Morgunblaðið - 03.06.1993, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.06.1993, Qupperneq 12
12 C dagskrá MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993 INIýtt réðuneyti tekur til starfa íBretlandi Arfleiðarráðu- neytið sér m.a. um fjölmiðla og kvikmyndir Mikið hefur verið hlegið að nýjasta ráðuneyti Breta. Það hefur verið kallað grínráðuneytið, deildin þar sem ekkert gerist, ófreskjan og margt fleira. Peter Brooke, nýi ráð- herrann, segir að ráðuneytið sjái um öll mál sem snerta frítíma almenn- ings. Þetta nýja fyrirbæri ber hið virðulega heiti arfleiðarráðuneytið. Arfleiðarráðuneytið hefur mörg málefni á sinni könnu. Það sér um söfn, fjölmiðla, íþróttir, ferðamál, þjóðminjar, listiðn og listir al- mennt. Ráðuneytið tók til starfa í maí síðastliðnum en hugmyndin um stofnun þess fæddist fyrir rúmu ári. Það var forsætisráð- herra Bretlands, John Major, sem lagði til að stofnað yrði ráðuneyti sem bæri ábyrgð á öllum hliðum breskrar menningar. Stefnubreyting í menningarmálum Þessi hugmynd Majors er stór breyting frá stefnu fyrirvera hans Thatchers. Hún hafði enga full- mótaða stefnu í menningarmálum og voru þeir málaflokkar sem arf- leiðarráðuneytið sér um dreifir um breska stjórnkerfið. Major ákvað hins vegar að færa þá alla undir einn hatt. Með þessara ákvörðun telja stjórnmálaspekúlantar að Major sé að lýsa því yfir að stjórn- völd beri ábyrgð á fleiru en efna- hag landsins. Þau þurfi að axla ábyrgð á öllum hliðum mannlegs lífs. Þegar tillagan um stofnun ráðu- neytisins var lögð fram var ekki búið að ákveða nafn hins nýja ráðuneytis. Ihaldsmönnum leist illa á að kalla það menningarmála- ráðuneytið. Þeim fannst það hljóma einum of kommúnískt. Stéttarskiptinginn sem hefur ríkt í Bretlandi í gegnum aldirnar veld- ur því einnig að aðgreining á milli há- og lágmenningar veldur heit- um umræðum því var talið að best væri að forðast þennan titil. Ráðuneyti lista, íþrótta, og arfleið- ar þótti of þungt í vöfum og eng- in leið að skammstafa heitið. Að endingu var arfleiðarráðuneytið (Ministry of Heritage) samþykkt sem heiti. Það þótti vera nógu virðulagt og höfða til bresku þjóð- arsálarinnar. Erfið fæðing Hið nýja ráðuneyti gekk í gegn- um erfiða fæðingu. John Major hafði valið hinn litríka vin sinn David Mellor til þess að setjast í nýja ráðherrastólinn. Mellor áleit að ef menn vildu fá einhverju framgengt í menningarmálum þá yrði að skapa sérstakt ráðuneyti sem hefði fjárhagsleg bolmagn til að hafa áhrif. Hneyksli varð Mell- or að falli og gárungur skírðu hið nýja ráðuneyti grínráðuneytið. Mellor vék til hliðar og Peter Bro- oke hreppti ráðherrastólinn. Hin alvarlega útlítandi Brooke segist hafa hæfilega íhaldssaman smekk. Þessi yfirlýsing og hin virðulega framkoma hans þykir passa ágæt- lega við hið íhaldssama nafn ráðu- neytisins. Hann álítur tilgang hins nýja ráðuneytis ekki eingöngu vera að varðveita fortíðina heldur einnig að styðja nútímann. Langur undirbúningur Talsvert langan tíma tók að gera arfleiðarráðuneytið