Morgunblaðið - 08.05.1993, Síða 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1993
Fyrsti samlestur
Leikhópurinn sem tekur þátt í uppfærslunni á Spanskflugnnni
Spanskflugan í Borgarleikhúsi
NÚ eru hafnar hjá Leikfélagi Reykjavíkur æfingar á Spanskflug-
unni, hinum sígilda gamanleik þeirra félaga Arnolds og Bach og
verður það fyrsta frumsýning félagsins í Borgarleikhúsinu á kom-
andi hausti. Spanskflugan er sígild orðin en þeir félagar sömdu
nokkur vinsæl gamanleikrit á öðrum tug aldarinnar og var Spansk-
flugan fyrsta verk þeirra og var frumsýnd 1913. Leikfélagið setti
Spanskfluguna fyrst á svið 1926 í Iðnó og síðan hefur leikritið ver-
ið tíður gestur á íslenskum leiksviðum og ævinlega vakið kátínu
leikhúsgesta.
Það er Guðrún Ásmundsdóttir sem
leikstýrir verkinu að þessu sinni. Hún
hefur bætt litlum söngatriðum inn í
framvindu leiksins og verður lítil
hljómsveit leikurum til fulltingis í
sýningunni í haust. Það er Steinþór
Sigurðsson sem hannar leikmynd, en
búninga gerir Þórunn E. Sveinsdótt-
ir. Með hlutverk fara Bessi Bjarna-
son, Edda Heiðrún Backman; Guðrún
Marinósdóttir, Guðmundur Olafsson,
Helga Þ. Stephensen, Karl Guð-
mundsson, Ragnheiður Elfa Arnar-
dóttir, Sigurður Karlsson, SoffíaJak-
obsdóttir, Theodór Júlíusson, Valdi-
mar Örn Flygenring, Valgerður Dan
og Þorsteinn Guðmundsson. Karl
MKöller annast hljómsveitarstjóm
og Guðmunda Jóhannesdóttir semur
dansa.
Í Spanskflugunni segir frá ásta-
málum, fyrr og nú. Klinke, fram-
kvæmdastjóri sinnepsfabrikku í Berl-
ín, á í nokkrum vanda sökum iaus-
lætis á unga aldri en hann og félag-
ar hans hafa allir átt í ástarsam-
bandi við alræmda dansmær á
æskuárum sínum og virðast ekki
geta losað sig við þann draug úr
fortíðinni. Það kemur sér illa nú þeg-
ar þeir eru ailir orðnir virðulegir
borgarar sem mega ekki vamm sitt
vita. Dóttir Klinke-hjónanna, Paula,
er farin að leggja lag sitt við ungan
og ósvífínn lögfræðing í stað þess
að gleypa við þeim biðli sem móðir
hennar ætlar henni. Úr þessum at-
vikum spinna þeir Amold og Bach
fléttu sem er í anda gamanleiks alda-
mótanna. Spaugið sprettur frekar
fram af lýsingum persónanna og
aðstæðum þeirra er beinlínis af
ærslafenginni fléttu.
Kristján Jóhannsson syngur í Aidu í París
150 Islendingar á
sýningunni í dag
ÓPERAN Aida eftir Verdi með
Krisljáni Jóhannssyni í aðalhlut-
verki fékk frábærar viðtökur
áheyrenda í Bercy-íþróttahöll-
inni í París á þriðjudag. Islend-
ingar búsettir á meginlandi Evr-
ópu fjölmenntu á frumsýninguna
en önnur sýning var á fimmtu-
dag. Áætlað er að u.þ.b. 150 Is-
lendingar verði meðal áhorfenda
á þriðju sýningunni, og síðustu
sýningu Kristjáns í París í dag,
laugardag. Bercy-íþróttahöllin
tekur um 15.000 áheyrendur og
verða sýningar á Aidu samtals
14.
