Morgunblaðið - 21.09.1993, Síða 8
ímúmR
KNATTSPYRNA
Þrumufleygur frá Cantona
ERIC Cantona tryggði Manchester United sigur, 1:0, á Arsenal
á Old Trafford — með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu.
Cantona hljóp að knettinum 30 m frá marki Arsenal og þrumaði
honum fram hjá varnarvegg Lundúnarliðisns og átti David Sea-
man, markvörður Arsenal, sem var 30 ára á sunnudaginn, ekki
möguleika á að verja.
Leikmenn Manchester United
léku betur í fyrri hálfleik og
það þrátt fyrir að Steve Bruce hafi
verið utan vallar í fimmtán mín., á
meðan var verið að gera að meiðsl-
um á höfði hans, en hann fékk skurð
sem varð að sauma saman. Leik-
menn Arsenal léku betur í seinni
hálfleik, en þá kom danski mark-
vörðurinn Peter Schmeichel í veg
fyrir að Arsenal skoraði — hann
varði tvisvar meistaralega skot frá
Ian Wright og Kevin Campbell. Þá
bjargaði Denis Irwin á siðustu
stundu á marklínu, skoti frá Camp-
bell.
Gary Pallister, varnarmaður
United, sagði að allir sigrar væru
mikilvægir, en þessi var sérstakur.
„Við náðum að stöðva sigurgöngu
Arsenal og fengið aftur sjálfstraust-
ið eftir tapið gegn Chelsea. George
Graham, framkvæmdastjóri Arse-
nal, sagði að sínir menn hafi leikið
of aftarlega í fyrri hálfleik. „Við
vorum aftur á móti betri í seinni
hálfleik.“
Mark Ward og Tony Cottee, tveir
fyrrum leikmenn West Ham,
tryggðu Everton sigur, 2:0, gegn
Liverpool. Bruce Grobbelaar, mark-
vörður Liverpool, sem setti met með
því leika sinn 34. leik Mersey-lið-
anna, var í sviðsljósinu, en hann
réðist að meðspilara sínum Steve
McManaman og sló hanri, eftir að
Ward skoraði. McManaman svaraði
í sömu mynd.
Dean Saunders hefur tekið skots-
kóna fram á ný og skoraði þegar
Aston Villa vann Ipswich, 2:1.
Saunders hafði aðeins skorað eitt
Aberdeen lagði Rangers
Aberdeen skellti meisturum Glasgow Rangers, 2:0, og hafa leik-
menn Rangers nú aðeins þrjú stig í síðustu fimm leikjum sínum
og eru um miðja deild með sjö stig, en Edinborgarliðið Hibs, sem
vann St. Johnstone, 3:1, er á toppnum með betri markatölu en Aberde-
en og Dundee Utd., en félögin þrjú hafa níu stig.
Duncan Shearer skoraði fyrra mark Aberdeen á 16. mín., eftir send-
ingu frá Eoin Jess. Shearer, sem skoraði fyrsta mark Aberdeen gegn
Val á Laugardalsvelii í síðustu viku, hefur skorað átta mörk og er
markahæstur í Skotlandi. Jess átti einnig þátt í öðru markinu, sem
var sjálfsmark Steven Pressley, sem skallaði fyrirgjöf Jess í eigið mark
á 34. mín.
Deportivo kaf-
færði Real Madrid
REAL Madrid varð að sætta sig
við stórtap, 4:0, gegn spútnik-
liðinu frá í fýrra, Deportivo
Coruna, á útivelli í spænsku
1. deildinni um helgina. Barcel-
ona gerði markalaust jafntefli
á útivelli gegn Athletic Bilbao.
Deportivo er efst eftir þrjár
umferðir með 5 stig.
Deportivo hefur greinilega sann-
að sig í deildinni og sýndi að
það var engin tilviljun að liðið varð
í þriðja sæti síðasta tímabil. Claudio
Barragan lék vel og gerði tvö fyrstu
mörkin. Madridingar áttu aldrei
möguleika og voru allt annað en
sannfærandi. Þeir voru án Brasilíu-
mannanna, Bebeto og Mauro Silva,
sem léku með Brasilíu gegn Urugu-
ay í undankeppni HM. Eins var
miðvallarleikmaðurinn Adolfo Ald-
ana meiddur.
