Morgunblaðið - 05.03.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.03.1993, Blaðsíða 16
16 B MOHGUKBIjVÐJÐ FASTEIGWIR; x ð./MA,Hyf 1993 EKKI SELJA HÚSBRÉFIN ÞÍN! FyRR EN ÞÚ HEFUR KYNNT ÞER HVAR VERÐIÐ ER BEST. Við leitumst ávallt við að bjóða hagstæðasta verðið fyrir húsbréfin þín. Gerðu verðsamanburð. 1 KAUPÞING HF Kringlunm 5, s(mi 689080. I eigu BúnaSarbanka íslancls og sparisjáSanna. FASTEIGNASALAN 3, 170 SELTJARNARNES Opið virka daga kl. 10-18 Opið laugard. kl. 12-15 Gistiheimili: Til sölu 750 Leirubakki: Fallegog rúmg. fm á þremur hæöum. Skiptist m.a. í eldh., matsal og 20 herb. Kjöriö tæki- færi fyrir róttan aðila. Mjög gott verð og greiðslukj. Húsnæðið er ekki fullb. Teikn. á skrifst. Uppl. gefur Runólfur. 2ja herb. 5 herb. íb. 121 fm ásamt ca 25 fm góðu herb. í kj. Skiptist m.a. í hol, stofu og 3 góð herb. Þvottah. og geymsla í íb. Áhv. hagst. lán kr. 2,6 millj. Laus strax. Verð 8,7 millj. Austurströnd - út- syni: Góð 62 fm íb. á 7. hæð í góðu lyftuhúsi. Upphitað bílskýli. Fráb. útsýni. Áhv. byggsjóður 2 millj. Laus. Hverfisgata - einb.: Lítið snoturt járnklætt timburhús á einni hæð ásamt geymslukj. Húsið er uppgert og í góðu standi. Mikið áhv. Verð 5,2 millj. Skerjafjörður: 68 fm 2ja-3ja herb. íb. í kj. (lítið niðurgr.). Bflskréttur. Verð 4,2 millj. Melabraut: Mjog snotur 2ja herb. risíb. á 2. hæð. Nýl. eldhinnr. Parket. Suðursvalir. Áhv. 2,5 millj. hagst. lán. Laus strax. Verð aðeins 4,2 millj. 3ja herb. Austurströnd: Fai>eg 3ja herb. íb. í góðu lyftuh. Stórar sval- ir. Upphitað bilskýli. Hús I góðu ástandi. Áhv. byggingarsj. 2 millj. Laus strax. Oldugata: Góð 80 fm íb. á 1. hæð ( góðu steinh. Talsvert endurn. Verö 6,8 millj. Lyngmóar Gbæ: Glæsil. og vönduð íb. á 3. hæð ásamt<góðum bíl- skúr. Stórar suðursv. Sameign í góöu ástandi. Áhv. byggsj. 3,8 millj. Laus fljótl. Verð 7,9 millj. Melabraut: Góð 73 fm íb. á jarðhæð í fjórb. Áhv. byggsj. 3,1 millj. Laus fljótl. Verð 6,4 millj. Krosshamrar - góð lán: Fallegt 3ja herb. par- hús á einni hæð. Góður garður. Bíl- skúrsróttur. Áhv. 5 millj. byggingarsj. Verð 8,8 millj. 4ra—5 herb. Vesturbær - góð lán: Glæsil. 5 herb. íb. á tveimur hæðum ásamt bílskýli. Parket. Fallegar innr. Áhv. Byggsj. 3,2 millj. Boðagrandi: Falleg og rúmg. 95 fm íb. á 1. hæð. Tvennar sval- ir. Góð sameign. Húsvörður. Bílskýli. Áhv. hagst. lán 3,2 millj. Verð 8,9 millj. Sérhasðir Seltjarnarnes: Góð 4ra herb. 108 fm íb. á jarð- hæð f þrfb. Sérlnng. Engin sam- elgn. Suðurverönd, Góð stað- setn. Verð 8,3 millj. Lindarbraut: Glæsil. sérh. á 1. hæð í þríb. 4 svefnherb., stór stofa. Parket. Ný eldhúsinnr. Suðursv. Góður bílsk. Verð 11,9 millj. Þingholtin: Glæsil. 192 fm íb. á tveimur hæðum í góðu steinh. í hjarta borgarinnar. Vandaðar innr. og gólfefni. Þrennar svalir. Sauna. Þvottah. í íb. Sérbílast. Laus strax. Áhv. 7 millj. langtl. Kambsvegur: Góð 125 fm neðri sérh. í tvíb. áSamt góðum bílsk. sem í dag er innr. sem íb. Sér inng. Engin sameign. Eign í góðu ástandi. Verð 11,7 millj. Stærri eígnir Arnarnes: Glæsil. ca 300 fm einbhús á tveimur hæðum með innb. bílsk. Vel staðsett hús með fráb. út- sýni. Skipti mögul. á minni eign. Verð 18,5 millj. Grafarvogur - góð lán: Glæsil. ca 140 fm raðhús á einni hæð ásamt 28 fm bílsk. Vandaöar innr. Góður garður. Stutt í skóla. Mjög góð staðsetn. Áhv. byggsjóður o.fl. 5,1 millj. Verð 13,5 millj. Víkurbakki: Fallegt 210,fm raðhús á þremur pöllum með innb. bílsk. 