Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1993 J © Akranes ■ Þróttur Þórður Þórðarson skoraði 4 mðrk 1955 9- Akranes ■ Keflavík Rikharður Jónsson skoraði 3 mörk w 1959 Skúli Ágústsson IBA skoraði 3 mörk Keflavík ■ Fram 1964 Valur Akureyrar 1970 :1 1*. Akranes ■ Breiðablik Teitur Þórðarson skoraði 6 mörk sem er markamet Valur KR Ragnar Margeirsson skoraði 3 mörk 10.1 Akranes ■ Víkingur Alexander Högnason skoraði 3 mðrk # 1973 1992 1993 Mesti markamunur og flest mörk skoruð í knattspyrnu í 1. deild ■ LANDSLIÐ íslnnds í körfu- knattleik hélt áleiðis til Vínarborgar um helgina til að taka þátt í Evrópu- móti landsliða. Með þeim í flugvél- inni var Kór Hólmavíkur sem var á leið til Ungverjalands í söngferða- lag, og_ söng hann af mikilli list Áfram Island fyrir liðið í kveðju- skyni, við mikinn fögnuðu landsliðs- manna. ■ LANDSLIÐIÐ fór á sína fyrstu æfíngu á laugardaginn, í leigubílum. Fjórir landsliðsmenn með Birgi Mik- haelsson í broddi fylkingar fóru með síðasta leigubílnum, en ekki vildi betur til en svo, að leigubílstjórinn fór með þá í þveröfuga átt, hélt ein- hverra hluta vegna að þeir væru á leiðinni á Mannréttindaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin var hinum meginn í borginni. ■ ÞAÐ var ekki fyrr en landsliðs- mennimir hittu Gunnar G. Schram, lagaprófessor og fulltrúa íslands á ráðstefnunni, að þeir áttuðu sig á því að þe'r voru ekki á réttum stað. FOLX ■ LÖGIN sem leikin em á KR-vell- inum við Frostaskjól fyrir leiki í 1. deildinni hafa vakið athygli og þótt viðeigandi. Fyrir leik KR og IBV á laugardaginn hljómaði fyrst lagið Svart-hvíta hetjan mín með Dúkkul- ísunum og síðan kom lagið Toppur- inn að vera í teinóttu með SSSól. Það er hinn geðþekki útvarpsmaður Páll Sævar Guðjónsson sem stjórn- ar laga valinu. ■ ÞRÍR miðaldra menn keppast nú um titilinn „óvinsælasti maður Bret- lands“ samkvæmt fréttaskeyti Reut- er. Einn þeirra stjórnar landinu, for- sætisráðherrann John Major, annar er þjálfari landsliðsins í knattspyrnu, Graham Taylor og sá þriðji er ein- valdur landsliðsins í krikket, Ted Dexter. ■ MENN_ gera ýmislegt __ til að krækja í Ólympíuleikana. Astralir eru að byggja sundlaug sem á að vera sú besta í heimi. Vísindamenn hafa unnið við að finna út hvernig best er að hafa hana þannig að sem minnst brjóti á sundköppunum og segjast hafa fundið réttu lausnina þannig að mörg heimsmet verði sett í henni. Þetta er einn liðurinn í að fá Ólympíuleikana árið 2000 til Sidn- ey. ■ WAYNE Player sonur hins heimsþekkta kylfings, Gary Player, var vísað frá keppni á móti í Mílanó á föstudaginn. Hann mætti tíu sek- úndum of seint á teig og fékk tvö högg í víti fyrir bragðið. Hann neit- aði að skrifa undir skorkortið sitt og var þá vísað úr keppni. ■ NICK Faldo átti í miklum erfíð- leikum á Opna bandaríska mótinu í golfi sem lauk um helgina. Fyrsta daginn varð einn áhorfenda fyrir bolta Faldos þegar högg misheppn- aðist hjá honum. Faldo hljóp til mannsins og kom á undan sjúkralið- unum þangað og aðstoðaði manninn. Hann fékk mikið klapp frá áhorfend- um fyrir. STÓRMÓT Um síðustu helgi fór fram ast með mótinu. Flestir