Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. AGUST 1993 A yfirlitssýningu á verkum Louisu, sem í dag verður opnuð á Kjarvalsstöðum, má líta yfír málaraferil hennar; frá fölum tónum ungrar konu sem fer varlega í kynnum sínum við það afl sem í litunum býr til öryggis hins þroskaða listamanns sem grípur pallettið og leikur af fingr- um fram um litatóna sem lúta valdi hans og þekkingu. Með þeim tjáir Louisa heim sem ekki verður settur í orð; hann er hljóðuris Það er sagt að ræðan sé silfur en þögnin sé gull og af því gulli á Louisa nóg. Hún birtist, lágvaxin og ákaflega fíngerð og mér dettur í hug lítil fímm ára stúlka sem ég þekki. Hún var minnst á sinni deild á leikskólanum, jafnvel þótt hún væri næstum elst og það var alltaf verið að stríða henni á því að hún væri svo lítil. Eða allt þar til hún leit upp einn daginn og sagði: „Það er allt í lagi, ég er svo stór inni í mér." Og hvorki verða myndir Louisu til í orðavaðli. Þær eru fjall- stór heimur úr djúpum þessarar fínlegu konu; svo stór að það tæki eilífð að setja hann í orð og kannski mundi enginn sitja og hlusta til enda. Hver og einn ber ábyrgð á því hvernig hann lítur á myndir Lou- isu. Hennar heimur er lokaður hið ytra og hún gefur engin fyrirmæli um túlkun. Hvorki menn né dýr hafa svipbrigði né hreyfingu, held- UTAN SEILIMGAR ur staldra við það eina augnablik sem tekur að að staðsetja þau í landslaginu. Svo lokar maður aug- unum og reiknar allt eins með að fólk og fénaður gangi út úr mynd- fletinum á meðan, hrossin fári á stökki og eftir verði lognkyrrar tjarnir - kannski syngi lóa, kannski velli spói og kannski gali gaukur. En allt er á sínum stað, óhagganlegt - svo nærri en þó utan seilingar. Louisa fæddist og ólst upp í Reykjavík. Lengst af bjó hún á Höfða, sem þá var nánast úti í sveit. Hún gekk í Landakotsskóla og af því að vegalengdir eru af- stæðar, þótti henni stutt göngu- leiðin í skólann dag hvern. „En ég man helst eftir mér í regnkápu og stígvélum," sagði hún eitt sinn þegar við ræddum um veðurfar á Islandi og fannst veturnir ekki til- takanlega harðir hér á suðvestur- horninu. Og í mörgum mynda hennar má sjá hvar Louisa hefur gengið. Meðal verka hennar eru götumyndir frá Klapparstíg og Vatnsstíg. Konur ganga Vestur- götuna og hún horfir niður Ægis- götuna, í átt að höfninni. Henni fannst Vesturbærinn svo spenn- andi, „kannski vegna þess að ég bjó í austurbænum," segir Louisa og svo þarf ekki að flækja það meira. í bókinni „Louisa Matthíasdóttir - Myndir" skrifar Sigurður A. Magnússson um hana: „Sautján ára hleypti Louisa heimdraganum og hjélt í fylgd móður sinnar til Kaupmannahafhar þarsem hún stundaði nám við Listiðnaðarskól- ann næstu þrjú árin og lærði aug- lýsingateiknun og skreytilist. Hversvegna hún valdi þann skóla fremur en Listaakademíuna er á huldu, en vera má að námið þar hafí gert hana sjálfstæðari gagn- vart ríkjandi listastefnum. Svo mikið er víst að hún hefur allan sinn feril farið eigin leiðir og verið með öllu ósnortin af stefnum og tískustraumum samtíðarinnar. Sumarið 1938 hélt Louisa til Frakklands með foreldrum sínum og varð þar eftir um veturinn. Louisa Matlhiasdóltir Stundaði hún nám hjá Marcel Gromaire einsog ýmsir samlandar hennar fyrr og síðar." Einhver kynni að halda að á þeim tíma hafí ekki þótt svo sjálf- gefið að unglingsstúlka héldi til útlanda til að læra myndlist. En Louisa bjó við annars konar við- horf. Hún hafði teiknað mikið frá því hún var smákrakki og í raun- inni kom aldrei annað til greina en að hún fengist við