Morgunblaðið - 04.08.1993, Page 8

Morgunblaðið - 04.08.1993, Page 8
KARFA MHMI , KNATTSPYRNA / BIKARKEPPNI KSI KR og ÍA mætast í undanúrslitaleik bikarkeppninnar í kvöld kl. 19.00 Baráttuleikur í uppsiglingu FYRRI undanúrslitaleikurinn í bikarkeppni karla verður í kvöld á KR-vellinum við Frostaskjól. Heimamenn taka þá á móti íslands- meisturunum af Skaganum, og voru fulltrúar liðanna báðir sam- mála um að barist yrði tii síðustu stundar. „Það verður barning- ur á öllum vígstöðum og ekki spurning að það verður barist um hvern einasta bolta,“ sagði Sigurður Jónsson Skagamaður og Rúnar Kristinsson KR-ingur bjóst líka við miklum baráttuleik. Seinni undanúrslitaleikurinn verður á morgun, en þá taka bikar- meistarar Vals á móti ÍBK á Laugardalsvelli. Morgunblaðið/Einar Falur Barátta og aftur barátta RÚNAR Kristinsson og Sigurður Jónsson verða í eldlínunni á miðjunni þegar lið þeirra KR og ÍA mætast í undanúrslitaleiknum í kvöld. Það verður væntan- lega ekki jafn kært á milli þeirra meðan á leiknum stendur og var þegar þeir hittust á landsliðsæfíngu fyrr í sumar. Liðin hafa leikið einn leik í sum- ar á heimavelli Skagamanna, og sigruðu heimamenn 1:0, en liðin mætast aftur í deildinni nk. sunnu- dag, þá á heimavelli KR-inga likt og í kvöld. Einn mesti baráttuleikurinn „Ég get alveg lofað mönnum því að þetta verður einn mesti baráttu- leikurinn í sumar. Bæði liðin ætla að leggja sig öll í þetta,“ sagði Sig- urður Jónsson í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Við vitum að þeir verða alveg bijálaðir á morgun. Gengi þeirra hefur verið upp og ofan í deildinni, og það er mikið atriði fyrir þá að komast í úrslitin." Sigurður sagði að það skipti þá líka miklu máli að komast í úrslita- leikinn, þeir væru alls ekki búnir að vinna deildina þó staðan væri óneitanlega góð. „Það hafa ekki margir hjá okkur spilað bikarúr- slitaleik, en þeir sem það hafa gert vita að bikarúrslitaleikurinn er einn skemmtilegasti leikurinn á sumrinu. Við höfum verið að reyna að troða því inn í hausinn á þessum strákum sem ekki hafa spilað bikarúrslita- leik hvað þetta er mikil stemmning, og ég ætla rétt að vona þeir nái því, viti að hveiju þeir eru að keppa og fari með réttu hugarfari í leikinn á morgun." Þeir f á að svitna Það er líka mikill hugur í KR-ing- um fyrir leikinn. „Við vorum saman allir um helgina, í rólegheitum í Reykholti og höfðum það gott. Það var bæði undirbúningur fyrir þenn- an leik og komandi leiki í íslands- mótinu,“ sagði Rúnar Kristinsson í gær. „Við ætlum að reyna að láta þá svitna. Guðjón Þórðarson hafði á orði að við fengjum að svitna vel í þessum leikjum, og ég held að ef þeir ætla að láta okkur svitna þurfi þeir líka að svitna sjálfir." KR-ingar geta reyndar ekki stillt upp sínu sterkasta liði í leiknum. Varnaijaxlinn Þormóður Egilsson er í banni, og Óskar Hrafn Þor- valdsson er enn ekki búinn að ná sér af meiðslum. Þá má Bjarki Pét- ursson ekki leika með liðinu í bikar- keppninni. „Að vissu leyti vildum við geta stillt upp okkar sterkasta liði, en við verðum að fylla upp í það eins vel og við getum og stilla okkur saman.“ Liðsheild og einstaklingar „Þegar Óli Gott [Ólafur Gott- skálksson, markvörður KR] er í formi þá er enginn sem ver eins og hann,“ sagði Sigurður þegar hann var beðinn um að meta í hveiju styrkleiki KR-liðsins fælist. „Svo er menn eins og Atli vinur minn, og Rúnar, sem alltaf er stór- hættulegur." Rúnar sagði að liðsheildin hjá Skagamönnum væri þeirra sterka hlið. „Þeir virðast vera með mjög sterka liðsheild, ég hef reyndar ekkert séð þá spila og aðeins spilað einu sinni á móti þeim í sumar. Þá unnu þeir okkur en voru ekkert betri en við.“ Tap gegn Rússum ÍSLENSKA drengjalandsliðið f körfuknattleik tapaði fyrir Rússum með 58 stigum gegn 94 í þriðja leik liðsins f úrslita- keppni Evrópumóts drengja- landsliða, sem haldið er þessa dagana í Tyrklandi. Liðið hefur tapað öllum leikjum sínum á mótinu til þessa, fyrst gegn Tyrkjum og sfðan gegn ítölum, og loks gegn Rússum í gær. Íslensku strákamir léku frábærlega í fyrri hálfleik gegn Rússum, og skildu aðeins sex stig liðin í leikhléi, 35:41. Það var einkum Ólafur Orms- son sem hélt liðinu á floti, gerði sjö fyrstu stig liðsins, 16 í hálfleiknum og nítján alls í leiknum. Láðið hafði hins vegar lítið í það rússneska að segja í síðari hálfleik. Helgi Guðfins- son var næst stigahæstur með 13 stig og Amþór Birgisson gerði 12. Islenska liðið tapaði fyrir Tyrkjum í fyrsta leiknum, 61:82, og í öðrum leiknum mættu liðið