Morgunblaðið - 06.03.1993, Page 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARZ 1993
FORBOÐNIR
KIMAR
LEIKFÖNG og nagaðar barnabækur setja mark sitt á gólfplássið í híbýl-
um Lydiu Didriksen í efri byggðum Þórshafnar, enda tvö börn á heimil-
inu og annað innan við tveggja mánaða aldurinn. Hinn nýbakaði skatt-
borgari gefur frá sér værðarlegt svefnmal öðru hveiju og minnir þann-
ig á sig meðan móður hans spjallar um eigin ritsmíðar og annarra,
þótt nýjasta afkvæmið fái sinn skerf af umræðunni. „Ég er í nokkurs
konar tómarúmi þessa stundina og hef ekkert í deiglunni," segir Ly-
dia. „Átta vikna gömul dóttir mín, Eir, tekur allan hug minn og tíma.
En seinast þegar ég var í barnsburðarleyfi skrifaði ég fyrstu skáldsögu
mína, og þegar Eir kemst aðeins á legg, er ekki ólíklegt að ég hefji
nýtt verk. Eitthvað skýtur upp kollinum fyrr eða síðar. Ég hef hugmynd-
ir en veit ekki hvort þær eru nægilega þroskaðar enn og held að þurfi
að rækta þær betur áður en þeim er hleypt af stað út i andrúmsloftið."
Lydia Didriksen er í hópi yngri og
athyglisverðri færeyskra skáld-
kvenna, fædd árið 1957 í Þórshöfn
og er menntaður og starfandi kenn-
ari. Skrif Lydiu komu fram á sjónar-
sviðið árið 1986 þegar smásaga henn-
ar „Frostrósan" var verðlaunuð. Hún
birti kveðskap sinn um hríð í safnbók-
um og tímaritum en árið 1991 kom
skáldsagan „Skuggar" út í bókaröð-
inni Ung hjá „Foroya Lærarafelag".
Bókin rakti n.k. lífreynslu- eða
þroskasögu unglingsstúlku sem
fínnst hún vera utanveltu í samfélag-
inu. í fyrra kom síðan smásagnasafn-
ið „Gráglómur" fyrir sjónir lesenda.
Sögurnar í „Gráglómum" eru stuttar
og biðla á margvíslegan hátt til hins
ósagða; sjálf kveðst Lydia skrifa afar
agað, umrita textann áftur og aftur
og skera að endingu það frá sem hún
telur merkingarlaust eða aukaatriði.
Raunsæi er allsráðandi í færeyskum
bókmenntum, með fáeinum en oft-
lega mögnuðum undantekningum, og
því þótti mönnum nýlunda að skrifum
Lydiu. Hún grípur jöfnum höndum
til symbólískra og hálf-súrrealískra
meðala við meðhöndlun viðfangsefna
sem snúast mörg hver um einsemd,
kynferðislega leiki, óhugnað og
dauða. Atburðir skipta minna máli
en sálarköfunin, og ekki var örgrannt
um að menn yrðu áttavilltir þegar
kom að því að draga sögumar í hug-
takadilka. „Eitt af vandamálunum
við færeyskt menningarlíf er skortur
á gagnrýnendum sem ná máli. Fyrir
vikið er engin gagnrýni og umræða
í gangi, nema e.t.v. hjá gagnrýnand-
anum Jógvan Isaksen og í útvarpinu
fyrir jólin og á síðamefnda vettvang-
inum er umræðan meira almenns
eðlis. Aðrir fjölmiðlar hneigjast lítt
að bókmenntum. Flestum finnst þjóð-
félagið svo smátt í sniðum að dæmi
þeir bók, ráðist þeir persónulega á
höfundinn og láta það því ógert, nema
með kurteislegum einsatkvæðisorð-
um á fömum vegi eða á mannamót-
um. Fyrir vikið verður ekkert íjaðra-
fok, engir árekstrar. Þetta er einnig
vandi okkar listamanna, því við þurf-
um á gagnrýni að halda til að þróast
og kynnast ólíkum sjónarmiðum,
enda öll umræða jákvæð í þessu sam-
bandi. Stöðugt fleiri koma rétt
menntaðir heim, og þvf vonar maður
að einhvetjir þeirra hafi áhuga á að
sinna gagnrýni og listdómum."
