Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993
Frakkland
VATN
msaranna
ÞAGNARINNAR
ER GRÆNT
Louis Aragon i ham 1949.
Eftir Jóhann Hjálmarsson
Nýlega var framhaldsmynda-
flokkurinn Frjáls Frakki sýndur
í sjónvarpinu. Myndinni var
ætlað að spegla hernám Þjóð-
veija á stríðsárunum og and-
spyrnu Frakka. Eins og í ljós
kom var sjálf andspyrnan ekki
vandalaus, m.a. vegna innbyrðis
togstreitu í Frakklandi. Þjóð-
ernissinnaðir Frakkar og
kommúnistar voru til dæmis
ekki einhuga og þegar gera
skyldi upp málin eftir frelsun
Frakklands lá við borgarastyij-
öld.
Kvennamál ættgöfugrar per-
sónu voru í brennidepli í
myndaflokknum. Þau ri^uðu upp
ummæli íslendings sem þekkti
Frakka vel og lét sér annt um að
kynna franska menningu og vegs-
ama hana með ýmsum hætti. Þessi
maður var Þórarinn Björnsson
skólameistari á Akureyri, en um
lífshlaup hans má lesa í ritsafni
sem gefíð var út í fyrra: Þórarinn
Bjömsson: Rætur og vængir 1-2.
Mælt og ritað frá æskuárum til
æviloka. Hjörtur Pálsson valdi efn-
ið, bjó til grentunar og sá um út-
gáfuna. Utgefendur: Stúdentar
MA.
Hið milda Frakkland
í þeim hluta ritsafnsins sem
nefnist Hið milda Frakkland fer
Þórarinn mörgum fögrum orðum
um franskar konur. Hann segir
að ungar stúlkur úr góðum fjöl-
skyldum séu ekki mjög „fjöllaðar"
og bætir við: „Til þess er þeirra
of vel gætt, því að menn vita sem
er, að þær em blóðríkari en svo,
að þær geti, eftir að þær em komn-
ar af stað, stungið við fótum og
sagt hingað, en ekki lengra. Þess
vegna mega þær ekki byija.“
Um giftar konur gegnir öðm
máli að dómi Þórarins: „Það er
fyrst, þegar þær em giftar, að
lausnartími þeirra kemur. En þá
fara þær líka í kringum karlana
sumar hveijar. Enda hefír einhver
kunnugur sagt, að franskir eigin-
menn forðuðust að tala um konur
sínar, því að þeir væm alltaf
hræddir um, að þeir, sem á hlýddu,
kynnu að þekkja þær betur en
þeir sjálfír."
Lífsgleðinni ógnað
Þórami Bjömssyni fannst á
námsámm sínum í Frakklandi
ekkert meir til um annað í fari
Frakka en ánægjuna yfír því að
vera til, lífsgleði þeirra. I her-
numdu Frakklandi var lífsgleðinni
ógnað þótt ekki væri hægt að
drepa hana alveg niður. Um það
vitnar ljóðið Zone libre eftir Louis
Aragon sem Þórarinn Bjömsson
þýddi og birtist í fyrsta sinn í rit-
safninu. Tvö fyrstu erindin em
þannig:
Fölnaður harmur, gleymska.
Óráð mins brostna hjarta stillist.
Fölskva slær á glæðumar.
Ég hefi teygað sumarið eins og sæta veig.
Ágústmánuð hefir mig dreymt
í rósrauðri höll í Correze.
En hvað var það, sem allt í einu
olli þungum ekka úti í garðinum,
hvíslandi ásökun í golunni?
Ó! Vekið mig ekki of snemma.
Það er aðeins andartak, á meðan sunginn er
fegursti tónninn,
að örvæntingin leggur niður vopnin.
Zone libre var sá hluti Frakk-
lands sem ekki var hernuminn
(samkvæmt vopnahléssamning-
um), að minnsta kosti að nafninu
til. Aragon var eitt helsta baráttu-
skáld Frakka á stríðsárunum. Þýð-
ing Þórarins er svo vel gerð að
ástæða er til að harma að hann
þýddi ekki fleiri ljóð samtíma-
skálda. Kunnust er þýðing hans á
sagnabálkinum um Jóhann Kristó-
fer eftir Romain Rolland, marglof-
uð og ekki að ósekju.
Vopnagnýr
Aragon orti Zone libre í
september 1940 í Carcassonne.
Hvflandi við konubarm heyrir hann
vópnagnýinn nálgast. Stef
gamallar þjóðvísu sem söngluð er
fyrir utan gruggar grænt vatn
þagnarinnar „líkt og nakinn
fótur“.
