Morgunblaðið - 08.05.1993, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1993
B 7
Morgunblaðið/Börkur
Islensk myndlist í London
Sig'urður og Jón Axel ásamt Jakobi Magnússyni og John Russel
Taylor, gagnrýnanda The Times.
• •
Sigurður Orlygs-
son og Jón Axel
Ágætar móttökur í Lundúnum
SHAD Galleries heitir sýningarstaður við Butlers Wharf í Lundún-
um, sem öðrum fremur hefur borið sig eftir verkum íslenskra mynd-
listarmanna. Skemmst er að minnast stórrar sýningar á verkum ís-
lenskra listmálara og myndhöggvara sem vakti svo mikla athygli
að eftir henni var sóst víða um Bretlandseyjar. Er hún þar enn á
ferðalagi.
Nýlega lauk í Shad Galleries
sýningu á verkum tveggja ís-
lenskra listamanna, þeirra Sigurð-
ar Örlygssonar (Siggi Orlygs) og
Jóns Axels. Þar sýndi Sigurður
18 máluð verk og samsett, en Jón
Axel 12 verk, olíumálverk og einn
skúlptúr. Sýningin, sem fylgt var
úr hlaði með tónlistarflutningi og
sýningarskrá með grein eftir Aðal-
stein Ingólfsson listfræðing, þótti
takast afar vel. Aðsókn var góð,
á annan tug verka seldust og lof-
samlega var minnst á sýninguna
í blöðum.
í hinu virta blaði The Times var
syningin útnefnd sem ein af mark-
verðustu sýningum í borginni um
þær mundir (Critics Choice). Út-
nefningunni fylgdi eftirfarandi
greinarkorn eftir John Russell
Taylor, gagnrýnanda The Times:
“Önnur sýningin á íslenskri
samtímalist í Shad Galleries, í
næsta nágrenni við Hönnunar-
safnið, staðfestir mikilvægi þessa
sýningarstaðar . fyrir íslenska
myndlistarmenn. Annar sýnenda,
Sigurður Örlygsson, gerir út á
mikilfengleikann og dulitla sér-
visku í haganlega teiknuðum og
áferðarmiklum verkum sínum, þar
sem leitað er fanga jafnt í hugar-
heimi Jules Vernes sem veröld vís-
indaskáldsagna. Sum þessara
verka eru með þrívíðum áherslum,
skarta mótuðum viðhengjum af
hrörlegum flygildum og öðru í þá
veru.
Verk Jóns Axels eru innhverfari
og þunglyndislegri, uppfull af af-
bökuðum mannverum í expres-
sjónískum anda sem gægjast und-
an kröftuglega máluðum afstrakt-
flötum. Báðir þessir listamenn eru
ágætir fulltrúar gróskumikillar og
ófyrirsjánlegrar myndlistarinnar á
íslandi um þessar mundir."
Sinfóníutónleikar
_________Tónlist______________
Jón Ásgeirsson
Síðustu rauðu áskriftartónleik-
ar Sinfóníuhljómsveitar íslands
voru haldnir sl. fimmtudag í Há-
skólabíó. Flutt voru verk eftir
Hugo Alfvén, Edward Grieg og
Pjotr Iljítsj Tsjakovskí. Einleikari
var Leif Óve Andsnes en stjórn-
andi Paavo Járvi.
Tónleikarnir hófust á glaðlegu
verki eftir Alfvén, sem hann nefn-
ir Jónsmessuvöku og á að vera
innblásið af brúðkaupsgleði, eins
og hún tíðkaðist í Svíþjóð um alda-
mótin. Þetta glaðlega verk var
ágætlega flutt og auðheyrt að
stjórnandinn Paavo Járvi lék sér
að mótun þess.
Píanókonsertinn eftir Grieg er
meistaraverk og um það fór hönd-
um ungur píanósnillingur, Leif
Ove Andsnes, er lék verkið frá-
bærlega vel, án alls leikaraskapar
eða sem tæknisýningu en gaf tón-
listinni það inntak, sem er hljóman
fegurðar, fegurðar sem aðeins
þeir listamenn eiga til er umgang-
ast viðfangsefni sín af hógværð,
Leif Ove Andsnes
nærfærni og virðingu fyrir skáld-
legu inntaki þeirra.
Fimmta sinfónían eftir Tsjajk-
ovskí er mikið og tilfmninga-
þrungið skáldverk og var það í
heild mjög fallega mótað af Paavo
Járvi og hljómsveitinni og þó
hraðinn væri einstaka sinnum við
ystu mörkin skapaði það einkar
mikla spennu, sem er megininntak
Paavo Járvi
þeirra tilfinningaátaka er
blómstrar í þessu mikla skáld-
verki. Einstaka hljóðfæraleikarar
áttu ágætar einleiksstófur og er
á engan þeirra hallað þó að horn-
leikarinn, Joseph Ognibene, sé
sérstaklega tilgreindur fyrir af-
burða vel leikna sóló í upphafi
annars þáttar.
