Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.09.1993, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993 jrk 19 18 17 16 15 14 13 12 11 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 0 MbUKG Þórður jafnaði markametiö! ÞÓRÐUR Guðjónsson jafnaði markamet Péturs Péturssonar og Guðmundar Torfasonar í 1. deild karla um helgina, en hann skoraði síðara mark ÍA gegn ÍBK. Þórður hefur skorað í hverjum leik síðan í 10. umferð. 'ÆF Þórður Guðjónsson, IA Óli Þór Magnússon, ÍBK B Helgi Sigurðsson, Fram Haraldur Ingóltsson, ÍA, 13 mörk Hörður Magnússon, FH, 12 mörk Mihajlo Bibercic, ÍA, 12 mörk Tryggvi Guömundsson, ÍBV, 12 mörk ■ LÁRUS Guðmundsson, þjálfari Víkings, og Heimir Karlsson, að- stoðarmaður hans, voru á leikmanna- skýrslu í leiknum gegn ÍBV. Gárung- amir sögðu að meðalaldur og þyngd liðsins hefði hækkað verulega. ■ GUNNAR Sigvrðsson, formað- ur Knattspyrnufélags ÍA, svaraði því játandi í ríkissjónvarpinu eftir leikinn gegn ÍBK á laugardag, er hann var spurður hvort sigurganga liðsins í sumar hefði ekki verið ánægjuleg, en bætti þó við að eitt væri slæmt við sigurgönguna; hann væri orðinn þreyttur á öllum veislun- um, sem velgengninni fylgdu! ■ STAÐAN í 1. deild er orðin eins og Fylkismenn hafa óttast í allt sum- ar — að leikurinn í Vestmannaeyjum í síðustu umferðinni gæti ráðir úrslit- um um fall. ■ VÍKINGAR leika sinn síðasta leik í 1. deild í Keflavík og sögðu gárungamir að Eyjamenn hefðu stimplað svæðisnúmerið í Keflavík á Víkinga — 92! ■ ORMARR Örlygsson, sem hefur verið einn besti leikmaður KA í 2. deildinni í sumar, hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. ■ INGI Björn Albertsson, þjálfari Breiðabliks gerði útum fimm mán- aða gamalt veðmál sitt við Hákon Gunnarsson, stjórnarmann í félag- inu, þegar þjálfarinn stökk yfír 5 metra í langstökki eftir leik UBK við Leiftur á laugardaginn. Ingi Björn fékk fímm tilraunir; fyrsta stökkið mældist 4,41 metrar, næstu tvö 4,91 m, en síðan sveif hann yfir 5,02 metra. Til glöggvunar fyrir les- endur má geta þess að íslandsmet karla í langstökki er 7,79 metrar og stelpna (12 ára og yngri) 5,08 metr- ■ WERNER Gunther frá Sviss, sem er þrefaldur heimsmeistari í kúluvarpi, lýsti því yfír um helgina að hann væri hættur keppni fyrir fullt og allt. Hann er 32 ára og tók þátt í síðasta mótinu í Genf á laug- ardaginn. Hann sigraði að vanda og varpaði kúlunni 20,79 metra. ■ _ UM þrjúhundruð manns mættu á ÍSÍ-hótelið á sunnudaginn, til að horfa á beina sjónvarpsútsendingu frá leik Manchester United og Ars- enal á Old Trafford. ■ ÁKVEÐIÐ var um helgina að ísrael fengi aukaaðild að Knatt- spyrnusambandi Evrópu, UEFA. Þetta gefur Israelsmönnum mögu- leika á að taka þátt í Evrópukeppni landsliða í fyrsta sinn, en forkeppni EM 1996 hefst á næsta ári. Ákveðið verður hvort ísrael fái fulla aðild að UEFA á stjórnarfundi í Vín í Austurríki í apríl á næsta ári og eru taldar miklar líkur að það verði sam- þykkt. Israelskum félagsliðum var heimiluð þátttaka í Evróukeppninni í fyrsta sinn á síðasta ári. SPENNUFALL Spennufall varð hjá yíkingum fyrir leikinn gegn ÍBV í 17. og næst síðustu umferð í 1. deild karla á laugardaginn. Víkingar mættu í