ítölum og tap- aði með 50 stigum gegn 76. Helgi Guðfinnsson var stigahæstur í báð- um leikjunum, gerði 23 stig í hvomm leik. Ólafur Ormsson gerði 15 stig á móti Tyrkjum og 13 stig á móti Itölum, og var næst stigahæstur í báðum leikjunum. KNATTSPYRNA Danir sigruðu Landslið íslands í knattspyrnu skipað konum 20 ára og yngri tapaði fyrsta leiknum á Norður- landamóti U20 ára landsliða, gegn Dönum.með þremur mörkum gegn engu. Staðan í hálfleik var 1:0 fyr- ir Dani. Svíar og Bandaríkjamenn sem eru í sama riðli og það íslenska gerðu jafntefli 2:2 í gær, en í dag leika íslensku stúlkurnar við Banda- ríkjamenn. KA Akureyrarmeistari KA varð í gærkvöldi Akureyrar- meistari í meistaraflokki karla í knattspyrnu er liðið gerði marka- laust jafntefli við Þór í síðari leik liðanna í Akureyrarmótinu á KA- velli. KA vann fyrri leikinn 1:0. SUND/EVROPUMEISTARAMOTIÐ I SHEFFIELD Guttler tók við af Rozsa UNGVERJINN Karoly Guttler setti glæsilegt heimsmet í 100 I metra skriðsundi í úrslitum. Hún metra bringusundi karla og táningurinn Franziska van Almsick var ekki langt frá því að bæta frá Þýskalandi vann tvenn gullverðlaun og setti eitt Evrópu- heimsmetið — synti á 54.57 sek. met á fyrsta keppnisdegi Evrópumótsins í sundi í Sheffield í ' og bætti Evrópumet Kristinar Otto Englandi ígær. Guttler setti heimsmetið [1:00.95] í 100 metra bringusundinu í undanrásum í gærmorgun. Hann synti fyrri 50 metrana á 28,52 sek. ög þá var ljóst að heimsmetið væri í hættu. Hann bætti þar með heimsmet landa síns, Norbert Rozsa, frá því á EM í Aþenu 1991, um 0,34 sekúndur. Rozsa er nú fluttur til Ástralíu og keppir því ekki á mótinu. Haím tryggði sér síðan gullverðlaunin í úrslitasund- inu sem fram fór síðdegis á 1:01.04 mín. og synti þá fyrri 50 metrana á 28.43 sek. en náði ekki að fylgja því eftir á seinni 50 þannig að heimsmetið stóð. „Ég er ánægður að hafa bætt þetta met og jafnframt undrandi," sagði Guttler sem er 25 ára og varð m.a. í öðru sæti á eftir Bretanum Adrian Moorhouse á Ólympíuleikunum í Seoul 1988. Guttl- er hefur aldrei áður orðið Evrópumeistari en hefur verið á meðal bestu sundmanna heims síðustu ár. Hann náði ekki að komast í úrslit á Ólympíuleikun- um í Barcelona í fyrra. Þýska undrabarnið Þýska undrabarnið Franziska van Almsick, sem er aðeins 15 ára gömul, setti Evrópumet í 100 Þróun heimsmetsins Hér á eftir fer listi yfir þróun heimsmetsins í 100 metra bringusundi karla frá því 1972. 1:05.13 Nobutaka Taguchi (Japan)............29.8.72 1:04.94 Taguchi.............................30.8.72 1:04.35 John Hencken (Bandar.)...............4.9.73 1:04.02 Hencken..............................4.9.73 1:03.88 Hencken.............................31.8.74 1:03.62 Hencken.............................19,7.76 1:03.11 Hencken.............................20]7.76 1:02.86 Gerald Morken (V-Þýskalandi).........17.8.77 1:02.62 Steve Lundquist (Bandar.)...............19.7.82 1:02.53 Lundquist...........................21.8.82 1:02.34 Lundquist............................6.8.83 1:02.28 Lundquist......................... 17.8.83 1:02.13 John Moffett (Bandar.)..............25.6.84 1:01.65 Lundquist...........................29.7.84 1:01.49 Adrian Moorhouse (Bretlandi)........15.8.89 1:01.49 Moorhouse...........................25.1.90 1:01.49 Moorhouse...........................26.7.90 1:01.49 NorbertRozsa(Ungveijal.).............7.1.91 1:01.45 ' Rozsa..............................7.1.91 1:01.45 Vasily Ivanov (Rússlandi)...........11.6.91 1:01.29 Rozsa...............................20.8.91 1:00.95 Karoly Guttler (Ungverjal.)..........3.8.93 I frá Þýskalandi um 0,16 sek. Heimsmetið er 54.48 sek. og er í* eigu Jenny Thompson frá Banda- I ríkjunum. Van Almsick var einnig í sigursveit Þjóðverja í 4x200 metra skriðsundi í gær. „Músin“ örugg Ungverska „músin“ Krisztina Egerszegi, sem vann þrenn gull- verðlaun á Ólympíuleikunum í Barcelona og síðasta Evrópumóti, sigraði með yfirburðum í 400 metra fjórsundi og var rúmlega fimm sekúndum á undan næsta keppanda. Hún synti á 4:39.55 mín. og var töluvert frá heimsmet- inu [4:36.10]. Finni stal senunni 19 ára Finni, Antti Kasvio, stal senunni í 200 metra skriðsundi karla og vann m.a. rússneska ólympíumeistarann Evgeny Sadovi, sem varð að sætta sig við annað sætið. Kasvio synti á 1.47.11 mín. Reuter Þýska undrabarnið ÞÝSKA stúlkan Franziska van Almsick lagfærir hér sundgleraugun áður en hún stingur sér til sunds í úrslitum 100 metra skriðsundsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.