starfs- hæft og á þeim tíma kölluðu gár- ungar það deildina þar sem ekkert VERKSVIB RÁÐUNEYTISINS Pjóðaraptleitðanpáðuneyti SÖFN ÍÞRÚTTIR FJÖLMIDLAR BLAÐA- ÚT- VARPS- OG 1 SJÓN- VARPS- RÁÐ STYRKIR: KVIKMYNDA- HÁTlÐIR BRESKA KVIKMYNDA- STOFNUNIN (BFI) STYRKIR: KVIK- MYNDA- SAFN BRET- LANDS I g ÞJÓD- FERBAMANNA- LIST- LIST MINJAR IÐNAÐUR IÐN (ALMENNT) J_______ i ______________I....... ...... I ÞJÓÐMINJA- SVÆÐIS- UST- USTA- SJÓÐUR STJÓRNIR IÐNAÐAR- RÁÐ RÁÐ STYRKIR: BRESKI KVIK- MYNDA- SKÓLINN STYRKIR: KAUP OG VARÐ- VEISLA ÞJOÐ- MINJA .......... ...r ~ STYRKIR: SAMTÖK UST- ©NAÐAR- MANNA SKOSKA USTARÁÐIÐ VELSKA LISTARÁÐIÐ SVÆÐISBUNDIN RÁÐ STYRKIR: MYNDUST, LEIKUST, BÓKMENNTIR, ÞJÓÐLEIKHUS gerist. Ráðuneytisstjórinn, Hayd- en Phillips, segir að undirbúning- urinn hafi verið tímafrekur því erfitt hefði verið að samhæfa ólíka málflokka. Fjölmiðlar heyrðu und- ir innanríkisráðuneytið. Þjóðminj- ar voru undir umsjón umhverfís- ráðuneytisins. Iðnaðarráðuneytið sá um kvikmyndir. íþróttir til- heyrðu menntamálaráðuneytinu og ferðamál atvinnumálaráðu- neytinu. John Major taldi að þess- ir málaflokkar mætu ætíð afgangi hjá viðkomandi ráðuneyti og þess vegna væri best að sameina þau á einn stað. Major álítur að með þessu móti fái allir málflokkarnir þá athygli sem þeir þarfnast. Bylting á svið stjórnmála og menningar Að sögn Hayden Philips er arf- leiðarráðuneytið bylting bæði á sviði stjórnmála og menningar. Það hefur mun færri starfmenn en önnur ráðuneyti þar sem mikið af verkefnum eru boðin út. Stór hluti fjármagns ráðuneytisins fer til ýmissa ráða og stofnanna sem útdeila styrkjum til menningar- starfsemi. Fljótt álitið.er talið að um 45 ráð og stofnanir sæki íjár- magn til arfleiðarráðuneytisins. Ráðuneytið hefur sett á stofn lotterí sem talið er að muni velta að minnsta kosti 1,5 billjón punda. Helmingur þeirrar ijárhæðar fer í vinninga. Síðan fer hluti í skatta en afgangurinn fer til ráðuneytis- ins og getur hver málaflokkur reiknað með 70 milljónum punda á ári. Þegar hefur verið ákveðið að nota hluta af fjármagninu fyrir fyrirhugaða sýningu eða hátíð sem halda á um aldamótin. Þó er ekki reiknað með að ráðuneytið fái peninga úr lottóinu fyrr enn 1995 eða eftir tvö ár. Fjárhagsstaða ráðuneytisins er því ekki of stönd- ug í dag. Breska ríkisstjórnin hef- ur verið að skera niður útgjöld og nýja ráðuneytið finnur fyrir því. Það hefur orðið að skera niður styrki til ýmissa stofnanna og ráða. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir þá sem trúðu því að ráðuneyt- ið myndi styrkja fjárhagsstöðu við- komandi nefnda og ráða. Ótrygg framtíð Margir telja ráðuneytið eiga eftir að sanna ágæti sitt. Hug- myndir ráðherra um framtíð BBC þykja t.d. mjög óljósar. Einnig hafa þingmenn Verkamannflokks- ins gagnrýnt stefnuleysi ráðuneyt- isins gagnvart kvikmyndum. Að áliti Anne Clwyd, eins þingmanns Verkalýðsflokksins, er ekkert form enn komið á ráðuneytið og því erfitt að vita hver framtíð þess verður. Hið nýja ráðuneyti má einnig