Morgunblaðið - 05.03.1993, Page 28
28 B
MORGUNBLAÐIÐ, FASTEIGNIR FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1993
Strandgötu 33
SÍMI 652790
Opið laugardag kl. 11-13
Erum með fjölda eigna á
söluskrá sem ekki eru
auglýstar.
Póst- og símsendum
söluskrár.
Einbýli — raðhús
Móabarö — tvær íbúðir.
Gott 212 fm einb. ásamt 26 fm bílsk.
Stór gróin lóð. Fráb. útsýni. Hús innst í
botnlanga. Verð 14,5 millj.
Stuðlaberg. Nýl. 150 fm endaraö-
hús á góðum stað ásamt bílsk. Jaðarlóð.
Verð 12,6 millj.
Miðvangur. Gott 188 fm endarað-
hús á tveimur hæðum með innb. bílsk.
Mögul. á sólskála. Falleg grótn hornlóð.
Áhv. góð lán.
Hlíðarbyggð — Gbæ. Gott 252
fm raðhús á tveimur hæðum með innb.
bílsk. Vandaðar innr. 6 svefnherb. Mögul.
á sóríb. á jarðhæð. Skipti mögul.
Hnotuberg — skipti. Gott nýl.
211 fm pallabyggt einb. með innb. bílsk.
Stór suðurverönd með heitum potti. Ró-
legur og góður staður. Skipti mögul. á
minni eign. Verð 15,9 millj.
Suðurhvammur. Vorum að fá í
einkasölu fallegt 224 fm raðh. á tveimur
hæðum m. innb. bílsk. Góðar innr. Flísar
og parket. Sólskáli. Áhv. í húsnlánum ca
4,2 millj. Verð 15,0 millj.
Norðurtún — Álft. — skipti
í sölu fallegt 142 fm einb. ásamt 42 fm
bílsk. Húsið er á einni hæð. Sér svefn-
herbgangur m. 4 herb. Vandaðar innr.
Suöurverönd. Gróin lóð. Hagst. lán. Skipti
mögul. Allt kemur til greina.
Klettagata — skipti. Nýl. 206
fm einb. á tveimur hæðum auk 65 fm
bílsk. Eignin er að mestu fullb. 5 góð
svefnherb., fataherb. o.fl. Skipti á sérhæð
eða minna eldra einb. kemur til greina.
Áhv. góð lán. Verð 17,5 millj.
Lækjarberg — tvær íb. Nýtt,
fallegt fullb. 242 fm einb. m. séríb. á jarð-
hæð og innb. tvöf. bílsk. Vandaðar innr.
Áhv. mjög góð lán.
Stuðlaberg. Fallegt 142 fm raðhús
á tveimur hæðum ásamt bílsk. Áhv. ca
5,0 millj. húsnlán. Skipti mögul. á 3ja-4ra
herb. íb. Verð 11,4 millj.
Svöluhraun. Sérlega skemmtilegt
og gott raðh. á einni hæð m. innb. bílskúr
alls 164 fm. Mjög góð staösetn. Verð
13,5 millj.
4ra herb. og stærri
Suðurgata. í einkasölu ný 4ra herb.
sérh. ásamt 50 fm bílsk. rótt við nýju
sundlaugina. Parket. Skipti á 3ja-5 herb.
íb. ásamt bílsk. í norðurbæ koma sterk-
lega til greina. Verö 12,5 millj.
Móabarð — 2 íb. Vorum að fá
stóra efri sórh. með bílsk. og 76 fm
ósamþ. íb. á jarðh. Frábært útsýni.
Hjallabraut. Vorum að fá 4ra-5
herb. endaíb. á 3. hæð. Húsið er nýklætt
að utan. Hagst. verð 8,5 millj.
Kvíholt. Vorum að fá í einkasölu 142
fm neðri sérh. í góðu tvíb. ásamt 26 fm
bílsk. 4 svefnh.
Arnarhraun. Nýkomin í sölu falleg
4ra herb. efri sórh. í góðu tvíb. ásamt
tveimur rúmg. herb. í kj. Nýl. eldhinnr.
