Morgunblaðið - 27.07.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.07.1993, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JUU 1993 A VIT NÝRRA TÍMA Örlagateningurinn 1925. Málarinn Finnur Jónsson, sem borinn er til grafar í dag, varð elstur allra íslenzkra málara, en hann var á hundraðasta og fyrsta aldursári. Finnur var einn af brautryðj- endum íslenzkrar myndlistar, sem fylgdi fast á eftir þeim Ásgrími, Kjarval og Jóni Stefánssyni, sem allri náðu einnig háum aldri þótt Finnur skákaði þeim um nær tvo áratugi. Það er til þess tekið, hve málar- ar verða oft aldnir að árum og eru yfírleitt við góða heilsu, þó dæmi séu um einstaka undrabörn og snillinga er dóu innan við fertugs- aldur. Málaralist skilur sig frá öðrum listgreinum að því leyti hve iðkendur hennar eru lengi að taka út þroska, sumir jafnvel allt lífið og eru í miðju sköpunarferli er klukkan glymur. Engin listgrein er í kjarna sínum jafn laus við kynslóðabil og myndlistin og hér markar lífaldur ekki endilega ný og fersk viðhorf þannig að höfð eru endaskipti á hugtökunum æska og vöxtur. ítalski málarinn Tizian (1488/90-1576) á að hafa orðið 99 ára gamall, en hann var víst dálítið undarlegur í háttum, því að í stað þess að biðla til æskunn- ar og láta telja sig yngri en hann var, mun hann hafa reynt að bæta tíu árum við aldur sinn. Ástæðan var sú að hann hafði meiri metnað til listasögunnar en lífaldursins og vildi láta líta svo út að æskuverk hans væru máluð tíu árum fyrr og síður undir áhrifum hins skammlífa snillings Giorgione. Engin elliglöp var að sjá á mál- verkum Tizian frekar en Rembrandts, eða á síðari tímum Picasso, sem var að mála daginn áður en hann dó 92 ára gamall og hafði þær einu áhyggjur, að hann gerði einungis þijú mynd- verk á dag í stað tíu áður. Það kemur óhjákvæmilega margt upp í hugann er litið er til hinnar löngu starfsævi Finns Jónssonar, sem var viðburðarík þrátt fyrir að maðurinn kæmi svo fyrir að vera með rólegari og dagfarsprúðari mönnum, og þannig séð ekki lík- legur til mikilla átaka né sviptinga líkamlegra né andlegra. En það er einmitt svo, að margur meistari málaralistarihnar hefur ekki endi- lega haft viðtekið útlit listamanns. Þannig eru myndlistarmenn oftar en ekki allt öðruvísi í hátt og út- liti en margur hafði gert sér í hugarlund og verk þeirra gáfu kannski til kynna. Nær allir stór- meistarar málaralistarinnar á þessari öld svo sem Picasso, Mat- isse, Miro og Max Ernst, svo nokkrir séu taldir, voru mjög smá- vaxnir menn og að ég held innan við 160 cm að hæð, en ekki aftr- aði það þeim að ráðast á stór verk- efni og í raun voru þeir jafnvígir á allar stærðir og tegundir mynd- verka. Það er þannig alveg víst, að þegar hinn stóri andi fæðist spyr hann ekki um hæð og útliti fólks er hann tekur sér bólstað í. Ýmsir hafa sagt mér frá því hvern- ig þeir og fleiri hrukku við er þeir sáu í fyrsta skipti þessa jötna myndlistarinnar í París, standandi smávaxnir innan um verk sín í list- húsum. Þeir sjálfir sem alltaf höfðu litið ótæpilega upp til meist- aranna urðu nú að líta niður til þeirra og voru þó sjálfir rétt í meðallagi í loftinu. Finnur Jónsson var lágur vexti, en þéttur á velli eins og sagt er, yfirbragðið var skarpleitt, augun hvöss og rýnandi. Að því leyti lík- ist hann Picasso, en sagt er að persónuleiki hans og andleg út- geislan hafi öll verið í augunum. Áf myndum af Finni í bókum sem ég hef handbærar, er það áber- andi að hann horfír svo til alltaf beint fram fyrir sig, þannig að maður mætir beinlínis augnaráði hans, sem hefur svip af því sem vilji hann lesa hugsanir þess sem hann beinir sjónum sínum að. Þetta eru einmitt augu könnuðar- ins og landvinningamannsins og þar fyrir utan merkir maður streng ljóðrænu og íhygli og einhvers sem ber í sér tímalega fyllingu. Ég hefi nokkrum sinnum ritað um list Finns Jónssonar og aðrir hafa margoft gert það, svo varla er miklu við bætandi svo að ekki verði af litdaufar endurtekningar þess sem áður hefur verið kveðið. Ég tel því upprifjun um manninn og tímana meira virði og eiga frek- ar erindi í eftirmæli en fagleg grein um afrek hans, sem þegar hafa verið bókuð og skjalfest. En