myndlist. Hún fékk bæði hvatningu og stuðning frá foreldrum sínum. Foreldrar hennar voru Matthías Einarsson læknir og Ellen Johann- essen Einarsson og þegar Louisa var að alast upp, ferðuðust foreldr- ar hennar mikið, sigldu til flestra landa Evrópu og.höfðu því tapað heimóttanum. Sjálf voru þau list- elsk og söfnuðu verkum eftir ís- lenska málara sinnar samtíðar. Louisa dvaldi í Frakklandi í einn vetur og kom heim sumarið 1939, „rétt áðuren seinni heimsstyrjöldin brast á," eins og segir í fyrr- nefndri grein Sigurðar A. Magnús- sonar, og hann heldur áfram: „Fað- ir hennar leigði handa henni lítið lystihús í garðinum gegnt Kirkju- stræti 10 þarsem Landsímahúsið stendur nú. Þar vann hún við að mála öllum stundum, ýmist ein eða í félagi við vinkonu sína, Nínu Tryggvadóttur, enda var ýmislegt líkt með list þeirra og áhugamálum á því skeiði. Þær voru líka tíðir gestir í Unuhúsi, sem þá var menn- ingarmiðstöð höfuðstaðarins, og áttu samneyti við ýmsa andans menn sem gerðu garðinn frægan, svosem Erlend í Unuhúsi, Laxness, Þórberg, Stein Steinarr og Ragnar í Smára." , Louisa ætlaði sér aftur til Frakk- Iands, en heimsstyrjöldin síðari var í algleymingi og ekkert varð úr því. Þegar hún er spurð hvernig listamannalífið hafi verið þann vet- ur sern^ hún dvaldi í París^ segir hún: „Ég veit það ekki. Ég bjó rétt utan við borgina. Á morgnana fór ég í skólann og vann þar allan daginn. Á kvöldin fór ég heim að sofa." Og þegar Louisa á í hlut, hlýtur það að vera fullkomlega eðlilegt að hún skyldi vera utan seilingar Parísarbúanna með allt sitt listamannaleikrit. Árið 1941 hélt hún til Bandaríkj- anna, vegna þess að henni fannst hún þurfa að læra meira. Hún vissi að fjöldi myndlistarmanna hafði yfirgefið Frakkland og haldið til Vesturheims og nú var framtíðin stödd þar. Hún stundaði nám hjá Hans Hofmann sem var þekktur málari og kennari í Greenwich Village og hafði hún miklar mætur á honum bæði sem manni og læri- föður. En í New York voru fleiri framtíðir en framtíð myndlistar- innar. Þar var eiginmaður hennar, Leland Bell, og þeirra framtíð sam- an. Þau giftust árið 1943 og síðan hefur Louisa starfað í Bandaríkj- unum, áunnið sér virðingu sem málari; sjálfsagt meiri virðingu en okkur grunar, þegar við sjáum hana hér hvert sumar; látlausa, rólega í fasi, ganga um göturnar og skyggnast undir yfirborð hlut- anna. Og víst er að sjálf hefur Louisa ekki hátt um þann orðstír. Texti/ssv ÞIÐ ERUÐ GOÐ FYRIRMYND - segir Joe Allard, sem sækir islenska lista- menn til aö taka þátt i Listahátiöinni i Essex LISTAHATÍÐIN í Essex, á Englandi, verður haldin dagana 4. til 19. nóvember næstkomandi. Hátiðin er að þessu sinni tileinkuð Islandi, en upphafsmaður hennar er Joe Allard, lektor í fornum norrænum bókmenntum við háskólann þar í borg. Hátiðin var haldin í fyrsta skipti árið 1981 og síðan annaðhvert ár tU 1990 en hefur síðan verið haldin á hverju ári. Allt þar til í fyrra var eingöngu boðið upp á breska list, en þá var ákveðið að breyta áherslum og þema hátíðarinnar var „Frumbyggjalist" og þá frá Bandaríkjunum. Sjálfur kemur Joe Allard frá Bandaríkjunum, en hefur verið kennari við háskólann í Essex frá 1974. „Það undraði mig alltaf eftir að ég kom til Colchester," segir hann, „hversu breitt bilið var milli háskólans og hins almenna borgara. Síðan var það árið 1980 að ég var á ráðstefnu og hitti þar leikhúsmann sem var viðriðinn Menningarmiðstöð Colchester sem þá hafði nýlega ver- ið opnuð. Eftir að við höfðum rætt saman um stund, spurði ég hann hvað mælti á móti því að