Bílskréttur. Áhv. í góðum lánum ca 6,7
millj. Skipti á ódýrara. Verð 10,3 millj.
Laufás — Gbæ. Vorum að fá í
sölu talsvert endurn. 108 fm 4ra herb.
sórh. í góðu þríbýli. Góð staðsetn. Park-
et. Verð 8,1 millj.
Hellisgata. Talsv. endurn. 104 fm
íb. sem er hæð og kj. í góðu tvíb. Nýl.
eldhinnr., gluggar, gler, rafm. o.fl. Verð
6,7 millj.
Bósendi — Rvík. 4ra herb.
miðhæð í góðu steinh. á rólegum
og aóðum stað. Eign í góðu standi.
Verð 7,6 millj.
Kelduhvammur. Vorum aðfá 116
fm efri sérh. í góðu steinh. 4 góð svefn-
herb. Frábært útsýni. Verð 9,2 millj.
Hringbraut — 2 íb. Vorum að fá
í sölu 119 fm sérh. í góðu steinh. íb.
getur fylgt 47 fm séríb. á jarðh. Eignirnar
geta einnig selst sittíhvoru lagi. Fráb.
staðs. við nýju sundlaugina.
Ölduslóð. Efri sórhæð og ris í stein-
húsi. Eignin er í góðu ástandi. Bílskrétt-
ur. 4 svefnherb. og 2 stofur. Verð 8,9 millj.
Hraunkambur. Vorum að fá í sölu
talsv. endurn. 70 fm risíb. í tvíb. Ról. og
góður staður. Parket. Verð 6,2 millj.
Víðihvammur. Góð 120 fm 4-5
herb. íb. ásamt bílsk. 4 svefnh. Ný eld-
hinnr. Áhv. veðd. 4,4 millj. Verð 9,2 m.
Fagrihvammur — „pent-
house“. ( einkasölu falleg nýl. 167 fm
íb. á tveimur hæðum. 5 stór svefnh. Góð
áhv. lán. Verð 11,6 millj.
Hjallabraut — laus. í einkasölu
4ra-5 herb. íb. á 2. hæð í fjölb. íb. er
nýstands. og er laus strax. Verð 8,1 millj.
3ja herb.
Hjallabraut. Vorum að fá í einka-
sölu fallega 96 fm 3ja herb. íb. á 1. hæð
í góðu fjölb. við hraunjaöarinn. Verð 7,6
millj.
Hringbraut. Vorum að fá fallega
3ja herb. risíb. í góðu steinh. Parket. Fal-
legt útýni. Verð 5,5 millj.
Háakinn. Vorum að fá góða talsvert
endurn. 3ja herb. íb. á jarðh. í þríb. ásamt
15 fm geymsluskúr á lóð. Nýl. eldhinnr.,
gluggar og gler.
Lækjargata. Rúmg. 3ja herb. risíb.
í tvíb. lítið undir súð. Verö 4,9 millj.
Suðurgata. 3ja herb. efri hæð í tvíb.
Rólegur og góður staður. Verð 6,3 millj.
Mosabarð. Vorum að fá í sölu fal-
lega talsv. endurn. risíb. í góðu tvíb. Áhv.
húsnlán ca 3,0 millj. Verð 6,2 millj .
Miðvangur. í einkasölu góð 3ja
herb. endaíb. á 2. hæð í lyftuh. Húsvörð-
ur. Áhv. ca 2,3 millj. húsnl. Verð 6,3 millj.
ValKarbarð. Vorum afi lá í
eínkasölu rúmg. og nýl. 3ja herb.
íb. á 2. hæö í litlu fjölb. ésamt góð-
um bílsk. Verð 8,1 míllj.
Hringbraut. Vorum að fá í einka-
sölu fallega 80 fm 3ja-4ra herb. íb. á t.
hæð i góðu fjölb. Nýl. eldhinnr., þvherb.
í íb. Áhv. i góðu láni ca 3,5 millj. Verð
6,9 millj.
