Morgunblaðið - 02.06.1993, Blaðsíða 1
VIÐTAL VIKUNNAR
Veiðir
MYNDASÖGUM Moggans ber-
ast mörg bréf frá krökkum víða
um land. Stundum eru þeir að
senda svör við þrautum, stund-
um senda þeir okkur myndir
og stundum sögur, Jjóð, brand-
ara eða óskir um pennavini.
Bryndís Vigfúsdóttir, sem er
sjö ára gömul og á heima í
Mosfellsbæ, er ein þeirra sem
sent hafa okkur myndir og
fleira. Baldvin bróðir Bryndís-
ar hefur einnig sent okkur bréf.
Við hittum Bryndísi að máli um
daginn.
Þegar við hittum Bryndísi var
hún að lesa upphátt úr bókinni
um herra Sæl. Hún les skýrt og
greinilega. Þegar hún er spurð
hvar hún hafi lært að lesa svona
vel segist hún auðvitað hafa lært
það í skólanum hún sé búin að
vera þar. Hún lætur ekki trufla
sig við lengur við lesturinn og
heldur áfram og þegar þessi bók
er búin tekur næsta við.
Svo er hún farin út. Þegar hún
kemur inn aftur er hún að leita
að einhveijum sem vill hjálpa
henni með stiga, hún ætlar að
komast niður í eitthvað og þarf
stiga. Mamma hennar vill ekki
að hún fái stigann svo hún leita
að einhveijum öðrum til að hjálpa
sér. Nei, það á enginn stiga fyrir
hana. Jæja, hún fer þá og gerir
eitthvað annað.
Aftur hittum við hana þar sem
hún rólar sér í kaðli og veltir fyr-
ir sér hversu mikið hún megi
beygja fætuma án þess að reka
þá niður í gólfíð, og hvað getur
hún teygt tærnar langt fram og
staðið upp úr kaðlinum.
Hvað hún hafí gert í skólanum
í vetur? Jú, hún reiknaði alla bók-
ina. Það var það skemmtilegasta
randaflugur
sem hún gerði. Henni finnst skól-
inn auðsjánlega skemmtilegur.
Hún á heima í hverfí sem er langt
frá skólanum þannig að hún getur
ekki gengið í skólann, en kemur
þá skólabíll? Nei, það er enginn
skólabfll en hún tekur strætis-
vagn, nema þegar veðrið er mjög
vont, þá keyrir mamma hana í
skólann. Þegar hún tekur strætis-
vagninn þá fer hún úr honum og
gengur síðan eftir göngum sem
eru undir götuna því þetta er stór
og hættuleg gata.
Hún á vinkonu sem er sex ára.
Hvað gerir hún skemmtilegt?
Hún veiðir flugur! í það minnsta
reynir hún það. Það eru randa-
flugur sem hún er að veiða. Þær
eru gular og svartar á bakinu.
Svo eru aðrar flugur sem eru
gular, svartar og rauðar á bakinu.
Hún hefur líka séð býflugu, það
var drottning, hún var mjög stór.
Það er líka gaman að veiða ána-
maðka.
Við löbbum saman út til að
taka mynd. Hún grípur hjólbör-
umar og veit alveg hvernig á að
keyra þær og sýnir það og brosir
út að eyrum. Hún er óspör á bros-
in þessi unga stúlka. Við kveðjum
hana og vonum að henni gangi
vel í flugnaveiðunum eða öðru
skemmtilegu sem hún tekur sér
fyrir hendur.
Fylltar
appel-
sínur
Þetta þarf:
'4 stórar appelsínur
8 matskeiðar vanilluís
2 matskeiðar hakkaðir hnetu-
kjarnar
Skolið appelsínurnar í heitu
vatni og skerið lok af efri hlutan-
um. Ef það er nauðsynlegt til
að appelsínan standi vel á borð-
iriu má skera örlítið af neðri
endanum.
Takið varlega innan úr appels-
ínunni og skerið í bita. Setið bit-
ana aftur í appelsínuna ásamt
ísnum. Hneturnar setur þú síðan
efst.
Pennavinir
Gísli Kristján Ólafsson,
Guttormshaga,
851 Hella
Gísli vill eignast pennavini.
Áhugamál: Körfubolti, körfubolta-
myndir og kvikmyndir.
Guðrún Lilja Tryggvadóttir,
Seyavegi 21,
101 Reykjavík
Guðrún er 10 ára og vill eign-
ast pennavinkonur á aldrinum
9-10 ára.
Brandarar
Kristjana Erlingsdóttir, Drápu-
hlíð 27, sendi okkur þennan
brandara.
Gesturinn: Þjónn, það er könguló
í súpunni minni.
Þjónninn: Flugurnar fóru í verkfall.
Vor
Vorið er komið og gleðjumst við öll
og hoppum og skoppum um víðan völl.
Og blómin þau spretta svo snöggt og hratt,
að kýrin úti á haga bara datt.
Svona er vorið og gaman þá er,
þá hittumst við aftur sem betur fer.
Helga L. samdi þetta þ'óð.
Pétur Þorvaldsson
Þessa mynd af Tomma og Jenna teiknaði Ásgeir, 7 ára,
Aflagranda 3, Reykjavík.
Krabbi og fiskur í sjó heitir mynd Hauks sem er 5 ára og
á heima á Öldugranda 1.
i