Glæsileg sýning
Kristján taldi að frumsýningin
hefði tekist ágætlega þegar haft
var samband við hann. „Hún var
glæsileg og viðtökumar góðar,
mikil hrifning í salnum,“ sagði hann
og minnti á að sýningin væri gífur-
lega stór. „Mest voru um 500
inanns á sviðinu. En ég held að hún
hafi gengið mjög vel sönglega séð
og má í því sambandi nefna að um
það bil helmingur af hljómsveit og
kór kemur frá Arena-útileikhúsinu
í Verona og er orðinn vanur svona
stórum uppfærslum. Flutningurinn
var þó ekki alveg hnökralaus, eins
og gengur, og upp komu vandamál
varðandi hljóðkerfið, suð, óhljóð,
brak og brestir komu í gegn hér
og þar. Oft einmitt á þeim stöðum
sem síst skyldi," sagði Kristján.
Tæknilegir vankantar
Hann sagði að í jafn stórum sal
og íþróttahöllinni væri að sjálf-
sögðu nauðsynlegt að magna upp
raddir söngvaranna. „En af því að
sýningar hafa verið haldnar héma
í rúm tíu ár kom mér dálítið á óvart
að þetta skyldi ekki ganga betur
fyrir sig. Fimmti hver kórfélagi er
með hljóðnema í hárkollunni og síð-
an breytir auðvitað miklu ef ein-
hver syngur upp í hann og hljómar
þar af leiðandi eins og stórsöngv-
ari hvað hljóðstyrk snertir," sagði
Kristján í þessu sambandi en þess
má geta að sýningin hefur fengið
afar mikla umfjöllun í frönskum
íjölmiðlum og meðal frumsýningar-
gesta voru bæði borgarstjóri París-
arborgar og menntamálaráðherra
Frakklands. Eftir sýninguna buðu
þeir helstu söngvumnum og að-
standendum sýningarinnar til
kampavínsdrykkju.
Eftir flutninginn í París heldur
Kristján til Vínarborgar þar sem
hann syngur líka í Aidu en þaðan
er ferðinni heitið til Ítalíu þar sem
hann kemur_ fram á tónleikum
Rauða kross Ítalíu til styrktar ibú-
um fyrrverandi Júgóslavíu 2. júní.
UM HELGINA
. Tónlist
Tónleikar
í Hafnarborg
Hlíf Káradóttir sópran og Aradana
Khadkikar sópran halda tónieika í
Hafnarborg, Hafnarfirði, á morgun
sunnudaginn 9. maí klukkan 20.30. Á
efnisskránni eru íslensk lög, ljóð, aríur
og dúettar. Undirleikari er David
Knowles. Tónleikamir verða endur-
teknir fimmtudaginn 13. maí klukkan
20.30 í Ytri-Njarðvíkurkirkju.
Burtfararpróf Bryn-
hildar Fjölnisdóttur
Brynhildur lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum
við Hamrahlíð
1987. Sama ár hóf
hún söngnám við
Tónlistarskóla
Kópavogs hjá Unni
Jensdóttur en síð-
ustu þijú árin hefur
hún verið nemandi Onnu Júiíönu
Sveinsdóttur. Auk þess hefur hún sótt
námskeið hjá Morag Noble og tímá
hjá Anthony Hose. A efnisskránni er
ljóðaflokkur eftir Schumann, aríur eft-
ir Bach, Mosart og Beethoven og þijú
sönglög við kvæði úr Tíminn og vatnið
eftir Fjölni Stefánsson. Meðleikarar em
þau Jóhannes Andreasen píanó og
Guðrún S. Birgisdóttir þverflauta.
Tónleikamir em burtfararpróf Bryn-
hildar frá skólanum og verða þeir
haldnir í tónleikasal skólans að Hamra-
borg 11, 1. hæð, þriðjudaginn 11. maí
klukkan 20.30. Aðgangur að tónleik-
unum er ókeypis og öllum heimill.
Norræn nútímatónlist
á Borealis
Fjöldi stuttra einleikstónleika verður
á Listasafni íslands við Fríkirkjuveg í
tengslum við stóra sýningu sem þar
opnar í dag, Borealis 6. Félagar úr
tónlistarhópnum Ymi leika norræna
samtímatónlist í safninu á laugardög-
um, sunnudögum og fimmtudögum.
