Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1993 Þjónarífýlu FYRIR framan mig á borðinu liggur merkilegur reikningur frá veitingahúsi í miðbænum sem hljóðar upp á kr. 2.685. Algengt er að greiða slíka upphæð fyrir súpu, aðalrétt, einn bjór og kaffibolla, það er að segja fyrir eina manneskju á meðaldýru veitingahúsi. Á dýru veitingahúsi dygði þessi upp- hæð rétt fyrir aðalréttinum og kannski einu kókglasi. En þessi reikningur er merkilegur að því leyti, að fimm kven- menn borðuðu sig metta fyrir upphæð hans. Umræddur reikningur vakti feikna athygli meðal samstarfs- manna kvennanna, sem töluðu hátt og lengi um háspamað og fleira í þeim dúr, þótt þeir væru auðvitað í keng af öfund vegna upphæðarinnar. Máltíðin fór fram í hádegi á mánudegi. Tvær konur fengu sér fiskisúpu sem kostaði kr. 490 á mann, aðrar tvær skiptu pizzu á milli sín sem kostaði kr. 910, því hvorug gat torgað heilli, og fímmta konan fékk sér grænmetisrétt sem kostaði kr. 795. Samtals kr. 2.685. Með matnum drukku þær íslenskt vatn úr krana sem kostaði ekk- ert, en það var einmitt vatnið sem gerði gæfumuninn þegar reikningurinn var lagður fram. Þar sem ég var með í förinni upplifði ég andrúmsloftið sem myndaðist þegar fímm konur pöntuðu vatn. Vatnið var ein- faldlega pantað því ekkert ann- að kom til greina. Hvorki lang- aði okkur í gos né ávaxtasafa með umræddum réttum og ekki vildum við drekka bjór eða vín þar sem vinnudegi okkar var ekki lokið. Þetta var sem sagt venjuleg hádegismáltíð á venjulegu veit- ingahúsi, eða átti að vera það. En fljótlega eftir vatnspöntun- ina breyttist seiðandi, ítalskt andrúmsloft staðarins í afger- andi klausturstemmningu. Eins og í borðsal jesúíta. Með helgi- svip færðu þjónamir okkur há- degisverðinn og eitt andartak flaug að okkur að fara með við- eigandi borðbæn yfír pizzunni. Eða signa okkur að minnsta kosti. En við gerðum hvorugt því eftir nánari athugun sáum við svipurinn var ekki trúarleg- ur, heldur fýlulegur. Þjónustan var í svipuðum dúr og svipurinn, og er skemmst frá því að segja að við Freyjur landsins vorum homreka því við pöntuðum ekki gos með 150% álagningu, eða bjór með yfír 300% álagningu. Eiginlega fannst okkur óþarfí af þjónunum að vera með þenn- an fýlusvip þótt veitingahúsið græði mest á þeim drykkjum sem við keyptum ekki. Varla ætlast mennirnir til að fólk drekki áfengi í vinnutíma? í ein- stökum tilfellum er svo sem hægt að fá sér bjórglas með matnum á þessum tíma, en ekki í öllum, það hljóta þeir að skilja. Og varla ætlast þeir til að allir hafí lyst á gosi með mat? Og hvað vita þeir nema að við kom- um seinna með maka okkar eða vini að kvöldi til og pöntum steikur, og kannski rauðvín eða bjór á þessu okurverði þeirra? Fáum við þá sömu þjónustuna? Er kannski ekki hægt að fá góða þjónustu nema að reikn- ingurinn sé himinhár? Að margra mati eru veitinga- hús á íslandi okurstaðir. Eða getur einhver sagt mér hvað það er annað en okur að selja drykki með yfir 300% álagningu? í flestum tilvikum mætti lækka verðið um þriðjung, bæði hvað snertir mat og drykk. Eigendur veitingahúsa eru víst eitthvað