Fjarvera Romario hjá Barcelona
hafði mikið að segja gegn Atletico
Bilbao, en hann hefur gert öll mörk
Börsunga sem af er keppni. Næst
því að skora fyrir Barcelona í Bilbao
var Miguel Nadal er hann átti skot
hátt yfir úr dauðafæri á 70. mínútu.
Skemmtilegt
- sagði Þorvaldur um sigurinn á Forest
Þorvaldur Örlygsson lék með Stoke þegar liðið mætti Nottingham
Forest í ensku fyrstu deildinni um helgina. Stoke vann 3:2 á
útivelli og sagði Þorvaldur það hafa verið mjög skemmtilegt.
„Það var mjög gaman að leika gegn sínum gömlu félögum. Sigur-
inn var sanngjam og öruggur. Við komumst í 2:0 í fyrri hálfleik og
gerðum þriðja markið snemma í þeim síðari, en síðustu tíu mínúturn-
ar var nokkur pressa á okkur, en við stóðumst hana. Eg lék á hægri
vængnum núna en við vorum með fjóra miðjumenn. Maður var vel
upplagður fyrir leikinn og tilbúinn að gefa allt í hann. Ég lenti á
móti Stuart Pearce og það var skemmtileg barátta, en áhorfendur
púuðu á leikmenn Forest eftir leikinn og það var ánægjulegt að ganga
af velli með öll stigin," sagði Þorvaldur.
mark á keppnistímabilinu og aðeins
þijú mörk í síðustu 26 leikjum As-
ton Villa. Andy Townsend skoraði
sigurmark Villa með góðu skoti af
20 m færi og hefur Ipswich tapað
fímm leikjum í röð.
Blackburn mátti þola tap, 0:2, fyrir
West Ham og opnaði Lee Chapman
markareikning sinn hjá „Hammers"
— skoraði í sínum fyrsta leik.
Teddy Sheringham skoraði tvö
mörk á tveggja mín. kafla þegar
Tottenham vann stórsigur, 5:0, á
Oldham.
Coventry er enn eina liðið sem
hefur ekki tapað leik. Steve Morgan
skoraði jöfnunarmark Cocentry,
1:1, gegn Chelsea. Coventry er nú
með 14 stig og hefur félagið ekki
byrjað eins vel í 56 ár.
Sheffíeld Wednesday, sem marg-
ir spáðu meistaratitli fyrir áður en
keppnistímabilið hófst, vann sinn
fyrsta sigur á keppnistímabilinu —
2:0 gegn Southampton á heima-
velli. John Sheridan og David Hirst
skoruðu.
Urslit / B6
Staðan / B6
SVIÞJOÐ
Amór allt
i öllu hja
Hacken
Arnór Guðjohnsen átti stór-
leik með Hácken í sænsku
úrvalsdeildinni um helgina,
gerði eitt mark og lagði upp tvö
í 3:0 sigri gegn Degerfors.
Sænskir fjölmiðiar segja Arnór
besta erlenda leikmanninn, sem
leikið hefur í Svíþjóð, en Hácken
á góða möguleika á að halda
sætinu í deildinni.
„Þetta hefur gengið ágætlega
og ég er að nálgast mitt besta,"
sagði Amór við Morgunblaðið.
„Það hefur verið góður stígandi
í þessu l\já okkur og við höfum
verið að leika ágætis fótbolta."
Hacken er sjö stigum frá 4.
neðsta sætinu, „aukaleikssæt-
inu“, en Hlynur Stefánsson og
samherjar í Örebro eru því þvl
eftir 1:0 tap gegn Norrköping.
Reuter
Romario skoraði bæði mörk Brasilíumanna. Hér sést hann skjóta að marki
Uruguay.
AC Milan eitt efst
MEISTARAR AC Milan unnu 2:0
sigur gegn Roma á heimavelli í
ítölsku 1. deildinni á sunnudag
og eru einir í efsta sæti. Kólumb-
íumaðurinn Faustinu Asprilla
gerði þrennu er lið hans, Parma,
sigraði fyrrum topplið Tórínó og
Sampdoriamenn, með þá Ruud
Gullitt, David Platt og Roberto
Mancini innanborðs, unnu góð-
an útisigur á Udinese, 2:0.
