Morgunblaðið - 27.07.1993, Blaðsíða 1
fHtfgutiiifofrito
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1993_BLAÐ IJ
FINNUR JÓNSSON
LISTMÁLARI
15. nóvember 1892 - 20. júlí 1993
„Þakka skyldi þeim og vera börn-
in hans Jóns Þórarinssonar," sagði
oft Ólöf móðir Finns, þegar lof hafði
verið borið á þau systkini í hennar
áheyrn. Vera má að snilligáfan hafi
að mestu verið úr föðurætt Finns,
en dirfskan og driftin var ekki síður
úr móðurættinni. Hann var í ættir
fram af sunnanverðum Austfjörðum
og fæddur hinn 15. nóvember 1892,
á kotbænum Strýtu við Hamars-
fjörð.
Ekki voru þau sex systkinin í
þennan heim borin með silfurskeið
í munni. Faðirinn, fátækur smiður
og bóndi, andaðist þegar Finnur var
17 ára og voru þá eldri bræðurnir
Ríkharður og Björn farnir að heim-
an. Finns var þá að taka við búsfor-
ráðum ásamt móður sinni. Heima
voru og yngri systkinin, Georg,
Karl og Anna. Er hér var komið
sögu hefði legið beinast við að hokra
áfram á Strýtunni, en hugur þeirra
systkina stefndi hærra. Nítján ára
var hann orðinn formaður á bát, er
hann gerði út á sumrum ásamt þess-
um yngri systkinum sínum. Róið var
frá ýmsum verstöðvum á Austur-
landi. Bræðurnir reru, en systirin,
komung, var fangselja (sá um at-
læti í landi). Þannig öfluðu þau
tekna, ekki einasta til lífsviðurvær-
is, heldur og til náms.
Listagyðjan virðist snemma hafa
snortið Finn sprota sínum. Árið
1915 er hann kominn í teikni- og
gullsmíðanám í Reykjavík á vetram,
en reri, sem fyrr segir, eystra á
sumrum. Árið 1919 tók hann sveins-
próf í gullsmíði, en hélt að því loknu
til Kaupmannahafnar. Þar innritað-
ist hann í teikni- og málaraskóla,
en vann jafnframt fyrir sér á gull-
smíðaverkstæði Mikkelsens hirð-
gullsmiðs.
Fyrstu málverkasýningu sína hélt
hann á Djúpavogi og í Reykjavík
árið 1921. Hér var um að ræða
landslags- og mannamyndir frá ís-
landi og Danmörku. Um haustið fór
hann til Þýzkalands og dvaldist þar
að mestu til ársins 1925. Hann var
í Berlín og Dresden, kynntist og nam
hjá víðfrægum framúrstefnumönn-
um og virðist á þeim árum mjög
hafa helgað sig abstrakt list og með
góðum árangri. Verk hans voru til
dæmis valin til sýninga bæði í
Þýzkalandi og Bandaríkjunum. Eitt-
hvað hlýtur hann að hafa selt, ann-
ars tæpast lifað af. Sumarið 1925
flyzt hann heim og heldur mjög
umdeilda sýningu í Reykjavík. Sýnd
voru bæði landslagsmyndir og ab-
strakt. Þama var íslendingum í
fyrsta sinni veitt innsýn í heim hinn-
ar óhlutbundnu málaralistar og fór
mjög fyrir bijóstið á íhaldssömum
góðborgurum.
Þegar Finnur var nú laus orðinn
úr hinni óhlutbundnu hringiðu Mið-
Evrópu, virtist íslenzka náttúran
aftur ná fullum tökum á honum.
Hann ferðaðist mikið og málaði.
Haustið 1927 fór hann víðfræga
gönguför ásamt Tryggva Magnús-
syni listmálara. Tilgangurinn var
að teikna og mála. Farið var um
Landmanna-afrétt, Skaftártungur
og norður Sprengisand. Lagt var
upp frá Ásólfsstöðum 14. ágúst og
komið til byggða í Fnjóskadal 17.
september. Allur viðlegu- og mál-
arabúnaður ásamt matföngum var
borinn á baki, ár og vötn vaðin svo
og snjóar í Vonarskarði.
