Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 8
ITALIA KORFUKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNI NBA Þrísvar í röð! X Otrúleg þriggja stiga karfa John Paxsons á síðustu sek- úndunum tryggði Chicago þriðja meistaratitilinn í röð „Air“ Jordan MICHAEL Jordan hoppaði nánast hæð sína í loft upp er sigurinn Var í höfn. John Paxson, nr. 5, og Horace Grant með gleraugun hvítu fagna einnig ógurlega en þeir komu báðir við sögu á lokasekúndunum. Agassi rauk í gang Andre Agassi blés á allar þær raddir sem halda því fram að hann eigi ekki möguleika á að veija Wimbledon meistaratitlinn, þegar hann sigraði Þjóðaverjann Bemd Karbacher örugglega í fyrstu umferð á Wimbledon-mótinu í gær. Hann tapaði í fyrstu umferð á tennismóti í Þýskalandi í síðustu viku, í fyrsta leik sínum í tvo mánuði, en hann hef- ur verið frá lengi vegna meiðsla. Það var hins vegar ekki að sjá að hann væri ekki í leikæfingu þegar hann rúllaði Þjóðveijanum upp 3:0. Hann var reyndar 2-5 undir í fyrstu hrinunni, en skyndilega héldu honum eng- in bönd og tók hann hrinuna 7-5, og næstu tvær 6-4 og 6-0. ■ Úrslit / B6 Á sídustu stundu HORACE Grant náði á sfðustu stundu að stöðva skot Kevins Johnsons á loka- sekúndunni, og endanlega tryggja þar með Chicago sigurinn. Michael Jordan fylgist spenntur með. CHICAGO Bulls varð NBA- meistarií körfuknattleik í þriðja sinn á jafn mörgum árum þeg- ar liðið sigraði Phoenix Suns með einu stigi, 99:98, í sjötta leik liðanna í úrslitunum að- faranótt mánudagsins. Það var John Paxson sem tryggði Bulls sigurinn með ótrúlegri þriggja stiga körfu er 3,9 sekúndur voru eftir af leiknum. Chicago hafði yfirhöndina í leiknum lengst af, en í fjórða leikhluta komust Suns yfir og náði mest fjögurra stiga forskoti. Mich- ael Jordan minnkaði muninn niður í tvö stig þegar hálf mínúta var eftir, Suns náði ekki að skora í næstu sókn og Paxson kom þeim einu stigi yfir með sigurkörfunni er 3,9 sekúndur voru eftir. Kevin Johnson fékk boltann en Horace Grant náði að veija skot hans og þar með rann leiktíminn út. „Þetta hlýtur að vera draumur," sagði John Paxson eftir leikinn. „Það voru líklega okkar örlög að vinna,“ bætti hann við og vísaði til orða Charles Barkleys eftir fímmta leikinn. Horace Grant lék afleitlega í síðustu tveimur leikjunum, gerði samtals tvö stig, en var gríðarlega mikilvægur á lokasekúndunum fyrir Chicago. Fyrst átti hann sending- una á Paxson þegar hann skoraði og í bláendann varði hann skot Kevins Johnsons úr upplögðu færi. Jordan gerði 33 stig í leiknum fyrir Chicago, Scottie Pippen 23 og tók 12 fráköst. Barkley og Dan Majerle gerðu báðir 21 stig fyrir Suns. Jordan stórkostlegur Michael Jordan var valinn maður úrslitakeppninnar þriðja árið í röð, en það hefur engum öðrum leik- manni tekist, ekki einu sinni tvisvar í röð. Hann setti líka stigamet í úrslitakeppninni, gerði samtals 246 stig, að meðaltali 41 stig í leik. Barídey gerði að meðaltali 27,3 stig í leikjunum og tók 13 fráköst miðað við 8,5 hjá Jordan. Barkley átti að meðaltali 5,5 stoðsendingar í