4 svefnherb. Arinn í stofu. Húsið er mikið endurn. m.a. nýeinangrað og múrhúðað að utan. Áhv., Byggsj. 3,3 millj. Verð 13,9 millj. Bollagarðar: Glæs- II. nýtt 232 fm einbhús m. innb. bílsk. Vandaðar innr. Fráb. sjáv- arútsýni. Skipti möguleg á minni eign. Verð 16,9 millj. Unnarbraut: Glæsil. og vel staðsett ca 240 fm hús á tveimur hæð- um. Stór sólstofa með nuddpotti. Fal- m legur garður. Útsýni. RUNÓLFUR GUNNLAUGSSON, rekstrarhagfr. KRISTJÁN V. KRISTJÁNSS0N, viðskiptafr. Óiissa og bjartsýni skiptasl á hjá efn- issölnm og bygg- ingafyrirtækjum íbúðarbyggingar hafa dregizt verulega saman sl. tvö ár. Á árinu 1991 var hafin smíði á 30% færri íbúðum en árið áður og bráða- birgðatölur fyrir síðasta ár gefa til kynna 20% samdrátt. Samkvæmt þessu var byrjað að byggja rétt um 1.000 íbúðir í fyrra og hafa þær ekki verið færri frá því í lok sjöunda áratugarins. Kemur þetta fram í Hagvísum Þjóðhagsstofnunar. Reiknað er með, að fjárfesting í íbúðarhúsnæði dragizt enn saman á þessu ári, en spá Þjóðhagsstofn- unar gerir ráð fyrir 9% samdrætti. ÍHagvísum segir ennfremur, að fjöldi fullgerðra íbúða á hveiju ári sveiflast minna en fjöldi þeirra, sem byijað er á. I fyrra er talið, að lokið hafi verið við 1.250 íbúðir sam- anborið við 1.640 að meðaltali á ári á síðustu tíu árum. Sala á sementi hefur dregizt sam- an jafnt og þétt á undanförnum árum. í fyrra var salan 11% minni en árið áður og 26% minni en þegar hún var í há- marki árið 1988. Áætlanir Se- mentsverksmiðju ríkisins gera ráð fyrir því, að Sementssalan verði um 90 þúsund tonn í ár, sem er um 7% minni sala en á síðasta ári. Mikil óvissa Þetta eru ekki bjartar horfur, en hvað segja þeir, sem eru í eldlín- unni? Fyrstur fyrir svörum verður Jón Ólafsson, skrifstofustjóri hjá Steypustöðinni hf. — Rekstur Steypustöðvarinnar gekk þokkalega í fjnra og það varð heldur aukning í sölu miðað við árið þar á undan. Endanlegir ársreikningar liggja enn ekki fyrir en afkoman var viðun- andi. Það er hins vegar erfitt að spá nokkru fyrir um vorið, sagði Jón. — Slæmt tíðarfar í vetur hefur haft mjög neikvæð áhrif, því að það var mjög erfítt að steypa bæði í desem- ber og í janúar. Framkvæmdir hafa því legið niðri og sumum hefur orð- ið að fresta fram á vor. Sú kreppa, sem nú ríkir í bygg- ingaframkvæmdum, gæti því stafað að nokkru leyti af veðurfarinu og ástandið gæti því átt eftir að batna í vor. Það er samt erfitt að segja nokkuð fyrir um þetta með vissu, en þó er ljóst, að hið slæma tíðarfar í vetur hefur komið sér illa fyrir allar byggingaframkvæmdir. Jón kvað það ganga mismunandi að fá greitt, en það væri þó ekkert nýtt. Sumir stæðu alltaf í skilum, á meðan erfiðleikar væru fyrir hendi hjá öðrum. — Við höfum ekki tekið eignir upp í skuldir, enda þótt það hafi komið fyrir, að við höfum neyðst til þess að kaupa íbúðir á