Morgunblaðið - 27.03.1993, Qupperneq 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARZ 1993
ARSTIÐIRNAR
Söngsveitin Fílharmónía stendur
fyrir flutningi Arstíðanna eftir Jos-
eph Haydn í dag og ó morgun
(27. og 28. mars) í Langholtskirkju
kl. 16.00 bóða dagana. I tilefni
af því eru hér sögð deili ó tón-
skóldinu og verkum hans og hvað
til bar að hann samdi þetta ein-
stæða verk.
Austurríska tónskáldið Joseph Haydn
fæddist árið 1732 í Rohrau í Austur-
ríki, litlu þorpi skammt frá landamær-
um Ungveijalands. Foreldrar hans,
Mathias Haydn og María Koller, áttu fjölda
bama og var Joseph elstur sona þeirra. For-
eldramir innrættu bömum sínum guðsótta
og iðjusemi þegar þau höfðu þroska til.
Skólastjóri, sem var frændi Haydns, veitti
tónlistargáfum drengsins athygli og tók hann
til sín. Þar lærði hann að leika á fiðlu og
fleiri hljóðfæri. Georg Reutter, tónlistarstjóri
Stefánskirkjunnar í Vínarborg, heyrði dreng-
inn syngja og svo fóm leikar að Haydn fór
með með honum til Vínar og gerðist kór-
drengur — Sángerknabe — átta ára að aldri.
Þegar hann fór í mútur var söngferli hans
í drengjakómum lokið. Hann var þá um það
bil 15 ára og stóð einn og umkomulaus uppi
í heimsborginni. Næstu árin dró hann fram
lífíð í sárustu fátækt, en komst fyrir tilvilj-
un í kynni við ítalska tónskáldið Nicola
Porpora sem lagði stund á söngkennslu
en vantaði undirleikara. Haydn gerðist
húsþjónn hans og hlaut jafnframt góða
tónlistarmenntun hjá honum. Porpora
umgekkst mikið leik- og tónlistarfólk
sem Haydn komst í kynni við og
vegna kynna við þetta listafólk urðu
fyrstu tónsmíðar hans til.
Haydn hafði mikið dálæti á són-
ötum C.P.E. Bachs og þreyttist aldr-
ei á að leika þær. Fyrstu tónsmíðar
hans bám samt fremur svip þeirrar
tónlistar sem hljómaði á strætum Vín-
arborgar þar sem Haydn hafði ofan
af fyrir sér á unga aldri með hljóðfæra-
leik. Þegar Haydn varð 27 ára urðu
tímamót í lífí ' hans. Það ár var hann
ráðinn hljómsveitarstjóri — Kapellmeister
— hjá bæheimskum greifa, Franz Morzin
að nafni. Sem þjónustumaður hans samdi
hann fyrstu strengjakvartettana og sinfón-
íur. Að sumrinu dvaldist hann á sveitasetri
greifans, en að vetrinum í Vín. Þar hafði
hann litla hljómsveit til umráða, skipaða lið-
lega tíu mönnum. Einnig stundaði hann
kennslu og á þeim vettvangi gripu forlögin
í taumana. Meðal nemenda vom dætur hár-
kollumeistara að nafni Keller. Haydn felldi
hug til hinnar yngri, en hún valdi að ganga
í klaustur. Faðir systranna vildi bæta Haydn
skaðann með því að gefa honum þá eldri og
Haydn sló til. Hún var bæði leið og ljót og
eldri en Haydn og bar ekkert skyn á snilli-
gáfu hans. Hjónabandið varð bamlaust, en
stóð í fjóra áratugi og gerði honum lífið leitt,
en náði ekki að buga sköpunargleði hans.
Haydn var skamma hríð í þjónustu Morz-
ins. Tæplega þrítugur gekk hann í þjónustu
Páls Antons Esterházy fursta og starfaði í
höll- hans í Eisenstadt. Þar fékk hann af-
bragðs hljómsveit til umráða, skipaða yfír
tuttugu hljóðfæraleikumm og nú samdi hann
hveija sinfóníuna á fætur annani, t.a.m. þær
sem kenndar em við kvöld, morgun og miðj-
an dag.