Hverfisgata. Talsv. endurn. mið-
hæð í þríb. Nýl. innr., gluggar og gler,
parket, rafm. o.fl. Áhv. góð lán.
Jökiasei. Falleg 106 fm 3ja
herb. ib. ásamt 26 fm bflsk. íb. er
í nokkurs konar raðhusalengju m.
sérinng. og sérlóð. Stutt i alla þjón.
Ról. og góður staður. Verð 8,3 millj.
Hjallabraut. í einkasölu góð 103
fm 3ja-4ra herb. íb. á 3. hæð í fjölb. Góð
staösetn.
Kaldakinn. Góð 3ja herb. 65 fm
risíb. í tvíbhúsi. Góð lóð. Verð 4,8 millj.
Vesturbraut. 3ja herb. miðhæð í
þríb. Talsv. endurn. Verð 4,5 millj.
2ja herb.
Brattakinn. Falleg talsvert endurn.
55 fm risíb. Nýl. gluggar og gler, hita-
lögn, rafm. og fl. Áhv. húsnæðislán. ca.
1,7 millj. Verð 4,5 millj.
Miðvangur — laus. Góð 2ja
herb. íb. á 5. hæð í lyftuhúsi. Fráb. út-
sýni. Húsvörður. Verð 5,5 millj. Laus
strax.
Suöurgata. Rúmg. 2ja-3ja herb. íb.
á jarðhæð í góðu þríb.
Sléttahraun. Falleg 65 fm 2ja herb.
íb. á jarðhæð í fjölb. ásamt 22 fm bílsk.
Parket og steinflísar á gólfum. Þvhús í íb.
Verö 6,5 millj.
I smíðum
Lækjarberg. Vorum að fá 155 fm
efri sérhæð í nýju tvíb. ásamt 27 fm bílsk.
Húsið fæst frá fokheldu uppí tilb. u. trév.
Álfholt. Vorum að fá 157 fm enda-
raðh. í klasahúsaröð. Húsið selst fokh.
innan eða fullb. utan. Verð frá 7,8 millj.
Lindarberg. í sölu 216 fm parhús
á tveimur hæðum m. innb. bílsk. Húsið
skilast fullb. að utan, fokh. eða lengra
komið aö innan. Áhv. húsbr. ca 5,8 millj.
Klapparholt — „Golfara-
húsið“. Vandaðar 112-132 fm íb.
með eða án lyftu. Mögul. á bílsk. Tvennar
svalir.
Klapparholt — parhús
Atvinnuhúsnæði
íbúð — gistheimili — atv-
húsn. Til sölu húseign á tveimur hæð-
um, alls 431 fm í Hafnarf. Á 1. hæð er
gott atvhúsn. m. innkdyrum og er í út-
leigu. Á 2. hæð er samþ. 100 fm íb. m.
áhv. 2,0 millj., kr. í húsnláni og 110 fm
gistiheimili með öllu fyrir 10-14 manns.
Miklir mögul. fyrir rótta aðila.
Ðikhella. Vorum að fá ca 300 fm
steinh. sem selst í einu lagi eða sem 100
fm einingar. Góðar innkdyr. við hverja
einingu. Lofthæð allt að 5,4 m. Góðir
greiðsluskilm.
Miðbær - Hafnarfjörður
Til sölu húseign við Thorsplan á tveimur hæðum. Samtals ca
230 fm. Um er að ræða ca 120 fm verslunarhúsnæði og 110
fm skrifstofuhúsnæði. Auk þess fylgir byggingaréttur að ca
220 fm skrifstofuhúsnæði auk „penthouse‘'-íbúðar. Hagstæð
áhv. lán. Nánari uppl. aðeins veittar á skrifst.
INGVAR GUÐMUNDSS0N lögg. fasteignas., heimas. 50992
JÓNAS HÓLMGEIRSS0N sölumaður, heimas. 641152.
Smiðjan
Stærragarðhns
I FASTEIGNABLAÐI 28.
maí birtist smiðjugrein
með teikningum og verk-
lýsingu af litlu garðhúsi.
