Morgunblaðið - 06.03.1993, Page 1

Morgunblaðið - 06.03.1993, Page 1
 MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 6. MARZ 1993 blaðJD Morgunblaðið/RAX FRÆNDUR KOMA Almennt bekkium viA lítið til iæi- eyskrar menningar, af dæmigerðri skammsýni peirra sem borfa framhjá nágrannum sínum ng dásama f jarskann. NOKKRIR íslenskir lista- menn, þ. á m. Ásdís Thor- oddsen, Bubbi Morthens, Einar Már Guðmundsson, Thor Vilhjálmsson og Tolli, ásamt biskupinum yfir ís- landi, herra Olafi Skúlasyni, heimsóttu Færeyjar í liðnum mánuði fyrir atbeina Lista- safns ASÍ og Norðurlanda- hússins í Færeyjum. Nú end- urgjalda Færeyingar heim- sóknina á rausnarlegan hátt um leið og þeir nota tæki- færið til að kynna okkur brot af fijósamri og kröft- ugri menningu sinni. Menn- ingu sem íslendingar þekkja almennt lítið til, af dæmi- gerðri skammsýni þeirra sem horfa framhjá nágrönn- um sínum og dásama íjar- lægar slóðir. í dag setur Marita Petersen, lögmaður Færeyja, færeyska menn- ingarhátíð í Norræna húsinu og stendur hún til 14. mars. Er óhætt að lýsa dagskrá færeysku daganna sem fjöl- breyttri, enda þátttakendur um 140 talsins. Meðal dag- skrárliða má nefna mynd- listarsýningu í Norræna húsinu, en Amariel Norðoy, Bárður Jákupsson, Marius Olsen, Torbjom Olsen og Tróndur Patursson eiga verkin á sýningunni, tón- leika með Tórshavnar Man- skór og færeyska jazztónlist með saxófónleikarann Brand Ossurson í farar- broddi, tónleika með Kára P. annars vegar og Ernst Sondum Dalsgarð og Jo- hannes Andreassen hins vegar, tónleika með Anniku Hoydal og Gary Snider, fær- eyska messu sem biskup Færeyja, Hans Jacob Joens- en, heldur í Dómkirkjunni, kynningar á færeyskri mat- argerðarlist, náttúru, vinnu- brögðum, sögu, kvikmynd- um, bókum og dansmennt. Einnig verða fluttir fyrir- lestrar er varða ýmis mál- efni, þar á meðal um „Málið sem lifði í dansinum“ og Eivind Veyhe flytur, „Fær- eyskir kvenhöfundar" sem Malan Simonsen lektor flyt- ur með fulltingi rithöfundar- ins Lydiu Didriksen, og „Færeyjar; framtíð í físk- eða olíuvinnslu?“ sem Óli Jacobsen flytur. Einnig mun rithöfundurinn og lands- bókavörðurinn Martin Næs lesa úr verkum sínum, og Bárður Jákupson flytja fyr- irlestur um „Færeyska myndlist". Síðast en ekki síst má geta dagskrár um skáldjöfurinn William Hei- nesen í samantekt Anniku Hoydal og Gunnar Hoydal er ber yfírskriftina Kæri William. Og er þá fátt eitt nefnt. E Y S K I R M E N N 1 N G

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.