Morgunblaðið - 21.08.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1993
C 3
Daniel Magnússon sýnir I austursal Kjarvalsstada
HUGSANAVEÐRUN
og vinurinn gleymska
Morgunblaðið/Kristinn
VEÐRAÐAR hugsanir Daníels
Magnússonar myndlistarmanns
hanga nú í austursal Kjarvals-
staða. Hann segist vera svo mik-
ið fyrir hugsanaveðrun þótt hann
sé gleyminn. „Eg man kannski
atburð en ekki liti, fólk eða tíma.
Hugsun er ekki orð heldur mynd
og ég dekra við hana þar til hún
verður algild og einvöld. Þá get
ég sagt, sjáðu, svona er Angur-
værð hversdagsleikans. Ég vil
Rolls og ekki neitt næstum því.“
Angurværð Daníels er eins og
fleiri myndir á sýningunni sam-
sett úr teikningu og hlutum,
„þetta eru ensk veggfóðrara-
skæri hérna við þessar snúrur
og mjög sjaldgæf nálabox sem
ég fann í London. Þú skilur að
þetta verður að vera einmitt
svona.“ Þegar hann sviptir burt
skærunum liggur það svosem í
augum uppi, kristaltært og án
málalenginga. Þannig vill hann
hafa það.
Myndirnar heita allar eitthvað
og það skiptir miklu máli.
Daníel segist vera sagnamaður og
meina eitthvað með mynd. En hvað
gerist eftir nokkur ár, veðrast ekki
hugsunin áfram og skilur myndina
eftir uppá vegg? „Það getur vel
gerst og þetta er einmitt svo flott
við myndlistina," svarar Daníel.
„Hún hefur enga þýðingu og drepur
sig kannski eftir stuttan tíma. Síðan
hlaðast upp setlög og nýtt efni verð-
ur til, myndir verða miklu fyrr að
steingervingum en menn.“ En þær
geta samt verið dýrmætar hugsa
ég og Daníel segir að það sjáist í
augunum á fólki hvort það virkilega
vilji mynd. „Sá sem stendur og star-
ir inn í hana hefur fyrsta og mesta
rétt á að fá. Ég vil frekar að svona
lítil bæn, því ég er í bænarelli, hangi
hjá fólki sem hún snertir heldur en
pabbadrengjum sem halda að gott
sé að fjárfesta í mér.“
Daníel virðist fráleitt pirraður
svona almennt, en gefur skít í allt
tal um heim listamannsins. „Ég lifi
bara í nákvæmlega sama heimi og
allir hinir. Hversdagsleikinn getur
verið svo hversdagslegur að ekkert
heldur í mann. Þá þarf maður ekki
lengur að vera leikfang hans og
ræður algjörlega hvernig manni líð-
ur. Ég er alls ekki alltaf að gera
myndir og skil ekki kollega sem
segja að myndlistin eigi þá alla.“
Hann stendur teprulegur á miðju
gólfi og leikur listamann sem hang-
ir öllum stundum á vinnustofunni
sinni.
„List verður ekki til af yfirburð-
um heldur skorti. Og til að losna
undan fargi. Mér finnst spennandi
að búa til myndir og vil sækja mér
nýtt vatn í brunn öðru hvoru. En
misskildu mig ekki, ég get ekki
verið eins og Ameríkanar segja,
brand new. Ég er lengi með hverja
mynd og miklu frekar sigin skata
en glæný ýsa.“
Þó kveðst Daníel vera með fá-
dæmum gleyminn. „En gleymskan
er vinur minn og ég styðst við hana
í myndlistinni. Hún stjórnar mér
líka, þú sérð að ég nota fáa liti.
Svo er ég algjör dekrari og vinn
með spinnegal geómetríu að hætti
Viktors B. Stolansk." Sá prússneski
aðalsmaður er ættaður úr hugskoti
Daníels eins og myndlistarhugtakið
hugsanaveðrun. Þar þjappast líka
kenndir og hugsanir saman í mynd-
ir: „Neurotísk form og hluti sem
akkúrat tilheyra þeim. Og fyndnar
myndir eins og Landslag eða Sam-
tal um skipasmíði. Eða dularfullar
eins og Leyndin," segir Daníel og
sýnir mér ljósmyndir sem hann hef-
ur tekið á gamla myndavél sem
liggur innan um kassa og annað
dót á gólfinu. Þær eru af vegg-
lampa og undir þeim er teikning
en til hvorrar hliðar hillur með lok-
uðum glerkrukkum. Lampinn einn
veit hvað gerst hefur.