við kæmum listahátíð á laggirnar fyrir þetta hérað. Hugmyndin á bak við þessa uppástungu var sú, að þetta væri góð leið til að leiða saman háskólann og borgina. Við buðum vinum okkar og vinum þeirra til umræðufunda - þetta varð ansi stór hópur - og ári seinna buðum við upp á nokkuð góða listahátíð, með bókmenntum, tónlist, leiklist og myndlist. Hátíðin tókst mæta vel svo við ákváðum að endurtaka leikinn tveimur árum seinna og höfum síðan haldið ótrauð- ir áfram. Smám saman bættust nýir aðilar og stofhanir í undirbúnings- hópinn, til dæmis bókasöfn, skólar og gallerí borgarinnar." Hvers vegna ákváðuð þið að gera þetta að alþjóðlegri hátíð? „Einfaldlega vegna skorts á breskum listamönnum. Okkar hátíð var að verða eins og allar aðrar hátíðir í Bretlandi. Það er alltaf sami hópurinn sem ferðast á milli hátíð- anna. Ef þú lítur yfir þær, þá er mjög svipuð dagskrá á þeim öllum." Það lýsir nú ekki mikilli grósku í ykkar eigin listalífi. Eða hvað? „Nei. Það hefur verið ráðist á list- ir á seinustu árum og töluvert dreg- ið úr gæðum listsköpunar í Bret- landi. Frá því í seinni heimsstyrjöld- inni hefur það smám saman verið að læðast að Bretum að þeir eru ekki alþjóðlegt veldi lengur. Þeir eru ekkert heimsveldi. Þeir eiga fátt til að byggja á sjálfir og hafa þurft að draga saman seglin. Þeirra aðferð er að skera niður menntun og sköp- un - sem er alveg óskiljanlegt. Eg hef verið kennari við háskólann í 19 ár og andrúmsloftið þar er væg- ast sagt hræðilegt. I tólf ár hefur Morgunblaðið/Árni Sæberg JOE ALLARD: Listin er ekki einkaeign hverfandi kynslóða. enginn kennari verið skipaður við skólann, en tveir hætt. Á sama tíma hefur fjöldi stúdenta tvöfaldast og við höfum ekki fengið kauphækkun í sex ár. Það er sama sagan í öllu menntakerfinu og verst er ástandið í grunnskólunum. Það hefur verið skorið niður alls staðar, en vegna þess hversu vís- indalega trúaðir Bretar eru, þá hafa styrkir til listnáms verið skertir mun meira en til vísindanáms. Á móti hverjum tveimur styrkjum til náms í raunvísindagrein sem hafa verið skornir niður, hafa fimm styrkir verið skornir niður í listgreinum." En hvers vegna völduð þið ísland á hátíðina? „Ég hef komið mikið til íslands á síðastliðnum níu árum og er mjög hrifinn af þessari þjóð. Það er svo hvetjandi að sjá hvað þið styðjið vel við bakið á listalífinu. Á meðan „menntaða fólkið" - þ..e. stjórn- málamenn og fjölmiðlar - í Bret- landi eru að velta vöngum um hvort þeir eigi að fylgja Evrópusamstarfí eða fylkja liði með Bandaríkjunum, er eins og þið hafið ákveðið að standa með ykkur sjálfum; ykkar arfleifð og menningu. Af ótal ástæðum fínnst mér að stjórnvöld í Bretlandi ættu að kynn- ast hugsunarhætti ykkar og menn- ingu. Þau gætu lært heilmikið af því. ísland hefur margt að gefa okk- ur og það er svo sérkennilegt að hver og einn íslendingur virðist vera listamaður - hvort sem hann er góður eða slæmur listamaður - en hver sem er getur fengið hvatningu og stuðning ef hann yirkilega vill vinna sem listamaður. Ást ykkar og skilningur á listum er óviðjafnanleg- ur. Annað sem ég hef tekið eftir, er að það er nánast sama hvern maður hittir hér, allir þekkja alla rithöfunda og skáld. Hið ritaða orð er svo lifandi í vitund ykkar. Þið þekkið líka flesta ykkar málara og tónskáld og hljómlistarmenn. Þegar ég fór að spyrjast fyrir um listamenn hér, fékk ég heilmikið af upplýsing- um - sama hvern ég spurði." En erum við ekki bara í drauma- heimi? Hvers vegna ættu listir að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.