Morgunblaðið - 04.08.1993, Page 3
C 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1993
FOLX
■ KEVIN Young sigraði í 400
metra grindhlaupi á stigamóti í
Köln á sunnudaginn, og vann um
leið mikilvægan sálfræðilegan sigur
gegn helsta andstæðingnum,
Sambíumanninum Samuel Mat-
ete. Umræddur Matete stöðvaði
sigurgöngu Youngs á stigamóti í
London í júlí, en þá hafði Young
sigraði í 26 hlaupum í röð.
■ ÞAÐ var mikilvægt fyrir Yo-
ung að sigra í Köln, tveir ósigrar
í röð hefðu verið. slæmt vegarnesti
fyrir heimsmeistaramótið í Stuttg-
airt sem hefst innan skamms. Yo-
ung hljóp á 47,75 sek. en Matete
varð annar á 48,28 sek.
■ TONY Washington frá Banda-
ríkjunum sigraði í kringlukasti í
Köln, kastaði 66,86 metra í sínu
síðasta kasti og sigraði þar með
Þjóðverjann og heimsmeistarann
Lars Riedel, sem hafði náð forystu
í fimmta kasti með 66,56 metrum.
■ COLIN Jackson frá Bretlandi
sem var nálægt heimsmetinu í 110
metra grindahlaupi í Sestriere í
síðustu viku, hætti við að keppa í
Köln á síðustu stundu vegna
meiðsla.
■ ANDRE Cason frá Bandaríkj-
unum sýndi enn og aftur hvers
hann er megnugur í 100 metra
hlaup í Köln. Hann sigraði á ágæt-
um tíma, 10,11 sek. og Jon
Drummond varð annar á 10,13
sek. Cason byijaði ekki vel, en
sýndi fádæma styrk á síðustu 40
metrunum og komst fram úr
Drummond á síðustu metrunum.
■ ÓLYMPÍUMEISTARINN
Linford Christie keppti ekki, vildi
ekki eiga það á hættu að bíða ósig-
ur í greininni, þegar aðeins hálfur
mánuður er í heimsmeistaramótið.
■ CHRISTIE skráði sig hins veg-
ar til keppni í 200 metra hlaupi
flestum að óvörum, en sigraði engu
að síður, hljóp á 20,39 sek. Hann
sagði við fréttamenn á eftir að hann
hefði verið þreyttur eftir keppnina
við Carl Lewis í Gateshead sl.
föstudag, þar sem hann sigraði „en
ég er ekki hræddur við neinn,“
bætti hann við.
■ CHRISTIE og Lewis munu
mætast í kvöld í 100 metra hlaupi,
á stigamóti í Zurich í Sviss, sem
er eitt af hinum svokölluðu „gull-
mótum“.
M CASON verður án alls efa helsti
keppinautur Christies um heims-
meistaratitilinn í 100 metra hlaupi,
en hann hljóp á 9,85 sek., reyndar
í of miklum vindi, á úrtökumóti
Bandaríkjamanna fyrir HM, og
sigraði þar bæði Carl Lewis og
Denis Mitchell örugglega.
■ HEIMSMETHAFINN í há-
stökki kvenna, Þjóðveijinn Heike
Henkel, náði ekki að ljúka keppni
í Köln á sunnudaginn og hefur
hætt við að keppa í Ziirich í kvöld
og í Monte Carlo á laugardaginn.
Hún hefur átt við meiðsli í fæti að
stríða og ætlar að reyna að jafna
sig fyrir heimsmeistaramótið.
m HENKEL ætlar að taka sér frí
frá keppni eftir HM, bæði til að
jafna sig á meiðslunum, og jafnvel
hefur hún í hyggju að stækka fjöl-
skylduna, með aðstoð eiginmanns-
ins og þjálfarans Rainers Henkel.
■ SAMSON Kitur frá Kenýa
sigraði í 400 metra hlaupi í Köln,
hljóp á 44,54 sek. Heimsmethafinn
bandaríski Butch Reynolds varð í
þriðja sæti, eftir að Nígeríumaður-
inn Sunday Bada þjarmaði að hon-
um á endasprettinum og komst
fram úr á síðustu tíu metrunum.
Bada kom í mark á 44,77 sek. en
Reynolds mældist á 44,88.
■ KHALID Skah frá Marokkó
setti heimsmet í tveggja mílna
hlaupi á fijálsíþróttamóti í Hechtel
í Belgíu á laugardaginn. Skah hljóp
á átta mínútum 12,17 sek. og bætti
þar sem sex ára gamalt met landa
síns Said Aouita um rúma sek-
úndu.
