Morgunblaðið - 27.07.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.07.1993, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1993 var í list Finns. Það var mikil upplif- un að skoða þær og fræðast um leið um sögu listarinnar og mennina sem báru hana uppi og settu mark sitt á listasöguna. Ég skynjaði þá hina gagnkvæmu ást og virðingu sem þau báru hvort til annars sem hélst til hinstu stundar. Hvar sem Finnur var þar var Guðný og lagði ævinlega eitthvað gott til málanna. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst þeim hjónum. Innilegar samúðar- kveðjur. Sigurður K. Arnason. Finnur Jónsson, listmálari, er lát- inn, á 101. aldursári. Hann var einn af okkar mestu listamönnum. Ein- fari í málaralistinni, allt frá byrjun þegar hann var í Þýskalandi og sýndi svo sínar framúrstefnu af- strakt-myndir hér heima og það var bara pípt á list hans. Það var ekki fyrr en Finnur var kominn yfir sjötugt að Listasafn íslands rausnaðist til að kaupa af honum nokkrar Iitlar myndir. Finnur var ekki í náðinni hjá listaklíkunni, samherjum Stalíns og félögum. Listaklíkan hér var hatrömm. Þá var árans kommúnisminn allsráð- andi hér í öllum listgreinum. Það var enginn listamaður ef hann var ekki í þeirri klíku. Finnur Jónsson neyddist til að fara að mála landslags-, sjávar- og fuglamyndir. Þar var hann líka ein- fari og persónulegur, öðruvísi en aðrir málarar. Fyrir þær myndir var hann líka gagnrýndur afar miskunn- arlaust þannig að hann seldi lítið, þó að nokkrir góðir menn keyptu stundum af honum myndir til gjafa. Finnur varð að fara að vinna fyr- ir sér með teiknikennslu, bæði í Menntaskólanum í Reykjavík og Flensborgarskóla. Það þótti nú ekki par gott í þá daga og þykir ekki enn og þeir menn gjaman nefndir frístundamálarar. Það var hryllingur hvernig þá var farið með ýmsa góða málara, reynd- ar skáld líka sem ekki vildu láta stjórna sér af kommúnistaklíkunni. í þeim hópi vom Finnur Jónsson, Gunnlaugur Blöndal, Jón Engil- berts, Guðmundur frá Miðdal og fleiri og fleiri. Þrátt fyrir þetta hélt Finnur sínu striki, enginn réð við hann. Finnur var kominn yfir átt- rætt og frægur í útlöndum fyrir afstraktmyndir sínar þegar hann fékk loks heiðurslaun frá Alþingi. Finnur var aðaldriffjöðurin í stofnun Myndlistafélags íslands árið 1961 og formaður þess meðan það félag lifði. Hann var gerður að heið- ursfélaga FÍM á meðan hann var formaður Myndlistafélagsins, klókt það. Sem formaður Myndlistafé- lagsins tókst honum að koma því í gegn að félagar þess fengu að kjósa í listráð. Myndlistafélagið setti upp margar sýningar, samanber Vor- sýningarnar, ef einhver man ennþá eftir þeim. Finnur var aðalmaðurinn í þeim sýningum öllum. Þessar sýn- ingar vom reyndar hakkaðar niður af gagnrýnendum en fengu mikla aðsókn. Það var gaman að heimsækja Finn á Kvisthagann í Reykjavík. Þar vom haldnir stjórnarfundir Mynd- listafélagsins og Guðný, eiginkona Finns, tók alltaf vel á móti okkur. Þetta voru skemmtilegir tímar þó að maður væri illa séður af komm- únistaklíkunni að vera í svona vondu félagi. Finnur var orðinn veikur, hættur að mála og kominn á spítala þegar hann tók sig til og gaf Listasafni íslands öll sín verk. Það var þeim mátulegt, en stórgjöf. Þar launaði Finnur illt með góðu sem var honum