Annars eru ljósmyndir víðar á
sýningunni. Af flæmskri sykur-
vöfflu til dæmis sem Daníel stakk
í vasa sinn á lestarferðalagi og
uppgötvaði aftur þegar hann var
kominn á hótelherbergi. Þær hanga
yfir teikningu sem virðist á stöð-
ugri hreyfingu og Daníel segir plat-
ónska erkitýpu vöfflunnar.
Þótt hann segist ofdekra mynd-
irnar sínar segir hann slys ef hand-
verkið sé slarkfært. „Mínir menn
eru snillingar eins og Bólu-Hjálm-
ar,“ segir hann svo, „útskurðurinn
hans var ekkert slor.“ Renndur fleki
Daníels minnir með lagni á skáldið,
efniviðurinn er tré og orð, heitið
sem fyrr hluti af verkinu: „Munun-
um, “ segir Daníel hróðugur, „er
lengsta orð í íslensku sem speglast.
Mér fannst svo skemmtilegt að
uppgötva þetta og sagði ábyggilega
tuttugu þúsund sinnum mununum
áður en ég útbjó þetta verk. Ann-
ars eru flestar myndirnar mínar
svona miðlægar, mér finnst það
eiga vel við geómetríuna.
Sjáðu til dæmis Ópið, þetta er
tilvitnun í Munch að honum ólöstuð-
um og Norðmönnum, þeim miklu
skíðagörpum." Óp Daníels hefur
ílanga miðju og litla ramma með
hekluðum dúllum til hvorrar hliðar.
Er semsagt miðlægt og með hvunn-
dagslegum hlutum settum í hátíð-
legt samhengi eftir höfði lista-
mannsins. Allt kemur þetta heim
og saman með dálítilli hugsanaveðr-
un, meira að segja lógó eða tákn-
mynd af rigningu sem Daníel hefur
teiknað í mynd af landslagi.
Fyrir utan gluggana á Kjarvals-
stöðum er líka landslag, í póstkorta-
litum bæði grænum og bláum. Það
er hvorki búið að veðrast né komið
í lógó. Daníel hefur ekki tekið sér
skáldaleyfi um það, ekki enn. Þá
myndi líka reyna á, því daginn sem
við hittumst var bæði rigning og
sól í einu. Dálítið af spennu eins og
í myndunum inni í austursal.
Þ.Þ.
MENNING/
LISTIR
í NÆSTU viru
MYIMDLIST
Kjarvalsstaðir: Norræni textflþríæringurinn
til 15. ágúst. Verk Jóhannesar Kjarvals til
hausts.
Listasafn íslands: Verk úr eigu safnsins og
Markúsar H. ívarssonar fram í sept.
Norræna húsið: Hönnun Alvars Alto til 31.
ágúst.
Hafnarborg: Sigurlaugur Elíasson sýnir til
22. ágúst.
Nýlistasafnið: Ralf Samens ásamt 10 ísl.
myndlistarmönnum til 22. ágúst.
Önnur hæð: Ludwig Gosewitz sýnir fram í
september.
Ásmundarsafn: Náttúran í list Ásgríms
Sveinssonar.
Safn Ásgríms Jónssonar: Sumarsýning
Listsalurinn Portið: Ámi Rúnar Sverrisson
sýnir til 15. ágúst.
Gallerí Sævars Karls: Gréta ósk sýnir til
1. sept.
Listhús Laugardal: Samsýning fram yfir
miðjan ágúst.
Hulduhóiar: Sumarsýning til 22. ágúst.
Sólón ísiandus: Róska sýnir til 15. ágúst.
Kringlan: Tolli sýnir til 31. ágúst.
Gallerí Borg: Kjarvalssýning
Gallerí einn einn: Didda H. Leaman til 19.
ágúst.
Hótel Örk: Sýning 22 myndhöggvara til 12.
september.
Slunkaríki/Ísafirði: Guðrún Guðmundsdóttir
til 29. ágúst.
TONLIST
Laugardagur 14. ágúst.
Camilla Söderberg á blokkflauta, Catherine
Mackintosh á fiðlu, Laurence Dreyfus á víóla
de gamba, Jonathan Manson á selló, Helga
Ingólfsdóttir á sembal og Guðrún Óskarsdótt-
ir á orgel leika í Skálholti kl. 15 og 17. Einn-
ig fyrirlestur Laurence Dreyfus um fúgulist á
barokktímanum kl. 14 og einsöngvarar.
Sunnudagur 15. ágúst.