HAIMDKNATTLEIKUR
íslendingar hlutu silfrid
Trausti Jóhannesson kjörinn markvörður Heimsleikanna
ISLENDINGAR urðu í öðru sæti í handknattleik á Heimsleikum
heyrnarlausra sem lauk í Búlgaríu á mánudaginn. íslenska liðið
lék til úrslita við lið Þjóðverja, og tapaði með fimmtán mörkum
gegn nítján. íslendingar sigruðu lið Króata í undanúrslitum með
22 mörkum gegn 16. Trausti Jóhannesson var kjörinn markvörð-
ur leikanna og Jóhann Ágústsson var markahæstur.
Islendingar voru í riðli með Þjóð-
veijum, og töpuðu leiknum í
riðlakeppninni einnig 19:15. Úrslita-
leikurinn var nánast endurtekið efni
frá fyrri leiknum. Þýska liðið fór
hamförum strax frá fyrstu mínútu
og um miðjan hálfleikinn var staðan
orðin 7:1, Þjóðveijum í hag. íslend-
ingar náðu aðeins að rétta sinn hlut
og var staðan í hálfleik 10:7. Nær
komst liðið ekki og sigruðu Þjóðveij-
ar eins og áður sagði. íslendingar
hafa ekki riðið feitum hesti frá við-
ureignum sínum við Þjóðverja á
undanförnum árum. Liðin kepptu
til úrslita fyrir tveimur árum á Evr-
ópumeistaramótinu og tapaði ís-
lenska liðið með 14 mörkum gegn
26. En árangur íslenska liðsins stað-
festir að það er í fremstu röð í heim-
inum í dag. Liðið tryggði sér Norð-
urlandameistaratitil í fyrra, silfur
eins og áður sagði á Evrópumeist-
aramótinu árið 1991 og silfur á
heimsleikunum nú.
Islenska liðið sigraði í þremur af
flórum leikjum í riðlakeppninni, síð-
asti leikurinn var gegn Norðmönn-
um á föstudaginn og sigraði íslenska
liðið 17:14.
Króatía sigraði Ítalíu í úrslitaleik
um þriðja sætið. Danir urðu í fimmta
sæti og Svíar í sjötta.
AEG
AEG
AEG
AEG
AEG
Knattspyrnuskóli
wmsog
sumarið 1993
STJÓRNENDUR SKÓLANS ERU KRISTINN BJÖRNSSON, ÞJÁLFARI
MFL. KARLA í KNATTSPYRNU, OG KRISTJÁN GUÐMUNDSSON,
YFIRÞJÁLFARI YNGRI FLOKKA VALS.
Knattspyrnudeild Vals og AEG munu standa fyrir
knattspyrnuskóla á Hlíðarenda dagana
9. til 27. ágúst frá kl. 13.00 til 16.30.
Haldin verða þrjú námskeið fyrir stúlkur
og drengi á aldrinum 6 til 14 ára.
Hverju námskeiði er aldursskipt.
Fyrsta námskeiðið stendur dagana
9. til 13. ágúst, annað 16. til 20. ágúst
og það þriðja 23. til 27. ágúst.
SKRÁNING:
Skráning hefst þriðjudaginn 3. ágúst á skrifstofu
Vals á Hlíðarenda milli kl. 11 og 15. Allar nánari
upplýsingar eru veittar í símum 623730 og 623731
á sama tíma. Þátttökugjald er kr. 3.000. Ef sami
einstaklingur er skráður á tvö eða þrjú námskeið,
kemur til sérstakur afsláttur. Einnig er veittur
systkinaafsláttur.
GÓÐIR GESTIR
munu koma í heimsókn og afhenda verðlaun
og viðurkenningar að námskeiðum loknum.
LEIÐBEINENDUR:
Ágúst Gylfason, Baldur Bragason, Gunnlaugur
Einarsson, Kristinn Lárusson, Steinar Adolfsson
og Þórður B. Bogason, en allir eru þeir
meistaraflokksmenn Vals í knattspyrnu, auk þess
sem flestir þeirra hafa verið leiðbeinendur í
Sumarbúðum í borg.
GRILLVEISLA
verður í lok hvers námskeiðs. Þátttakendur verða
leystir út með gjöfum frá AEG og
sportvöruversluninni Ástund.
&
V
f..
5 »- j
> • V* V' ->
m
J • » >
íííÁ
Hlíðarendi, félagssvæði Vals, býður uppá einhverjar glæsilegustu og bestu aðstæður
fyrir slíkt námskeiðshald, bæði innan dyra og utan. Fallegt umhverfi - örugg gæsla.
AEG
AÐALSTYRKTARAÐILI KNATTSPYRNUDEILDAR VALS
AEG
AEG
AÉG
AEG
AEG