líkt. Guðs gjöf til safnsins sem aldr- ei verður hægt að meta hjá ís- lenskri þjóð. Nú er það kannski metið og Listasafn íslands hafði í fyrra stóra yfirlitssýningu á verkum hans, en þó vantaði mikið af ýmsum góðum myndum, meistaraverkum. Finnur háði langa og stranga baráttu í listinni. Blessuð sé minning hans, hann mun lifa og verk hans. Kær kveðja til eftirlifandi eigin- konu, Guðnýjar Elíasdóttur, sem stóð alltaf með manni sínum í gegn- um súrt og sætt. Krísuvík, 21. júlí 1993, Sveinn Björnsson. Listamaðurinn við fjögur olíumálverk í vinnustofu sinni. Frá vinstri: Sól tér sortna 1955, Síldarrrómantík 1936, Tvístirni 1980 og Eldblóm- ið 1966. Marglitur heimur var eitt átta verka Finns á Sturm - sýningunni í maí 1925. Starfsemi Sturm lagðist niður 1932 og lengi vel töldu menn verk Finns glötuð. Hins vegar hafði bandarískur listsafnari Katherine S. Dreier keypt tvö verka Finns, Marglitan heim og Konu við spilaborð, stuttu eftir að þau voru fyrst sýnd í Berlín. Myndirn- ar voru svo geymdar í frægu framúrstefnumálverkasafni hennar í Bandaríkjunum. Dreier arfleiddi svo listasal Yale - háskólans að safni sínu og þar eru þessi tvö málverk Finns Jónssonar geymd nú. ekkju hans frú Guðnýju Elísdóttur okkur innilegustu samúðarkveðjur og minnumst Finns með þakklæti og virðingu. F.h. Félags íslenskra gullsmiða, Leifur Jónsson gullsmiður, formaður Félags íslenskra gullsmiða. Finnur Jónsson lést aðfaranótt 20. júlí síðastliðinn á Hrafnistu í Reykjavík á 101. aldursári. Finnur verður að teljast meðal hinna stóru i hópi frumkvöðla íslenskrar mynd- listar sem fæddir voru fyrir alda- mótin. Finnur fór utan og nam myndlist í erlendum listaskólum og hann hreifst með þegar bylgja óhlut- bundinnar listar fór um skólann. Arið 1925 voru myndir hans valdar á sýningu Der Sturm í Berlín. Árið 1970 var honum boðið á vegum Evrópuráðsins í Strassburg að sýna tvær myndir á sýningunni „Evrópa 1925“. Þegar Finnur kom heim sneri hann baki við abstraktlistinni. Hann fór víða um öræfi landsins og mál- aði. Þekktar 4ru þjóðlífsmyndir hans. Einkum voru honum hugleikn- ir sjómenn á litlum bátum í úfnu hafinu, ef til vill voru þar áhrif frá því þegar hann, sem ungur maður, var formaður á litlum báti og reri frá_ Djúpavogi. Ég kynntist Finni þegar við vor- um í hópnum sem stofnaði Myndlist- arfélagið haustið 1961, en hann var formaður þess meðan það starfaði. I fundargerð stofnfundarins er skrifað eftir Finni, sem þá var fund- arstjóri, að félagið ætti að gæta hagsmuna félagsheildarinnar en taka ekki afstöðu til ákveðinna lista- stefna." Þess var líka vandlega gætt þegar valdar voru myndir til sýningar á vorsýningum félagsins að allir hefðu jafnan aðgang og stundum var listamönnum utan fé- lagsins boðið að vera með. Allan sjöunda áratuginn var sýnt hvert vor, fyrst vorið 1962. Á þessum árum kom ég oft á Kvisthaga 6 til Finns og Guðnýjar og átti góðar stundir með þeim hjón- um. Þar voru myndir á veggjum sem báru vott um hina miklu breidd sem Kveðja frá Bandalagi íslenskra listamanna íslenskir lsitamenn kveðja í dag Finn Jónsson, listmálara, hinstu kveðju. Listsköpun Finns er fýrir löngu orðin þáttur í íslenskri menn- ingarsögu og myndir hans, eins ólík- ar og þær geta nú verið hver ann- arri, orðnar sjálfsagður