MENNING/
LISTIR
i NÆSTU VIKU
MYIMDLIST
Kjarvalsstaðir
Svava Björnsdóttir, Daði Guðbjörnsson,
Sæmundur Vajdimarsson sýna til 16. maí.
Listasafn ASÍ
Jóhanna Bogadóttir sýnir.
Gunnarssalur
Verk úr safni Gunnars Sigurðssonar.
Ráðhúsið
Finnur Erlendsson til 20. maí.
Gallerí Úmbra
Sigurlaug Jóhannsdóttir sýnir til 19. maí.
Listsalurinn Portið
Gunnar Orn, Katrín Þorvaldsdóttir og
Marisa N. Arason sýna til 16. maí.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
Valin verk listamannsins sýnd.
Gallerí Sólon íslandus
Róska sýnir til 19. maí.
Mokka kaffi
Sally Mann sýnir ljósmyndir til 20. júní.
Listhús í Laugardal
Kjartan Guðjónsson sýnir til 16. maí.
Gallerí Fold
Kjartan Guðjónssson sýnir til 16. maí.
Aðalstræti 2
Ljósmyndasýningin „1. maf 1923“ til 17.
maí.
Öldugata 15-Geðhjálp
Teikningar Soffíu frá Bjargi.
Listmunahúsið
Valgerður Bergsdóttir til 23. maí.
TOIMLIST
Laugardagur 8. maí.
Samkór Trésmíðafélags Reykjavíkur í
Áskirkju kl. 15. Kvennakór Reykjavíkur
í Langholtskirkju kl.17. Tríó fiðlu, sellós
og píanós á Kjarvalsstöðum kl. 20.30.
Sunnudagur 9. maí.
Kvennakór Reykjavíkur í Langholtskirkju
kl. 17. Kammertónleikar á S?loni íslandus
kl. 17. Verk Ríkharðs H. Friðrikssonar á
Kjarvalsstöðum kl. 20.30.
BOKMEIMNTIR
Kjarvalsstaðir
Ljóðasýning Lindu Vilhjálmsdóttur til 16.
mai.
Þjóðleikhúsið
Stóra sviðið kl. 20:
LEIKLIST
Kjaftagangur: fim. 13. maí. My Fair Lady:
lau. 8. maí, fös. 14. maí. Hafið: sun. 9
maí, mið. 12. maí. Dýrin í Hálsaskógi:
sun. 9. maí kl. 14.
Litla sviðið kl. 20.30:
Stund gaupunnar: sun. 9. maí, mið. 12.
og fös. 14. maí.
Borgarleikhúsið
Stóra sviðið:
Kl. 20: Tartuffe: lau. 8. maí. Ronja ræn-
ingjadóttir kl 14.00: sun. 9. maí.
Litla sviðið kl. 20:
Dauðinn og stúlkan: lau. 8 maí, fim. 13
maí.
íslenska óperan
Sardasfurstynjan kl. 20: lau. 8. maí.
íslenski dansflokkurinn
Coppelía lau. 8. maí kl. 14.
Leikfélag Akureyrar
Leðurblakan lau. 8. maí, fös. 14. maí kl.
20.30.
Nemendaleikhúsið
Pelíkaninn lau. 8. mai, sun. 9. maí, fim.
13. maí.
Umsjónarmenn listastofnana og
sýningarsala!
Upplýsingar um listviðburði sem óskað
er eftir að birtar verði í þessum dálki
verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16
á miðvikudögum. Merkt: Morgunblaðið,
menning/listir, Hverfisgötu 4, 101 Rvk.
Myndsendir: 91-691294.
Sorgarsöngvasinfónía
NÚTÍMATÓNLIST er hálfgert skammaryrði, í það minnsta meðal
fólks sem alla jafna leggur ekki fyrir sig að leita að einhverju spenn-
andi og gefandi til að kitla eyrun. Það er og gjá á milli nútímatón-
listar og popptónlistar, en í orðinu popp felast einmitt vinsældir eða
almannahylli. Það þótti því saga til næsta bæjar þegar sinfónía eft-
ir pólskt nútímatónskáld birtist óforvarandis á breska breiðskífulist-
anum innan um poppheljur á borð við Michael Jackson, Sting og
Eric Clapton. Ekki dró úr undrun manna þegar platan kleif hægt
og sígandi listann og staðnæmdist loks í sjötta sæti.