Erfitt er í dag að ímynda sér
hvernig slík ferð var framkvæm-
anleg. Þessir menn uppskáru þó
áreiðanlega árangur erfiðis síns. Því
er saga þessi sögð, að myndrýnar,
lærðir sem leikir, geri sér grein fyr-
ir öllu því blóði, svita og tárum, sem
legið gátu að baki einnar slíkrar
myndar. Hér var ekki litskyggnu
varpað á vegg og málað ofan í
dauðri mynd. Um árabil ferðaðist
hann um hálendi norðan og austan
Vatnajökuls og þá á hestum, ásamt
Pálma Hannessyni, Steindóri Stein-
dórssyni, Jóni Eyþórssyni og fleir-
um. Hann unni íslenzkri náttúru og
túlkaði hana á sinn sérstæða, kyngi-
magnaða hátt. Hafið átti og dijúg
ítök í Finni.
Áður hefur verið minnzt á kynni
hans af sjósókn. Hafið, bátar og
fiskimenn voru algeng viðfangsefni
hans og túlkunin mjög persónuleg.
Finnur málaði til 95. aldursárs og
hin síðustu árin í pastel og hneigð-
ist til huglægrar myndlistar.
Hér hefur í stuttu máli verið stikl-
að á ferli Finns sem listamanns.
Starfsævin var löng og afköstin
mikil og allt, sem hann gerði, gerði
hann vel. Silfursmíði hans eru kjör-
gripir, ættargripir, sem erfast frá
manni til manns. Rúðurnar í Bessa-
staðakirkju, er hann gerði til móts
við Guðmund frá Miðdal, myndu
nægja til að geyma nafn hans. Hin-
ar sterku náttúru- og mannlífs-
myndir hans eru víða til á heimilum,
söfnum og stofnunum, hérlendis og
erlendis, elskaðar og dáðar. Sjálf-
skipuðum menningarvitum og sögu-
hliðrurum tókst um árabil að breiða
yfir brautryðjendaþátt Finns í ab-
straktlistinni, bæði nám hans,
myndir og sýningar. í nær hálfa öld
lágu afrek hans í þagnargildi með
þjóðinni, en úti í Evrópu var hann
ekki gleymdur. Þar á bæ var hann
talinn verðugur fulltrúi abstraklist-
arinnar í Evrópu á þriðja áratugn-
um. Árið 1970 var í Strassbourg
haldin yfirlitssýning, „Evrópa
1925“, og voru abstraktmyndir
Finns valdar á þá sýningu. Síðan
vilja hér allir Lilju kveðið hafa. Nú
er svo komið, að fræðingar íslenzk-
ir telja abstraktmyndir Finns frá
1925 muni einna helzt halda nafni
hans á lofti í framtíðinni. Vel má
svo vera meðal fræðinga. Almenn-
ingur sér þó margt annað fyrir sér,
er nafn Finns er nefnt og hefur það
verið áður upp talið- Finnur hlaut í
Finnur Jónsson
vöggugjöf framsækni og dirfsku.
Hann stundaði þá list og þann stíl,
er honum hentaði hveiju sinni. Hann
var óháður.
Fræðingar hafa hin síðari árin
verið með djúpvitrar bollaleggingar
um ástæður fyrir því að Finnur
málaði ekki abstrakt alla sína daga.
Stungið hefur verið upp á því í af-
sökunartón, að hann hafi við kom-
una til íslands lagað sig að kröfum
markaðarins og því hætt að mála
abstrakt. Sé sú skoðun rétt, er enn
óskýrt hví hann sneri sér ekki aftur
að abstraktlistinni, þegar fjárhagur-
inn leyfði. Til þess hafði hann hálfa
öld. Trúlegra þykir mér, að löngun-
in eftir hinu abstrakta hafi ekki
verið yfirþyrmandi, eftir að íslenzk
náttúra til sjós og lands hafði aftur
náð honum á vald sitt. Einnig var
hann búinn að sýna, að á listasvið-
inu gat hann brugðið sér í allra
kvikinda líki og flest gert betur en
aðrir. Hann málaði svo sem hugur-
inn stóð til hveiju sinni og hafði
eigin stíl, sem ávallt þekktist.
Finnur seldi aðeins málverk eftir
þörfum, en afköst voru vel umfram
þarfir. Því átti hann við starfslok á
níunda hundrað myndir, sem honum
þótti vænt um sem eigin afkvæmi.
