Morgunblaðið - 04.08.1993, Blaðsíða 5
4 C
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1993
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1993
C 5
-4-
ÁsgeirSigurvinsson segirknattspyrnu hérá landi betri en hann átt von á. Honum finnst mikið aga- og kæruleysi í þjóðfélaginu og reiknarekki með aðflytjast alkominn til landsins á ný
Ef menn hafa ekki
Asgeir segir knattspymuna hér
á landi betri en hann átti von
á. „Ég held að hún sé tiltölulega
góð núna; betri en
Eftjr ég bjóst við. Við er-
Skapta um mikið af
Hallgrímsson markaleikjum og
hér eru nokkur góð
lið. Það má segja að fótboltinn hér
sé góður miðað við erfiðar aðstæð-
ur.“ Þær em vissulega erfiðar, en
hvað skyldi Ásgeir telja þurfa að
koma til, svo knattspyman megi
batna? „Til að bæta knattspyrnuna
verður að byggja yfir velli. Það
hefur verið gert annars staðar með
góðum árangri." Hann telur að eins
og efnahagsástandið er hér á landi
sé það ef til vill bara draumur að
byggt verði yfir velli á næstunni,
en „spumingin er hvort einhver er
tilbúinn að fjárfesta í þessu. Þetta
skiptir öllu máli. Það þýðir ekki að
æfa aðeins hálft árið við þokkalegar
aðstæður; hér em menn að hlaupa
í snjó og hálku á veturna, sem er
stórhættulegt," segir Ásgeir og ját-
ar því að aðstöðuleysið standi fram-
þróun íþróttarinnar fyrir þrifum.
Erfitt...
Ásgeir segist hafa átt erfitt með
að sætta sig við áhugamennskuna
hér á landi fyrst í stað; „Ég var
vissulega búinn að búa mig undir
að koma heim og taka við félagi
sem er sennilega það best rekna
af toppfélögunum á íslandi og vissi
að maður fengi kannski einhveiju
áorkað til að bæta eitthvað, en þetta
er samt erfitt. Leikmenn em allt
vinnandi menn og það kemur fyrir
að einhver kemst ekki á æfíngu;
fær ekki mann á vakt fyrir sig eða
eitthvað svoleiðis, og maður verður
bara að sætta sig við það. Verður
að reyna að vinna eins vel úr hlutun-
um og hægt er.“
Og menn verða að hafa gaman
af þessu, ekki satt?
„Já, menn verða að hafa gaman
af þessu. Þegar menn eru í vinnu
og koma hingað á eftir, vilja þeir
helst fara með bros á vör af æfíngu
en ekki með lafandi tungu. Maður
verður því að laga sig að aðstæðum.
Og það er gaman að vinna með
þessum strákum; þeir gefa sig á
fullu í þetta. Kröfurnar sem ég
geri til þeirra em kannski ekki eins
miklar og ég vildi geta krafist en
ég er farinn að sætta mig við þetta;
það er nokkum veginn fyrst núna
sem ég er að komast inn í fótbolt-
ann héma, farinn að þekkja leik-
menn í öðrum liðum. Og svo höfum
við fengið gott veður í sumar,
óvenju gott — mér leist ekkert á
þetta í byijun þegar stundum vom
tíu vindstig, rok og rigning og ekk-
ert hægt að gera. En undanfarið
hefur allt verið upp á við.“
Jafnvægi komið í liðið
Gengi Fram-liðsins var skrykkj-
ótt framan af sumri. Hvað hefur
breyst; af hveiju small leikur þess
allt í einu saman?
„Ég var aldrei í vafa um hvað
strákarnir gætu. En í síðustu leikj-
um höfum við breytt svolítið um
leikkerfi, fært menn til í stöðum
og ég held við séum komnir með
jafnvægi í liðið. Við emm búnir að
finna rétta stöðurnar fyrir þá leik-
menn sem við höfum yfír að ráða
og getum farið að þróa leikstílinn.
Þetta er alltaf spurning um að fínna
jafnvægi milli sóknar og varnar.