Þegar Warner-útgáfan ákvað að
gefa út þriðju sinfóníu pólska tón-
skáldsins Henryks Mikolajs Góreck-
is fyrir hljómsveit og sópranrödd
bjuggust menn ekki við mikilli sölu,
frekar en endranær. Þetta var í
fjórða sinn sem sinfónían var gefin
út frá því hún var samin 1976, sem
telst mikið á mælikvarða nútíma-
tónlistar. Eldri útgáfur höfðu að
vísu fengið fyrirtaks dóma og til
að mynda fékk útgáfa Koch á sin-
fóníunni 1982 sérstaka viðurkenn-
ingu breska blaðsins Grammop-
hone. Einnig hafði sinfónían verið
flutt víða, þar á meðal í Bandaríkj-
unum, þar sem hún vakti hrifningu
tónleikagesta. Þrátt fyrir þetta
töldu starfsmenn Warner ekki
ástæðu til að reikna með mikilli
sölu, enda nútímatónlist tíðum frek-
ar gefin út nánast af hugsjón en
gróðavon.
Górecki, sem er rétt sextugur,
býr í mengunarbælinu Katowice og
starfaði lengst af sem kennari en
hefur framfleytt sér og fjölskyldu
sinni í nokkur ár sem tónskáld.
Framan af tónsmíðaferli sínum
skipaði hann sér meðal framúr-
stefnumanna og samdi í anda Web-
erns og Boulez, en á sjöunda ára-
tugnum sneri hann sér að innhverf-
ari tónlist og lágstemmdari og sótti
mjög í þjóðlega pólska tónlist með
síaukinni tilvísun í trúarleg og póli-
tísk málefni. Meðal helstu verka
hans síðustu ár má nefna O Domina
Nostra, sem ECM gaf út fyrir
skemmstu, en líkt og önnur verk
Góreckis hefur það pólitíska tilvís-
un, að þessu sinni í árás lögreglu
á Samstöðumenn í Bydgoszcz 1981.
Verkið tileinkaði hann hinni „svörtu
madonnu“, sem mikil helgi er á í
Póllandi, og gerði að verkum að
verkið var bannað í Póllandi. Eldra
verk er Beatus vir, sem samið var
í tilefni af heimsókn Jóhannesar
Páls páfa til Póllands 1979 en fyrir
að hafa samið það verk var Górecki
sviptur skólastjórastöðu við tónlist-
arskólann í Katowice. í nýlegu ein-
taki Classic CD fær útgáfa Argo á
Beatus vir frábæra dóma, fimm
stjörnur, og þar lögð áhersla á hve
verkinu svipi til sorgarsöngvasinfó-
níunnar að inntaki.
Átakanleg sorg
Eins og áður sagði var sorgar-
söngvasinfónía Góreckis samin
1976 og var þá nokkuð sér á parti
í tónsmíðum hans, þó síðar hafi
hann samið fleiri verk svipaðs eðlis.
Söngtextar í sinfóníunni eru þrír;
kaþólsk bæn, bænarákall sem
stúlka skrifaði á vegg í útrýmingar-
búðum nasista, Zakopane, og pólsk
sveitabæn og tónlistin hefur á sér
hlýlegan helgiblæ, þó átakanleg
sorg skíni í gegn. í einni af fáum
ferðum Góreckis utan Póllands
Henryk Górecki.
stýrði hann upptökum á þriðju sin-
fóníunnj í Bretlandi snemma árs
1991. Útgáfustjórar segjast eftirá
þegar hafa hrifist af verkinu, en
ekki hafa þeir gert sér neinar vonir
um metsölu, því fyrsta dreifing á
plötuhni var 1.000 eintök. Það þyk-
ir lítið á milljónamarkaði, en þrátt
fyrir venjulega kynningu áttu allir
von á að salan yrði ekki mikið
meiri en þessi fyrstu eintök. Eitt-
hvað gerði þó að verkum að sinfón-
ían átti greiðari leið að hjörtum
fólks en búist var við og réð þar
líklega mestu útvarpsstöð í Lundún-
um sem leikur einungis sígilda tón-
list, Classic FM. Þar var sinfónían
leikin í sífellu (síbylju?) og salan lét
ekki á sér standa. Þegar sölusveit
útgáfunnar varð ljóst hvað væri á
seyði gripu menn til óvenjulegrar
markaðssetningar, því þeir sendu
áhrifafólki í poppheiminum, t.a.m.
Paul McCartney og Elvis Costello,
plötur og einnig fengu breskir
frammámenn af pólsku ætterni,
valdir stjórnmálamenn og kaþólikk-
ar pakka. Þetta varð til að auka .
enn söluna og áður en útgáfan náði
að búa til silfurplötu (60.000 ein-
taka sala) hafi platan náð gullsölu
(100.000 eintök) í Bretlandi, en
þegar þetta er skrifað hefur hún
selst í um 300.000 eintökum um
heim allan og selst enn.
Vinsældir þriðju sinfóníunnar
hafa komið Górecki óþægilega á
óvart, ef marka má viðtöl sem birst
hafa við hanr, frá því skriðan fór
af stað. Hann játar að velgengnin
verði til að auðvelda honum lífið; í
það minnsta komi féð sér vel, en
hann kysi heldur að deyja fátækur
og vera minnst sem snillings, en
að vera kallaður snillingur núna og
deyja öllum gleymdur.
Árni Matthíasson