Meðal minnisstæðra ljóða eftir
Aragon frá hernámsárunum er
Liljurnar og rósimar sem dregur
upp mynd af fegurð náttúrunnar,
þeim görðum Frakklands sem
aldrei verður gleymt og öðlast
nýtt líf andspænis eyðingu
stríðsins, návígi átakanna þegar
fréttimar berast um fall Parísar. •
Frelsið ákallað
Paul Eluard var þó það skáld
sem höfðaði einna sterkast til
þjóðar sinnar í hvatningarljóðum
sínum. Eluard orti þannig að
listræn framsetning laut ekki í
lægra haldi fyrir boðskapnum. Hið
kunna ljóð hans, Frelsi, sem Jón
Óskar þýddi virðist ástarljóð uns
komið er að síðasta erindinu. Það
er þá sem ljóst er að hann ákallar
frelsið, hið fijálsa Frakkland, að
það er nafn þess en ekki konu sem
hann vill letra á allt:
Og með orðsins mætti
Endurhef ég líf mitt
Ég fæddist til að þekkja
Þig og nefna
Frelsi.
Þorffinnur Sigurgeirsson sýnir i Listasaffni ASÍ
ÞORFINNUR Sigurgeirsson
myndlistarmaður vill vekja
til umhugsunar og ýfa upp
tilfinningar. Hann tekur þátt
í þeim veruleika sem ýmsir
vilja helst ekki viðurkenna
og neitar að horfa fram hjá
því ljóta. „Reiði á jafn mik-
inn rétt á sér og gleði," seg-
ir hann, „hún getur leitt til
góðs. Ég mála myndir af því
sem mér finnst skipta mestu
máli og reyni að takast á við
siðferðisspurningar eins og
um ábyrgð manna á náttúr-
unni eða umhverfi sínu. Mín-
ar myndir tengjast lífinu
sjálfu frekar en Iisthugtak-
inu, ég vil hafa eitthvað kjöt
á beinunum.“
Myrkur og dauði, örvænt-
ing og eyðilegging,
þessi orð búa í sumum mál-
verkanna sem Þorfinnur sýnir
í Listasafni ASÍ við Grensás-
veg. „Þau eru neikvæð í venju-
legum skilningi en fela samt í
sér nýja von og annað upphaf,"
segir hann. „Það er næstum
trúarleg athöfn að mála, mað-
ur leitar eftir sannleika.
Myndin er afsprengi sam-
runa hins meðvitaða og þess
sem manni er hulið eða að hálfu
ljóst. Hún sprettur úr samtím-
anum og úr sögunni og verður
ekki skýrð eða skilin til fulls.
Mér finnst betra að menn segi,
hver fjárinn er nú þetta, heldur
en að þarna sé falleg mynd í
stofuna. List sem segir ekkert
og passar sig að meiða engan
Það
sem
máli
Morgunblaðið/RAX
er ekki að mínu
skapi."
Þorfinnur fór til
Kanada í fram-
haldsnám eftir
Myndlistaskólann
hér og kom aftur heim í fyrra
eftir fimm ára útivist. Hann
hefur haldið níu einkasýningar
fram til þessa, bæði í Ameríku
og á íslandi, sumar á æsku-
slóðum suður með sjó. Margar
mynda hans hafa landslag að
aðalstefi og bera uppruna mál-
arans vitni. „Maður getur
dáðst að útlendu landi en í sál-
inni er íslenskt umhverfi," seg-
ir hann. „Og íslenskan hljómar
ankannalega í kanadískum
skógi. Þess vegna eru trönur
og mávar og hraun í myndun-
um mínum.“
Þar eru líka vinnulúnir
menn, sumir að niðurlotum
komnir, ýmis minni úr goðsög-
um og vísanir í verk annarra
listamanna og stefnur liðinna
tíma. „Þetta er samruninn sem
ég var að tala um,“ segir Þor-
finnur, „hann leysir vonandi
úr læðingi
kraft sem
ég vil hafa
í mynd.“
Þótt
ýmsum
fyrirbær-
um skjóti
ítrekað upp
í málverk-
um Þorf-
inns eru
þau býsna ólík. Hann málaði
elstu myndirnar á sýningunni
í ársbyrjun 1990 og lauk þeim
nýjustu nú í sumar. Það er ívið
bjartara yfir þeim en mörgum
hinna, maður í gulri birtu og
glóandi kúla í loftinu. Maður-
inn virðist búa yfir vitneskju
án þess að bugast af henni,
ólíkt nokkrum öðrum myndum
þar sem vonleysið lamar allt
kvikt.
„Þessar myndir fjalla um
innri og ytri veruleika,“ segir
Þorfinnur og bendir mér til
skýringar á sofandi mann í
landslagi. Draumarnir flytja
hann óraveg úr málverkinu
sem fangar hann. „Þær fara
ef til vill að mörkum efnisins;
dags og nætur eða lífs og auðn-
ar. Þar ríkir eftirvænting og
við sjáum að einmitt þarna, á
ystu nöf, bíður nýr kraftur."
Segóu frek'
ar, hver
f jórinn er
nú þefta,
heldur en
þarna er
iagleg litil
mynd.
Þ.Þ.