Morgunblaðið - 08.05.1993, Síða 5

Morgunblaðið - 08.05.1993, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAI 1993 B 5 Verk tveggja af kunnustu Ijósmyndurum heirns í dag verða til syn- is; yfirlitssýn- ing á iieim- ildarljósmynd- um Mary Ellen Mark verður opnuð á Kjarv- alsstöðum í luk mánaðar- Ins ug síðan eru það mynd- ir Sally Mann á Mokka. essar sextán ljósmyndir Sally Mann eru úrval úr bók henn- ar, „Náin fjölskyldutengsl" og stórri samnefndri sýn- ingu sem var opnuð í New York síðastliðið sumar. Sally, sem er rúm- lega fertug, hefur verið að taka myndir í tuttugu ár. Hún vinnur allt- af með stóra plötuvél, þar sem fílm- umar eru 20 x 25 sm (myndimar á Mokka eru í þeirri sömu stærð), og eru vinnubröðgin því hæg og .byggja mikið á uppstillingum. Til að byrja með myndaði hún arkitektúr, en fyr- ir tíu árum gerði hún röð mynda af tólf ára stúlkum sem búsettar voru í nágrenni við sveitabæinn í Virginíu sem hún býr á með ljölskyldu sinni. Þær myndir komu út í bók og vöktu athygli á Sally Mann sem sérstökum ljósmyndara, menn dáðust að því hversu eðlilegar og óþvingaðar fyrir- sæturnar voru fyrir framan linsu ljós- myndarans, þessar stúlkur sem vom á mörkum sakleysis bernskunnar og vaknandi sjálfsvitundar unglingsár- anna. Síðustu átta árin hefur Sally ekki myndað neitt annað en börnin sín þrú; Emmett sem í dag er 12 ára, Jessie tíu ára og Virginíu sjö ára, og þeirra daglega líf. Hún myndar á sumrin en eyðir vetrinum meira og minna í myrkraherberginu, kunnugir segja Sally einn albesta prentara svarthvítra ljósmynda í dag og mynd- irnar bera handbragðinu vitni; ríkar í tónum og fínlegar minna þær einna helst á verk eftir Ijósmyndameistara seinni hluta nítjándu aldar. En hvað skyldi það vera sem ger- ir ljósmyndirnar jafn umdeildar og þær eru og fær áhorfendur til að skiptast í tvö horn? Menn virðast ekki deila um formrænt yfirborð mynda Sally Mann, því þær em ákaf- lega listrænar og fallegar, og hún reynir ekkert að draga úr þeim dramatísku áhrifum sem hún getur náð fram á filmunni og í myrkraher- berginu. Það er frekar hvað sumar þeirra sýna sem fer fyrir bijóstið á fólki. Sally myndar börnin gjarnan í dramatískum stellingum, og oft em þau nakin í senum sem vekja í senn upp hugmyndir um barnslegt sak- leysi og viðkvæmnislegt kynferði, og í hugum margra er ekki langt yfir á bannsvæði eins og kynferðislega misnotkun þegar farið er að sýna myndir af nöktum börnum i gallerí- um og í bókum sem stimplaðar eru sem listrænar. í myndinni „Prúð stúlka No. 1“ sést þannig yngri dótt- irin, fimm eða sex ára gömul, halda höndunum feimnislega yfir geirvört- unum og horfa dreymnum augum út úr myndrammanum. í annarri mynd dansar nakin eldri stúlka á sólböðuðu borði, og bak við hana eru aðrir fjölskyldumeðlimir á hreyfingu. í sumum mynda Sally Mann eru vísanir í kynferðislegar athafnir og jafnvel ofbeldi. Ein, sem þykir sér- staklega ögrandi, sýnir nakta stúlku sveifla sér á jámkrók á verönd við sumarhús, á meðan fullorðið fólk sit- ur hið rólegasta við hlið hennar og les dagblöð. Margar ljósmynda Sally Mann eru þannig svo opnar og frá hennar hendi einlægar, að mörgum þykir það truflandi. Ein sýnir yngri dótturina sofandi í miðjum stórum bletti, eins og hún hafi vætt rúmið. En friðsæl stelling bamsins og form- ræn fegurð ljósmyndarinnar vega upp á móti þeirri skömm sem áhorf- andinn gæti búist við myndefnisins vegna. Þegar best lætur virðast myndirn- ar verða til í sameiningu hjá börnun- um og Sally. Margar hveijar era svo ‘ augljóslega settar u'pp og hún not- færir sér þá staðreynd við að sýna hvernig hún skynjar bemskuna, og lætur börnin stundum leika hlutverk fullorðinna; þau reykja sælgætis- vindlinga, klæðast háum hælum eða ýta innkaupavögnum. Það kemur þó fyrir að ljósmyndirnar verða svo táknrænar að þær missa marks, virð- ast ekki sannar, og það vekur upp spurningar um það að hvað marki Sally Mann sé að nota börnin sem leikara til að sýna hennar eigin hug- myndir um bernskuna. En það gerist sjaldan og það er mikill styrkur fyrir myndirnar að hve miklu leyti upptök- in virðast koma frá börnunum sjálf- um, með hæfileikum sínum nær Sally síðan að fanga leik þeirra og daglegt líf. Vitaskuld má búast við því að sumum þyki Ijósmyndir af nöktun börnum, þótt þau séu ljósmyndarans, vera misnotkun og jafnvel pornógraf- ía, og hafni myndum Sally Mann á þeim forsendum. Aðrir kunna að mótmæla viðkvæmnislegri og tilfinn- ingaríkri sýn hennar á bernskuna og líkar ekki hvernig hún notar börnin til að endurskapa eigin fantasíur, og