Páll Esterházy lést árið 1762, en við tók
bróðir hann Nikulás að nafni. Með tilkomu
hans óx íburður og fjölbreytni hirðlífsins.
Auk hljómleikahalds lét furstinn efna til
óperasýninga og það varð hlutskipti Haydns
að semja slík verk og starfa að uppfærslu
þeirra. Samhliða öðmm tónverkum streymdu
nýjar sinfóníur og strengjakvartettar úr
penna hans að ógleymdri skemmtitónlist sem
grípa þurfti til við ýmis tækifæri. Engu að
síður þróaðist listköpun hans í að verða
metnaðarfyllri og fjölbreyttari. T.a.m. skrif-
aði hann allmörg verk fyrir „baryton", strok-
hljóðfæri áþekkt sellói, sem var uppáhalds-
hljóðfæri furstans.
Árið 1766 fluttist Haydn um set í nýja
höll sem furstinn hafði látið reisa við Neusi-
edler-vatn. Þangað lagði ungverski aðallinn
leið sína og keisarahirðin og sjálf María
Theresía kom þangað. Haydn heiðraði hana
með sinfóníu sem síðan er við hana kennd.
Fjölbreytnin í viðfangsefnum Haydns hélt
áfram að vaxa. Hann samdi messur pg kant-
ötur og frægð hans barst út um ríkið. Blað
í Vínarborg nefndi hann „Der Liebling unser-
er Nation", sem merkir eitthvað líkt og ást-
mögur þjóðarinnar. Afkastageta hans var
ótrúleg. Þegar hann var hálffertugur hafði
hann samið álíka margar sinfóníur og æviár-
in vom mörg. Það gerði honum starfíð
ánægjulegra að alúðarvinátta tókst með hon-
um og furstanum sem mat list hans mikils.
Hann tók mark á því þegar Haydn gaf hon-
um í skyn að hljómsveitina munaði í að kom-
ast í sumarleyfí og var það sett á svið með
sinfóníu líkt og þegar Sighvatur Þórðarson
orti Bersöglisvísur, enda fékk hljómsveitin
brottfararleyfí eftir flutninginn. Hins vegar
yngri en hann. Milli Haydns og hennar skap-
aðist tilfinningasamband sem varði í tvo ára-
tugi. Bæði vom álíka óhamingjusöm í einka-
lífí og röktu raunir sínar hvort fyrir öðm.
Þrátt fyrir fáa sólskinsdaga í einkalífi
Haydns streymdu fram ný og ný verk full
af sköpunargleði. Með strokkvartettum sín-
um op. 33 er talið að hinn sígildi strengja-
kvartett hafi fengið sitt fasta mót. Þegar
Haydn heimsótti vini sína í Vínarborg styttu
þeir sér stundir við að leika kvartetta eftir
hann. Hin klassíska sinfónía fékk einnig fast
form í höndum hans. Hins vegar urðu ópemr
hans aldrei vinsælar. Tónlist hans barst vítt
um álfuna. T.a.m. þótti Páli, síðar Rússakeis-
ara, mikið til kvartetta hans koma. Þá samdi
hann samkvæmt pöntun frá París sex sinfón-
íur sem kenndar hafa verið við þá víðfrægu
borg. Meðal þeirra þijár sem fengu viður-
nefnin Hænan, Bjöminn og Drottningin. Sú
VETUR
Árstíðirnar efftir Joseph Haydn voru frumfluttar
í einkasamkvæmi í Schwarzenberg-höll
og nokkru síðar við hirðina þar sem engin
önnur en IHIaría Theresía söng hlutverk Hönnu
vom tónlistarmenn í Vínarborg honum
andsnúnir. Það kom t.a.m. fram í því að leyfa
honum ekki að gerast félagi í nýstofnuðu
tónlistarfélagi í borginni á þeirri forsendu
að hann ætti ekki heima þar. Þegar Haydn
var fenginn til að semja gamanópem til flutn-
ings i Vín bmgðu tónlistarmenn þar í borg
fæti fyrir áformið svo að Haydn tók handrit-
ið aftur og ekkert varð úr flutningnum.