Einnig fylgdi þeirri grein
ali nákvæmur efnisiísti.
Húsið, sem hannað var
’89, var ætlað litlum-
börnum og fréttist af því
að einhver hefði byggt
slíkt hús í garði sínum.
Var sagt frá því í Morgun-
blaðsgrein ásamt mynd
' er birtist með greininni.
Árið 1990, þann 13. maí,
skrifaði ég grein og teikn-
aði minna og einfaldara
garðhús.
Nú birtist hér vinnuteikning
og verklýsing af nokkru
stóru garðhúsi. Það getur hugs-
anlega staðið við sumarhús þar
sem lóðarrými er meira en í
heimagarði. Ég
reikna með að
þegar börnin
eru „vaxin úr
grasi“ og farin
að heiman megi
e.t.v. nota þetta
eftir Bjarna Olafsson stóra garðhús
með verkfæra-
geymslu eða
jafnvel að einangra það og
klæða að innan. Þá er hugsan-
legt að gestir geti sofið í því,
ef þörf er á slíku. Þetta hús er
2x3,09 m að stærð.
Efnislisti
Fyrst tel ég upp grindarefn-
ið: 45 mmx70 mm heflað.
Stoðir í gafla: 4 stk. 153 sm
sagaðir með 45° sniði á efri
enda. 4 stk. 146 sm báðir end-
ar sagaðir í 90°.
Þverstk. í gafla: 8 stk. 54,6
sm og 2 stk. 62,8 sm. 2 stk.
186 sm.
Undirstk. fótstk. 2 stk. 200
sm.
Vindskeiðar: 22 mmxl20
mm. 2 stk. 172 sm löng. 2 stk.
160 sm löng.
Grindarefni í hliðarnar: 45
mmx70 mm.
Stoðir 12 stk. 137,5 sm.
Fótstk. og veggl. 4 sdtk. 300
sm, þ.e. undir og yfirstykki.
Lausholt-þverstk. 16 stk. 54,6
sm. Skástífur 4 stk. 82 sm.
Sperrur 34 mmxl20 mm. 6
stk. 172 sm. 6 stk. laskar ská-
skomir. 6 stk. 160 sm á sperru-
toppana. Stoðir í stafnana 2
stk. 90 sm. 45 mmx70 mm.
Skábitar í stafn 2 stk. 55 sm.
45 mmx70 mm. 45° snið á
endum. Póstur í glugga 1 stk.
50 sm 45 mmx70 mm. Klæðn-
ing neglist utan á grindina.
PJötur
Hér geri ég ráð fyrir að not-
aður sé rásaður oregon pine-
krossviður 9 mm þykkur. Á
hliðarnar er hæfílegt að saga
plöturnar langsum í miðju.
Breidd hverrar plötu verður þá
60,8 sm. Lengdarmál eru eftir-
talin:
6 plötur 160 smx60,8 sm.
3 plötur 70 smx60,8 sm.
2 plötur 35 smx60,8 sm.
Hurðarefni:
2 plötur 68,5 sm. 54,2 sm í
hurð á hlið.
2 plötur 72,6 smx70,5 sm í
hurð á gafli.
Á gaflana:
4 plötur 160 smx60,8 sm.
1 plata 131 sm77,6 sm.
Hver og einn getur auðvitað
valið þá klæðningu utan á
grindina sem honum þykir
henta best.
Vel má klæða húsið að utan
með borðviði, panel eða þynnri
plötum. Ótalið er efnið sem
klæða skal með á stafnana og
þaksúðina. Stafnana er best að
mæla þegar grindin hefur verið
negld saman. Á þá koma þrí-
hymdar plötur 200 sm breiðar
í neðri brún og 45° horn upp
í 100 sm hæð í miðju.
Þekjan er 171 sm há hvoru
megin og 350 sm löng. Svo
stórar plötur eru þungar og
erfíðar, enda vart fáanlegar.