Liðið sótti alltaf mjög mikið, en
menn töpuðu boltanum oft í sókn
þannig að við fengum á okkur
skyndisóknir og þar af leiðandi
mikið af mörkum. Það hef ég verið
að taka fyrir og er farinn að láta
strákana taka meiri ábyrgð, hvern
á sinni stöðu og manni sem þeir
verða að sjá um. Menn em meðvit-
aðri um vamarhlutverkið. Ég hef
sagt við þá að flestir hér á landi
vilji vera prímadonnur, vilji ekki
spila þessa stöðu eða hina, en ég
verð að vega og meta hvar hver
maður nýtist best fyrir liðið, og ég
held ég sé búinn að fá strákana til
að sætta sig við það núna, þannig
að þetta lofar góðu.“
Og enn um uppbyggingu liðs:
„Menn verða að skila varnarhlut-
verki í góðu liði. Ef menn gera það
ekki verður liðið aldrei gott. Sjáðu
bara toppliðin I heiminum I dag;
það getur hver og einn spilað vörn,
góður senter líka. Þannig er þetta
orðið. Þeir em ekki til lengur sem
bara dóla frammi og skora."
SJálfkrafa velgangnl...
Þú hefur hælt Atla Einarssyni
mikið undanfarið. Skipti miklu máli
fyrir liðið að fá hann?
„Já. Ég hef heyrt að það hafi
lengi loðað við Fram-liðið að hér
hafí verið rryog miklar spilandi týp-
ur, en sterkustu liðin eru þau sem
hafa andstæður af leikmönnum; það
mega ekki allir vera eins, og til
þess að hafa gott lið verður að vera
einn leikmaður sem getur splundrað
vörnum þó sá sé kannski ekki mik-
ill boltamaður. Atli getur splundrað;
en svo kemur bara í ljós að hann
er góður boltamaður líka; hann
skorar, hann leggur upp færi... Ég
segi að hann leiki jafnvel svona
núna vegna þess að hann er að
spila með betri leikmönnum en áð-
ur. Ég sagði strax í vetur, þegar
ég fékk sendar út spólur með brot-
um úr leikjum í fyrra og hittifyrra,
að þetta væri maður sem ég vildi
fá. Og það hefði verið synd ef þessi
strákur hefði ekki fengið að leika
með í sumar. Það tókst sem betur
fer að leysa mál hans við Víking,
og ég held að allir Framarar séu
ánægðir í dag að hafa fengið hann.“
Einhveijir hafa ef til vill haldið
að Fram-liðinu gengi allt að því
sjálfkrafa vel í sumar þar sem þú,
frægur knattspyrnumaður, værir
að taka við þjálfuninni?
„Já, það getur vel verið — en því
má ekki gleyma ég er að byrja sem
þjálfari. Ég hef enga reynslu af
þjálfun sjálfur, þó ég hafi leikið
undir stjórn margra og kynnst
ýmsu. En við erum að vinna eftir
prógrammi til tveggja ára og ég
var ákveðinn í að horfa framhjá því
ef þetta gengi ekki vel strax. Auð-
vitað var maður svekktur þegar
okkur gekk sem verst í byijun og
reyndi að leita að ástæðum. Þá var
ýmislegt tuðað í kringum okkur,
en við tókum ákvörðun, ég og
nokkrir menn innan félagsins, að
við litum á þetta tímabil sem frum-
raun mína til þess að vega og meta
það lið sem ég er með í höndunum
því við erum að reyna að byggja
upp fyrir næsta ár líka. En nú erum
við að komast á skrið, og ég vona
að þetta haldi svona áfram.“
Skagaliðið heilsteyptast
