Morgunblaðið - 21.09.1993, Side 1
KNATTSPYRNA
HANDKNATTLEIKUR / HEIMSMEISTARAKEPPNI U-21
Verðlaunahafarnir frá Kairó
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
ISLENSKA land3liðið í handknattleik^ skipað leikmönnum tuttugu og eins árs og yngri, kom heim frá Heimsmeistarakeppninni í Kairó í Egyptalandi á sunnudaginn með bronsverðlaunin. Aftari röð frá
vinstri: Ólafur Schram, formaður HSÍ, Þorgils Óttar Mathiesen, fararstjóri og aðstoðar þjálfari, Sonja Ýr, dóttir Þorbergs Aðalsteinssonar landsliðsþjálfara, Þorbergur landsliðsþjálfari, Ólafur Stefáns-
son, Róbert Sighvatsson, Valgarð Thoroddsen, Reynir Reynisson, Sigfús Sigurðsson, Erlingur Richardsson, Páll Þórólfsson, Dagur Sigurðsson og Davíð B. Sigurðsson, liðsstjóri. Fremri röð frá vinstri:
Aron Kristjánsson, Brynjólfur Jónsson læknir, Jón Freyr Egilsson, Þórarinn Ólafsson, Patrekur Jóhannesson, JAson Ólafsson, Ingvar Ragnarsson og Björgvin Björgvinsson.
Nánar / B3
ÞÓRÐUR GUÐJÓIMSSON JAFNAÐIMARKAMETIÐ í 1. DEILD / B4
adidas
EQUIPM ENT
21 árs landslið
Islands leikur
í Adidas
|ílior@w*lAÍ>iiíí
1993
ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER
BLAD
Bochum sýnir Þórði áhuga
HANDKNATTLEIKUR
KA lifir í voninni
KA-menn gera sér vonir um að fá Valsmennirnir Valdimar Gríms-
son og Jón Kristjánsson til liðs við sig á komandi keppnistíma-
bili. Skýrt var frá þessu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi en Alfreð
Gíslason, þjálfari og leikmaður KA, sagði í samtali við Morgunblaðið
í gærkvöldi að hann væri ekkert allt of bjartsýnn á að þetta gengi
eftir, en málin myndu skýrast á allra næstu dögum.
Jón Kristjánsson sagðist fastlega gera ráð fyrir að málin skýrðust
í vikunni. „Ég er búinn að sækja um starf fyrir norðan og það yrði
skref uppá við fyrir mig ef ég fengi það. Þetta er ekki samhangandi
hjá okkur Valda og raunar á ég ekki von á að við förum báðir frá
Val,“ sagði Jón.
„Þetta er mjög óljóst eins og er en ég vona að þetta skýrist fljót-
lega. Ég er atvinnulaus og ef ég fæ gott starf á Akureyri, fer ég,“
sagði Valdimar.
ÞÓRÐUR Guðjónsson, lands-
liðsmaður í íslands- og bikar-
meistaraliði Skagamanna, fer
til Bochum í Þýskalandi eftir
Evrópuleikinn gegn Feyenoord
í Hollandi í næstu viku. Þýska
liðið hefur sýnt markahróknum
áhuga og ef honum líst á það,
sem félagið hefur að bjóða,
gerir hann fastlega ráð fyrir að
semja, jafnvel til tveggja ára.
Klaus Hilbert, sem er við stjórn-
völinn hjá þýska félaginu,
þjálfaði ÍA 1979 og hefur verið í
sambandi við Skagamenn síðan.
Þegar Gunnar Sigurðsson, formað-
ur knattspymufélags ÍA, sagði hon-
um að Þórður hefði áhuga á að vera
í Þýskalandi í vetur og sameina
knattspymu og nám, vildi Hilbert
Þórður Guðjónsson
fá miðheijann þegar eftir leikinn
gegn Feyenoord, en í gær var geng-
ið frá því að bíða til sunnudagsins
3. október.
Þórður sagði við Morgunblaðið í
gærkvöldi að tilboð Bochum væri
mjög spennandi, en hann hefði einn-
ig heyrt af ýmsum fýrirspurnum frá
öðrum erlendum félögum. Fyrir
lægi að unnusta sín, Anna Lilja
Valsdóttir, leikmaður kvennaliðs ÍA,
vildi fara í iðjuþjálfun í Þýskalandi
og því kæmi tilboð Bochum báðum
til góða.
Bochum féll úr úrvalsdeildinni
s.l. vor, en hefur byrjað vel í 1.
deild og er með fullt hús eftir fjóra
leiki. Hilbert hittir Skagamenn í
Rotterdam eftir viku, en Þórðpr
sagði að ef allt færi á besta veg
gæti svo farið að hann gerði tveggja
ára samning við þýska félagið.
+