reikna með því að verða gagnrýnt þegar ákveða þarf hvaða stofnanir á að styðja fjárhagslega. Sú hefð hefur skapast í Bretlandi að ríkisstjórn taki ekki slíkar ákvarðanir en nú mun Peter Bro- oke gera það. Hayden Phillips viðurkennir að ráðuneytið sé enn í mótun. Hann telur að það muni taka þijú ár að Arfleiðarráðuneytið - Peter Brooke, arfleiðarráðherra. koma starfseminni í réttan farveg. En það er óvíst hvort arfleiðar- ráðuneytið hafi þennan tíma til umráða. Ríkisstjóm John Majors á við mörg vandamál að stríða og óljóst hve lengi hún mun sitja. Framtíðin ein getur leit í ljós hver örlög hins nýja ráðuneytis verða. BÍÓIIM í BORGIIMNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN Sommersby ★ ★ ★ Þó að efnisþráðurinn þoli ekki hárfínar rannsóknir þá er ástarsagan óvenju viðfelldin. Jodie Foster er frábær og útlit myndarinnar, sem gerist að loknu þrælastríðinu, með eindæmum vel gert. Avallt ungur ★ ★ Mel Gibson í dularfullri samsuðu me- lódrama og vísindaskáldskapar. Út- koman geðfelld vitleysa fyrir klúta- fólk. Leyniskyttan ★ Tom Berenger leikur leyniskyttu í lam- aðri frumskógarmynd sem vantar rök- réttan söguþráð. Ljótur leikur ★★★'/« Ögrandi, afargott verk um tregafull mannleg samskipti og ómanneskjuleg átök og umhverfi. Rómantísk spennu- mynd. BÍÓHÖLLIN Captain Ron ★ Sauðmeinlaus en með eindæmum aulaleg gamanmynd um landkrabba- fjölskyldu og skipstjórann þeirra. Maleolm X ★ ★ ★ Fer hægt af stað en þegar hún kemst á skrið stoppar hana ekkert. Alltof löng en á endanum áhrifamikil mynd frá Spike Lee. Denzel Washington er frábær sem X-ið. Banvænt bit ★ Blóðsugumynd John Landis gengur ekki upp, er bæði ófyndin og óspenn- andi, en það er kraftur í Robert Logg- ia í sínu fyrsta vampýruhlutverki. Skíðafrí í Aspen ★ Vinskapur, rómantík og frægur skíða- staður. Óspennandi langloka með nokkrum góðum skíðaatriðum. Konuilmur ★★★'/? Afar vönduð mynd um samband ólíkra einstaklinga. Eftirminnileg fyrir vel- skrifað handrit og afburðaleik A1 Pac- inos. Meistararnir ★ 'A Klisjum hlaðin gamanmynd um lög- fræðing sem á að koma röð og reglu á íshokkíleik vandræðagemlinga. Bambi ★ ★ ★ Ein af sígildu Disneymyndunum sem kann ekki að eldast og enn gleður mannsins hjarta. HÁSKÓLABÍÓ Siglt til sigurs ★ ★ Tilkomumikil á meðan vindurinn blæs í seglin en mannlegi þátturinn er allur lákúrulegri í þessari misjöfnu mynd um siglingakeppnina um Ameríkubik- arinn. Stúlkan, löggan og bófinn ★ ★ Óvenjuleg mynd um óvenjulegar per- sónur. Ristir ekki djúpt og er borin uppi af leik stórstjamanna. Lifandi ★ ★ ★ Afar vel sviðsett mynd um ótrúlegar mannraunir sem gerðust hátt uppi { Andesfjöllum fyrir tveimur áratugum. Mýs og menn ★ ★ ★ Ljúfsár og vönduð kvikmyndagerð uppúr frægri sögu Johns Steinbecks um vináttu og náungakærleik. John Malkovich er frábær sem Lenny. Jennifer 8. ★ ★ Brokkgengur eltingarleikur lögregiu við fjöldamorðingja. Gott upphaf og endasprettur en langur og lítt spenn- andi miðkafli dregur myndina niður. Vinir Péturs ★ ★ ‘A Endurfundir