Tónleikarnir taka einungis um stundar-
fjórðung hverju sinni, þeir verða klukk-
an 16 á laugardögum, 15.45 á sunnu-
dögum og 12.45 á fimmtudögum.
Burtfarartónleikar í
Laugarneskirkju
Burtfarartónleikar
verða haldnir á
vegum Tónlistar-
skóla FÍH sunnu-
daginn 9. maí í
Laúgameskirkju.
Flytjandi er Lárus
Sigurðsson gítar-
leikari, en einnig
taka þátt í tónleik-
unum þau Laufey Geirlaugsdóttir sópr-
ansöngkona og Árngeir Heiðar Hauks-
son gítarleikari. Á efnisskránni eru
verk eftir Weiss, Sor, Villa - Lobos,
Albeniz o.fl.
Lárus er fæddur árið 1969 í Reykja-
vík. Hann hóf einkanám í gítarleik hjá
Ríkharði Firðrikssyni árið 1985 og
sama ár innritaðist hann i Tónlistar-
skóla Kópavogs þar sem kennari hans
var Haraldur Arngrímsson. Árið 1989
innritaðist Lárus í Tónlistarskóla FÍH
þar sem hann hefur stundað gítarnám
undir handleiðslu • Snorra Arnar
Snorrasonar. Jafnframt náminu hefur
Lárus sótt námskeið í gítarleik hjá
Sigfried Kobilza og Arnaldi Amarsyni.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og
er aðgangur ókeypis.
Rangæingakórinn í
Reykjavík
Vortónleikar Rangæingakórsins í
Reykjavík verða þriðjudagskvöldið 11.
maí 1993 klukkan 20.30 í Seljakirkju.
Stjómandi kórsins er Elín Ósk Óskars-
dóttir. Einsöngvari á tónleikunum er
Kjartan Ólafsson.
Gestakórar á tónleikunum eru:
Kvennakórinn Ljósbrá. Stjórnandi
Stefán Þorleifsson. Karlakór Rangæ-
inga. Stjómandi Gunnar Marmundsson.
Píanóleik annast Hólmfríður Sigurðar-
dóttir, Anna Magnúsdóttir, Halldór
Óskarsson.
Kór Laugarneskirkju
Árlegir vortónleikar Kórs Laugar-
neskirkju verða laugardaginn_8. maí
kl. 17.00 í Laugarneskirkju. Á efnis-
skránni eru m.a. verk eftir Palestrina,
Gallus, De Victoria, Mozart, Mend-
elsohn og Brahms. Þá flytur kórinn
einnig negrasálma. Stjómandi kórsins
er'Ronald Tumer.
Kammertónleikar og
hljóðfærasýning
I tengslum við
kammertónleika sem Richard Korn og
félagar standa fyrir á Kaffi Sóion ís-
landus sunnudaginn 9. maí klukkan 17
sýnir Hans Johannsson fiðlusmiður
hljóðfæri sín, meðal þeirra em nýsmíð-
uð fiðla og lágfiðla sem verða til sölu.
Auk þess sýnir Hans nokkur hljóðfæri
eftir sig sem eru í eigu tónlistarfólks
hérlendis.
I fréttatilkynningu segir: Hans hefur
undanfarin 15 ár fengist við smíði á
fiðlum, lágfiðlum, sellóum og
kontrabössum, eftir að hafa lokið námi
við þekktan fiðlusmíðaskóla í Bret-
Iandi. Síðan 1983 hefur hann eingöngu
starfað við nýsmíði í stórhertogadæm-
inu Lúxemborg og hafa verkin hans
selst víða um lönd. Hægt verður að
skoða og prófa hljóðfærin í hléinu og
eftir tónleikana. Hans er staddur hér
á landi til að sinna viðgerðum og við-
haldi á hljóðfærum þeirra sem eru í
vandræðum vegna skorts á faglærðum
fiðlusmið hér.
Sardasfurstynjan í
allra síðasta sinn
Sardasfurstynjan eftir Emmerich
Kálmán verður flutt í allra síðasta sinn
í íslensku óperunni í kvöld, laugardags-
kvöld. Sýningin hefst klukkan 20.