Ásgeir segir lið ÍA það heilsteypt-
asta hér á landi I sumar, og þarf
sú skoðun hans ekki að koma á
óvart, enda liðið með örugga for-
ystu I deildinni. „Skagamenn þurfa
ekki að búa til stöður fyrir leik-
menn; þeir eru með menn sem passa
vel I hveija stöðu og það sést greini-
lega að þessir strákar eru með það
á tæru hvert hlutverk hvers og eins
er. Það einkennir liðið. Þá hafa
FH-ingar komið mjög á óvart; liðið
fór I gegnum fyrri umferðina með
aðeins eitt tap, gegn ÍA í fyrsta
leik, og hefur verið að spila mjög
agaðan fótbolta.“ Hann segir að
ekki megi dæma FH-inga af tapinu
á Akranesi. „Það er bara einn leik-
ur þar sem þeir höfðu enga trú á
sjálfa sig.“ Ásgeir segist ekki hafa
trú á því að neitt lið geti veitt
Skagamönnum mikla keppni um
HANN er besti og þekktasti knatt-
spyrnumaður sinnar kynslóðar á ís-
landi. Goðsögn á unga aldri og ekki að
ástæðulausu. Dáður af knattspyrnu-
unnendum vfða um Evrópu, ekki síst
hér heima, þannig að menn biðu
spenntir eftir því hvernig Frömurum
reiddi af þegar Ásgeir Sigurvinsson
snéri loks heim eftir nærri tveggja ára-
tuga útivist, og tók að sér þjálfun Safa-
mýrarliðsins. Gengi Framara var skrykk-
jótt framan af sumri, en undanfarið
hefur liðið verið í meðbyr; leikur
skemmtilega knattspyrnu, skorar mikið
af mörkum og er komið í annað sæti
1. deildar þegar mótið er rúmlega hálfn-
að — tíu umferðum lokið af átján. Ás-
geir segir hér í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins að íslensk knattspyrna
sé betri en hann hafi í raun átt von á.
Margt jákvætt megi segja um íslensk
félagslið, en aðstöðuleysi komi hins
vegar í veg fyrir framþróun íþróttarinn-
ar hérlendis.
Morgunblaðið/Friðþjófur
Bestur
ÁSGEIR í leik með VfB Stuttgart
veturinn 1983-84, er Hðið varð
meistari og hann var kjörinn leik-
maður ársins í Þýskalandi.
íslandsmeistaratitilinn héðan af; er
reyndar helst á því að Framarar
geti skákað þeim, en framundan sé
hörð barátta um annað sætið, milli
Fram KR og FH. „Það var sagt
strax I byijun að eitt lið ætti örugg-
lega eftir að koma á óvart og FH-
ingar verða í baráttunni I stað Vals-
manna sem menn áttu von á.
Það er reyndar framundan mjög
erfitt prógram bæði hjá KR-ingum
og Skagamönnum. Bæði lið eru I
Evrópukeppninni, og það gæti
hjálpað okkur; jafnframt að þau eru
líka I bikarkeppninni. Það ætti því
í nýju hlutverki
Morgunblaðið/KriBtinn
ÁSGEIR í nýja hlutverkinu; sestur á bekkinn og fylgist með Fram-liðinu í leik gegn Vestmannaeyingum á dögunum. „Auðvitað var maður svekktur þegar okkur
gekk sem verst í byrjun og reyndi að leita að ástæðum. ... nú erum við að komast á skrið, og ég vona að þetta haldi svona áfram.“
skap og metnað
er valtað yfir þá...
að vera mjög raunhæft fyrir okkur
að ná öðru sæti í deildinni, sem er
Evrópusæti — og það sem við töluð-
um um I byijun. Það var markmið-
ið.“
Sóknarknattspyrna
Hvernig er þín óskaknattspyrna?
