Morgunblaðið - 14.04.1993, Síða 2

Morgunblaðið - 14.04.1993, Síða 2
2 D MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1993 Sigurður Sveinsson markakóngur 1. deildar ÞannigskoraöiSiguröur íleikjumSellyssinga- \li. Ifi Vikingur IBlil Víkingur 1 0 umf. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 ■ OLE Nielsen, Daninn sem leik- ið hefur með handboltaliði Þórs á Akureyri síðustu árin, er á heim- leið og leikur ekki hér á landi næsta vetur. ■ JAN Larsen, hinn danski þjálf- ari Þórs, hættir einnig en hann hefur þjálfað meistaraflokk félags- ins í þijú ár. Larsen verður hins vegar áfram í bænum; hann er gift- ur íslenskri konu og starfar sem kennari á Akureyri. ■ VALUR F. Gíslason, knatt- spyrnumaðurinn efnilegi úr Austra á Eskifirði, sem er í landsliði 16 ára og yngri, og enn í 3. flokki, er genginn til liðs við Fram. ■ RÚNAR Guðjónsson, sem leik- ið hefur með körfuknattleiksliði Snæfells síðustu ár, verður mjög líklega með Haukum aftur næsta vetur. ■ SIGMAR Þröstur Óskarsson, markvörður ÍBV í handboltanum, bfómR FOLK varði 20 skot gegn KA sl. fimmtu- dag og þar af 6 vítaköst. Enginn hefur varið eins mörg vítaköst í deildinni í einum leik í vetur. ■ HÉÐINN Gilsson gerði 4 mörk fyrir Diisseldorf er liðið vann Magdeburg, 22:17, í þýsku úrvals- deildinni í handknattleik um helg- ina. Dusseldorf er í fjórða neðsta sæti með 23 stig, en Massenheim er efst með 40 stig. ■ ANDREAS Brehme, þýski knattspyrnumaðurinn kunni, er hættur hjá Zaragoza á Spáni. Þjálfarinn vildi setja Brehme í aðra stöðu en hann leikur venjulega, til að búa til pláss fyrir Santiago Aragon á miðjunni, en hann var keyptur nýlega til liðsins. Þetta sætti Brehme sig ekki við og seg- ist vera hættur, þó hann eigi eitt ár eftir af samningi við félagið. I JEFF Rouse frá Bandaríkjun- um bætti heimsmetið í 100 m bak- sundi á alþjóðlegu móti í 25 m laug í Sheffield á Englandi á mánudag- inn. Synti á 51,43 sek. Mark Tewksbury frá Kanada átti gamla metið, 52,50. ■ TVEIR verðlaunahafar á nýaf- stöðnu heimsmeistaramóti í frjáls- íþróttum innanhúss, báðir Búlgar- ar, eiga á hættu að missa verðlaun- in, því fyrri rannsókn á þvagsýni bendir til að þeir hafi neytt ólög- legra lyfja. Báðir hlutu bronsverð- laun. Þetta eru Nikolai Raev, þrí- stökkvari og langstökkvarinn Dani- el Ivanov. ■ KRÓATÍA fékk fyrstu stigin í undankeppni fyrstu Evrópukeppni landsliða í handknattleik; sigraði Finnland 31:26 í Helsinki. Þjóðirn- ar eru með íslandi í riðli. ■ VÍKINGUR tapaði 1:3 í vin- áttuleik gegn þýsku bikarmeistur- unum í knattspyrnu, 2. deildarliði Hannover 96, ytra um helgina. Tími og tímasetning skipa veigamikinn sess í keppnis- íþróttum. Áætlanir eru gerðar um æfingatíma og keppnistíma og reglur gilda um leiktíma. Algengt er að gefnar séu út mótaskrár, þar sem upplýsingar um leikstað og leik- eins og til hefur verið sáð. Tímavarsla er mál, sem verður að breyta. Hagsmunamenn mega í engu tilfelli sjá um svo mikil- vægan þátt. Best væri að eftirlits- dómari eða annar á vegum HSÍ tíma er að finna á viðkomandi keppnis- tímabili. Fari skipu- lagning félaga úr skorðum er það þeirra mál rétt eins