En var óhefðbundnum stflbrigðum
Lydiu markvisst att að færeyska
raunsæisveggnum? „Ég held ekki að
ég skrifí gegn neinu, ég bara blátt
áfram skrifa," segir hún. „Það var
hvorki meðvitað né takmark að opna
þessa umræðu um symbólisma og
súrrealisma. Sumir hafa reynt að líkja
verkum mínum við Franz Kafka og
aðrir tala um Villy Sorensen frá Dan-
mörku, en ég held að ég sé í raun
aðeins ég sjálf. Færeyingar hneigjast
til að segja hreinar og klárar sögur,
og notkun tákna er sjaldséð í hérlend-
um bókmenntum, að minnsta kosti í
sama mæli og hjá mér. En minn per-
sónulegi stfll lifír þrátt fyrir notkun
algildra tákna, ég skapa með eigin
hætti þrátt fyrir að umfjöllunarefnið
sé engin nýlunda. Efniviður bók-
mennta er sá sami um heim allan
hvort sem er, aðeins sjónarhomið
breytist. Færeyingar eru margir
hveijir afskaplega trúhneigðir og
andlegir í hugsun, sem ásamt smáu
og lokuðu sjómanna- og bændasam-
félagi gerði það að verkum að bann-
helgar urðu til á ákveðnum sviðum.
Kynferðislegir hlutir og kynbundnir,
ásamt tengslum við dauðann, eru
þannig víðast hvar forboðnir kimar í
færeyskum bókmenntum, en ég læt
það ekki hindra mig frá því að ijalla
um þá. Hefðin má ekki verða að
byrði.“
Konur hófu fremur seint þátttöku
í færeysku listalífí, og því hefur víða
þótt þægileg lausn að fá lánað vin-
sæla merkimiða að utan og klína á
listsköpun þeirra í eitt skipti fyrir
öli. Sumir pennar drótta að femín-
isma. „Ég skipti skáldskap ekki niður
eftir kyni höfunda og fínnst að öll
slík umræða eigi að hafna í glatkist-
unni. Fyrir sumar eldri konur veitir
það ákveðið frelsi að beina athyglinni
að blóðskömm, kynferðislegri kúgun
og öðru því sem lagðist þungt á sinni
þeirra vegna harðneskjulegra skil-
yrða í uppvexti og tilfínningu fyrir
kúgun síðar meir. En það sem talað
var um á 7. og 8. áratug sem kvenna-
bókmenntir fólst aðallega í að bijóta
niður múra umhverfís einkahagi
fólks. Ég held að þær séu tíma-
skekkja í dag, þegar flestar konur
eru með sambærilega menntun á við
mann sinn og afla áþekkra tekna;
þannig að jafnréttið er nær algert. I
Danmörku og víðast hvar í Evrópu
lokuðust konur hins vegar á sínum
tíma inni í raðhúsum eða blokkaríbúð-
um, meðan eiginmaðurinn vann sitt
skrifstofustarf milli 9 og 5, og urðu
einangraðar og bitrar fyrir vikið. I
stað þess að axla ábyrgð á eigin lífi
og athöfnum, fundu femínísku höf-
undamir í kjölfar kvennabyltingar-
innar blóraböggul í líki karlmannsins,
og létu sér nægja að skella allri skuld-
inni á hann.
Færeyskar konur vom hins vegar
sterkar og sjálfstæðár og þurftu ekki
á slíku uppgjöri að halda. Hérlendis
tengist þetta því einnig stéttaskipt-
ingu og tengslum Dana og Færey-
inga. Færeyskar konur hafa mest-
megnis verið einar í gegnum tíðina,
vegna þess að eiginmenn þeirra voru
á fískiveiðum. Þær báru ábyrgð á
húshaldinu, bömunum og buddunni
og heimsóttu hveijar aðrar í ríkum
mæli. Algengt var að bömin væra
mörg og með manninn fjarverandi
gátu þær ekki eða vildu ekki beita
sér á öðram sviðum. Ábyrgð þeirra
innan heimilisins hindraði því að þær
gætu tekið af fullum krafti þátt í list-
um og menningu, pólitík og raunar
mörgum öðram þáttum þjóðlífsins.