aðrir alþjóðlegt sundmót í Laug- hurfu undir stúkuna og sáu lítið ardalslauginni og var rætt um sem ekkert af ■stórmótinu í það fyrirfram sem stórmót þar fijálsíþróttum. sem fjöldinn allur af sterkum Fijálsíþróttimar mega muna keppendum kæmi erlendist frá sinn fífil fegri því hér á ánim auk alls okkar besta Nokkrir BBHRHHHHHHHHHHHflBHHHH sterkir sundmenn _ _, _ _ __ . _ . — komu frá útiöndum Hér hefur litio verio en varla nægilega margir til að kalla mótið stórmót á al- þjóðlegan mæli- kvarða. Skipuleggj- endur mótsins vissu að sjálf- áður fjölmennti fólk til að fylgj- sögðu ekki um veikindi okkar ast með fijálsíþróttamótum, sterkasta sundfólks þegar mótið enda þó aðstaða fyrir áhorfend- var ákveðið, en sem kunnugt ur hajfi ekki verið eins góð og er eru margir sundmenn frá hún er nú. Flestir sem á annað vegna salmonellusýkingar sem borð hafa gaman að íþróttum þeir hlutu á smáþjóðaleikunum fínnst gaman að horfa á fijáls- á Möltu. íþróttamót I sjónvarpinu, alvöru- Það var á margan hátt merki- mót. Mót þar sem skipulag er legt að fýlgjast með þessu móti.' gott og keppni gengur hratt Fyrir það fyrsta var allt of mik- fyrir sig. Hér hefur lítið verið ið af keppendum sem ekkert gert til að laða að áhorfendur hafa að gera á „stórmóti" sem og öll aðstaða, bæði fyrir kepp- þessu og í annan stað vantaði endur og áhorfendur, hefur ver- algjörlega áhorfendur. Þeir ið léleg. gestir sem komu í heita pottinn Nú hafa fijálsíþróttamenn voru fleiri en áhorfendur. fengið glæsilega aðstöðu í Laug- Fyrst talað er um áhorfendur ardalnum auk aðstöðunnar í get ég ekki látið hjá líða að tala Mosfellsbæ. Aðstaðan er kom- um annað „stórmót" sem fram inn fyrir íþróttamennina þannig fór á Laugardalsvelli á þjóðhá- að þeir geta snúið sér að því að tíðardaginn, Reykjavíkurleik- ná árangri. Þegar þeim áfanga ana. Þar mættu nokkrir þokka- er náð gæti verið von til þess lega sterkir erlendir keppendur að fólk mætti á frjálsíþróttamót og áhorfendur voru bara þó til að fylgjast með. í lokin. Þeg- nokkuð margir, enda kostaði ar verið er að setja upplýsingar ekkert inn. Það vakti athygli á töflu úti á velli er nauðsynlegt mína að skömmu eftir að borg- fyrir áhorfendur að hafa númer arstjóri hafði sett mótið stóðu keppenda á töflunni. Einnig er flest allir upp í heiðursstúkunni þægilegt ef starfsfólk gæti snú- og héldu niður í Baldushaga ið tölfunni þannig að áhorfendur (íþróttasalur undir stúku Laug- gætu séð þær upplýsingar sem ardalsvallar) til að þyggja kaffi- þar eru. Gott er líka ef starfs- veitingar í boði borgarstjóra. fólk gæti fært sig frá þannig Rétt er að taka fram að það að upplýsingarnar sjáist. voru ekki allir sem fóru í kaffið, Skúli Unnar einir fimm sátu eftir til að fylgj- Sveinsson gerttilaðlaðaað áhorféndur Hvaða íþrótt hefur SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR ekki lagtstundá? Stefnan sett á Ólympíuleikana FLESTIR ef ekki allir íþróttamenn eiga sér þann draum heitast- an að fara á Ólympíuleika og keppa fyrir hönd þjóðar sinnar. Margir verða að láta sér drauminn nægja, en svo eru sumir sem láta ekki þar við sitja heldur gera