Myndlist
Alan Johnston sýnir á
Annarri hæð
Sýning með skoska listamanninum
Alan Johnston hefur verið opnuð í sýn-
ingarsalnum Önnur hæð á Laugavegi
37. Sýningin er opin á miðvikudögum
frá klukkan 2-6 út júnímánuð.
Alan Johnston er fæddur í Edinborg
árið 1945. Hann fæst við ljóðrænar
og fínlegar óhlutbundnar myndir og
hefur gert talstvert af teikningum beint
á veggi, jafnt utan dyra sem innan.
Verk hans eru sýnd reglulega í New
York og Tókíó.
Myndir af börnum á
Mokka
Ljósmyndir Sally Mann verða til
sýnis á Mokkakaffi við Skólavörðustíg
frá deginum í dag og fram til 20. júní.
Kaffihúsið er opið frá 9.30-23.30 alla
daga nema sunnudaga, þá er opnað
klukkan 14. Á sýningunni eru sextán
myndir listakonunnar af börnum henn-
ar þremur, þær hafa birst í nýlegri bók
sem á íslensku heitir Náin fjölskyldu-
tengsl. Myndirnar hafa verið umdeild-
ar, sumum þykir þær nálgast hið kyn-
ferðislega um of, en enginn efast um
fagurfræðilegt gildi þeirra.
„Yndislegt er úti vor“
Sýningin sem opnuð verður í dag í
Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, hefur hlot-
ið heitið Yndislegt er úti vor. Þar sýn-
ir Magdalena Margrét Kjartansdóttir
grafíkverk, stór og litrík, sem eru af-
rakstur undanfarinna tveggja ára.
Magdalena Margrét er fædd 1944 í
Reykjavík og útskrifaðist frá grafík-
deild Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands 1984. Hún hefur sýnt víða hér
heima og erlendis, t.d. í Japan, Þýska-
landi og á Norðurlöndunum, þar sem
hún á verk f opinberri eigu, t.d. í Upp-
sölum og Jönköping.
Sýningin er opin alla daga klukkan
14-18 nema mánudaga. Henni lýkur
23. maí.
Málverkasýning
Bjargar Þorsteins-
dóttur í Hafnarborg
í Hafnarborg,
Lista- og menning-
armiðstöð Hafnar-
fjarðar, Strandgötu
34 í Hafnarfirði,
verður opnuð sýn-
ing á málverkum
eftir Björgu Þor-
steinsdóttur í dag,
laugardaginn 8.
maí, klukkan 14.
Verkin á sýningunni eru unnin á
striga og pappír á árunum 1990-1993.
Björg stundaði myndlistarnám í
Reykjavík, Stuttgart og París. Hún
hefur haldið yfir 20 einkasýningar og
tekið þátt i fjölda samsýninga heima
og erlendis.
Ýmis söfn og stofnanir eiga verk
eftir Björgu, t.d. Listafn íslands, Lista-
safn Reykjavíkurborgar, Listasafn
Háskóla íslands, Musée de Beaux Arts
í Caen, Frakklandi, Museum of Con-
temporary Art í Skopje, Museum of
Art í Lods, Póllandi, og Museet for
internasjonal Samtidsgrafikk í Fred-
riksstad Noregi.
Sýningin í Hafnarborg stendur til
31. maí og er opin frá klukkan 12-18
daglega nema þriðjudaga og hvíta-
sunnudag.
Finnur Erlendsson í
Ráðhúsinu
Verk eftir Finn Erlendsson verða
sýnd í Ráðhúsi Reykjavíkur 8. til 20.
maí. Finnur er fæddur í Danmörku
1913. Foreldrar hans voru Valdimar
Erlendsson læknir og kona hans Ellen
Mergrethe, fædd Heegaard-Jensen.
Finnur lauk læknisprófi í Kaupmanna-
höfn og sinnti læknisstörfum í Friðriks-
höfn til 1983. Hann gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum, sat m.a. á danska
þjóðþinginu frá 1973-79 og var fulltrúi
Dana á allsheijarþingi Sameinuðu
þjóðanna 1981-84. Finnur hefur gefið
út þijár ljóðabækur og sýningar á verk-
um hans hafa verið haldnar víða frá
árinu 1973.