skyldan býður mér að vekja athygli á einu sérstaklega, sem dæmi um stórhug þessa manns, að hann var einn af stofnendum Félags íslenzkra myndlistarmanna árið 1941, og um leið einn af helstu frumkvöðlum um byggingu Lista- mannaskálans gamla við Kirkju- stræti. Meira að segja veðsetti hann hús sitt til þess að fá lán til framkvæmdanna. Þetta athvarf listamanna, sem reis meira fyrir vilja stórhug og drenglyndi, og var mikið til byggt úr kassafjölum og klætt tjörupappa, var helsta og stærsta musteri íslenzkrar mynd- listar í meira en aldarfjórðung og hafði ómælda þýðingu um fram- gang myndlistar í landinu. Eftir nokkra uppflettingu heim- ilda þar sem listamaðurinn kemur við sögfu í einhverri eða algerri mynd, leitar persónan að baki og spurningin um bakgrunnin að myndverkum hans stíft á mig, og ég stend mig að því, aldrei þessu vant, að rýna meira í ljósmyndir af listamanninum en myndverkin. Einkum leitar ein mynd á mig öðrum frekar, sem er ljósmynd tekinn í Kaupmannahöfn árið 1921, sem sýnir Finn og félaga hans í listinni Ásgeir Bjarnþórsson á Ráðhústorginu. Hin ungu lista- mannsefni eru uppábúin og stáss- leg, Finnur grafalvarlegur, klædd- ur eins og embættismaður, og eins og eilítið út í þekju, en Ásgeir öllu heimsmannlegri í klæðaburði og sposkur á svipinn. Það leggst á mig að þetta geti verið á sunnu- degi og kannski séu þeir að koma frá, eða fara til sómafólksins Steinunnar og Þórðar Jónssonar tollvarðar, en hús þeirra var opið íslendingum og þá ekki síst lista- mönnum í meira en hálfa öld, jafn- framt því að Steinunn, sem var útlærð hjúkrunarkona, gekk um árabil uppá hvern einasta dag til Ríkisspítalans, að stappa stálinu í eða hughreista sjúklinga að heim- an. Þegar ég nær þrjátíu árum seinna nam í borginni minningar- ríku við Eyrarsund, bjó ég einmitt hjá þeim hjónum á Nordre Fri- havnsgade og hafði myndir þess- ara tveggja manna fyrir sjónum mínum á veggjunum dag hvern ásamt því að Steinunn sagði mér sitthvað af þeim. Þar voru einnig eftirminnilegar karikatúrteikning- ar af húsráðanda og svo Axel Arnfjörð píanóleikara sem var þar heimilisfastur, sem gert hafði Rík- harður bróður Finns. Steinunn sagði mér að þeir hefðu komið þar við og gott ef þeir hafa ekki búið hjá þeim hjónum, Finnur farið í fagurlistaskólann í Dresden en Ásgeir í Miinchen og hún bar þeim báðum vel söguna, og á þeim löngu liðnu dögum sagði hún mér sitt- hvað af íslenzkum listamönnum er til hennar komu. Ég var bara svo skelfilega ungur og óþroskað- ur og lagði ekki allt nægilega í minnið, því mér var meira í mun að melta allt það nýja er við blasti, en að rifja upp horfna tíð og sömu- leiðis má segja að ég hafí eins og fleiri ungar listspírur ofan af ís- landi verið bólusettur gegn list ' þessara manna. Hér skortir öruggar heimildir, en hvenær skyldi saga Steinunnar og Þórðar verða skráð, og þess menningarsendiráðs sem þau héldu uppi fyrir einskæra hjarta- hlýju og velvild til landa sinna? Og margir listamenn er gistu borgina voru alltaf annað hvort Finnur og Guðný Elísdóttir kona hans. leggja myndlist fyrir sig, en taldi gullsmíðanámið góðan bakhjarl áður en hann hafði fjárhagslegt bolmagn til að fara í formlegt mynd- listarnám. En á þeim tíma þurftu allir er áhuga höfðu á myndlistar- námi að sækja það til annarra landa. Áður en Finnur hélt utan fékk hann nokkra tilsögn í teikningu í Iðnskól- anum hjá Þórarni B. Þorlákssyni og í kvöldskóla hjá Ríkarði, bróður sín- um, en hann hafði komið heim frá myndlistamámi í Kaupmannahöfn við Konunglegu dönsku listaaka- demíuna árið 1914. Finnur Iauk sveinsprófí í gull- smíði árið 1919 og hélt þá strax til Kaupmannahafnar, þar sem hann dvaldi í tvö ár. í stað þess að fara í Listaakademíuna eftir undirbún- ingsskóla Viggos Brandts, fór hann í einkaskóla Olafs Rudes (1886- 1957), sem þá var einn framsækn- asti íistamaður Dana og kenndi í þeim anda. Kennslan í Listaakadem- íunni var aftur á móti í hefðbundnu formi og nánast í upplausn og taldi Finnur sig eiga fátt þangað að sækja. Þá ákvað Finnur að söðla um og halda til Þýskalands til frekara náms, fyrst til Berlínar en slðan var ferðinni heitið til Dresden. Nær allir myndlistarmenn