„Skemmtilegur sóknarfótbolti
með einni snertingu gleður alltaf
augað. Ég vil láta spila skemmtileg-
an sóknarleik og það sem ég legg
mesta áherslu á hérna er að fá
kantspil; líttu á mörkin sem við
höfum verið að skora: við erum allt-
af að nýta okkur auðu svæðin milli
vamar og miðju. Nánast öll mörk
okkar hafa komið þannig; boltinn
út á kant og mörkin svo gerð eftir
fyrirgjafir. Þetta er hreint spil og
falleg mörk og engin tilviljun hvern-
ig þau koma. Og þetta er einfalt;
fótbolti á að vera einfaldur, það
má ekki flækja hann. Ég segi að
um leið og hann verður að ein-
hveiju vísindalegu kjaftæði þá verð-
ur hann leiðinlegur. Fótboltinn má
ekki verða of kerfisbundinn; ein-
staklingurinn verður að njóta sín,
menn verða að taka ákvarðanir
sjálfir. Maður spilaði þannig sjálfur;
hlustaði auðvitað á þjálfarana en
ég varð alltaf að vega og meta stöð-
una hveiju sinni, hvað ég ætti að
gera. Þetta er það sem maður þarf
að fá strákana til að gera.“
Johan Cruyff (þjálfari Barcelona)
er sá þjálfari sem heyrist aðallega
gagnrýna knattspyrnuna I dag; seg-
ir alltof og mikið af hlaupatíkum,
vinnuhestum og kraftamönnum I
liðum...
„Ég er alveg á sömu skoðun; það
vantar miklu meira af flinkum og
skemmtilegum leikmönnum sem
gleðja augað.“ Ásgeir segir suma
þjálfara jafnvel byggja lið sín upp
á „mannætum" — leikmönnum sem
hafí eingöngu það hlutverk að passa
ákveðna mótheija og eftir að hafa
unnið boltann eigi þeir að senda
hann strax á næsta mann; ekki
gera neitt annað. „Svo eru nokkrir
sóknarmenn með þessum týpum,
en þetta verða aldrei alvöru lið,
aðeins miðlungslið."
En hvernig þjálfara skyldi Ás-
geir telja sjálfan sig vera?
„Maður reynir að velja það sem
var gott hjá þeim þjálfurum sem
ég var hjá, en ég er ekki orðin nein
þjálfaratýpa; ég er að þróa sjálfan
mig í þessu. En ég hef byijað þann-
ig að það er vinalegt andrúmsloft
hjá mér; ég er enginn harðstjóri en
hef aga á strákunum, því þeir bera
virðingu fyrir manni og ég þarf
ekki að öskra og garga á þá. En
auðvitað koma upp atvik þar sem
ég tek þá fyrir og segi mína mein-
ingu; tala ekki alltaf í sama blíðu-
tóninum, en það bara eðlilegur hlut-
ur.“
Ásgeir fór til Standard Liege I
Belgíu nýorðinn 18 ára, þar sem
hann varð fljótlega aðal maður liðs-
ins. Eftir nokkurra ára frábæra
frammistöðu I Belgíu var hann
keyptur til stórliðsins Bayern
Munchen, en þar gekk dæmið ekki
upp og svo fór að nágrannarnir I
VfB Stuttgart keyptu Islendinginn.
Og þar blómstraði Ásgeir á ný. En
þegar hann horfír nú til baka; er
eitthvað sem hann hefði viljað hafa
öðru vísi á ferlinum?
„Ég held ég geti verið mjög sátt-
ur við ferilinn. Maður vann bæði
sæta sigra; var uppi I skýjunum sem
leikmaður og umflöllun rosalega
mikil, en upplifði líka hina hliðina;
ég þurfti að sitja á bekknum, fékk
ekki tækifæri og það var komiö
fram við mann eins og einhvern
kúkalabba hjá Bayern; litið á mann
eins og senditík, og ég sætti mig
ekki við það.
Slgurvllji
Ég var ekki búinn að vera hjá
félaginu nema I tvo eða þijá mán-
uði þegar ég sá hvernig þróunin var
og það sýnir best karakterinn hjá
mér, held ég, að ég vildi ekki fara
)ó ég fengi fullt af tilboðum; ég
gat farið til Belgíu aftur, Hollands
og Frakklands, en vildi samt vera
áfram í Þýskalandi þrátt fyrir að
vera búinn að klikka þar. Ég gat
ekki sætt mig við að fara frá land-
inu án þess að sanna að ég gæti
spilað einhveija rullu þar — sem
kom I ljós að ég gat. Þetta sýnir
best að það má aldrei gefast upp.
Maður verður að hafa sigurvilja.“
Og þú hefur alltaf haft hann...