AC Milan þurfti ekki að hafa
mikið fyrir sigrinum á Roma,
og eru Rómveijar nú í þriðja neðsta
■■■■■■■ sætinu með einungis
Birgir þrjú stig. Gestimir
Breiðdal héldu í við Milan
skrifarfrá fyrstu 45 mínútumar
'ía/,u eða þar til Albertini
lét boltann vaða beint úr auka-
spyrnu. Knötturinn hafnaði fyrst í
Jean Pierre Papin og af honum hrökk
hann í netið. Markið skrifast því á
þennan ótrúlega markheppna
Frakka. Um miðjan síðari hálfleik
gulltryggði Nava svo heimamönnum
sigurinn með fallegri kollspyrnu.
Fabio Capello, þjálfari Milan, bar á
móti því að lið hans væri að stinga af
í deildinni strax, eins og í fyrra:
„Við erum aðeins með eins stigs for-
skot og það er alltof snemmt að segja
að við séum að stinga af,“ sagði
hann. „Við emm einungis búnir að
ná í þau stig sem við vomm fyrirfram
búnir að ætla okkur, svo við emm
ekki í neinni sæluvímu, enda em all-
ir erfíðu leikirnir eftir.“
Enski landsliðsfyrirliðinn, David
Platt, og markahrókurinn Roberto
Mancini gerðu sitt markið hvor þegar
lið Sampdoria vann Udinese á úti-
velli, 2:0. En það var Ruud Gullitt
sem bar af öðmm leikmönnum á
vellinum og segja knattspymufræð-
ingar hér syðra að hann hafi aldrei
leikið jafnvel og einmitt nú.
„Ég get gert enn betur en þetta,“
sagði kólumbíski framheijinn Asp-
rilla hjá Parma, eftir að hafa gert
þrennu gegn Tórínó. „Þetta lið getur
náð langt. Hversu langt vil ég ekk-
ert um segja, en mér er engin laun-
ung á því að persónulegt markmið
mitt er að verða ítalskur meistari,"
sagði hann.
Juventus sigraði nýliðana í Regg-
iana auðveldlega, 4:0, og vom það
Ravanelli, Möller, Baggio og Del Pi-
ero sem gerðu mörkin. Inter og Lazio
skildu jöfn 0:0 og Piacenza vann
fyrsta sigurinn í 1. deild, er lðið sigr-
aði Lecce 2:1.
Bolivía og
Brasilía
til Banda-
ríkjanna
Bolivíumenn tryggðu sér rétt
til að leika í úrslitakeppni
heimsmeistarakeppninnar 1
knattspyrnu, sem fer fram í
Bandaríkjunum 1994, 1 fyrsta
skipti síðan 1950, en þá komust
þeir í úrslitakeppnina án þess
að leika í forkeppni, eins og
þeir gerðu einnig 1930. Bolivía
gerði jafntefli, 1:1, við Ecuador.
Brasilíumenn tryggðu sér einnig
farseðilinn til Bandaríkjanna
með þvi að leggja Uruguay að
velli, 2:0.
Romario var hetja Brasilíu-
manna, en hann skoraði bæði
mörk þeirra gegn Umguay.
Þetta var fyrsti leikur hans með
Brasilíu í átta mánuði, en Rom-
ario upp á kant við þjálfarann
Carlos Alberto Parreira. Þó
nokkur taugaspenna var hjá
leikmönnum þjóðanna, enda
mikið húsi — þátttaka í HM i
Bandaríkjunum, en Brasilíu-
menn hafa alltaf tekið þátt í
lokakeppni HM.
Lið Brasilíu var þannig skip-
að: Taffarel - Jorginho, Ricardo
Gomes, Ricardo Rocha, Branco
- Dunga, Mauro Silva, Rai, Zin-
ho - Bebeto, Romario.
GETRAUNIR: 211 X 2 X 121 XX11
LOTTO: 1 5 10 13 24 / 8