Þessari dýrmætu eign hafa Finnur
og Guðný eiginkona hans ánafnað
Listasafni íslands, landsmönnum til
augnayndis um ókomna framtíð.
Finnur hefur á langri ævi notið
mikils heiðurs hérlendis og erlendis.
í dag er einn frumlegasti, fjölhæf-
asti og afkastamesti listamaður
þjóðarinnar kvaddur hinstu kveðju.
Blessuð veri minning hans. Eftir lif-
ir, í hárri elli, eiginkona hans og
förunautur á langri leið, Guðný Elís-
dóttir.
Trúðu á tvennt í heitni,
tign sem æðsta ber.
Guð í alheims geimi
Guð í sjálfum þér.
(Steingrimur Thorsteinsson)
Leifur Jónsson.
Kveðja frá
Listasafni Islands
Aldursforseti íslenskra myndlist-
armanna Finnur Jónsson listmálari
er látinn á hundraðasta og fyrsta
aldursári. Finnur var einn virtasti
listamaður þjóðarinnar og þátttak-
andi í mótun íslenskrar myndlistar-
sögu allt frá þriðja áratug aldarinn-
ar. Hann sýndi abstraktverk fyrstur
íslenskra myndlistarmanna, fyrst í
Berlín á vegum hins fræga Sturm-
hóps en síðan á sögufrægri sýningu
í Reykjavík árið 1925, og var lands-
þekktur fyrir málverk sín af íslensku
landslagi og úr lífi sjómanna. Fram-
an af ævi var Finnur í fylkingar-
bijósti íslenskra myndlistarmanna,
þar sem hann barðist ötullega fyrir
réttindum þeirra og starfsgrund-
velli.
Listasafn íslands stendur í mik-
illi þakkarskuld við Finn Jónsson,
enda einn mesti velgjörðarmaður
safnsins. Finnur og kona hans,
Guðný Elísdóttir, gáfu Listasafninu
alls 850 verk Finns, í tilefni aldaraf-
mælis þess árið 1985 og var þar á
meðal meirihluti abstraktverka hans
frá þriðja áratugnum. Þessari gjöf
fylgdu einnig allar skissubækur
listamannsins og urmull teikninga
og þar með lykillinn að þróun
margra málverka hans. Einnig gáfu
þau hjónin merkilegt bréfa- og
heimildasafn, ljósmyndir og silfur-
gripi eftir Finn, auk verkfæra og
steypumóta. Þessi gjöf hefur ómet-
anlegt gildi fyrir Listasafnið og gef-
ur einstakt tækifæri til að kynna
og rannsaka lífsstarf Finns Jónsson-
ar um ókomna framtíð.
Listasafnið sýndi úrval úr gjöfinni
í tilefni aldarafmælis listamannsins
á síðasta ári. Þá var einnig gefm
út vegleg bók um þessa gjöf. Við
opnun sýningarinnar afhentu þau
hjónin, Finnur og Guðný, safninu
vandaðan flygil af Steinway-gerð
sem síðan hefur verið safninu afar
mikilvæg lyftistöng.
Finnur Jónsson var alinn upp í
sveit og kynntist jafnframt sjó-
mennsku frá unga aldri. Islensk
náttúra og hafið leituðu því sterkt
á hann. Auk þess hafði hann brenn-
andi áhuga á bókmenntaarfi þjóðar-
innar. Hins vegar var hann ótrúlega
næmur og opinn fyrir því róttæk-
asta í alþjóðlegri myndlist, sem hann
kynntist af eigin raun við nám er-
lendis. Þessi andstæðu öfl áttu eftir
að togast sífellt á í persónu hans
og list alla ævi.
Finnur fæddist árið 1892 að
Strýtu í Hamarsfirði, sonur hjón-
anna Ólafar Finnsdóttur frá Tungu-
hóli í Fáskrúðsfirði og Jóns Þórar-
inssonar af Berufjarðarströnd. Ung-
ur réðst Finnur til sjós en árið 1915
fluttist hann til Reykjavíkur og hóf
gullsmíðanám við Iðnskólann í
Reykjavík og hjá Jónatan Jónssyni.
Finnur var ungur staðráðinn í að