Morgunblaðið - 14.04.1993, Side 3

Morgunblaðið - 14.04.1993, Side 3
D 3 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1993 KNATTSPYRNA / ENGLAND Alttí iámum BARÁTTAN um Englandsmeist- aratitilinn er í algleymingi og nú, þegartvö efstu liðin eiga fjóra leiki eftir, skilur aðeins eitt stig á milli. Manchester United fékk sex stig úr tveimur leikjum um páskana, en Aston Villa varð að sætta sig við sigur og jafntefli. United slapp með skrekkinn gegn Sheffield Wednesday á laugar- dag og vann 2:1 gegn gangi leiksins, en sigurmarkið kom 50 mínúturh eft- it að flautað var til seinni hálfleiks. Fyrirliðinn Steve Bruce, sem gerði bæði mörk heimamanna eftir að John Sheridan hafði skorað fyrir gestina, sagði að áhorfendur hefðu gert gæfu- muninn. „Við vorum búnir, en undir lokin fóru hárin að rísa.“ United fyígdi sigrinum síðan eftir í Coventry á annan í páskum, en aftur var mjótt á mununum. Denis Irwin skoraði fyr- ir gestina skömmu fyrir hlé, en átta mínútum fyrir leikslok skaut Roy Wegerley í stöng og boltinn rúllaði eftir marklínu United. Aston Villa gerði óvænt marka- laust jafntefli heima við Coventry á íaugardag, en Tony Daley tryggði síðan 1:0 sigur gegn Arsenal á High- bury, þegar hann skoraði með skalla um miðjan seinni hálfleik. Leikmenn Villa léku samt ekki eins og þeir hafa gert með góðum árangri í vetur og virðast eiga erfiðari leiki eftir en ITALIA Leikimir sem eftir em ASTON VILLA 17. apríl: ....Man. City (H) 20.apn'l: ....Blackburn (Ú) Oldham (H) 8. maí: QPR (Új MAN. UTD Chclsea (H) C. Palace (Ú) l.maí: 8. maí: ...Wimbledon (Ú) United. Þorvaldur Örlygsson og samherjar í Nottingham Forest halda í vonina eftir 2:1 sigur gegn Tottenham, en til að dæmið gangi upp verða þeir að halda uppteknum hætti og auk þess að treysta á að Sheffield United eða Crystal Palace tapi stigum. Les Ferdinand, miðheiji enska landsliðsins, gerði á laugardag fyrstu þrennu sína á ferlinum, þegar QPR vann Forest 4:3, og endurtók leikinn tveimur dögum síðar í 5:1 sigri gegn Everton. Ian Rush var hetja Liverpool um helgina, gerði sigurmarkið í 1:0 sigri gegn Oldham og sjöunda mark hans í síðustu átta leikjum kom í 1:1 jafn- tefli gegn Manchester City. ■ Úrslit / D6 Gullit barg AC Milan Hollendingurinn Ruud Gullit bjargaði AC Milan fyrir horn er hann jafnaði gegn Inter í ná- grannaslagnum á Birgir San Siro-leikvangin- Breiðdal um í Mílanó á laugar- skrifarfrá daginn. Fimm jafn- Itahu tefli litu dagsins ljós í umferðinni og ekkert lið náði að vinna á útivelli. Gullit gerði vonir Inter um meist- aratitilinn nánast að engu með því að jafna sex mínútum fyrir leikslok eftir að Nicola Berti hafði náð foryst- unni fyrir Inter á 44. mínútu. Þetta var sjöunda mark hans í aðeins 12 leikjum. AC Milan hefur 7 stiga for- skot á Inter þegar aðeins sjö umferð- ir eru eftir. Brasilíski landsliðsmaður- inn fyrrverandi, Zico, var á meðal áhorfenda og sagði hann að úrslitin hafi verið sanngjörn, en hann lék með Udinese fyrir tíu árum. „Mílanó- liðin vöktu upp ljúfar minningar frá veru minni hér á Italíu," sagði Zico. „Leyndarmálið að velgengninni er að skemmta áhorfendum," sagði Scala, þjálfari Parma, eftir að lið hans hafði unnið fjórða leikinn í röð og þriðja sætið í deildinni. „Cagliari átti aldrei möguleika gegn frábæru liði Parma. Ekkert lið hefði unnið okkur í dag,“ sagði þjálfarinn. Reuter Dean Saunders, Aston Villa, og Nigel Winterbum, Arsenal, í baráttu um knöttinn á Highbury á mánudaginn. Bayem aftur á sigurbraut ^ayern