Þær sátu hjá og tóku ekki þátt í
beinum átökum. Amma mín ól t.d.
upp sex böm, drengi og stúlkur, og
lagði jafna áherslu á að þau fengu
menntun, sem var hægara sagt en
gert því allt framhaldsnám þurfti að
sækja út fyrir landsteinana. Margt
spilaði því inn í að hlutverkaskipanin
og þjóðfélagsbyggingin æxluðust á
þann hátt sem þær gerðu.“ SFr
REGNBOGAR
BROTNIR
Trébjálkarnir sem halda undir loftinu eru dökkir af elli og rima vel
við stráhatt sem hangir á rörbút er stingst út úr veggnum. Flennistór-
ir gluggar vísa að höfninni sem liggur svo nærri að hafið virðist gár-
ast um glerið. Gluggar hinum megin opna auganu leið að barnaleik-
velli, þöktum klunnalegum viðarleiktækjum í skærum litum. Hér og þar
í salnum má sjá aflóga stólgarm og búkka undir borðplötur, en mest
áberandi eru málverk og olíulitir sem þekja hvern láréttan flöt ásamt
skissum, penslum og terpentínu. Þetta er vanalegt umhverfi málara
en rýmið óvenju mikið, menn hafa hér ráðrúm til að snúa sér í hring
og hugsa. Húsið er þriggja hæða og þrír listamenn, þeir Amariel Norðoy,
Olivur við Neyst og Torbjom Olsen, hafa þar aðstöðu til listsköpunar.
Hálfkörað málverkin á veggjum
salarins era eftir Amariel
Norðoy. Pensilstrokumar eru grófar
og dökkar bylgjur fleyga litríka iðu,
er minnir á strók flugelda eða sund-
urhlutaða regnboga. Expressjónísk
stflbrögðin virðist hafa lagst til hvflu
með impressjónísku deplagleði Mo-
nets, en horfíð frá vatnaliljum garðs-
ins yfír í ryðkláfa og rammgerðar
hafnir. Fjöllin vaka einnig yfir þess-
ari óhömdu gleði við að mála, sem
sækir líka eitthvað til Kandinskys á
fyrri hluta ferilsins. Öfugt við flesta
aðra færeyska málara, hefur Amariel
Norðoy sótt meira í erlend áhrif en
til „föðurs færeyskrar málaralistar,"
Sámal Elias Joensen-Mikines. „Það
er erfítt, alltaf erfítt að losna undan
skugga stórra málara," viðurkennir
Amarial þegar skyldleiki og áhrif era
rædd. „Listamenn mega samt sem
áður ekki óttast að verða fyrir áhrif-
um frá fyrirrennuram sínum né eiga
þeir að hræðast hermikrákur. Sjálfur
er ég aðallega menntaður í Dan-
mörku, og hef á þann hátt kynnt
mér fleiri strauma en færeyska og
reynt eftir fremsta megni að aka
vagninum á eigin vegum. Vinna mín
með Iitla skúlptúra tengist meðal
annars þeim tilraunum. Helstu kenn-
arar mínir í akademíunni í Kaup-
mannahöfn voru þeir Robert Jacobs-
en og Sven Dalsgaard. Þeir góndu
aldrei á sjálfa sig sem mælikvarða
kennslunnar, heldur skoðuðu hvem
nemanda á eigin forsendum, leyfðu
þeim fijálsræði að vissu marki, leyfðu
þeim að spretta úr spori og sanna
eigin verðleika í listinni. Mótív og
efni voru því eins mismunandi og
mennimir. Ég held að það sé gott
að vera fjölvís í listum og á stóra
sviði. Ekki að umfangið þurfi endi-
lega að vera breitt, en það getur
verið til mikilla bóta.“
BLÁTT MÁLAÐ BLÁTT
Amariel er fæddur árið 1945 í
Klakksvík, hóf ungur nám við skipa-
smíðar en málaralistin náði yfirhönd-
inni. Hann hefur sýnt verk sín um
öll Norðurlönd, í Bandaríkjunum og
víðar, en auk málaralistarinnar var
hann fyrstur færeyskra listamanna
til að nýta sér steinprenttækni við
listsköpun sína. Hann sveimar gjam-
an umhverfis sjávarsíðuna í verkum
sínum, færeyskur fískibátur er al-
gengt minni ásamt kvikum Ieik að
Ijósbrotum. Undanfarið hefur hann
kannað möguleika blárra lita, og öll
verkin í vinnustofu hans bera þeirri
könnun vitni.