vinahóps eftir tíu ára fjarvistir. Bresk útgáfa af „The Big Chill“ en hvergi nærri eins frísk og frumleg og fyrri myndir Kenneths Branaghs. Á engu að síður sína góðu spretti. Karlakórinn Hekla ★ ★ Bestu stundir Karlakórsins Heklu eru söngatriðin þegar kórinn syngur sig inní hjörtu áhorfenda. Gamanþáttur- inn brokkgengur. Howards End ★ ★ ★ Frábærlega vel leikin og gerð bíóút- gáfa af sögu E. M. Forsters sem ger- ist um aldamótin síðustu. Bókmennta- leg, bresk og býsna skondin. LAUGARÁSBÍÓ Stjúpbörn ★ Einkar væmin gamanmynd um unga stúlku sem flýr ruglingslegt Tjöl- skyldulíf sitt. Feilspor ★ ★ ★ Góð sakamálamynd um glæpahyski sem stefnir á smábæ þar sem hug- rakkur lögreglustjóri bíður þeirra. Fínn leikur og spennandi saga undir leikstjórn Carls Franklins. Hörkutól ★ y« Lögreglumaður gerist mótorhaus til að koma upp um glæpsamlega mótor- hjólaklíku. Klisjukennd og lítt spenn- andi þótt byggð sé á sönnum atburð- um. Nemo litli ★★★ Ungur drengur bjargar draumaland- inu frá glötun í fallegri og hæfilega ógnvekjandi teiknimynd fyrir yngri kynslóðina. Talsetningin ómetanlegt innlegg. REGNBOGINN Goðsögnin ★ Hrollvekja sem fer vel af stað en fell- ur síðan kylliflöt í rútínu tómatsósu- hasar. Ólíkir heimar ★ 'A Sidney Lumet verður flest á í mess- unni í gyðinglegri útgáfu af Vitninu. Melanie Griffith ræður illa við aðal- hlutverkið. Loftskeytamaðurinn ★ ★ ★ Vel leikin mynd um stórbrotinn ná- unga sem setur heldur betur svip sinn á mannlífið í norskum smábæ. Byggð á sögu eftir Knud Hamsun. Siðleysi ★★★'/« Frábærlega gerð mynd Louis Malle um ástarsamband sem hefur mjög slæmar afleiðingar í för með sér. Leik- hópurinn góður og leikurinn sterkur. Ferðin til Las Vegas ★ ★ ★ Unaðsleg kómedía frá Andrew Berg- man um tregan brúðguma sem er við það að missa ástina sína í hendur milla eftir slæman póker. Frábærar persónur og Elvis-eftirlíkingar. Englasetrið ★ ★ ★ Forpokaðir sænskir sveitavargar reyn- ast besta fólk þegar nútímaleg borgar- börn eru búin að skólpa af þeim skin- helgina. Bráðhress. Tommi og Jenni mála bæinn rauð- ann ★ ★ Lítið fer fyrir gamla góða ástar/hat- urs sambandi félaganna í mynd sem einkum ætti að hugnast yngsta fólk- inu. SAGABÍÓ Á hættutímum ★ ★ Ungt fólk sýnir uppreisn gegn nasis- manum með tjútti en er kveðið í kút- inn. Eins og Bekkjarfélagið bara síðri. Stuttur Frakki ★ ★ '/« Skemmtileg mynd um Frakka sem lendir í villum í Reykjavík. Leikur ágætur. Eggert Þorleifsson stelur sen- unni og Frakkinn er mjög góður. STJÖRNUBÍÓ Dagurinn langi ★ ★ 'A Bill Murray tekur að endurmeta líf sitt þegar hann vaknar alltaf til sama dagsins í þessari rómantísku gaman- mynd. Hún er best þegar Murray er sem illskeyttastur en svo linast hann Ojg verður mjúki maðurinn. Oll sund lokuð ★ ★ Van Damme er köttur í bóli bjarnar f afar illa leikinn nútímaútgáfu af vestranum Shane. Átakaatriðin góð. Helja ★ ★ '/« Hnökrótt, skopleg ádeila um ímyndað- ar hetjur og fjölmiðlafár. Góður Hoff- man.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.