Morgunblaðið - 06.03.1993, Page 7
I
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MARS 1993
B 7
gosum, en þó skynjar maður rýmis-
listamanninn að baki þeirra vegna
þess hvað hann leggur mikla áherslu
á opin og kraftmikil form.
Þeir félagar Mortensen og Jacob-
sen fylgdust að frá upphafi þreifinga
þeirra í listinni og allt til loka, en
hin síðari ár fjarlægðust þeir þó
hvorn annan. Mortensen dró sig í
skel sína og lifði kyrrlátu lífi, en
Jacobsen elskaði að blanda geði við
fólk og sagði skoðanir sínar umbúða-
laust hverjum sem heyra vildi. Jafn-
framt var hann í fremstu víglínu í
listinni og lauk við hvert stórverk-
efnið á fætur öðru og um stöðnun
var ekki að ræða heldur stöðuga
endurnýjun. Eins og hann sagði
sjálfur “Ég get ekki lifað sem herfor-
ingi, sem hefur einingis gengið í
gegnum eina orustu í lífi sínu - og
síðan og um alla framtíð er það
aðeins þessi eina orusta sem menn
jafnan vitna til. Menn eiga ekki að
endurtaka sjálfan sig. Að vera lista-
maður er einmitt að vera ekki sér-
fræðingur. Maður á að geta tjáð sig
og ekki gera fortíð sína að nútíð.
Lífið er dálítið sem heldur áfram á
hveijum degi, og hver dagur er nýr.“
Á yngri árum vildi hann sýna hinum
gömlu hveijir væru hinir ungu og
sterku, og þegar hann varð gamall
Var hann heltekinn af þörf til að
sanna það fyrir hinum ungu, að
hann væri aldrei of gamall. Um sjálf-
an sig sagði hann: “ Ég verð stöð-
ugt yngri og yngri, stundum verð
ég að gæta að mér, svo ég verði
ekki sendur á barnaheimili"
í öllu voru þeir félagar ólíkir, -
eins og dagur og nótt sögðu sumir,
og þá einnig sem lærimeistarar.
Nemendur Mortensen voru sem litlar
útgáfur meistarans, en Jacobsen
lagði áherslu á sem fjölþættust
vinnubrögð Qg tilraunastarfsemi hjá
sínum nemendum, örvaði þá til sjálf-
stæðra athafna. En þó voru þeir
báðir góðir kennarar og þetta færir
heim sannin um mikilvægi ólíkra
skoðana og fjölþættra vinnubragða
innan listaskóla. Stöðlun, samhæf-
ing og miðstýring ber í þessu tilviki
einungis dauðann með sér, og það
er andstætt allri listsköpun, því að
list er líf,- og líf er máttur.
Sjálfur sagði hann löngu áður:
“Menn eiga að leita að þeim sem
hafa áhuga á listum, en ekki þvinga
list á fólk. Listin er ekki dularfyllri
en fótbolti og þeir sem hafa áhuga
á fótbolta skulu ekki þvingaðir til
að fara á listasöfn og þeir sem hafa
áhuga á listum á ekki að þvinga á
knattspyrnuleik. Listun hefur ekki
þörf fyrir trúboða. Trúboð verður
auðveldlega hindrun og þýðir að
menn einagri hlutina, boði þröng-
sýni. Menn eiga að gæta sín á öllum
þessum menningarmiðstöðum, er
menn eru að byggja í Danmörku.
Þær eiga að vera þar sem áhuginn
er, en ekki þvinga list upp á fólk.
það sem máli skiptir er að finna þá
sem áhuga hafa á list, en ekki ein-
angra þá. Það á að vekja áhuga og
ást á listum í skólum."
Jacobsen mætti lengi vel andúð
og fjandskap meðal starfsbræðra
sinna í Danmörku og seldi nær ekk-
ert verk á sýningum þar, og þær sem
á annað borð seldust keyptu helst
Norðmenn opg Svíar! En svo árið
1966 hlaut hann stóru verðlaunin á
Tvíæringinum í Feneyjum ásamt
franska myndhöggvaranum Etienne
Martin og þá var löndum hans öllu
lokið, viðurkenndu hann með sem-
ingi þó. Enn var barist gegn honum
af heift í sambandi við prófessorstöð-
una 1969, en eftir það lægðust öldur
og er hann lést var hann einn virt-
asti listamaður þjóðarinnar og lit-
myndir frá jarðaför hans birtust á
forsíðum dagblaðanna.