Setja má saman plötur á miðj-
um sperrum og skrúfa t.d. mjóa
renninga yfír samskeytin.
Smíði hússins
Best er að leggja niður efni
í hveija hlið hússins á slétt
gólf eða pall. Ég hugsa mér að
efni í grindur gaflanna snúi
breiðari (70 mm) hliðinni inn
og út að klæðningunni. Undir-
stykkið neglist með tveimur
100 mm löngum nöglum upp í
hverja stoð. Þverstykkin sem
eru 54,6 sm löng.ráða fjarlægð-
inni frá hornstoðum að miðstoð-
unum. Það er gott að bora fyr-
ir nöglunum í gegnum undir-
stykkið, þá klofnar efnið síður.
Hið sama er að segja um þver-
stykkin (lausholtin) sem einnig
þarf að negla með tveimur nögl-
um í hvorn enda.
Yfírstykkið á milli hornstoð-
anna neglist á sama hátt og
er neglt í gegnum það niður í
miðstaflana tvo. Borið ávallt
fyrst í gegnum þverstykkið, svo
það rifni ekki við neglinguna.
Gaflsperra neglist svo innan
á stafina með 75 mm löngum
nöglum. Neglist innanfrá. Aður
en hver hlið fyrir sig verður
reist upp er þægilegt að negla
klæðninguna á grindina.
Þannig er haldið áfram með
langveggina einnig. Á hliðar-
veggjunum, þ.e. langveggjun-
um, er gert ráð fyrir að grindar-
efnið snúi mjóu hliðunum, 45
mm inn og út að klæðningunni.
O
Ci
309
Merkið fyrir stoðunum eftir
litlu þverstykkjunum á undir
og yfírstykkin og neglið stoð-
irnar síðan á sinn stað. Síðan
neglist þverstykkin á milli stoð-
anna. Gaflarnir festist utan á
enda langveggjanna.
Sperrurnar
Sperrumar neglist þannig
saman að styttri sperran er lát-
in leggja endann upp að lengri
sperru. Laski neglur yfir sam-
skeytin öðru megin. Áður en
þær eru negldar saman þarf
að taka hak í neðri hlið sperr-
anna að innanverðu, þar sem
þær leggjast yfir langhliðar
veggina. Laskana sem ég
nefndi hér að framan má auð-
vitað einnig skrúfa á sperruna.
Þegar sperrurnar verða reistar
upp og festar, ein sperra yfír
hveijum staf, er nauðsynlegt
að festa, skrúfa blikkrenning
innan á sperruendana og niður
á stafina innanverða. Ella getur
þakið fokið af í roki. Þannig
er einnig nauðsynlegt að festa
húsið niður á öllum hliðum.
Verði húsið látið standa á jörð-
inni þarf að reka niður væna
hæla og festa húsið í þá með
girði eða boltum. Sé húsið hins
vegar látið standa á trépalli
verður á sama hátt að festa það
við pallinn. Ekki má heldur
gleyma að pallurinn þarf að
vera jarðfastur með hælum eða
staurum.
Gluggar og dyr
Ég hefí gert ráð fyrir að
gluggar verði þar sem rúðu-
strikuðu fletirnir eru á teikning-
unni. Jafnframt vil ég benda á
að gluggar geta verið á öðmm
stöðum ef slíkt þykir henta
betur.
Ef börn leika sér í svona
húsi er máski betra að hafa
gluggana opna og að hafa hillu
eða afgreiðsluborð innan við
opið. Þá er hægt að reka þar
verslun, hárgreiðslu, eða annan
atvinnurekstur. Hins vegar má
vel setja rúður í svona grind-
arop með því að negla falslista
bæði innan og utan við rúðuna.
Ég geri, eins og sjá má af teikn-
ingunni, ráð fyrir að hurðirnar
séu í tvennu lagi, efri og neðri
fleki. Slíkt getur komið sér vel
í svona húsi.
Loks vil ég benda á að í svona
húsi má láta gesti sofa að sumri
til ef þörf krefur. Breidd húss-
ins er næg fyrir svefnbekk.