„Ég veit ekki hvaðan bláa tímabil-
ið kernur," segir hann með spumar-
svip, „freista þess bara að heyja ein-
vígi við litina og mála eins blátt og
hægt er án þess að málverkið verði
blátt. Þetta er hólmganga sem maður
tekur þátt í til að reyna kraftana og
stökkva út óvissuna í senn.“
Þrátt fyrir að upplausn forma sé
gersamlegri en í fyrri verkum hans,
má þó glöggt greina að náttúran og
árstíðimar bera ægishjálm yfir önnur
hugðarefni málarans. Birtan minnir
þó fremur á suðlæg lönd en norræn-
ar slóðir. „Sviðsetji maður sumarið
verður veturinn að fylgja með, eins
og sést núna þegar allt það sem er
grátt og andvana að vetralagi rís
upp. Ég fer upp og niður eins og
gengur með náttúrana og fólkið, en
reyni oftast að líta jákvæðum augum
á hlutina. Þannig hef ég málað mig
frá sorginni og til sorgarinnar aftur,"
segir Amariel og tekur sem dæmi
gríðarstórt málverk sem sýnir látinn
föður hans ásamt skipsáhöfn sinni,
en einhvers staðar inn í upplausn línu-
legra forma má sjá Amariel drúpa
höfði svo að aðeins sést ofan á hvirfil-
inn. „Þetta hefur eitthvað að gera
með umhverfið og jarðveginn sem ég
er sprottinn úr og maður verður að
slíta sig frá, mála sig þaðan og til
nokkurs konar innri frelsis. Færeyjar
era myndefni mitt eins og flestra
færeyskra málara, vegna þess að við
vöxum upp svo nálægt hafínu og fjöll-
unum. Ég túlka eyjamar hins vegar
fremur en að varpa þeim beint á strig-
ann. Maður eignast sýn og notfærir
sér hana en umskiptin sjálf frá hlutn-
um yfir í skynjunina era aðeins hluti
af ferlinum og gera ekki boð á undan
sér. Maður getur ekki sest niður klof-
vega á stól og beðið eftir innblæstri.
Ef áhorfandi að slíku sneri aftur fimm
árum síðar, væri maðurinn þar enn
að bíða. Þetta er spuming um að
safna tilviljunarkennt glefsum sem
fyrir bera og þá, og aðeins þá, skjóta
þær upp kollinum fyrirvaralaust."
Amariel kveðst hafa reynt að losna
undan náttúranni, en hún fylgi hon-
um hvort sem hann máli í Þórshöfn
eða í Kaupmannahöfn, Lundúnum
eða annars staðar. „Fjarlægðin veitir
mér hins vegar yfírsýn yfir margt
það sem ég leitaði á Færeyjum en
fann ekki. Ég er líka óhræddur við
að taka hluti eða myndir sem heilla
mig í borginni og flytja yfir í fær-
eyskt umhverfí, en þetta er eitthvað
sem maður verður að gera í eigin
samhengi við heiminn, án fyrirfram
gefínna forsenda. Og rödd hlutanna
breytist vissulega eftir samsetning-
unni, verður önnur en í upphafí. Notk-
unarmöguleikar fyrirmyndanna
breytist sjálfkrafa við samhengið sem
það er sett í; hermannaklossamir þín-
ir snarskipta um hlutverk þegar þeir
era komnir undir gler í sýningarsal
og ef farið væri að mála skóleðrið
breytist merking þeirra á nýjan leik.
Þetta era fom og síný sannindi. Því
er það að þegar ég mála malbik horfí
ég frekar á ljósbrotið í malbikinu en
malbikið sjálft. Ég vil breyta merk-
ingu hlutanna, rífa þá úr þekktu
umhverfi og kalla þannig fram við-
brögð fólks, stríða þeim aðeins,“ seg-
ir Amariel, lyftir bjórflöskunni og
rekur upp hláturroku:„Skál fyrir þeim
sem vilja láta stríða sér.“ Eg skála
honum til samlætis. qtj.
FJEREYSKIR MENHINGARDAGA