og annað sem heyrir undir þau, en tímabreyting á leik í efstu deild á ekki að viðgang- ast, nema að vel rökstuddu máli. Eins er tímaskekkja að hags- munamenn hafí með tímavörslu að gera í leikjum eigin félaga. Fyrirkomulag íslandsmótsins, 1. deildar karla í handknattleik, er með þeim hætti að mestu skipt- ir að vera „á toppnum“ undir lok deildarkeppninnar og i úrslita- keppninni, en einnig er æskilegt að ná öðrum „toppi" fyrr á tíma- bilinu með framhaldið í huga. Fram hóf flugið of seint og féll fyrir vikið, KA brotlenti og missti af úrslitakeppninni, en tímasetn- ing ÍBV var enn einu sinni rétt skipulögð og minnti í mörgu á ævintýranlegan endasprett Eyja- manna i knattspymunni á sfðustu vertíð. Valsmenn hafa verið „uppi“ á réttum tíma og FH og Stjarnan hafa haldið haus, þrátt fyrir meiðsl lykilmanna. Þá hafa Haukar og Víkingur eflst við hveija raun, en meiri sveiflur hafa verið hjá öðrum liðum. Þrátt fyrir mikiivæga „toppa“ skiptir hver leikur og hvert stig máli. Metnaðarfullir leikmenn og þjálfarar leggja allt á sig til að ná árangri og því er gremja þeirra vel skiljanleg, þegar utanaðkom- andi gera ársverkið að engu á einu augabragði. í flestum tilfell- um geta menn sjálfum sér um kennt, þegar uppskeran er ekki Allt viðkomandi tíma þarf að vera í föstum skorðum í íþróttum stjómaði rafmagnsklukku sam- kvæmt tilmælum dómara og hljóðmerki gæfi leikslok til kynna. Engum dylst að vilji er fyrir hendi hjá forystu HSÍ til að efla starfið, en einhverra hluta vegna hefur margt farið öðru vísi en ætlað var. Þegar FH og Valur óskuðu eftir frestun á deildar- leikjum vegna Evrópuleikja sagði formaður mótanefndar að það kæmi ekki til greina. Leikjaniður- röðunin hefði verið ákveðin í sam- ráði og með fullu samþykki félag- anna og óvarlegt væri að fara út af sporinu, breyting í einu til- viki kallaði á breytingu í öðru. Hins vegar ákvað sami formaður að flýta úrslitaleik deildarkeppn- innar vegna óska sjónvarpsstöðv- ar þar um með samþykki for- manna handknattleiksdeilda Vals og Stjörnunnar. Hann sendi við- komandi liðum skeyti um breyt- inguna, en fyrir þessu „framtaki" var ekki lögleg heimild og svo fór að breytingin var afturkölluð. En verknaðurinn sýnir að jafn- vel þeir, sem stilla klukkuna, gleyma hlutverki sínu, að efla íþróttina. Eða eins og haft var eftir ágætum manni: Handboltinn á ekki að hlaupa á eftir sjónvarp- inu heldur á sjónvarpið að hlaupa á eftir handboltanum. Steinþór Guðbjartsson Hvernig fer ÞORBJÖRM JEMSSOIM, þjálfari Vals, að þvíað búa til meistaralið? Hefð, heppni og hæfileikar ÞORBJORN Jensson styrir fyrstu deildar karlaliði Vals í hand- knattleik fjórða árið í röð og þarf varla að kvarta yfir árangrin- um. Þrátt fyrir miklar mannabreytingar á hverju ári hefur Þorbirni, sem er rafvirki að atvinnu, ávallt tekist að smíða meistarastykki; tengt plúsana og sniðið af mínusana með þeim árangri að Valsmenn hafa einu sinni fagnað íslands- meistaratitlinum undir hans stjórn, tvisvar bikarmeistaratitlin- um og einu sinni deildarmeistaratitlinum auk þess sem liðið hefur einu sinni leikið til úrslita i bikarnum án þess að sigra og tvisvar