„Já, já. Ég var kolvitlaus þegar
við töpuðum þegar ég var að spila
hér heima. Það var talað um að
maður léti skapið hlaupa með mig
I gönur. En ef menn hafa ekki skap
og metnað er bara valtað yfir þá.
Maður verður að bíta frá sér og það
má ekki bera virðingu fyrir neinum
sem verið er að leika á móti. Ef
menn bera virðingu fyrir andstæð-
ingunum og eru hræddir við þá eiga
þeir enga möguleika."
Voru það kannski mistök hjá þér
að fara til Bayern, eða græddirðu
ef til vill á því til lengri tíma litið?
„Ég græddi á því. Þetta var
fyrsta alvöru mótlætið á ferlinum;
maður byijaði vel I Belgíu og var
vanur velgengni, þannig að maður
kynntist ekki mótlætinu þar.“ Ás-
geir segir tímabilið hjá Bayem hafa
verið mjög erfitt. „Ég var þama í
heilt ár, og leið ekki vel fyrr en ég
ákvað að skipta um félag.“
Baráttan mikil
Ásgeir segir íslenska unglinga
standa vel I samanburði við erlenda
jafnaldra sína; það hafi úrslit I leikj-
um unglingalandsliðanna sýnt. „En
eftir að erlendir strákar fá samning
við atvinnumannalið og geta ein-
beitt sér að því að æfa knatt-
spymu, og þurfa ekki að hafa
áhyggjur af neinu öðm, þá fer bilið
að breikka..." Hann segist því ráð-
leggja íslenskum knattspymustrák-
um að reyna fyrir sér erlendis, fái
þeir tækifæri til þess: „Ég hef séð
marga efnilega stráka hér á landi,
en það er alltaf spurning hveijir
verða fyrir valinu og hveijir standa
sig. Baráttan nú um stöður úti er
alveg rosaleg því það er til fullt af
góðum strákum. Unglingarnir hjá
okkur [í VfB Stuttgart] eru til
- dæmis ekki slakir; unglingaliðið
okkar varð þýskur meistari sjö sinn-
um á tíu árum, en svo er spurning
hvað skilar sér upp I aðalliðið. Það
hefur nánast ekkert skilað sér úr
þessum meistaraliðum.
Ég tel að eins og málum er hátt-
að I dag ættu menn að reyna, og
helst að binda sig I sem stystan
tíma, þannig að þeir geti snúið heim
á leið án allra kvaða ef dæmið geng-
ur ekki upp. Þetta er mjög góður
skóli fyrir alla; ég fór til Belgíu
nýorðinn 18 ára og það bjó enginn
íslendingur I borginni [Iiege]; ég
var þarna I frönsku mælandi landi
og skildi ekki orð I frönsku. Þetta
er erfitt í byijun, en menn hafa
gott af því, að læra að bjarga sér.“
Ásgeir segir menn sem séu að
reyna fyrir sér I atvinnumennsku
verða að vera tilbúna að leggja
mikið á sig og hlusta; taka við góð-
um ráðum. Ekki telja sig kunna
allt og vita allt. Gott dæmi um þetta
sé Eyjólfur Sverrisson hjá Stuttg-
art. Hann hafi lagt sig fram, hlust-
að á ráðleggingar og verið tilbúinn
að bíða eftir tækifærinu. Þegar það
kom hefði hann verið tilbúinn og
gripið tækifærið.
Það er oft sagt að líf atvinnu-
manna I knattspymu sé ekki dans
á rósum. Er þetta ekki bara gömul
klisja; er þetta ekki ágætis líf?
„Ja, menn fóma ýmsu fyrir þetta.’
Það má ekki gleyma því að menn
eru spilandi allar helgar. Þetta er
ekki eins og hjá öðrum að þú vinn-
ur í ákveðinn tfma og tekur svo
tveggja til þriggja daga pásu og
hugsar ekkert um vinnuna. Þegar
ég var I Belgíu var leikið á sunnu-
dögum, og þegar aðrir unglingar
fóra út að skemmta sér var maður '
SJÁ NÆSTU SÍÐU
mmmm