sumar þeirra kynsferðislegar, að minnsta kosti svo persónulegar að mörgum fmnast þær bara eiga heima innan veggja heimilisins. En þeir era " margir sem hrífast af sýn Sally Mann á bernskuna og finnst hún vera einlæg og sönn lýsing á sak- - leysi og fegurð. Þessar spurningar um myndirnar eiga stóran þátt í að ' skapa illskilgreinanlegan styrk þeirra. Sally Mann vildi þó óska þess að ekki væri deilt um ljósmyndirnar, að allir myndu Iíta þær sömu augum og hún. En svo er ekki og trúarhóp- ar hafa mótmæit við sýningar á verk: um hennar, stór orð hafa verið notuð og þess jafnvel krafist að börnin verði tekin af henni á þeim grund- velli að um misnotkun sé gð ræða. Þá hefur hún mátt búast víð' því að vera ákærð á grundvelli Alríkislag- anna bandarísku fyrir að útbreiða barnaklám, þótt í dag vinni hópur lögfræðinga að því að fá þeim laga- bókstaf breytt þar sem hann þykir skerða frelsi listamanna. En ljós- myndir Sally Mann eru fallegar, og í alla staði forvitnilegar, hvað sem umræðu í Bandaríkjunum líður. Umræðu í landi þar sem opinberar reglur varðandi nekt eru strangar og yfirborðsmennska í sambandi við hvað má sjást og hvað ekki er mik- il. Þannig voru í Wall Street Jorunal, • sett svört strik yfir geirvörtur og augun á mynd af Virginíu fjögurra ára gamalli þegar birtur var dómur um sýninguna. Á sama tíma og fjöl- miðlar og einstaklingar eru svo við- kvæmir varðandi nekt barna, virðast hvaða öfgar sem er þrífast og dafna undir yfirborði samfélagsins og myndir Sally Mann eru óneitanlega gott — og um leið — hrífandi innlegg í umræðuna um þau mál. þess að þær eru svo fallegt form. Þær eru líka andstæða við þetta óskaplega „maskúlína" í sjómennsk- unni. Ég hef oft reynt að koma mér út úr myndlistinni og prófað önnur störf, en aldrei tekist það. Ég reyndi til dæmis fyrir mér í sjómennsk- unni. Ég varð alveg heillaður og mér fannst mest gaman þegar ekk- ert fiskaðist. Ég var svo heillaður af þessari birtu; þessu hráa kalda sambandi við náttúruna að ég bý að því ævilangt. í börnunum ríkir svo fegurðin ein. Ég verð alltaf jafn undrandi þegar ég horfi í augun á barni. Ég kenndi lengi teikningu í Mynd- lista- og handíðaskólanum og hafði alltaf jafn gaman af því að vera í kringum þetta unga fólk. Það var svo óspillt, þegar það kom inn í skólann. En svo spilltist það með aldrinum. Unga fólkið lærir spilling- una af okkur sem eldri erum. En þetta versnaði líka allt saman tölu- vert, þegar hippakynslóðin fór að hafa skoðanir. Þá kom sú stefna inn á 2. ári, að nemendur ættu að vinna sjálfstætt. Það er auðvitað fárán- legt. Með því er verið að lýsa því yfir að þessir krakkar séu sjálfstæð- ir listamenn og það án þess að hafa lært grundvallar vinnubrögð. Það er engum greiði gerður með svona stefnu. Til þess eru skólar að fólk geti lært þar vinnubrögð og tækni sem dugar því til að þróa sjálfstæð- an feril. Teikningin, sem er grund- vallaratriði, varð aukaatriði og ég er viss um að nú er svo komið að það þyrfti að ráða útlending, ef aft- ur ætti að taka upp alvöru teikni- kennslu við skólann. Hér kann eng- inn lengur að teikna. Hún var nú meira böiið þessi hippakynslóð. Hún kom með það að menn eigi að ráða hvað þeir gera, alveg niður í grunnskóla. Svo hringl- ast hundruð barna hér um skólakerf- ið eins og rollur með riðuveiki og vita ekkert hvað þau eiga að gera við líf sitt.“ Er vá fyrir dyrum í myndlistinni? „Ég hef engar áhyggjur af mynd- listinni. Vond myndlist leynir sér ekki og þeir sem geta eitthvað, skína alltaf í gegn. Það er allt of mikil framleiðsla á myndlistarmenntuðu fólki. Þetta er sóun á tíma og pen- ingum. Megnið af þessu fólki ætt að vera á kvöldnámskeiðum sér til ánægju og yndisauka; hefði mest gagn af þannig námi. Síðan ætti það að vinna við eitthvað annað. En kynslóðirnar vinsa draslið úr. Við vitum til dæmis ekkert hvaða drasl hefur verið framleitt á fyrri tímum. Það er týnt, gleymt og graf- ið. Hver uppgötvaði til dæmis Kjarv- al? Ekki voru það listfræðingarnir, heldur tók alþýðan hann upp á sína arma í fyllingu tímans. Hver upp- götvaði Rembrandt? Það er ekki hægt að benda á neinn. Það er einkenni á listfræðingum að hirða ekkert um söguna, sem er þó eina menntunin sem þeir hafa, Kjartan Guðjónsson' og ekki um samtímann, heldur eru þeir haldnir þeirri þráhyggju að spá fyrir um og búa til stóru nöfn fram- tíðarinnar. Og það er ekki hægt, því kynslóðirnar velja — ekki þeir. Þetta eru tískuhönnuðir eða markaðsstjór- ar. Eða hver kaupir Andy Warhol í dag?“ ssv

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.