Morgunblaðið - 08.05.1993, Síða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAl 1993
Viöburðarík
músíkhelgi
NÝJUNGAR eru einkunnarorð helgarinnar hvað tónlistar-
viðburði varðar. Á Kjarvalsstöðum verður frumflutt tónlist
eftir Ríkharð H. Friðriksson. Tölvutónar eru hans uppá-
hald, en alls konar áhrifa gætir í tónsmíðunum. Nýstofnað
tríó sem enn er ónefnt leikur verk frá ýmsum tímum fyrir
fiðlu, selló og píanó á Kjarvalsstöðum í kvöld. í Langholts-
kirkju syngur hundrað kvenna kór í fyrsta skipti opinber-
lega, bæði í dag og á morgun. Á Sóloni Islandus leika átta
tónlistarmenn verk sem ekki heyrast hér oft, Tónaljóð
Strauss í karnivalbúningi, verk fyrir trommur og víólu auk
septetts eftir Berwald.
Verk Ríkharðs Friðriks-
sonar kynnt, fyrstu
tónleikar Kvennakórs
Reykjavíkur, nýstofnað
tríó á Kjarvalsstöðum
oo sunnudagstónleikar
á Sólon íslandus.
K vennakór Reykjavíkur held-
ur fyrstu opinberu tónleika
sína í dag klukkan fimm
og á morgun klukkan þrjú
í Langholtskirkju. Hundrað konur á
aldrinum 16 ára til sextugs syngja
í kórnum undir stjórn Margrétar
Pálmadóttur. Hugmyndin kviknaði
fyrir nákvæmlega ári eftir vel heppn-
aða tónleika kvennahóps sem nú
myndar kjarnann í kórnum, en hann
var stofnaður fyrir rúmlega þremur
mánuðum. Síðan hafa konurnar æft
tvisvar í viku, verið í raddþjálfun og
.lagt stund á tónfræði. Margrét segir
árangurinn ótrúlega góðan og þakk-
ar hann innilegum áhuga kvennanna
á söng.
Margrét segir að næsta haust sé
ætlunin að auka starf kórsins, halda
söngnámskeið og inntökupróf.
Draumurinn sé að koma á fót tónlist-
armiðstöð fyrir konur sem hafa gam-
an af að syngja. Ef rætist úr hús-
næðismöguleikum verði unnt að hafa
starfsemi allan daginn, námskeið og
æfmgar fyrir byijendúr og lengra
komna og börn með mæðrum sínum.
Margrét stjörnar líka Kór Flens-
borgarskóla í Hafnarfirði og Barna-
kór Grensáskirkju. Hún segist upp-
alin í Kór Öldutúnsskóla og lærð í
Vínarborg að loknu stúdentsprófi.
Síðan hafi hún kennt söng hérlend-
is, unnið meðai annars með söng-
sveitinni Fílharmóníu og Pólýfón-
kórnum. En á næstunni verður hún
önnum kafin með kvennakórnum,
þær syngja í útvarpi og sjónvarpi
og við ýmis hátíðleg tækifæri og
undirbúa Finnlandsferð á kvenna-
þing í ágúst 1994.
A efnisskrá tónleikanna um helg-
ina eru mörg og ólík lög, íslensk og
útlend, með einsöng eða öllum kórn-
um. Einsöngvarar verða Aðalheiður
E. Pétursdóttir, Björk Jónsdóttir,
Erna Guðmundsdóttir, Guðrún Stéf-
ánsdóttir og Jóhanna Þórhaíísdóttir.
Tríó á Kjarvalsstöðum í kvöld
Nýstofnað tríó þeirra Bryndísar
Höllu Gylfadóttur sellóleikara, Auð-
ar Hafsteinsdóttur fíðluleikara og
Snorra Sigfúsar Birgissonar píanó-
leikara heldur tónleika á Kjarvals-
stöðum í kvöld. Á efnisskránni eru
verk frá ýmsum tímum; sónata eftir
Loeillet, tríó í C-dúr opus 87 eftir
Brahms og annað eftir Sjostakovits,
einn þekktasta sellósnilling okkar
tíma, númer 2 opus 67.
Þremenningarnir hyggja á frek-
ara samstarf í tríóinu sem ekki hef-
ur enn hlotið nafn. „Við völdum tón-
list af ólíku tagi,“ segir Bryndís
Halla og bætir.við að nú komi í ljós
hvort fólk sæki svona tónleika á
laugardagskvöldi. „Okkur þykir
spennandi að láta á það reyna.“
Tónskáldið Jean Babtiste Loeillet
var af flæmskri fjölskyldu tónlistar-
manna, fæddur í Gent á síðari hluta
sautjándu aldar. Hann settist að í
Lundúnum kringum 1705 og lék þar
fyrstu árin á flautu og óbó í óperu-
hljómsveitum borgarinnar, spilaði
einnig á sembal og er talinn hafa
kynnt Englendingum þverflautuna.
Hann var talsvert afkastamikið tón-
skáld og hafa verk hans víða verið
dregin upp úr skúffum á þessari
öld, þótt lítið hafi heyrst af þeim
hérlendis. Loeillet lést undir 1730.
