Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA fHtfgtmiribiMfr B 1993 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ BLAD adidas Kaupf. A-Skaftfellinga Höfn selur Adidas SUND Morgunblaðið/Kristinn Amar Freyr kominn heim Arnar Freyr Ólafsson sundmað- ur kom óvænt til landsins frá Bandaríkjunum fyrir helgina og hefur ákveðið að æfa hér á landi fyrir Evrópumeistaramótið í ágúst. Eins og við greindum frá í síðustu viku hefur hann legið meira og minna rúmfastur eftir að hann veiktist á Smáþjóðaleikúnum á Möltu, en er nú óðum að ná sér. Arnar sagði að hinn bandaríski þjálfari hans hefði verið fenginn til að þjálfa bandaríska landsliðið, og þar sem hann hefði auk þess lent í vandræðum með húsnæði hefði hann ákveðið að koma heim. „Þar sem ég er að ná mér form eftir þessi veikindi þá hugsaði ég með mér að ég gæti alveg eins gert það hér heima eins og þarna. Það er alveg ljóst að það gerast engin kraftaverk á þessum eina og hálfa mánuði sem er í Evrópumeistara- mótið. Ég geri kannski ekki meira en að komast í form og jafna mína tíma,“ sagði Arnar. Arnar sagðist myndi æfa með sundfélaginu Ægi í sumar ef stjóm félagsins samþykkti það. „Það á eftir að taka það fyrir en ég vona það besta.“ FRJALSAR / KRINGLUKAST Besti árangur Vésteins Ragnheiður hættir hjá ÍA Ragnheiður Runólfsdóttir hefur ákveðið að láta að störfum sem þjálfari ÍA. Ragn- heiður, sem hefur ekki getað keppt að undanfömu, ætlar að breyta til og hefur hug á að þjálfa og keppa áfram. Vésteinn Hafsteinsson HSK, náði sínum besta árangri á þessu ári þegar hann kastaði kringlunni 62,50 metra á alþjóðlegu kringlu- kastsmóti sem halidð var í Helsing- borg í Svíþjóð á laugardaginn. Vé- steinn varð í öðru sæti á mótinu en Nick Sweenwey frá írlandi sigr- aði með 63,26 metrum og setti um leið írskt met. Véstein vantar nú aðeins 50 sentimetra upp á að ná A-Iágmarki fyrir Heimsmeistaramótið sem fram fer í Stuttgart í Þýskalandi í ágúst nk. Bryndís og Amar Freyr áEMí Sheffield Bryndís Ólafsdóttir, sem hefur náð lágmörkum fyrir Evrópumeistaramótið í Sheffield, eins og bróðir henn- ar Arnar Freyr, setti mótsmet í Sundlauginni í Laugardal - í 100 m skriðsundi á einni mínútu 0,48 sekúndum. Bryn- dís (mynd) var ánægð með árangurinn, sagði að tíminn sem hún hefði náð væri góður miðað við aðstæður. ■ Umsögn / B3 ■ Úrslit / B6 GOLF: LEE JANZEN ÁTTA HÖGGUM UNDIR PARI í SPRINGFIELD / B7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.