Múnchen hefur tveggja Frá Jórti Halldóri Garðarssyni ÍÞýskalandi stiga forskot í þýsku úrvals- deildinni eftir leiki helgarinnar. Bayern vann Bor- ussia Dortmund á heimavelli 2:0 en á sama tíma tapaði Werder Bremen fyr- ir Frankfurt. Bayem, sem hafði tapað tveimur leikjum í röð fyrir sigurinn gegn Dortmund, mátti þakka fyrir tvö stig úr leiknum sem var frekar slakur. Hollendingurinn Jan Wouters gerði fyrra markið á 51. mínútu með þrumuskoti af 25 metra færi og Olaf Thon, besti leik- maður Bayern í vetur, kom liðinu í 2:0 með marki úr vítaspyrnu sem Lothar Mattháus fiskaði undir lok leiksins. Eintracht Frankfurt vann Werd- er Bremen sannfærandi í besta leik umferðarinnar. Edgar Schmidt kom Frankfurt yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks þvert á gang leiksins. Ghanamaðurinn Anthony Yeboah Olav Tohn lék vel með Bayern. bætti öðru marki við og var það 11. mark hans i vetur og Rudi Bommer það þriðja á lokamínútu leiksins. SVIÞJOÐ Gunnar og Amór áminntir Heimavöllurinn reyndist happa- dijúgur er fyrsta umferð sænsku 1. deildarinnar í knatt- spyrnu, Allsvenskan, hófst á mánu- dag. í sex leikjum af Sveinn sjö bar heimaliðið Agnarsson sigur úr býtum, og skrifar aðeins einu liði á úti- frá Svíþjóð vei]j tókst að skora mark. Fyrirfram er talið líklegast að baráttan um meistaratitilinn í ár standi á milli IFK Gautaborgar, IFK Norrköping og Öster. Önnur lið eins og Malmö, Halmstad og Örebro gætu þó hæglega einnig blandað sér í þann slag. Keppnisfyrirkomulagi Allsvenskan hefur verið breytt frá því í fyrra og er nú leikin tvöföld umferð og efsta liðið þar á eftir telst meistari. I fyrra var hins vegar leik- in úrslitakeppni og lið gátu því kom- ist upp með að leika frekar slaklega fram eftir sumri, en taka sig á með haustinu. Þessi breyting er einnig talin minnka möguleika Gautaborgar á sigri. Fjórir íslendingar leika með liðum i Allsvenskan í ár. Gunnar Gíslason og Arnór Guðjohnsen leika með Hácken, sem er eitt fjögurra liða frá Gautaborg í deildinni. Þeir voru báð- ir með er Hácken sótti Vestra Frö- lunda heim í suðurhluta Gautaborgar og tapaði 0:1. Gunnar lék í stöðu vinstri bakvarðar í fyrri hálfleik en skipti yfir í hægri bakvörðinn eftir hlé. Arnór var í fremstu víglínu Hácken, en í síðari hálfleik færði hann sig aftar á völlinn til að ná í boltann, enda fékk hann úr litlu að moða. Báðir stóðu sig þokkalega, en Háck- en lék ekki vel og sigur Frölunda var fyllilega sanngjarn. Markið kom eftir varnarmistök strax á 13. mín- útu og Frölunda fékk mun fleiri tæki- færi til að bæta við marki en Hácken að jafna. „Þeir voru á undan okkur í alla bolta,“ sagði Gunnar Gíslason eftir leikinn, „en við getum leikið mun betur en þetta.“ Gunnar hefur verið meiddur í baki að undanförnu, en þau meiðsli háðu honum ekki í leiknum. „Ég vona að ég spili meira á miðjunni í næsta leik,“ sagði Arnór og var ekki ánægður með sinn hiut. „Það tekur tíma fyrir mig að laga mig að leikskipuiagi Hácken og auk þess þekki ég ekki inn á hina leik- mennina.