Iain Quinn, organisti, leikur í Hallgrímskirlqu
kl. 20.30. Camilla Söderberg á blokkflauta,
Catherine Mackintosh á fiðlu, Laurence Dreyf-
us á vfóla de gamba, Jonathan Manson á selló,
Helga Ingólfsdóttir á sembal og Guðrún ósk-
arsdóttir á orgel leika í Skálholti kl. 15 og
við messu kl. 17.
Þriðjudagur 17. ágúst
Sigríður Jónsdóttir, mezzósópran, og Nína
Margrét Grímsdóttir á píanó, leika f Lista-
safni Siguijóns kl. 20.30.
Miðvikudagur 18. ágúst
Auður Hafsteinsdóttir, fiðluleikari, í Gerðu-
bergi kl. 20.30.
Fimmtudagur 19. ágúst
Söngvaramir Björk Jónsdóttir, Ingunn Sturlu-
dóttir, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Jóhanna Þór-
hallsdóttir, Magnús Torfason, Sigríður Grön-
dal, ásamt píanóleikurunum Vilhelmínu ólafs-
dóttur og Kristni Emi Kristinsyni á tónleikum
í sal FÍH, Rauðagerði 27. kl. 20.30.
Fös. 20. til sun. 22. ágúst
Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri með
Ekidu Erlendsdóttur, Auði Hafsteinsdóttur,
Berþóri Pálssyni, Bryndfsi Höllu Gylfadóttur,
Steinunni Bimu Ragnarsdóttur og Zoltan
Toth.; fós. kl. 21, lau. kl. 17 og sun. kl. 15.
BOKMENNTIR
Miðvikudagur 18. ágúst
Sex ljóðskáld lesa upp úr verkum sínum í
Hafnarborg, Hafnarfírði kl. 20.30.
LEIKLIST
Light Nights
Sýningar Ferðaleikhússins Light Nights kl.
21. frá fím. til sun. til loka sumars.
skipta svo miklu máli?
„Listir eru miðdepill sköpunarinn-
ar og sköpunin er miðdepill tilveru
okkar. Líf án sköpunar er ekkert
líf. Það er staðreynd sem erfitt er
að koma á framfæri í Bretlandi í
dag. Með því styðja vel við listsköp-
ún, eins og mér finnst þið gera, er
ljóst að þið eruð í góðu sambandi
við ykkar raunveruleika. Þeir sem
líta framhjá sköpunarhæfileikunum
og sköpunarþörfínni sem býr með
þjóðinni skortir raunveruleikatengsl.
Ég hef fengið ótrúlegan stuðning
og hvatningu hér á íslandi. Þeir sem
eru í aðstöðu til að greiða götur lista-
manna á hátíðir erlendis, eru stoltir
af menningu þjóðarinnar. Ég verð
þó að segja, að öllum öðrum ólöstuð-
um, hefur Jakob Magnússon, menn-
ingarfulltrúi ykkar í Lundúnum, ver-
ið ómetanlegur. Fyrir honum er ekk-
ert ómögulegt. Eg hef heyrt utan
af mér að hér sé til fólk sem er
gagnrýnið á stöðu hans og vinnu -
en ég verð að segja ykkur eins og
er, að hann gerir íslandi ekkert nema
gott - eða eigið þið ekki orðatiltæki
sem segir: „Islandi allt.“ Hann er
þannig maður og þið ættuð að vera
stolt af honum.“
Joe Allart segir ýmsa einstaklinga
og stofnanir hafa lagt hönd á plóg-
inn til að gera hlut Islendinga sem
mestan á Listahátíðinni í Essex, en
einnig munu Skotar taka þátt í há-
tíðinni. Frá íslandi fer fjöldinn allur
af listamönnum; myndlistarmenn,
tónlistarmenn, rithöfundar og skáld
og íslenskar kvikmyndir munu eiga
sinn samastað á hátíðinni. Á sjálfri
opnunarhátíðinni hefst sýning á
verkum Jóns Axels og Sigurðar Örl-
ygssonar. Tveimur dögum seinna
verður Ragnhildur Gísladóttir með
„tónleika,“ - það er að segja hún
stýrir kvöldi með bumbuslætti og
búkhljóðum og þrammi. Þær ís-
lensku kvikmyndir sem sýndar
verða, eru: Karlakórinn Hekla og
stuttmyndir Ævintýri okkar tíma.