nauðungaruppboðum til þess að bjarga hagsmunum okkar eins og aðrir, sagði Jón aðspurður. — En það er regla hjá okkur að taka ekki íbúðir upp í skuldir til þess að selja þær síðan, enda höfum við litið svo á, að þá værum við komnir í sam- keppni við viðskipatvini okkar, sem að sjálfsögðu gengur ekki. — Það varð verulegur samdráttur hjá Steinullarverksmiðjunni í fyrra og tap á rekstrinum. Tapið varð þó aðallega vegna gengisfellingar- innar sl. haust, sagði Einar Einars- son, framkvæmdastjóri verksmiðj- unnar. — Hvað varðar horfur í vor, þá ríkir mikil óvissa. Ef það verða verkföll, þá bæta þau ekki úr skák. Við reynum að bjarga okkur með útflutningi, en hann nam 120 millj. kr. í fyrra, sem var um 30% af veltu og um 20% aukning á milli ára. Mest af því fór til Englands, en gengisþróunin þar hefur orðið okkur í óhag og pundið lækkað um 11-12% miðað við ísl. kr. Markaður- inn þar er því ekki eins vænlegur og hann var. Eigi að síður stefnum við að því að auka þennan útlutning eins og kostur er og ef vel tekzt til, þá vonumst við ti! að hægt verði að bæta nýtingu verksmiðjunnar enn frekar með auknum úflutningi. Við höfum því ekki þurft að segja upp mannskap. En eftir því sem innan- landsmarkaðurinn dregst saman, eykst hlutur útflutningsins. Við fluttum svolítið út til Þýzkalands í fyrra og vonumst til að geta aukið útflutning þangað í framtíðinni. Þá fer alltaf eitthvað til Hollands, Belg- íu og írlands. Á móti kemur, að markaðurinn í Færeyjum hefur al- veg hrunið vegna ástandsins þar. Það var samt ekki stærsti markaður okkar erlendis en mikilvægur mark- aður engu að síður. Góð verkefnastaða l\já Byggðaverki — Verkefnastaðan hjá okkur er mjög góð og hefur aldrei verið betri, sagði Óskar Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri Byggðaverks í Hafn- arfirði. — Við höfum næg verkefni í sumar og höfum ekki þörf á að bæta við verkefnum fyrr en næsta haust. Við höfum því ekki þurft að segja upp mannskap og fjölguðum raunar starfsfólki á síðasta ári. Nú starfa hjá fyrirtækinu rúml. 120 manns auk undirverktaka. Við erum nú að skila af okkur leikskóla í Setbergshverfi í Hafnar- firði, sem við höfðum í alverktöku. í síðustu viku skiluðum við 16 íbúða fjölbýlishúsi á Hvaleyrarholti fyrir Búseta og erum ennfremur nýbúnir að skila fjórbýlishúsi í Bessastaða- hreppi, sem við byggðum einnig fyrir Búseta. Nú erum við að byggja 40 íbúða fjölbýlishús fyrir aldraða við Sólvang í Hafnarfirði, sem á að skila á sumardaginn fyrsta. Enn má nefna tengibyggingu fyrir Landsspítalann, en því verki á að skila 1. júlí. Þá má ekki gleyma 10 hæða íbúðarbyggingu á Hvaleyrarholti, sem við byggjum sjálfir og er tií sölu á fijálsum markaði. Þær íbúð- ir verða afhentar í lok júlí. Núna er ennfremur verið að steypa upp 34 íbúða fjölbýlishús, sem við erum með í byggingu í Grafarholti, en íbúðir þar verða settar í sölu fljót- lega. Auk þessara verkefna erum við með nokkur önnur minni. Við hættum að byggja íbúðir um tíma vegna fyrirsjáanlegrar sölu- tregðu. Það kom sér vel þá, en nú teljum við, að markaðurinn sé mót-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.