Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 21
MOKGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1993 B 21 Vorkvöld í Vorboða ■ KVIKMYNDAHÁ TÍÐIR í vasabroti hafa verið fastur liður í vetrarstarfi Ameríska bókasafns- ins í vetur. Síðasta hátíðin að þessu sinni verður haldin vikuna 10. til 14. maí nk. Er hún nefnd Á sagna- slóð (The Epic Trail) enda verða þá sýndar fimm þekktar kvikmynd- ir bandaríska leikstjórans Johns Ford (1895-1973). Ford er í hópi kunnustu og afkastamestu leik- stjóra sem Hollywood hefur alið og eru margar mynda hans taldar til sígildra verka, þar á meðal þær sem í boði verða að þessu sinni. Þær eru eftirtaldar: Mánudaginn 10. maí: Stagecoach (1939), þriðjudaginn 11. maí: The Grapes of Wrath (1940), miðvikudaginn 12. maí: How Green Was My Valley (1941), fimmtudagur 13. maí: The Quiet Man (1952) og föstudaginn 14. maí: The Searc- hers (1956). Alla dagana hefjast sýningar kl. 14. Sýnt er á breiðskjá í Ameríska bókasafninu á Lauga- vegi 26. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. í leiðinni gefst gest- um færi á að sjá myndlistarsýningu Ríkeyjar Ingimundardóttur í húsakynnum stofnunarinnar. ■ í TILEFNI af 15 ára afmæli Iðntæknistofnunar verður Opið hús á stofnuninni sunnudaginn 9. maí kl. 13-17. Tæknin og ímyndun- araflið verður látið ráða ferðinni. Ýmis verkefni sem unnið er að á Iðntæknistofnun verða kynnt á þannig að allir ættu að hafa gaman af. Iðntæknistofnun vinnur að fjöl- mörgum verkefnum með íslenskum framleiðslufyrirtækjum. Markmiðið er oftast að fínna nýja framleiðslu- vöru, endurnýja gamla vörutegund eða að fínna tæknilega lausn sem gagnast atvinnulífinu. Einnig er unnið að prófunum á hlutum sem framleiddir eru hér eða fluttir til landsins. Þá er á Iðntæknistofnun öflugt fræðslustarf sem tengist nýjungum í atvinnulífinu. Á Opnu húsi verður lögð áhersla á nýsköp- un. Til sýnis verða nýjar íslenskar vörur og fullkominn tækjabúnaður sem notaður er í framleiðsluiðnaði óg til rannsókna. í tilefni af afmæl- inu verður settur á loft Zeppelín- loftbelgur. Strætisvagnar ganga á hálftíma fresti frá Hlemmi. (Úr fréttatilkynningu) ALMENNUR félagsfundur Sjálf- stæðiskvennafélags Vorboðans, Hafnarfirði, verður haldinn mánudaginn 10. maí. Þema þess fundar verður Vorkvöld í Vor- boða. Gestur fundarins verður formaður Sjálfstæðisflokksins Davíð Oddsson, forsætisráð- herra. Konur í Sjálfstæðiskvennafélagi Árnessýslu koma í heimsókn en þær héldu upp á 30 ára starfsafmæli sitt 23. apríl sl. Á fundinum verður gengið til kosninga á fulltrúum til setu á þingi Landssambands Sjálfstæðiskvenna en þingið verður haldið í Hafnar- firði dagana 3. og 4. júní nk. Fundarstjóri verður Ragnheiður Kristjánsdóttir og er allt sjálfstæð- isfólk boðið velkomið. (Fréttatilkynning) Vika eldri borg-ara Sunnudagur 9. maí VIKA eldri borgara hefst með því að karlar og konur 60 ára og eldri safnast saman á Hlemmtorgi. Þaðan hefst skrúðganga kl. 13.15 niður Laugaveg að Lækjartorgi þar sem hátíðarhöld hefjast um kl. 14. Hátíðardagskrá hefst á Lækjar- torgi kl. 14. Borgarstjóri, Mark- ús Órn Antonssön, flytur ávarp og opnar þar með viku eldri borg- ara í miðborg Reykjavíkur. Þá flytur Gunnar Eyjólfsson leikari ljóð eftir Tómas Guðmundsson, borgarskáld, kór Félagsstarfs aldraðra hjá Reykjavíkurborg syngur, Halli og Laddi skemmta, söngfélag Félags eldri borgara í Reykjavík syngur og loks er sam- söngur kóranna við undirleik Lúðrasveitar Reykjavíkur, sem einnig leikur milli atriða. Kynnir