Þeir félagar Richard Mortensen
og Robert Jacobsen komu ekki til
Parísar til að verða franskir né
drukna í franskri list og frönskum
viðhorfum, þvert á móti auðguðu
þeir þarlenda list og heimslistina um
leið meðfram því sem hún auðgaði
þá. Það erfiðasta við skapandi at-
hafnir er að taka ekki einungis, held-
ur gefa einnig, og það gerðu þeir
svo eftir var tekið. Lífið og listin
voru sá skóli sem Jacobsen menntað-
ist í og hann varð með tíð og tíma
djúpvitur á mannlífið, og þannig
urðu mörg tilsvör hans fleyg fyrir
markvissi og innsæi. Hann naut hér
auðvitað félagsskapar Mortensens,
sem var hinn fágaði, gagnmenntaði
og djúpt hugsandi listamaður.
Þegar Mortensen var hinn virðu-
legi listamaður, sem hélt fólki í
hæfilegri fjarlæg var Jacobsen hinn
opni og umbúðalausi persónuleiki,
sem sagði óborganlegar gamansög-
ur og tók sig og fjölskyldu sína ekki
alltof hátíðlega.
Átti til að segja skrítnar sögur
af fjölskyldumeðlimunum í blaðavið-
tölum, sem voru yfirleitt bráð-
Danski rýmislistamaðurinn Robert Jacobsen.
Inga Elín Kristinsdóttir glerlistakona sýnir
í Gallerfí Sævars Karls
mjög þroskandi að vinna í annað efni
en maður hefur mestan áhuga á og
námsárin eru besti tíminn til að gefa
sér tíma til þess.“
Þér hefur ekki dottið í hug að setj-
ast að í Danmörku?
„Jú-ú, ég velti því aðeins fyrir mér
og bjó þar í nokkra mánuði eftir að
námi lauk. En það er svo margt sem
ég get ekki sætt mig við í dönsku
samfélagi. Þegar við lukum námi,
þótti sjálfsagt að við færum á at-
vinnuleysisbætur vegna þess að í
Danmörku er svokallað „velferðar-
þjóðfélag".
Hvað meinarðu með „svokallað"
velferðarþjóðfélag?
„Ég sé enga velferð í þessu kerfí
sem þeir hafa. Fólk útskrifast úr
skólum, fer á atvinnuleysisbætur og
er bara á þeim. Það er engin krafa
gerð til að fólk vinni við það sem
það Iærir, engin hvatning og engin
ástæða til að gera það. Þetta er sköp-
unarletjandi kerfi. Margir af þeim
sem útskrifuðust með mér fyrir
næstum fimm árum eru enn á at-
vinnuleysisbótum. Til að halda bót-
unum, mega þeir ekki halda sýning-
ar og ekki vinna að listgrein sinni.
Sumir eru að því í leyni, en það er
bara eitthvert dútl. Ég gat ekki sætt
mig við þetta og eftir örfáa mánuði
ákvað ég að fara heim. Vinir mínir
spurðu hvort ég væri bijáluð að fara
til íslands, þar sem engar atvinnu-
leysisbætur væru fyrir listamenn, en
það er nú einu sinni svo að þessi
danski hugsunarháttur er svo ólíkur
því sem við eigum að venjast. Hér
þykir sjálfsagt að við fórum að vinna
í fiski 13 ára. Hér er krafan um að
standa sig okkur í blóð borin.
Atvinnuleysisbætur eiga að vera
neyðarúrræði, eins og er hér á ís-
landi, á tímum samdráttar. Það á
ekki að vera sjálfsagt mál að færa
fólki þær bætur á silfurfati um leið
og það skríður út úr skóla. Þannig
kerfi býr ekki yfir neinni velferð,
heldur brýtur niður hugmyndaflug,
starfsvilja og sköpunarþörf. Það
reynir aldrei á baráttuviljann og
hæfnina hjá því fólki sem býr við
þannig kerfi og ég mundi segja að
það drepi margan góðan listamann-
inn, áður en hann nær að sýna hvað
í honum býr.
Ekki þar fyrir. Þótt svona danskt
veiferðarkerfi henti okkur hér á ís-
skemmtileg, en um leið þrungin vís-
dómi hins sjálfmenntaða og lífs-
reynda almúgamanns. Nefna ber,
að hann hét reyndar ekki aðeins
Robert Jacobsen, heldur bar einnig
millinöfnin Julius Tommy, og það
segir ýmislegt um fjölskyldu hans'
og upplag, því að eins. og haldið er
fram, að maður sé það sem maður
lætur í sig, þá má einnig lesa skap-
gerð foreldrana í nöfnunum er þeim
þóknast að velja á börn sín.