leik en Jordan setti enn eitt metið í úrslitakeppninni með að meðaltali 6,3 stoðsendingum. Jordan vildi lít- ið tala um þessi afrek sín, en sagði að þriðju sigur sinn í röð með Chicago skyldi á milli sín og Larry Bird og Magie Johnson, sem aldrei hefði tekist þetta. TENNIS / WIMBLEDON Tórínó bikar- meistari Tórínó varð á laugardaginn ít- alskur bikarmeistari í knatt- spyrnu, þrátt fyrir 5:2 tap gegn Roma í síðari úrslitaleiknum á heimavelli Roma. Tórínó vann fyrri ieikinn 3:0, og varð því bikarmeist- ari á mörkum skoruðum á útivelli. Fæstir áttu von á því að Roma ætti einhvem möguleika eftir 3:0 tapið í fyrri leiknum, en það var engin uppgjöf í þeirra herbúðum. Roma skoraði fyrsta markið í leikn- um úr vítaspymu, en Andrea Si- lenzi jafnaði á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Ruggero Rizzitelli skoraði annað mark Roma snemma í síðari hálfleik og skömmu síðar bætti Giannini þriðja markinu við úr vítaspyrnu. Silenzi minnkaði muninn, en þriðja mark Giannini og þar með Roma úr vítaspyma breytti stöðunni í 4:2. Á 65. mínútu gerði Serbinn Sinisa Mihailovic fimmta mark Roma úr aukaspyrnu, en Iengra komst liðið ekki. Giannini skaut einu sinni í stöng og undir lokin bjargaði Luca Marchegiani markvörður Tórínó sín- um mönnum með undraverðri mar- kvörslu. Þetta var í fímmta sinn síðan 1936 sem Tórínó hampaði ítalska bikarnum. SPANN Sagan endur- tóksig - og Barcelona fagn- aði sigri þriðja árið í röð Real Madrid sá á eftir meistara- titlinum til Barcelona annað ári í röð á Kanaríeyjum. Barcelona varð meistari þriðja árið í röð með 1:0 sigri á Real Sociedad í lokaum- ferðinni á meðan Real Madrid varð að lúta í lægra haldi fyrir Tenerife á Kanarí 2:0. Fyrir síðustu umferð- ina hafði Real Madrid eins stigs forskot á Barcelona. Stuðningsmenn Barcelona fögn- uðu meistaratitlinum á götum borg- arinnar eftir leikinn og sungu „Tenerife, Tenerife" og vildu þannig þakka fyrir stuðninginn. í fyrra var Real Madrid í sömu sporum fyrir síðustu umferðina, en tapaði þá fyr- ir Tenerife 3:2, eftir að hafa komist í 0:2. „Ég er hamingjusamasti maður í heimi,“ sagði John Cruyff, þjálfari Barcelona, er úrslitin voru ljós. „Nú er stefnan tekin á fjórða meistaratit- ilinn í röð. En ég er ósáttur við að hafa ekki getað fagnað þriðja meist- aratitlinum fyrr en eftir síðustu umferð. Barcelona hlaut 58 stig í 38 leikj- um, einu stigi meira en Real Madrid, sem átti aldrei möguleika gegn Tenerife sem gerði bæði mörkin í fyrri hálfleik. Búlgarinn Hristo Sto- ichkov gerði eina mark Barcelona gegn Real Sociedad á 12. mínútu og það dugði. Deportivo Coruna hafnaði í þriðja sæti, Valencia í fjórða og Atletico Madrid í fímmta sæti og leika þau í UEFA-keppninni næsta tímabil eins og Tenerife. Real Madrid leikur til úrslita í spænsku bikarkeppninni gegn Real Zaragoza næsta laugardag og ef Real Madrid vinnur bikarinn fer liðið í Evrópu- keppni bikarhafa og Sevilla, sem varð í 7. sæti, í UEFA-keppnina. GETRAUNIR: 212 111 2X1 121X LOTTO: 1 21 24 25 36 / 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.