Laugardalinn fulllr sjálfstrausts — vitandi að enn væri von um að halda sæti sínu i deild- inni. í búningsklefanum fyrir leikinn voru menn að stappa stálinu hver í annan og góð stemmn- ing í hópnum. Þegar gengið var inná leikvöllinn bár- ust þær fréttir að Víkingur væri fallinn því leik Fylkis og Fram var að ljúka og Fylkir yfír 3:0. Þessar fréttir virkuðu sem köld vatnsgusa framan í Víkinga og ekki uppörvandi að fara í leikinn, enda að litlu að keppa fyrir Vík- inga gegn Eyjamönnum enda töpuðu þeir stórt 2:9. En þar með er ekki öll sagan sögð. Fallbaráttan var í algleymingi fyrir þessa umferð milli þriggja liða; Víkings, ÍBV og Fylkis. Leikir þessarra liða skiptu miklu máii og voru því settir á sama tíma eins og eðlilegt er. Sam- kvæmt mótabók KSl átti leikur Fylkis og Fram að hefjast kl. 14.00, en mótanefnd KSI ákvað réttilega í síðustu viku að seinka honum til kl. 16.00, svo hann færi fram á sama tíma og hinn leikurinn í fallbaráttunni milli Víkings og ÍBV. En á laugardag- inn kom babb í bátinn því ekki var flugfært frá Vestmannaeyj- um fyrri hluta dags og því kom- ust leikmenn ÍBV ekki til lands í tæka tíð. Mótanefnd ákvað þá að fresta Víkingsleiknum til kl. 17.30, en lét leiktímann (kl. 16.00) halda sér hjá ífylki og Fram. Þetta gerði það að verkum að þegar leikur Víkings og ÍBV hófst klukkan 17.30 var leik Fylkis og Fram að pka og ljóst að Víkingar voru fallnir og leikur- inn gegn ÍBV því ónýtur fyrir þá. Að mínu mati gerði mótanefnd KSÍ mistök með því að fresta ekki leik Fylkis og Fram í sam- ræmi við leik Víkings og ÍBV. Mótanefndin hefði þess vegna getað sett báða leikina á á sunnu- deginum — á sama tíma. Hvað var því til fyrirstöðu? Þetta sann- ar enn einu sinni hversu mikil- vægt það er að láta alla leiki sömu umferðar fara fram á sama tíma, ég tala nú ekki um í síð- ustu umferðunum þegar spennan er í hámarki. Það segir sig sjálft að lið sem er fallið áður en leikur þess hefst hefur ekki að miklu að keppa. Eyjamenn geta þakkað mótanefnd KSÍ greiðann. Það er ljóst eftir þessa næst síðustu umferð íslandsmótsins að það verður hreinn úrslitaleikur á milli ÍBV og Fylkis í loka- umferðinni í Vestmannaeyjum á laugardaginn kemur, um það hvort liðið heldur sæti sinu í deildinni. Fylkir er með 19 stig og 12 mörk í mínus og nægir jafntefli, en ÍBV er með 16 stig og 11 mörk í mínus og þarf því sigur til að tryggt sér sætið eft- irsótta. Eyjamenn voru í sömu aðstöðu í fyrra er þeir mættu KA frá Akureyri i síðasta leik mótsins. KA-mönnum hefði þá nægt jafntefli, eins og Fylki núna, en Eyjamenn sigruðu 2:1 og þar með var fyrstu deildarsæt- ið þeirra. Nú er það spumingin hvort sagan endurtaki sig í Vest- mannaeyjum á laugardaginn? Valur B. Jónatansson Mistök mótanefndar að seinka ekki aftur leik Fylkis og Fram Hvernig tilfinning varþað fyrir ARON KRISTJÁNSSON að skora sigurmarkið? Nánast ólýsanlegt ARON Kristjánsson, handboltamaður úr Haukum í Hafnar- firði, var hetja 21 s árs iandsliðsins sem nældi sér í bronsverð- launin á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi á laugardaginn er hann skoraði sigurmarkið gegn Rússum í teik um þriðja sætið á síðustu sekúndu leiksins. Þess má geta að þetta