Einn var sá maður sem átti engan þátt í
þessum leik og annarri andstöðu við Haydn.
Hann hét Wolfgang Amadeus Mozart. Fund-
um þeirra bar fyrst saman þegar Mozart var
24 ára og með þeim tókst einlæg vinátta sem
entist meðan báðir lifðu.
Heimilislífið var alltaf jafn ömurlegt. Ha-
ydn bætti sér það að nokkra upp með kynn-
um af öðmm konum. í Esterház störfuðu
ítölsk hjón, Antonio og Luigia Polzelli. Hann
var fíðluleikari, en hún söngkona og miklu
síðastnefnda sakir þess að María Antoinette
hafði sérstakt dálæti á henni.
Árið 1790 andaðist Nikulás Esterházy og
þar með urðu þáttaskil í lífí Haydns. Hann
var ekki lengur bundinn við starf sitt við
Esterházhirðina með sama hætti og áður.
Hann fór á eftirlaun og varð fijáls ferða
sinna. Honum höfðu borist boð frá Englandi
að koma þangað til semja ný verk og stjórna
þeim. Sá hét Salomon sem hafði forgöngu
um að kalla Haydn til starfa á enskri gmnd.
Eftir nokkurt hik ákvað hann að taka boðinu
og fara. Mozart fylgdi honum að póstvagnin-
um sem Haydn ætlaði með og gat þess á
skilnaðarstund að fundum þeirra myndi ekki
bera oftar saman.
Haydn var tekið með kostum og kynjum
í Lundúnum. Hann hófst þegar handa við
að semja nýjar sinfóníur sem fengu hinar
bestu viðtökur. Á fyrstu tónleikunum voru
t.a.m. flutt bæði sinfónía og strengjakvartett
eftir Haydn. Og enn tók hann að semja óperu
sem ekkert varð úr. Að öðru leyti var Lund-
únadvöl hans samfelld sigurganga. Fregnin
um fráfall Mozarts féll eins og dimmur
skuggi yfír hann á þessum gleðidögum.
Heimurinn eignast engan honum líkan næstu
hundrað árin stendur í bréfí frá Haydn um
þetta leyti. Ekki er fullljóst hvort fundum
Beethovens og Haydns bar fyrst saman árið
1790 eða 1792 þegar Haydn var á leið frá
Englandi til Vínarborgar. Víst er að hann
kom við í Bonn á heimleið og þá bar fundum
þeirra þar saman. Nú tók Haydn sér bólfestu
í Vínarborg og átti þar heima til æviloka,
en fór aðra för til Lundúna árið 1794 þar
sem honum var enn mjög fagnað og jafnvel
reynt að telja hann á að setjast að í Eng-
landi, en hann hafnaði því. Líkt og áður
samdi hann nýjar sinfóníur sem nefndar
hafa verið eftir Salomon sem hafði haft for-
göngu um að fá hann á ný til tónleikahalds
og tónsmíða. Frægð hans var meiri en nokkra
sinni og efnahagur með blóma. Þegar hann
kom aftur til Vínar var hann hylltur sem
frægasta tónskáld ofar moldu og kallaður
Papa Haydn.
I Englandi kynntist Haydn Paradísarmissi
Miltons í umritun eða útdrætti sem Gottfried
van Swieten hafði lagfært og gert úr óratór-
íutexta sem Haydn notaði við samningu
Sköpunarinnar. Hún átti eftir að verða hans
frægasta verk. Sköpunin var frumflutt í
Schwarzenberg-höll á einkahljómleikum árið
1798, en opinberlega var hún flutt 19. mars
ári síðar við frábærar viðtökur. Þær urðu til
þess að Haydn hófst handa að semja nýtt
verk fyrir einsöngvara, hljómsveit og kór.