Strauss á karnivali
Morgunblaðið/Þorkell
Átta hljóðfæraleikarar koma fram
á kammertónleikum á kaffihúsinu
Sóloni íslandus við Bankastræti síð-
degis á morgun. Leikin verða þijú
all fágæt verk: Grotesque musicale
eftir Strauss í karnival-umritun Has-
enöhrl, Tilbrigði fyrir 4 trommur og
lágfiðlu eftir Colgrass og Septett í
B-dúr eftir Berwald. Konsertinn
verður á efri hæð Sólons og í tilefni
hans sýnir fiðlusmiðurinn Hans Jó-
hannsson hljóðfæri sín þar. Tónleik-
arnir, sem eru á vegum Tónlistar-
klúbbs Sólons, hefjast klukkan 17
og verður þeim útvarpað beint.
Hljóðfæraleikararnir eru Auður
Hafsteinsdóttir, fíðla; Lisa Ponton,
lágfiðla; Richard Talkowsky, selló;
Richard Korn, bassi; Einar Jóhann-
esson, klarinett; Jósef Ognibenc,
horn; Bijánn Ingason, fagott og Ste-
ef van Óosterhout, slagverk.
„Till Eulenspiegel - Einmal and-
ers!“ heitir frægt tónaljóð eftir Ric-
hard Strauss, sem hópur hljóðfæra-
leikara úr Vínarfílharmóníunni fékk
Franz nokkurn Hasenöhrl til að
umskrifa fyrir fíðlu, klarinett, fag-
ott, horn og kontrabassa. Tilgang-
Kvennakór Reykjavíkur syngur í
um helgina.
Á æfingu fyrir tónleika ó Sóloni íslandus ó sunnudag. Morgunbiaðið/Júiíus
Morgunblaðið/Þorkell
Snorri Sigfús Birgisson, Auður Hafsteinsdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir leiko
saman ó Kjarvalsstöðum laugardagskvöld.
Morgunblaðið/Júlíus
Verk eftir Ríkharð Friðriksson verða flutt n
ó Kjarvalsstöðum annað kvöld.
urinn var að gæða verkið anda
karnivalsins eða kjötkveðjuhátíðar-
innar. -
Bandaríkjamaðurinn Michael Col-
grass er 61 árs gamall slagverksleik- '
ari og tónskáld. Hann hefur hlotið -
fjölda viðurkenninga fyrir tónsmíðar
sínar, en lærifeður hans voru Darius
Milhaud og Lukas Foss.
Svíinn Franz Berwald (1796-
1868) var undrabarn í tónlist ög að
mestu sjálflærður í tónsmíðum. Um
langt skeið bjó hann í Berlín og
Vínarborg, enda létú landar hans sér V
lengi vel fátt um hann finnast. Sept-
ettinn er saminn í anda frægs sept-
etts Beethovens og oktetts Schu-
berts.
Tónlist fólks og tölvu
Tónsmíðar Ríkharðs H. Friðriks-
sonar frá síðustu þremur árum verða
kynntar á tónleikum á Kjarvalsstöð-
um annað kvöld. Hann hefur að
undanförnu nýtt sér tölvutækni í
sífellt auknum mæli, bæði við tón-
myndun og smíðar. „Ég hef þó eng-
an áhuga á að láta tölvuna taka
völdin," segir Ríkharður, „hika ékki
við rómantík í músíkinni og er ekk-
ert að flýja áhrif rokksins, sem ég
spilaði áður. Annars stefni ég að því
einu að skipta oft um stefnu í tón-
smíðum. Enda eru verkin mín ólík
og engin ein og ákveðin heimspeki
bak við þau. Þú mátt búast við að
skemmta þér konunglega yfír einu
lagi og hundleiðast það næsta.“
Flytjendur á morgun verða Jó-
hanna Þórhallsdóttir söngkona,
Guðni Franzson klarinettuleikari,
Monica Abendrodt hörpuleikari og
Caput-hópurinn. En. tónleikagestir
fá líka að heyra verk sem Ríkharður
samdi fyrir tölvu og annað fyrir sjálf-
spilandi píanó.
Ríkharður lærði tónsmíðar í
Reykjavík, New York, Siena og
Haag hjá Atla Heimi Sveinssyni,
Þorkatli Sigurbjörnssyni, Franco
Donatoni og Clarence Barlow. Verk
hans hafa meðal annars verið flutt
á Norðurlöndunum flestum, í Banda-
ríkjunum, Hollandi og Þýskalandi
og víðar í útvarpi. Hann er einnig
sagnfræðingur og vinnur við kennslu
tónlistarsögu, en semur tónlist þegar
tóm gefst. Þótt tölvutónlist sé nú í
uppáhaldi hjá honum, segist hann
opinn og hlusta á allt nema kántrí.
Tónleikarnir á Kjarvalsstöðum eru
hluti af tónleikaröð til kynningar á
verkum ungra höfunda. Þeir hefjast
klukkan 20.30 á morgun, sunnudag.
Þ.Þ.