Að því er ég best veit voru bæði
Jacobsen og Mortensen þríkvæntir,
en báðir voru þeir svo uppteknir af
listgyðjunni, að þeir máttu síður
vera að því að halda framhjá henni
með eiginkonum sínum, sem hrökkl-
uðust í burtu. Báðir voru á aðra
röndina bóheimar og drukku ótæpi-
lega lengi vel, en frá árinu 1955 lét
Jacobsen engan vökva inn fyrir var-
ir sínar, er innihélt alkóhól og Mort-
ensen smakkaði ekki heldur áfengi
síðustu ár ævi sinnar.
Robert Jacobsen þáði boð Lista-
safns íslands um sýningu árið 1977
og kom hann sjálfur hingað til að
vera við opnun hennar. Hann hafði
mikla ánægju af íslandsdvölinni, og
varð fyrir miklum áhrifum á ferða-
lagi sem honum var boðið í um Borg-
arfjörð. Varð mikill vinur Selmu
Jónsdóttur fostöðumanns listasafns-
ins. Árið 1980 gerði hann graf-
íkmöppu er hann nefndi “Rúnir“ og
sem er unnin út frá áhrifum íslandsf-
ararinnar, og gaf hann safninu eitt
eintak. Hann gerði nokkrar graf--
íkmöppur og m.a. eina við ljóð hins
ágæta skálds Jörgens Gustava
Brandt “Ut af intet kommer du blödt
gaaende" og er eitt eintak sömuleið-
is í eigu safnsins.
Af íslenzkum nemendum er stund-
uðu nám hjá honum get ég nefnt
tvo, Björgvin Gylfa Snorrason, er
nam í Múnchen, og Sjöfn Haralds-
dóttir í Kaupmannahöfn. Björgvin
mun nú vera yfirmaður plastverk-
stæðisins við fagurlistaskólann í
Kaupmannahöfn. —
Sagan um þessa tvo ágætu nor-
rænu myndlistarmenn er falleg og
sérstæð, þeir fylgdust að allt lífið,
urðu viðurkenndir listamenn í heims-
borginni París og seinna í heima-
landi sínu. En í stað þess að auka
enn á frægð sína í útlandinu og jarð-
tengja hana, snéru þeir heim til
ættlands síns og miðluðu þar reynsiu
sinni og þekkingu á samtímalist,
jafnframt því sem þeir auðguðu þjóð-
ina með athafnasemi sinni á lista-
sviðinu.
Þeir voru með í því að gefa tóninn
um núlist sjöunda áratugarins og
kannski reis list þeirra þá hæst og
á þeim grunni byggðu þeir og juku
við án mikilla frávika. Þeir urðu
báðir háaldraðir og stunduðu list
sína fram í andlátið, og þó ekki sé
hægt að fullyrða að þeir hafi dáið á
hátindi listsköpunar sinnar voru þeir
alténd á honum síðustu þijá áratug-
ina.
Og að lokum urðu þeir félagar
og fóstbræður í listinni, svo til sam-
ferða af vettvangi dagsins
Bragi Ásgeirsson.
landi ekki, má eitthvað á milli vera.
Það er gott að fá að bjarga sér sjálf-
ur, en hér er manni nánast refsað
fyrir það. Það er líka vinnuletjandi.“
„Með hækkandi sól“ er yfírskrift
sýningarinnar. Ertu að boða vor-
komu?
„Kannski. En ég er fýrst og fremst
að vísa til skúlptúranna á sýning-
unni. Ég er með ljós efst á þeim og
það er visst framhald af síðustu sýn-
ingunni minni, þar sem ég var að
vinna með náttúrulega birtu. Ég hef
mikið fengist við að vinna með gler
og ljós og birtu. Það samspil gefur
manni svo mikla möguleika og það
er fremur lítil hætta á að endurtaka
sig. Ég er alltaf að leita og hlýt því
að leita í efni og form sem gefur
nánast endalausa möguleika. Gler
og ljós henta mér vel; glerið getur
verið misþykkt eða misþunnt, í mis-
mörgum lögum og endalaust hægt
að móta og skera þau lög. Ljósið
getur verið missterkt eða misdauft
og birtan er hreyfanleg, þannig að
verkin verða ekki bara ólík, heldur
verður hvert listaverk síbreytilegt."
Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir.
X.