á hátíðinni verður Kristján Benediktsson, formaður FEB. Leiðsögn verður um Listasafn íslands kl. 15. Hátíðarkvöldverður á Hótel Borg hefst kl. 19. Þar verður á boðstólum þríréttuð veislumáltið. Hljómsveitin Gleðigjafar ásamt Ellý Vilhjálms og André Bac- hman leika. Miðaverð er 2.300 kr. og borðapantanir eru í símum 15560 og 15565. Mánudagiir 10. maí MORGUNGANGA hefst um miðborgina kl. 8, gengið frá Borgarhúsi. Fararstjóri er Pétur Pétursson þulur. Morgunkaffi verður á Cáfé París kl. 9.30 og einnig á Hótel Borg á sama tíma. Sérstakir gestir sem kunna frá ýmsu að segja verða alla dagana á Hótel Borg og Café París. Kl. 14 er helgistund í Dóm- kirkjunni. Ragnhildur Hjalta- dóttir. Eftirmiðdagskaffi með lifandi tónlist verður kl. 15 á Hótel Borg og einnig á Café París á sama tíma. í Ráðhúsinu hefst dagskrá kl. 16 með söng Söngfélags Félags eldri borgara undir stjórn Krist- ínar Pjetursdóttur. Undirleikari er Hafliði Jónsson. Einnig koma fram Egill Ólafsson tónlistar- maður og Vilhjálmur Sigurjóns- son einsöngvari. Undirleikari er Hafliði Jónsson. Erum að taka upp á morgun, mánudag, konunglega sendingu af einlitum 100% polyester satin gluggatjaldaefnum í mörgum litum. Einnig hentugt í dúka og rúmteppi. pr. mtr. Póstsendum Hannyrðaverslunin íris, Eyrarvegi 5, Selfossi. Vefta, Hólagarði, Reykjavík. Álnabúðin, Suðurveri, Reykjavík. Skemman, Reykjavíkurvegi 5, Hafnarfirði. Mozart, Bárustíg 6, Vestmannaeyjum. Sporið, Brautarholti 20, Ólafsvík. Inga, Hamraborg 14a, Kópavogi. Kaupfélag A-Skaftfellinga, Höfn Hornafirði. Samkvæmispáfinn, Miðvangi 2—4, Egilsstöðum. Ný]a Línan, Kirkjubraut 18, Akranesi. | t Draumaland, Hafnargötu 37a, Keflavík. Breidd 140 cm. verð aðeins kr. 790 Stofnfundur Rauða kross deildar í Bessastaðahreppi verður haldinn þriðjudaginn 11. maí í íþróttamiðstöðinni í Bessastaðahreppi. Dagskrá: 1. Starfsreglur og nafn deildarinnar. 2. Stjórnarkjör. 3. Kynning á starfi RKÍ. Ólafur Oddsson' erindreki, segir frá helstu verkefnum RKÍ og deilda. 4. Forgangsröðun verkefna deildar- innar. 5. Önnur mál. Allt áhugafólk um málefni Rauða kross- ins velkomið. Undirbúningsnefndin. + Vinnurþú við eða hefurþú áhuga á að vinna við meðferð fíkla og aðstandenda þeirra? Helgarnámskeið ^verður haldið í greiningu og meðferð fíkla. (Áfengisneytendur, ofætur, kynlífsfíklar, spila- fíklar o.fl. og aðstandenda þeirra.) Stefán Jóhannsson CAP: CEAP, ráðgjafi frá Cornerstone Institute, Flórída, býður til helg- arnámskeiðs í stjórnunarskólanum, Sogavegi 69, Reykjavík. Námskeiðið stendur yfir laugardag- inn 15. maí frá kl. 9 til 17 og sunnudaginn 16. maí frákl. 9 til 16. Fluttir verða fyrirlestrar, hagnýtar æfingar gerðar og unnið í hópum. Kynnt verður viðtalstækni og margvísleg greiningartæki sem hjálpa þeim sem vinna við meðferð fíkla að átta sig betur á þörfum skjólstæðinganna. Einnig verða kynntar mismunandi meðferðarleiðir. Upplýsingar um námskeiðið má fá hjá Jóhanni Loftssyni, sálfræðingi, í símum 689465 og 688772. Fjöldi þátttakenda takmarkaður. „flaggskip" HYUNDAI • 4 dyra stallbakur. • 131 eða 143 hestafla vél. • 2000 DOHC 16 ventla eða V6 3000 vél. • Tölvustýrð fjölinnspýting. • 3 gíra beinskipting eða 4 þrepa tölvustyrð sjálfskipting. • Rafdrifnar rúður og samlæsing á hurðum. • Hvarfakútur. HYUflDHI ...til framtíðar Verð frá: 1.388.000,-kr. 1 ÍRMÍS * BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. ARMÚLA 13, SfMI: 68 12 00 Meira en þú getur ímyndaó þér!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.