Morgunblaðið - 14.08.1993, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.08.1993, Qupperneq 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 HÓLAHÁTÍÐ Á SÍÐSUMRI GERDUR BOLLADÓTTIR: Syngur lög við ljóð eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Hin árlega Hólahátíð, að Hólum í Hjaltadal, verður haldin á morgun sunnudaginn 15. ágúst. Hátíðin hefst með guðsþjón- ustu í Hóladómkirkju klukkan 14.00. Klukkan 16.30 verður hátíðarsamkoma þar sem á dagskrá er upplestur, tónlist og söngur. í anddyri Hólaskóla stendur yfir sýning á verkum eft- ir Hörð Ágústsson, listmálara, en það eru myndraðirnar „Mannsonurinn" og „Monsieur Maitre." Að sögn Bolla Gústafssonar, vígslubiskups á Hólum, verð- ur hátíðin í ár með hefðbundnu sniði, en hún var fyrst haldin fyrir miðja öldina. Frá því 1950 hefur hún verið haldin árlega, eða frá því að vígður var á Hólum tum til minningar um Jón Arason. Hólahátíð er kirkjuleg síðsum- arshátíð og hefst með guðsþjón- ustu. Þrír prestar þjóna fyrir alt- ari, auk Bolla og að þessu sinni eru það Sr. Egill Hallgrímsson á Skagaströnd, Sr. Eiríkur Jóhanns- son á Skinnastað og Sr. Kristján Bjömsson á Hvammstanga. Préd- ikun flytur Sr. Kristján Bjömsson á Hvammstanga. „Það hefur verið siður á Hólahátíð að fá norðlensk- an kór í heimsókn til að syngja við guðsþjónustuna," segir Bolli, „og í ár er það Kirkjukór Hvamms- tanga sem heimsækir okkur. Stól- vers syngur Gerður Bolladóttir við undirleik Rögnvalds Valbergsson- ar. Eftir guðsþjónustuna verður boðið upp á kaffí í Bændaskólan- um og síðan hefst hátíðarsam- koma klukkan 16.30. Dagskráin þar hefst með því að Gerður Bolla- dóttir syngur lög við ljóð eftir Davíð Stefánsson, en hátíðin í ár er helguð minningu hans. Undir- leikari með Gerði verður Rögn- valdur Valbergsson og lögin sem þau flytja er Blítt er undir björkun- um, í dag skein sól og Sjá, dagar koma. Þá mun Gunnar Stefánsson, bókmenntafræðingur, fy'alla um trúarviðhorf í kveðskap Davíðs Stefánssonar og nefnist erindi hans „Ég kveiki á kertum mín- um.“ Leikararnir Valgerður Dan og Þorsteinn Gunnarsson lesa úr ljóðum skáldsins og á eftir syngur Kirkjukór Hvammstanga sálm Davíðs Stefánssonar, Ég kveiki á kertum mínum,“ við lag Páls Isólfssonar. Stjómandi er Helgi Sæmundur Ólafsson." Lokaorð hátíðardagskrárinnar Ljóóasöngur, tón- list, upplestur, myndlist og helgi- hald er ó meóal þess sem prýóir Hólahótió i Hjalta- dal sem sett veró- ur ó morgun sunnudag. flytur Bolli Gústafsson, en ekki er þar með sagt að hátíðin sé á enda, því í anddyri Hólaskóla er mál- verkasýning. Þar eru til sýnis tvær myndraðir eftir Hörð Ágústsson, listmálara, „Mannsonurinn," sex olíumálverk unnin á árunum 1972- 1973 og „Monsieur Maitre," sjö kolateikningar unnar í París 1950. „Ég legg mikla áherslu á að fá eina myndlistarsýningu á hveiju sumri,“ segir Bolli, „og það gladdi mig að fá þessi verk eftir Hörð. Ég hef líka gaman af að segja frá því að við tókum eins konar for- skot á Hólahátíð fyrr í sumar, þegar við fengum Leikfélag Akur- eyrar í heimsókn með Hallgríms- dagskrá, sem Signý Pálsdóttir hef- ur unnið. Það tókst mjög vel og við höfum mikinn áhuga á að halda starfsemi af þessu tagi áfram. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að listin og kirkjan eigi samleið og vona að okkur takist að efla listastarfsemi í Hólakirkju í fram- tíðinni." „Er eitthvað sérstakt á döfínni? „Já, en það sem nú er hvað mikilvægast er að það er verið að leggja drög að því að koma upplýs- andi safni um sögu Hólakirkju. Þjóðminjasafnið hefur það verk- efni með höndum og ég verð að segja að ég hlakka til að sjá það rísa.“ ssv MENNING/LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Kjarvalsstaöir Norræni textílþríæringurinn til 15. ágúst. Verk Jóhannesar Kjarvals til hausts. Listasafn tslands Verk úr eigu safnsins og Markúsar H. ívarssonar fram í sept. Norræna húsið Hönnun Alvar Alto til 31. ágúst. Hafnarborg Sigurlaugur Elíasson sýnir til 22. ágúst. Nýlistasafnið Ralf Samens ásamt 10 ísl. myndlistar- mönnum til 22. ágúst. Önnur hæð Ludwig Gosewitz sýnir fram í september. Gallerí Úmbra Leszek Golinski og Maciej Deja sýna til 1. september. Ásmundarsafn Náttúran f list Ásgríms Sveinssonar. Safn Ásgríms Jónssonar Sumarsýning Listsalurinn Portið Ámi Rúnar Sverrisson sýnir til 15. ágúst. Gallerí Sævars Karls Gréta Ósk sýnir til 1. sept. Listhús Laugardal Samsýning fram yfir miðjan ágúst. Hulduhólar / Sumarsýning til 22. ágúst. Sólón íslandus Róska sýnir til 15. ágúst. Kringlan Tolli sýnir til 31. ágúst. Gallerí Borg Kjarvalssýning Gallerí einn einn Didda H. Leaman til 19. ágúst. Hótel Örk Sýning 22 myndhöggvara til 12. sept. Slunkaríki/Ísafirði Guðrún Guðmundsdóttir til 29. ágúst. TONLIST Laugardagur 14. ágúst. Camilla Söderberg á blokkflauta, Cather- ine Mackintosh á fiðlu, Laurence Dreyfus á víóla de gamba, Jonathan Manson á selló, Helga Ingólfsdóttir á sembal og Guðrún Óskarsdóttir á orgel leika í Skál- holti kl. 15 og 17. Einnig fyrirlestur Laur- ence Dreyfus um fúgulist á barokktíman- um kl. 14 og einsöngvarar. Sunnudagur 15. ágúst. Iain Quinn, organisti, leikur f Hallgríms- kirkju kl. 20.30. Camilla Söderberg á blokkflauta, Catherine Mackintosh á fiðlu, Laurence Dreyfus á vfóla de gamba, Jon- athan Manson á selló, Helga Ingólfsdóttir á sembal og Guðrún Óskarsdóttir á orgel leika í Skálholti kl. 15 og við messu kl. 17. Þriðjudagur 17. ágúst Sigriður Jónsdóttir, mezzósópran, ogNfna Margrét Grfmsdóttir á pfanó, leika í Lista- safni Siguijóns kl. 20.30. Miðvikudagur 18. ágúst Auður Hafsteinsdóttir, fiðluleikari, f Gerðubergi kl. 20.30. Fimmtudagur 19. ágúst Söngvaramir Björk Jónsdóttir, Ingunn Sturludóttir, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Jó- hanna Þórhallsdóttir, Magnús Torfason, Sigriður Gröndal, ásamt píanóleikumnum Vilhelmínu Ólafsdóttur og Kristni Emi Kristinsyni á tónleikum í sal FÍH, Rauða- gerði 27. kl. 20.30. Fös. 20. til sun. 22. ágúst Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri með Eddu Erlendsdóttur, Áuði Hafsteins- dóttur, Berþóri Pálssyni, Bryndísi Höllu Gylfadóttur, Steinunni Bimu Ragnars- dóttur og Zoltan Toth.; fös. kl. 21, lau. kl. 17 og sun. kl. 15. BOKMENNTIR Miðvikudagur 18. ágúst Sex yóðskáld lesa upp úr verkum sínum í Hafnarborg, Hafnarfirði kl. 20.30. LEIKLIST Light Nights Sýningar Ferðaleikhússins Light Nights kl. 21. frá fim. til sun. til loka sumars. Umsjónarmenn listastofnana og sýn- ingarsala! Upplýsingar um listviðburði sem óskað er cftir að birta f þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á mið- vikudögum. Merkt: Morgunblaðið, menn- ing/listir, Kringlan 1,103 Rvk. Myndsend- ir: 91-691222.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.