var eina skot hans að marki i leiknum. Hann var settur inná í stöðu leikstjórnandans Dags Sigurðssonar sem var rekinn af leikvelli um miðjan síðari hálfieik. Eftir ValB. Jónatansson Aron er 21 árs og hefur æft og leikið handknattleik með Haukum frá því hann var 14 ára. Hann er fæddur í Stykkishólmi og bjó þar til ellefu ára aldurs að hann flutti til Hafnar- Qarðar þar sem hann kynntist handboltanum í fyrsta sinn. Hann stundar nám við fjölbrautarskólann í Garðabæ og útskrifast af íþrótta- braut næsta vor. En hvemig var sú tilfinnig að skora þetta mikilvæga mark í Egyptaiandi? „Hún var nánast ólýsanleg. Það var ótrúlegt að ná að skora þetta mark á síðustu sekúndu Ieiksins. Eftir að ég skaut leit ég á dómarann og sá að hann lyfti hendi 'til merkis um að markið væri gott og gilt. Þá hneig ég niður og allir strákamir ruku á mig og fögnuðu. Þetta var rosalegt. Þetta er augnablik sem maður á líklega aldrei eftir að upp- lifa aftur.“ En hvemig var aðdragandinn að markinu og var ákveðið fyrirfram að þú ættir að taka síðasta skotið? „Þorbergur þjálfari kallaði inná völlinn þegar um 20 sekúndur voru eftir að við ættum ekki að ljúka sókninni fyrr en þijár sekúndur væru eftir. Við spiluðum því rólega til að byija með en Rússamir komu mjög framarlega út á móti okkur og trufluðu. Ég ætlaði að leysa inn og fór inní vöm Rússa, en sá að Patrekur var í vandræðum að gefa boltann, þá kom ég út aftur og fékk boltann og sá þá að aðeins fímm sekúndur voru eftir á klukkunni. Ég „fintaði" því inn að punktalínu og einn Rússinn reyndi að bijóta á Morgunblaðið/Björn Blöndal Aron Kristjánsson tryggði Islendingum bronsverðlaun á heimsmeistara- móti leikmanna 21 árs og yngri í Egyptalandi á laugardaginn. mér, en ég rétt náði skoti og boltinn fór neðst í homið alveg út við stöng. Skotið var ekki fast en hnitmiðað." Var ísland með besta liðið í mótinu? „Já, ég held það. Við vorum alla vega þeir einu sem unnu Egypta svo unnum við Dani, sem léku til úr- slita við Egypta, örugglega á Norð- urlandamótinu. Það var slæmt að tapa fyrir Rúmenum og það tap kostaði okkur úrslitaleikinn. Okkar lið er geysilega gott og á svo sann- arlega framtíðina fyrir sér.“ Hvernig kom það til að þú fórst að æfa handknattleik og hvenær varstu fyrst valinn landslið? „Þegar ég flutti til Hafnarfjarðar frá Stykkishólmi þekkti ég ekki handboltann. En Hafnarfjörður er þekktur handboltabær svo ég fór fljótlega að æfa þá íþrótt. Ég fór í Hauka vegna þess að unglinga- starfíð þar var mjög gott. Ég byij- aði að spila með meistaraflokki fyrir þremur árum og hef spilað allar stöður í því liði nema í marki. Ég var fyrst valinn í landsliðið í sumar og það kom mér satt að segja mjög á óvart þegar Þorberg- ur valdi mig.“ Hver eru framtíðaráform þín í handboltnum? „Það er nú mikið til óráðið, en ég hef þó áhuga á að fara í íþrótta- skóla erlendis þegar ég er búinn með skólann hér og leika handbolta með náminu. Þá væri helst að fara til Noregs eða Þýskalands, en það verður bara að koma í ljós hvað framtíðin ber í skauti sér. Nú er það deildarkeppnin hér heima og við eigum að mæta Stjörnunni í fyrsta leik á fimmtudaginn.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.