Aftur var það Gottfried van Swieten sem
lagði til textann. I þetta sinn unninn úr kvæð-
um eftir James Thomson um árstíðimar.
Haydn var engan veginn ánægður með þann
efnivið sem kvæðin höfðu að geyma og hóf
verkið með lítilli hrifningu á viðfangsefninu.
Sögusviðið em lágsveitir Austurríkis þar
sem greint er frá hinni daglegu önn sveita-
fólksins við sáningu og uppskeru, komu
vetrar og bið eftir nýju vori. Árstíðimar
hafa sérstöðu í tónbókmenntunum
vegna efnis. E.t.v. má segja að þær séu
einskonar Búnaðarbálkur að breytanda
breyttu. Einsöngvararnir em stórbóndi
að nafni Símon, Hanna dóttir hans og
Lúkas, ungur bóndi. Kórinn fer með
hlutverk sveitafólksins.
Árstíðimar voru einnig frumfluttar
í einkasamkvæmi í Schwarzenberg-
höll og nokkm síðar við hirðina þar sem
engin önnur en María Theresía söng
hlutverk Hönnu við mikinn fögnuð þeirra
sem á hlýddu. Fyrstu opinberu hljómleik-
arnir vom haldnir 29. maí 1801 við frá-
bærar undirtektir.
Árið 1800 andaðist kona Haydns. Luigia
Polzelli var þá orðin ekkja. Haydn vildi ekki
kvænast á ný, en ánafnaði henni lífeyri þess
í stað. Hún giftist öðram áður en hann dó
og lést löngu síðar í sárri fátækt.
Þegar Haydn stóð á sjötugu tók heilsa
hans að þverra. Samt samdi hann hina svo-
kölluðu Harmóníumessu á eftir Árstíðunum
og var langt kominn með nýjan strengja-
kvartett þegar þrek hans þraut. Hann kom
síðast fram opinberlega 27. mars 1808 á
hljómleikum þar sem Sköpunin var flutt.
Gamli maðurinn var leiddur til sætis og hlúð
að honum. Þegar upphafið hafði verið leikið
og einsöngvari og kór sungu Og það varð
ljós kváðu mikil fagnaðarlæti við í salnum.
Gamli maðurinn brast í grát og hóf hendur
sínar til himins. Síðan var hann leiddur á
braut. Hann andaðist ári síðar 31. maí 1809.
Þá höfðu herir Napóleons tekið Vínarborg
svo að útförin fór fram án viðhafnar.
Árstíðimar vom fyrst fluttar á íslandi
fyrir hálfri öld nokkuð styttar. Flytjendur
vom Hljómsveit Reykjavíkur og Söngfélagið
Harpa. Einsöngvarar vom Guðrún Agústs-
dóttir (Hanna), Daníel Þorkelsson (Lúkas,
ungur bóndi) og Guðmundur Jónsson (Símon
stórbóndi). Anna Pjeturs og dr. Edelstein
aðstoðuðu. Stjómandi var Róbert Abraham.
Ekki hefir tekist að finna umsagnir um flutn-
ing Árstíðanna í dagblöðum, en af fréttum
og auglýsingum sést að skorað var á flytjend-
ur að endurtaka samsönginn oftar en einu
sinni.
Þetta var í fyrsta skiptið sem Guðmundur
Jónsson kom fram í viðamiklu einsöngshlut-
verki svo að hann á hálfrar aldar afmæli um
þessar mundir sem slíkur og fer því vel á
færa honum hamingjuóskir og þakkir. Söng-
sveitin Fílharmónía minnist þess einnig að
þetta var fyrsta stóra verkið sem stjórnandi
hennar, dr. Róbert A. Ottósson, færði upp
hér á landi. Því sæmir vel að flytja nú sama
verk og hann stjórnaði hér fyrir hálfri öld.
Aðalgeir Kristjánsson