óánægðir þessa dagana því gestir þeirra eiga það til að setjast inn í hlýjuna hjá þeim og panta sér svo bara vatn úr krananum. Svo nú ætla þeir að selja vatnið líka. Þessa auðlind sem íslendingar eru nánast að drukkna í. En eru þessar vatnspantanir gesta ekki vísbending um að veitingahúsaeigendur þurfí að endurskoða þessa dæmalausu álagningu sína? Er ekki eitthvað bogið við það þegar drykkurinn kostar hið sama og máltíðin? Það má líklega benda hlutað- eigandi á, að bjórsala hefur minnkað um nær 320 þúsund lítra frá 1990 á sama tíma og þjóðinni hefur fjölgað um tíu þúsund manns. Það segir okkur einfaldlega að umræddur drykk- ur er seldur á nánast hlægilegu okurverði. Venjulegt launafólk sem hefur orðið fyrir hverri skerðingunni á eftir annarri hefur ekki efni á kaupa drykki sem kosta jafnmikið og heil máltíð. Það er spuming hvort veitingahúsaeigendur séu gjör- samlega komnir úr takt við tím- ann. Hafa þeir ekki fylgst með þeirri þróun sem hefur orðið á efnahag fólks í landinu? Hér er ekki verið að verja bjórdrykkju en hins vegar hafa flest.ir andstyggð á okri. Því vil ég benda launafólki á ofan- greindan reikning sem sannar að hægt er að fara á veitinga- stað án þess að verða gjald- þrota. Ef þjónarnir setja upp einhvern vatnskenndan fýlu- svip, er einfaldast að fara eitt- hvert annað. Kristín Marja Baldursdóttir FYRIRSÆTU STÖRF GRANNUR LÍKAMIEN KVENLEGUR í TÍSKU Mynd af Elínu á forsíðu grísks tímarits. Rétta útlitið Elín hefur það útlit sem nú er í tísku víðast hvar í Evrópu, hún er grönn en með kvenlegan vöxt, 177 cm á hæð með hár rétt niður fyrir axlir og andlit sem auðvelt er að breyta í samræmi við aðstæður. Þegar blaðamaður imprar á því hvort Twiggy- útlitið sé þá eftir sem áður ekki það vinsælasta segir hún að það sé reyndar sums staðar. „Vanda- málið hjá þeim sem eru horaðar er að þær hafa engin brjóst og því verða þær að troða axlapúðum í bijóstahaldar- ana. Líkaminn á að vera grannur, en samt eru bijóst í tísku.“ Síðan Elín fór utan hefur hún unnið fyrir blöð, tímarit, á hár- greiðslusýningu, þar sem hún var aðalmódel hár- greiðslumeistar- ans, og verið ver- ið með á mynd- bandsupptöku hjá þekktunr, grískum söngvara. Hún hefur ekki unnið við tískusýningar, en verður að sjálf- sögðu vör við tískustraumana. „Það sem er nú að koma í tísku kallast „grunch", sem er nokkurs konar óreiða í óreiðunni. Útlitið er svolítið hippalegt, en þó gengur það ennþá lengra, því fötin passa í raun ekkert saman. Það er hægt að vera til dæmis í stuttbuxum, sokkabuxum þar innan undir, þröngum bol, sem nær rétt niður fyrir bijóst, utan yfir hann er hægt að vera í skyrtu, kannski í vesti þar utan yfir og síð- an í öðru vesti sem nær alveg nið- ur. Við þetta er notaður fjöldinn all- ur af skartgripum." Fullmótaðar persónur Elín leggur áherslu á að þær fyrir- sætur sem fara utan til að vinna séu sjálfstæðar og orðnar nokkuð mót- aðar. „Það er örugglega erfitt fyrir manneskju að byija að standa á eig- in fótum erlendis. Það þarf að skapa sér eigið líf fyrir utan vinnu, kynn- ast fólki, því annars verður maður bara einmana, fer úr jafnvægi og getur ekki unnið. Það er líka gott að vera fljótur að aðlagast. Maður getur lent í alls kyns aðstæðum eins og t.d. íbúðin sem ég fékk í Aþenu. Hún var skítug og það var ískalt á nóttunni. Ég þurfti að klæða mig í þijár peysur, tvennar sokkabuxur, ullarsokka, trefil og hanska og samt var mér kalt. Þar er engin mamma sem bjargar manni.