hluti þess myndheims sem íslendingar alast upp við. Finns er ekki síst minnst fyrir þær undurfögru og áhrifamiklu myndir sem hann málaði á þriðja áratugnum og eru kenndar við kúb- isma. Með þessum myndum kynnt- ust íslendingar í fyrsta sinni óhlut- bundinni myndlist, en sú tegund list- ar átti síðar eftir að verða ríkjandi. Áður en svo varð var Finnur hins vegar búinn að snúa við blaðinu og málaði þá myndir sem sóttu greini- lega fyrirmyndir úr mannlífi og náttúru. Þessar myndir eru oftar en ekki málaðar skörpum dráttum og þó svo að í þeim búi einhvers konar frásagnir, oftast af hafinu, smjúga þær inn í vitund áhorfand- ^ins sem örsnögg leiftur. I listinni þurfa menn að búa yfir djörfung ef þeir ætla að ganga gegn. þeim stefnum sem eru ríkjandi hveiju sinni. Þetta á ekki síst við í fámennu samfélagi eins og okkar þar sem minnstu frávik frá kreddun- um geta kostað lítillækkun og jafn- vel útskúfun. Finnur Jónsson fór svo sannarlega sínar eigin leiðir og valdi þær án tillits til þess hvort þær væru þóknanlegar ríkjandi listpáf- um eða ei. Að þessu leytinu til get- ur Finnur verið okkur yngri lista- mönnum fyrirmynd, ekki veitir af átyrk í baráttunni gegn því tildri og hégóma sem nú flæðir taumlaust inn á akra listsköpunarinnar. íslenskir listamenn eiga Finni ekki einungis að þakka þau verk sem komu úr smiðju hans, heldur einnig þau störf sem hann innti af hendi fyrir samtök þeirra. Hann var meðal annars einn af stofnendum Félags íslenskra myndlistarmanna og í stjóm þeirra samtaka um margra ára skeið. Með Finni Jóns- syni er fallinn í valinn maður, sem átti þá löngu ævi og miklu örlög með þjóð sinni að vinna sig út úr hlekkjum hjáleigumennsku til sjálf- stæðis, úr kotungsskap til ríkidæm- is, og úr viðjum fáfræði til menntun- ar. Við, sem höldum áfram veginn, ættum að minnast þessara afreka aldamótakynslóðarinar, og láta þau afrek blása okkur í bijóst krafti og þori til þess að takast á við þá erfið- leika og þrautir sem framundan eru. Með þessum orðum fylgja dýpstu samúðarkveðjur til ástvina Finns og ættingja. Hjálmar H. Ragnarsson. Finnur Jónsson var heimsfrægur fyrir myndlist sína, landslags- og sjávarmyndir. En það sem hann verður mjög líklega þekktastur fyrir um alla framtíð eru abstraktmyndir hans sem hann var frumkvöðull ís- lenskra myndlistamanna að. Ekki eru allir sem vita að Finnur var einnig mjög góður gullsmiður, en ekki fór mikið fyrir því síðustu 40 árin, þar sem myndlistin átti hug hans allan. Finnur byijaði að læra gullsmíði 1915 og tók sveinspróf árið 1919, meistari hans var Jónatan Jónsson. Finnur starfaði við gullsmíðina um hríð. Hann fór til Danmerkur og vann þar hjá Mikkelsen hirðgullsmið í Kaupmannahöfn. Árið 1926 opnaði hann í félagi við Kjartan Ásmunds- son gullsmið, gullsmíðaverslunina Hringinn og vann hana um skeið. Finnur var í stjórn Félags íslenskra gullsmiða um tíma og starfaði þar sem ritari félagsins. Árið 1985 var Finnur gerður að heiðursfélaga í Félagi íslenskra gullsmiða. Við gullsmiðir á íslandi eru stolt- ir af að hinn frægi listamaður hafi verið í okkar röðum, og sendum við Finnur ásamt ferðafélögum: Frá vinstri: Steindór Steindórsson, Finn- ur, Jón Eyþórsson, Pálmi Hannesson og Magnús Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.