Ungir rithöfundar koma fram á bók-
menntakvöldi, 10. nóvember. Það
eru þau Gyrðir Elíasson, Einar Már
Guðmundsson, Bragi Ólafsson, Sig-
fús Bjartmarsson og Elísabet Jökuls-
dóttir. Hljómsveitin Mezzoforte
kemur fram á tónleikum fimmtudag-
inn 11. nóvember og hljómsveitin
Islandica á laugardeginum 13. nóv-
ember. Annar upplestur ungra
skálda verður þriðjudaginn 16. nóv-
ember og þá koma Sjón og Linda
Vilhjálmsdóttir fram, auk þess sem
Britten kvartettinn, ásamt Hafliða
Hallgrímssyni leik'ur tónlist. Mið-
vikudaginn 17. nóvember verður
ljóðalestur og tónleikar, þar sem
flutt verður tónlist eftir Hafliða
Hallgrímsson og með honum verða
Kolbeinn Bjarnason og Robert Bell.
Ljóðskáld kvöldsins verður Matthías
Johannessen.
„Ég vil vekja athygli á því að við
höfum lagt mikla áherslu á að fá
unga listamenn frá íslandi til að
taka þátt í hátíðinni,“ segir Joe All-
ard. „Það er vegna þess að nú er
svo dapurt yfir listalífí í Bretlandi
og ungir listamenn eiga virkilega á
brattann að sækja. Við viljum að
þeir kynnist listsköpun ykkar ungu
listamanna og sjái að listin er ekki
í einkaeign hverfandi kynslóða. List
er ekki eitthvað sem verður fljótlega
bara til í sagnfræðiritum." ssv
ARIUR OG LJOÐ
I SIGURJONSSAFNI
HULDA Guðrún Geirsdóttir
sópransöngkona kemur fram á
næstu þriðjudagstónleikum í
Listasafni Sigurjóns. Hólmfríð-
ur Sigurðardóttir leikur með
henni á píanó. Hulda Guðrún
lærði óperusöng og segir hann
sitt uppáhald þótt Ijóðasöngur
geti verið yndislegur og sé fall-
inn til að fínpússa röddina. Á
tónleikunum i Sigurjónssafni
syngur hún bæði ljóð og aríur.
Tónleikarnir þann 24. hefjast
klukkan hálf níu um kvöldið
með tveim ljóðum Faurés; vöggu-
vísu og ástarsöng. Síðan koma tvö
ástarljóð sem Richard Strauss
samdi aðeins 22 ára gamall og
ljóðasöngvar í þjóðlagastíl eftir
Rakhmaninov. Síðast í ljóðakafla
tónleikanna er söngröðin „I hate
Music“ eftir Leonard Bemstein,
skemmtilegar sögur tíu ára
stelpu. Aríurnar eru úr óperum
Puccinis, Leoncavallos, Gounods,
Dvoraks og Lehars.
Hulda Guðrún segist hafa mið-
að efnisvalið við hvað hentaði rödd
hennar best, hún er lýrískur sópr-
an, og hve freistandi væri að flytja
og heyra tónlistina. „Ég valdi lög
sem ég held að áheyrendur njóti
Hulda GuArún Geirsdúllir Húlmfrióur Sigurúardúllir
ef til vill eins og vel og ég,“ seg-
ir hún. Næstu tónleikar sem
Hulda Guðrún syngur á verða í
Múnchen í september, þar hefur
hún verið búsett í fjögur ár og
er aðeins farin að hugsa sér til
hreyfings. „Ég söng fyrir umboðs-
menn og fann mér þijá síðasta
vetur og í haust fer ég að syngja
fyrir stjórnendur í óperuhúsum.
Það tekur ábyggilega á að fá fimm
mínútur til að sanna árangur
margra ára náms, en þetta er líka
spennandi. Ég var í óperudeild
Strauss-tónlistarskólans í Miinc-
hen og nú fer að því sem mig
langar að gera.“
Síðasta vetur var hún með sam-
ing við óperu Gártnerplatz-leik-
hússins í borginni og söng fyrsta
sópran í nútímaverki fyrir lítinn
kammerkór. Síðan var hún og
verður áfram í einkatímum hjá
gamla kennaranum úr skólanum,
Ursulu Hirschberger, og í radd-
þjálfun hjá amerískum manni í
leikhúsinu. Eiginmaður Huldu
Guðrúnar er líka tónlistarmaður
og hún segir heldur gott að hafa
hans stuðning á næstunni.
Hólmfríður fór einnig til
Munchenar í framhaldsnám eftir
píanónám á ísafirði hjá Ragnari
H. Ragnar. Hún lauk einleikara-
og kennaraprófí 1980 og starfar
nú í Söngskólanum í Reykjavík.