“ Bæði Arnór og Gunnar fengu áminningu í leiknum, Gunnar fyrir brot, en Arnór fyrir að sparka knettinum í net Frölunda eftir að dæmd hafði verið á hann rangstaða. Einar Páll Tómasson var meiddur á læri og sat á bekknum er lið hans, Degerfors, tapaði 0:5 í Öster. Deger- fors hefur gengið vel í æfingaleikjum í vor og þetta stórtap kom því veru- lega á óvart. Markakóngur Alls- venskan í fyrra, Hans Eklund, gerði þrennu fyrir heimaliðið. „Aftasta vörnin bakkaði of mikið í leiknum og fyrir vikið myndaðist stór eyða á vellinum fyrir framan hana og þar fengu leikmenn Öster allt of mikinn tíma til að athafna sig,“ sagði Einar Páll. Með Örebro, sem er í 50 km fjarlægð frá Degerfors, leikur Hlynur Stefánsson. Örebro sigraði Trelle- borg 1:0 á heimavelli um helgina og lék Hlynur allán leikinn. Hlynur var einn besti maður Örebro sl. haust og hefur einnig komið vel út úr vor- leikjunum. Stærsta sigur 1. umferðar vann Malmö á Brage, 7:0. Gautaborg tap- aði óvænt stigi í 1:1 jafntefli gegn meisturum AIK frá Stokkhólmi. Ahorfendur sviku ekki Helsingborg er liðið lék sinn fyrsta leik í Allsvensk- an eftir aldarfjórðungs fjarveru. Tæp- lega 13.000 áhorfendur sáu leik liðs- ins gegn Halmstad, en næstflestir áhorfendur sáu leik Gautaborgar og AIK, rúmlega níu þúsund. iÞRÚmR FOLK ■ ARNAR Gunnlaugsson kom inná undir lokin hjá Feyenoord, sem vann Kambuur 3:1 og er með iriggja stiga forystu á toppi hol- lensku deildarinnar. H ROY Hodgson verður lands- liðsþjálfari Sviss fram yfir úrslita- keppni Evrópumóts landsliða í Eng- landi 1996. ■ HODGSON var með samning fram yfir HM 1994, en hann er á góðri leið með að fara með Sviss í úrslitin í fyrsta sinn síðan 1966 og greint var frá nýjum samningi í gær. ■ VINNIE Jones, leikmaður Wimbledon, var dæmdur í fjögurra leikja bann og gert að greiða um 98.000 kr. í sekt vegna óprúðmann- legrar framkomu á tímabilinu. Þar með hefur hann alls verið dæmdur í 12 leikja bann á yfirstandandi tímabili. ■ ERIK Thorstvedt, norski markvörðurinn hjá Tottenham, fíngurbrotnaði í leiknum gegn Nottingham Forest í fyrradag og leikur ekki meira á tímabilinu. ■ BERND Kraus, sem tók við þjálfun þýska knattspyrnuliðsins Borussia Mönchengladbach fyirir áramót, skrifaði um helgina undir nýjan samning við félagið sem gild- ir til 1995. H ARRICO Sacchi, landsliðs- þjálfari ítala, hefur gert tvær breytingar á landsliðshópnum sem mSfetir Eistlendingum í undan- Frá Birgi Breiðdai á Ítalíu keppni HM í kvöld. Roberto Baggio verður með á ný eft- ir meiðsli og Mor- eno Mannini, leik- maður Sampdoria, hefur verið val- inn í hópinn í stað Mauro Tassottis. ■ MAURO Tassotti, varnarmað- urinn sterki hjá AC Milan, verður frá keppni í íjórar vikur eftir sam- stuð við Ruben Sosa hjá Inter um síðustu helgi. ■ AC Milan hefur ekki unnið leik í deildarkeppninni síðan 7. mars, en þá vann liðið Fiorentina 2:0. H JEAN Pierre Papin og Stef- ano Eranio, leikmenn AC Milan, verða í leikbanni á sunnudaginn er liðið mætir Juventus. Framheijinn knái, Simone, mun líklega taka stöðu Papins en hann skoraði ein- mitt sigurmarkið gegn Juve í fyrri umferðinni. H ANDREAS Möller, Þjóðveijinn hjá Juventus, kom inná í leik liðs- ins um síðustu helgi eftir að hafa átt í meiðslum um tíma. Hann er mjög ánægður með frammistöðu sína í vetur. „Ég hef bætt mig sem knattspyrnumaður. Það er ekki allt búið enn. Mig dreymir um að mæta mínum gömlu félögum í Dortmund í úrslitum Evrópukeppninnar." BELGIA Anderiecht meistari í 22. sinn Anderlecht tryggði sér belg- íska meistaratitilinn í knattspymu í 22. sinn á laugar- daginn, en liðið varð siðast meistari fyrir tveimur árum. Liðið vann Lierse 3:0 um helgina og þó svo að fimm umferðir séu enn eftir er liðið orðið meistari. Varnarmaðurinn Bertrand Cas- son gerði fyrsta mark And- erlecht á laugardaginn, Hollend- ingurinn Johnny Bosman bætti öðru við skömmu fyrir hálfleik og Luc Nilis gerði það þriðja í síðari hálfleik.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.