföll kki er úr vegi að rifja það upp, að afföll af húsbréfum ráðast af þeim mismun sem er á ávöxt- unarkröfu þeirra og þeim vöxtum sem þau bera. Ávöxtunarkrafan ræðst af þeim eftir Grétor J. vöxtum sem eru Guðmundsson almennt á fjár- magnsmarkaði en vextir bréfanna eru hins vegar fastir. Vaxtalækkun Af þessu má ljóst vera hve mikil- vægt það er fyrir fasteignamark- aðinn og byggingariðnaðinn, að vextir á fjármagnsmarkaði lækki. Háir vextir draga úr fasteignavið- skiptum og húsbyggingum. Vaxta- lækkanir að undanfömu gefa von- andi tilefni til bjartsýni um fram- haldið. Þó er ekki við því að búast að fasteignaviðskipti og húsbygg- ingar glæðist að nokkru marki fyrr en að loknum kjarasamning- um. Atvinnuástandið hefur án efa ekki minni áhrif á þennan markað en vextimir. Húsbréf vegna eigin íbúðar? Að undanfömu hefur verið nokkuð algengt að íbúðareigendur spyrji húsnæðisráðgjafa hvort unnt sé að fá húsbréfalán til að greiða upp erfíðar skuldir og þannig koma i veg fyrir að viðkomandi þurfí að selja íbúðarhúsnæði sitt. Spurt er hvort ekki sé hagstæðara fyrir húsbréfamarkaðinn að veita þann- ig í mörgum tilvikum lægra hús- bréfalán en viðkomandi gæti vænt- anlega fengið ef hann seldi núver- andi íbúð og festi kaup á annarri íbúð. Ef íbúðareigendur myndu í einhveijum verulegum mæli neyð- ast til að selja íbúðir sínar, gæti það leitt til aukinnar útgáfu hús- bréfa og þá e.t.v. til hækkunar vaxta. s Þetta eru eðlilegar spumingar. Erfiðleikar margra íbúðaeigenda hafa aukist og hafa margir verið að endurmeta íbúðakaup sín, í flestum tilvikum vegna erfíðara atvinnuástands en var þegar kaup- in voru ákveðin. Það er staðreynd að margir íbúðaeigendur gætu endurfjármagnað íbúðakaup sín með lægra húsbréfaláni, ef það væri í boði, en þeir gætu átt rétt á ef þeir keyptu annað íbúðarhús- næði. Svarið við þessum spumingum er hins vegar á þá leið að þetta er ekki mögulegt. Húsbréfalán er einungis unnt að veita í tengslum við eigendaskipti á notaðri íbúð, vegna byggingar nýrrar íbúðar eða vegna meiriháttar viðbyggingar, endurbóta eða endumýjunar á not- uðu íbúðarhúsnæði. Húsbréf vegna greiðsluefiðleika Endurfjármögnun íbúðakaupa í gegnum húsbréfakerfið, eins og hér hefur verið nefnt, að mikið sé nú spurt um, var möguleg á árinu 1991, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þá var um að ræða sérstaka tímabundna aðgerð vegna greiðsluerfiðleika íbúðaeigenda. Utgáfa húsbréfa var með mesta móti þetta ár, samtals rúmir 15 milljarðar króna og þar af voru um 2,5 milljarðar króna vegna þessara aðgerða. Ávöxtunarkrafa húsbréfa hefur aldrei verið hærri en þá, en hún fór hæst í 9% í sept- ember 1991. Ef einhvern tima ætti aftur að bjóða íbúðaeigendum upp á að endurfjármagna íbúðakaup sín í gegnum húsbréfakerifð, yrði að liggja fyrir að um samræmdar aðgerðar væri að ræða, þannig að kaupendur húsbréfa væru reiðu- búnir til að kaupa þau miðað við Vettvangur húsbréfaviðskipta Hjá okkur færðu ráðgjöf og þjónustu í húsbréfaviðskiptum. I Vertu velkomin(n). 1 L * Landsbanki LANDSBRÉF HF. íslands Löggilt veröbréfatyrirtæki. Banktaiira landsmanna Aöili aö Veröbréfaþingi íslands. einhveija fyrirfram ákveðna há- marks ávöxtunarkröfu. Framboð og eftirspurn Þegar framboð húsbréfa var sem mest var þeim oft kennt um háa vexti á ijármagnsmarkaði. Með hliðsjón af því litla framboði sem er á húsbréfum þessa dagana er ljóst að þau halda ekki uppi vöxtum á markaðnum núna. Framboð og eftirspum eftir húsbréfum ræður ekki eitt sér hver ávöxtunarkrafa þeirra er. Ef svo væri mundi ávöxt- unarkrafan í dag vera lægri en hún er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.