eitthvað í málunum. Átján ára íslensk siglingakona, Sigríður Ólafsdóttir, er ein af þeim sem ætlar að freista þess að láta drauminn rætast. Hún er á leið til Málmeyjar í Svíþjóð í haust, þar sem hún ætlar að æfa siglingar í þrjú ár, með keppni á Ólympíuleikunum í Atlanta árið 1996 sem aðaltakmark. Hún stundaði í vetur nám við Menntaskólann í Reykjavík, en ætlar að taka sér frífrá skólanum á meðan á Svíþjóðardvölinni stendur. Sigríður ætlar að æfa í Svíþjóð siglingar á eins manns kænu sem gengur undir nafninu Europe, en keppt er í sérstökum Stefán kvennaflokki á Eiríksson Europe kænum á Ölympíuleikum. Sigríður hefur æft flestar íþrótta- greinar en hefur að undanfömu lagt mesta áherslu á siglingar og hjólreiðar, og hún sigraði fyrir skömmu í kvennaflokki í 1. um- ferð á bikarmóti í fjallahjólreiðum sem haldið var í Öskjuhlíð. Morg- unblaðið náði tali af Sigríði í gær og spurði fyrst um hvað ræki unga stúlku út til Svíþjóðar til æfinga í siglingum, frekar en ein- hverri annarri íþrótt. „Siglingar eru sú íþrótt sem heillar mig mest, sjórinn og allt í kringum hann er ákaflega heill- andi. Ég hef stundað siglingar nokkuð lengi en það sem varð til þess að ég ákvað að fara til Sví- þjóðar var að hingað kom þekktur sænskur þjálfari fyrir tveimur vik- um á vegum Siglingasambands- ins. Hann fékk einhverra hluta vegna óbilandi trú á mér og vildi bara fá mig til sín til að æfa. Þetta er þriggja ára dæmi og ég ætla að reyna þetta, en það er s_purning hvað ég endist lengi. Eg gæti verið komin heim aftur eftir eitt ár, en vonandi verð ég í þijú ár og jafnvel. lengur'. Ég mun búa hjá frænku minni og fæ þannig vinnu að ég get siglt mik- ið.jl Hefurðu siglt mikið á svona Íggjji Morgunblaðið/Sverrir Sigríður Ólafsdóttlr hefur sett stefnuna á að keppa í siglingum á Ólymp- íuleikunum 1996 í Atlanta í Bandaríkjunum. skútum? „Ég hef verið mikið að keppa. Fyrir tveimur árum var ég ein- mitt á Norðurlandamóti og gekk bara mjög vel í þessum flokki, var fyrir innan miðju, sem er talið mjög gott því Norðurlandamótin eru mjög sterk. Síðan kom ég heim og þá datt þetta aðeins nið- ur. Ég ætla að kaupa nýjan bát í haust og einbeita mér að sigling- unum. Þetta er ansi vinsælt sport á Norðurlöndunum í dag, og það er sérstakur kvennaflokkur á Ólympíuleikunum á þessum bát- um. Eg hef æft nokkuð á svona kænum, en ekki síðustu tvö árin. Það hafa ekki verið aðstæður hér á íslandi til þess að æfa, aðallega vantað mannskap. Ég ætla að fara utan núna og vonandi að taka þetta með trukki og dýfu.“ Þú hefur líka verið í hjólreiðum og einhverjum öðrum íþróttum? „Jú, ég hef verið í bardaga- íþróttum og ég hef nú líklega æft flest sem til er. En hjólreiðarnar og siglingarnar eru uppi á pall- borðinu núna.“ Hvað ertu að gera núna í sum- ar? „Ég er að kenna litlum bömum siglingar í Kópavoginum hjá Sigl- ingaklúbbnum Kópanesi, sem er voðalega gaman.“ Hvað með skólagönguna, á að taka sér frí? „Já, ég hugsa að ég fórni henni í bili. Maður getur nú alltaf farið í menntaskóla, en það er spurning hvort maður getur alltaf farið á Ólympíuleika.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.