komist í átta liða úrslit í Evrópukeppni. Með ofangreindar staðreyndir í huga liggur beinast við að spyija: Hvernig fer Þorbjörn Jensson^að því að búa til meistaralið? . „Ég veit ekki Guðbjartsson hvePu & að svafa-“ segir hann hlæj- andi. „Forsendan fyrir því að búa til meistaralið byggist á því að hafa nóg af góðum mannskap, taka hlutina alvarlega og æfa vel. Það er alveg pottþétt að uppskeran verður eins og til er sáð. I þessi ( íjögur ár hef ég aldrei verið með sama hópinn og gífurlegar breyt- ingar hafa verið á liðinu, en allir leikmennirnir eiga það sammerkt að þeir hafa verið áhugasamir og samstíga í því sem þeir hafa verið að gera. Ég hef alltaf sagt að þijú atriði verði að vera í lagi til að verða meistari, h-in þijú eins og ég hef nefnt það: Menn verða að hafa hæfileika, heppni og hefð og allt þetta hefur verið til staðar hjá Val.“ Hvað með fjórða h-ið, hjátrúna? „Hún er alltaf til staðar. Ég get nefnt sem dæmi að við höfðum alltaf sama klefa í Valsheimilinu og Valdi [Valdimar Grímsson], sem leikur ávallt í peysu númer fimm, átti fimmta snaga frá homi. Einu sinni höfðu félagarnir skrúfað snagann af og þegar Valdi mætti var enginn snagi. Það varð auðvit- að mikið uppistand og reyndar var ég ekki hrifinn af þessu. Mér fannst þetta ekki eiga við, enda hef ég lagt áherslu á fulla einbeitingu fyrir leiki, en allt fór vel að lokum og við sigruðum í leiknum." Ertu eins strangur og harður þjálfari og af er látið? „Það er erfítt fyrir mig að dæma Morgunblaðið/Sverrir Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals, er laginn við að tengja. þar um, en ég er kröfuharður gagn- vart sjálfum mér og þar af leiðandi geri ég miklar kröfur til allra ann- arra. Ég er frekar gagnrýninn og þeir, sem þekkja mig best, segja að ég sé óþolandi smámunasamur. En ég er í meyjarmerkinu og sagt er að því fylgi rosaleg smámunasemi og mikil gagnrýni. Ég er harður á því að menn temji sér ákveðnar reglur — ég set reglur viðkomandi liðinu og ætlast til að viðkomandi fari eftir þeim, sem menn gera undantekning- arlaust." Kallar gott gengi ekki á meira? „Jú og eins og Valsliðið er sam- sett er ég sannfærður um að hægt er að gera meira, en markmiðið hjá mér er að skilja eitthvað eftir mig frekar en að ná skjótum árangri, fara og skilja ekkert eftir. Ég geri mér grein fyrir að Valur heldur áfram eftir að ég er farinn og því legg ég áherslu á að þyggja upp með framtíð- ina í huga. Ég fylgist með yngri lið- unum og verðlauna efnilega stráka með því að taka þá inn Því er ég mjög mótfallinn því að „kaupa“ leik- menn, sem er aðeins að tjalda til einn- ar nætur.“ Hefur þig dreymt um að taka við landsliðinu? „Það eru aðrir menn með það og meðan svo er hugsa ég ekki útí það, en tæki á því ef til kæmi. Auðvitað vilja menn gera sem mest og ná sem lengst og ég tel mig geta gert góða hluti þar eins og með Val.“ Sagði Þorbjörn Jensson, sem stjórnaði æf- ingu í myrkri í Valsheimilinu á annan í páskum — húsvörðurinn hafði ekki gert ráð fyrir æfingu á frídeginum og herbergið, þar sem kveikt er á ljósum í salnum, var læst.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.