okkar höfðu ein- vörðungu stundað nám í Kaup- mannahöfn. Jón Stefánsson braust reyndar út úr því fari og fór til Parísar. En undantekningarnar eru fáar. Á fyrri hluta þriðja áratugar- ins verður þó sú breyting að Kaup- mannahöfn varð oft aðeins fyrsti viðkomustaður íslenskra lista- mannsefna. Sú ákvörðun Finns að halda til Þýskalands var að mörgu leyti ný- stárleg, og einnig hið róttæka mynd- mál, sem hann tileinkaði sér þar. Hann hóf að mála undir áhrifum þýsks expressjónisma og síðar eink- um rússnesks konstrúktífísma og síð-kúbisma, og varð þannig í fram- varðarsveit þeirra er tileinkuðu sér óhlutlægt myndmál á Norðurlönd- um. Þessar stefnur voru þá í mikilli getjun í Þýskalandi þó að express- jónisminn hefði reyndar að vissu leyti runnið sitt blómaskeið. Finnur hélt fyrst til Berlínar og var { nokkra mánuði í námi hjá Karl Hofer, frægum expressjónista. Sýning er hann sá í Potsdamer- strasse 134a opnaði augu hans, eða eins og hann komst að orði í viðtali við Gísla Sigurðsson árið 1974 „... sá [ég] þar í fyrsta sinn myndir eftir Kandinsky, Chagall, Franz Marc, Paul Klee, Kokoschka, Aug- ust Macke og fleiri. Þá hafði ég aldrei heyrt á þessa menn minnzt, hvorki til góðs né ills. En ég hreifst alveg á augnablikinu og sá, að hér var á ferðinni geysileg bylting. Þó að ég þekkti nútíma Iist frá París, þá snertu verk expressjónistanna mig miklu dýpra.“ Upp frá því varð ekki aftur snúið fyrir Finn og frá Berlín hélt hann síðan til Dresden í ársbyijun 1922. Emil Thoroddsen stundaði nám í listasögu við Kaup- mannahafnarháskóla um sama leyti og Finnur var í námi í Kaupmanna- höfn. Emil varð síðar nemandi í tónlistarsögu í Der Weg-skólanum í Dresden og það var hann sem benti Finni á skólann, og voru þeir þar samtímis í námi. Der Weg-skólinn var einkaskóli en í nánum tengslum við Bauhaus- og Der Sturm-hreyfíngarnar. Marg- ir af forsprökkum þeirra, listamenn og sérfræðingar, héldu fyrirlestra við Weg-skólann og kynntist Finnur því stöðugt því ferskasta sem var að gerast í myndlist samtímans. En áður hafði hann verið um skeið við nám í útlendingadeild Listaakadem- íunnar í Dresden, einkum í teikn- ingu. Aðalkennari hans þar var hinn þekkti expressjónisti Oskar Kok- oschka. Kynni Finns af þessum listamanni áttu eftir að skipta miklu máli því það var einmitt fyrir til- stilli Kokoschka að Finnur hélt til Berlínar árið 1925 á hinn örlagaríka fund við Herwarth Walden, aðaldrif- fjöður Der Sturm. Þar hitti Finnur einnig fyrir Kandinsky. Valin voru átta verk eftir Finn til sýningar í Sturm-galleríinu og öðrum sýning- um sem voru tengdar því. Finnur sá aldrei þessar sýningar, og vissi ekki afdrif verka sinna fyrr en fyrir rúmum áratug að hann frétti að tvö málverka hans hefðu að lokum hafn- að í Yale University Art Gallery. Annað þessara verka er nú í lang- tímaláni hjá Listasafni íslands. Um svipað leyti og verk Finns voru tek- in til sýningar ákvað hann að halda til íslands og setjast þar að. Þegar Finnur kom heim árið 1925 sýndi hann verk sín frá Þýskalands- árunum í Café Rosenberg í húsi Nathan & Olsen, þar sem nú er Reykjavíkur apótek. Þar sýnir hann abstraktverk, expressjónísk verk og landslags- og sjávarmyndir, alls 40-50 verk, þar af tólf abstrakt. Þó að skilningur almennings væri lítill á framúrstefnuverkunum, þá olli sýningin blaðadeilum sem vakti athygli á henni og fékk hún góða aðsókn. Finnur seldi margar mynd- ir, þar af tvær kompósisjónir. Eftir sýninguna árið 1925 má segja að Finnur lagi listsköpun sína að þeim markaði, sem var að mót- ast á þessum tíma í Reykjavík, í þjóðfélagi sem bar enn öll einkenni 19. aldar og var langt á eftir því samfélagi, sem Finnur hafði kynnst í Þýskalandi. Finnur var raunsær og hann hafði fullan hug á því að framfleyta sér á myndlist eingöngu, þótt um tíma ynni hann við gull- smíðar og kennslu eftir að hann kom heim. Hann var kominn hátt á fer- tugsaldur og það var ljóst að áhugi íslendinga á óhlutlægum verkum hans var nær enginn. Finnur sýndi aftur nokkrar óhlut- lægar myndir á sýningu Listvinafé- lagsins árið 1926 ásamt öðrum verkum. En síðan einbeitti hann sér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.