“ Hún bendir líka á að starfið bygg- ist mikið á þolinmæði. Flestir dag- arnir fara í að ganga á milli fyrir- tækja, sem umboðsskrifstofan er milligöngumaður fyrir og sýna möppurnar sínar. Stundum bíða allt að 40 stúlkur eftir viðtali, sem tekur aðeins örfáar mínútur og það er ekki fyrr en að kvöldi sem fyrirsæt- urnar fá að vita, hvort þær hafa vinnu daginn eftir. — Að hveiju stefnir þú sem mód- el? „Ég stefni að því að geta lifað Elín Ásvaldsdóttir er ein þeirra ís- lensku fyrirsæta sem starfa á er- lendum vettvangi. Henni hefur gengið vel frá því að hún fór til Parísar í jan- úar og verið ótrúlega heppin að eigin sögn, því að umboðsskrifstofan sem hún vinnur hjá, Pauline’s, hefur ákveðið að kynna hana á Evrópumarkaðnum. Pauline’s er meðal þekktustu umboðs- skrifstofa í heimi með höfuðstöðvar í New York og útibú í Miami og París. Þegar kynningunni er lokið, sem verður í september, segja forráðamenn skrif- stofunnar að Elín geti þá farið að velja og hafna atvinnutilboðum og setja upp ákveðna upphæð fyrir unnin verk. Kynningarstarfíð hófst reyndar í Aþenu í mars, en þar dvaldist Elín í mánuð og ýmist vann eða gekk á milli fyrirtækja til að kynna sjálfa sig. Næsti viðkomustaður verður í Portúgal, þar sem hún dvelst í 3-4 vikur, því næst verður það annað hvort Madríd eða Barcelóna, síðan Mílanó og Þýskaland. Á milli þessara ferða hefur hún ætíð viðkomu í París. Elín er aðeins tvítug en virðist mun fullorðnislegri í viðkynningu. „Ég hef reynt ýmislegt í lífínu, en auk þess held ég að foreldrar mínir hafi alið mig þann- ig upp, að ég sé sjálfstæð,“ segir hún. Elín er dóttir Guðrúnar Eggertsdóttur ljósmóður og Ásvalds Maríssonar. Hún á einn bróður, Kristján, trommuleikara í hljómsveitinni In Memoriam. Morgunblaðið/Kristinn Elín Ásvaldsdóttir fór á vegum Icelandic Models til umboðsskrif- stofunnar Pauline’s í París, þar sem hún starfar sem fyrirsæta og hefur byrjunin lofað góðu. Elín hefur þannig andlit að auð- velt er að gera hana bæði yngri eða eldri en hún er. af starfinu. Ég vil komast í það mynstur að ég geti unnið að minnsta kosti einu sinni til þrisvar í viku, unnið fyrir leigu og mat, geta ferð- ast þangað sem ég vil og geta farið nokkurn veginn til hvaða lands sem ég vil til að vinna. Ég er ekki í þessu starfi til þess að verða fræg,“ segir hún og bætir við brosandi: „Auðvitað er það ekkert verra, en það er ekk- ert takmark að verða ein af fimm hæstlaunuðu fyrirsætunum, þótt ég hefði ekkert á móti því. í raun er ekki nema 1% líkur á að komast á toppinn, það byggist á því að vera rosalega heppinn og vera á réttum stað á réttum tíma. Svo lengi sem ég get unnið við þetta starf ætla ég að gera það. Og gera það sem best.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.