Morgunblaðið - 08.05.1993, Page 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAI 1993
SALLY MflNN SYNIR Á MOKKflKflFFI
UMDEILDUR
EN SNJALL
LJÓSMYNDARI
eftir Einar Fal Ingólfsson
„Ég vildi óska þess að allir
litu á myndirnar mínar með
sömu augum og ég,“ sagði Sally
Mann í forsíðuviðtali við sunnu-
dagstímarit The New York Tim-
es í vetur, en hún álítur mynd-
irnar sem hún tekur af börnum
sínum vera Ijúfar og sannar
svipmyndir af bernskunni. Víst
er að ljósmyndir Sally Mann
hafa hrifið marga síðustu miss-
erin, en hún hefur nú í nokkur
ár myndað börnin sín þrjú, og
birtast þau iðulega fáklædd eða
nakin í fallegum svarthvítum
ljósmyndunum. Sumir segja að
Sally misnoti börnin, en aðrir
vilja ólmir kaupa myndir henn-
ar, jafnt söfn sem einkaaðilar.
Þannig seldi gallerí hennar í
New York yfir 300 prent á síð-
asta ári, að andvirði yfir 40
milljónir króna, sem var meiri
sala en hjá nokkrum öðrum ljós-
myndra að því að talið er. Stór
sýning á verkum hennar er á
ferð um heiminn, en á morgun,
9. maí, verður opnuð lítil sýning
á 16 ljósmyndum eftir Sally
Mann á Mokkakaffi við Skóla-
vörðustíginn og stendur hún til
13. júní.
Maí virðist ætla að verða
býsna merkilegur mánuður
hvað varðar ljósmyndasýningar
í Reykjavík. Verk tveggja af
kunnustu ljósmyndurum heims
í dag verða til sýnis; yfirlitssýn-
ing á heimildarljósmyndum
Mary Ellen Mark verður opnuð
á Kjarvalsstöðum í lok mánað-
arins og síðan eru það myndir
Sally Mann á Mokka. En annars
eiga þessar tvær listakonur fátt
annað sameiginlegt en að vera
bandarískar og vinna með svart-
hvítar Ijósmyndir.
■ . •
-V
,
túíitiiiiiiiííií
ÞEGAR EKKERT FISKAÐIST
Af sjófólki, konum og óörnuni ð sýningu Kjartans Guðjðnssonar í Listhnsinn i Laugardal
Fjörfiskur í auga, kankvíst bros. Að öðru leyti friður.
Ég hafði ímyndað mér Kjartan öðruvísi. Einhver sagði mér að
hann færi aldrei troðnar slóðir, annar að hann væri alltaf með kjaft-
inn upp í raftinn. Ég hélt hann væri grimmari og reiknaði síst með
lygnri, djúpri röddu.
Þó hafði ég nýlokið við að skoða myndimar hans í Listhúsinu í
Laugardal. Teikningar, þar sem mýktin, hlýjan og fegurðin ríkir;
þar sem bömin em fijáls og konurnar öraggar. Þau em í sýningar-
salnum. En áður en áhorfandinn kemst þangað, gengur hann í gegn-
um bardaga og átök Sturlungasögu, virðir fyrir sér fátækt þorp og
líklega er þetta bara mennskan. Þú þarft að komast inn fyrir harða
skel þegar þú kynnist fólki; skel sem ver okkur fyrir of miklu hnjaski.
Fátækt þorp er myndskreyting
við ljóðabók Jóns úr Vör,
„Þorpið,“ myndefni sem hef-
ur verið Kjartani kært. „Ég
illústreraði ljóðabókina árið 1977,“
segir Kjartan. Það var ákaflega
skemmtilegt verkefni. Við Jón féll-
um svo vel saman. Ég hafði verið í
sveit í svona þorpi og fannst ég
skilja hvað hann vildi með ljóðunum.
Veistu að hann Jón langaði að
gefa út þtjár þorpsbækur, sem ég
átti að illústrera. Hann skrifaði út-
gefanda sínum og viðraði hugmynd-
ina — en hann hefur ekki fengið
neitt svar. Það undrar mig. Hug-
myndir okkar voru að gefa út þijár
bækur, hafa þetta fallega útgáfu í
öskju sem væri hentug til gjafa. Ég
veit að einhveijir aðrir útgefendur
eru að velta þessu fyrir sér og vona
að hugmyndin verði að veruleika.“
Þetta þorp er óravegu frá átökum
Sturlungasögu.
„Já. Hinsvegar langaði mig alltáf
að koma fornsögunum á pappír, en
kom því aldrei í verk. A tímabili
lagðist ég í Sturlungu og gerði eina
seríu, sem er að mestu seld. Þær
myndir sem eru á sýningunni, eru
stækkaðar ljósmyndir. Nú er ég
hinsvegar kominn í annað og efast
um að ég myndi nenna þessu í dag.“
Svo eru það myndirnar í sýning-
arsalnum. Þær eru annars eðlis?
„Já. Ég er afskaplega upptekinn
af kvenfólki, börnum og sjómönnum.
Ég hef lengi málað og teiknað vinn-
andi fólk og það er dálítið hlægilegt
að Listasafn Alþýðu á ekki eitt ein-
asta verk eftir mig — og söfnin hér
eiga almennt engin verk eftir mig.
Framan af keyptu nokkur þeirra
myndirnar mínar, en svo móðgaði
ég einhverja konu í einhveiju listar-
áði og síðan hef ég móðgað tvær
kynslóðir af konum í listaráði. Frá
því ég móðgaði þá fyrstu hefur ekk-
ert verið keypt.“
Þér virðist skemmt. Hvers vegna
varstu að móðga þær?
„Ég hafði eitthvað við vinnu-
brögðin að athuga. Hér er ekki
vænlegt að hafa skoðanir.
En ég teikna líka fleira en vinn-
andi fólk. Ég teikna konur vegna