Morgunblaðið - 22.09.1993, Qupperneq 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993
Leiðum verkefni
um gæðastjómun í
evrópskum útvegi
Yfir 40 aðilar
frá 10 ríkjum
eru þátttakendur
UNDIR forystu íslendinga er nú
unnið að þriggja ára samstarfsverk-
efni yfir fjörutíu aðila frá tíu Evr-
ópuríkjum sem tekur til gæðastjórn-
unar í sjávarútvegi og nefnist „Qua-
lity Fish“. Tilgangur þess er að efla
gæðastjórnun í evrópskum sjávarút-
vegi; veiðum, vinnslu og markaðssetningu, eða með öðrum orðum stuðla
að aukinni gæðavitund, bættri gæðaímynd og efldu gæðaeftirliti í
evrópskum sjávarútvegi.
Verkefnið felst í þróun þriggja
sjálfstæðra námskeiða. um gæða-
stjórnun fyrir stjórnendur og starfs-
menn sjávarútvegs. Hvert námskeið
varir í eina viku og fjalla þau um
mælingar og rekjanleika fram-
leiðslu, altæka gæðastjórnun og
vöttuð gæðakerfi. Mikil áhersla
verður lögð á að gera námsefnið
a^gengilegt og hagnýtt þannig að
þáð nýtist með beinum hætti. Til að
tijyggja að svo sé, verður námsefnið
réynt bæði á íslandi og í Evrópu
áður en það verður gefið út.
í Verkefnið felst í-því að þróa og
p^ófa þtjú námskeið í gæðastjórnun
spm verða haldin í nokkrum Evrópu-
ríkjum fyrir stjómendur og starfs-
nienn sjávarútvegs.
Þrjú námskeið
Um er að ræða þijú hagnýt viku-
löng námskeið um gæðastjórnun
sem verða sérsniðin að þörfum evr-
ópsks sjávarútvegs. Námskeiðin
fjalla um mælitækni, altæka gæða-
stjórnun, umbótaverkefni og breytt-
an stjórnunarstíl og gæðakerfi og
gæðavottun í samræmi við evrópsku
staðlana ISO 9000. Námskeiðin
verða kennd á nokkrum stöðum í
Evrópu áður en námsefnið verður
gefið út í endanlegu formi.
Samhæfing og dagleg stjórn verk-
efnisins er í höndum Islendinga og
rekið af skrifstofu Samstarfsnefndar
atvinnulífs og skóla, Sammenntar,
sem staðsett er í Tæknigarði. Verk-
efnið hófst haustið 1992 og lýkur
vorið 1995. Heildarkostnaður er
tæpar 40 milljönir króna sem er íjár-
magnað með framlögum frá þátttak-
endum og evrópsku áætluninni CO-
METT, sem hefur það markmið að
auka menntun og þjálfun í tækni-
greinum og efla samvinnu háskóla
og atvinnulífs. Auk 15 aðila frá ís-
landi standa að • verkefninu fyrir-
tæki, stofnanir og háskólar í Dan-
mörku, Þýskalandi, á Spáni, Portúg-
al, írlandi, Englandi, í Hollandi,
Noregi og Frakklandi.
Alvöruiðnaður
Ágúst H. Ingþórsson, verkefnis-
stjóri Quality Fish, kynnti verkefnið
á íslensku sjávarútvegssýningunni
1993. „Nokkuð virðist skorta á að
sjávarútvegur og fiskvinnsla séu tal-
inn til „alvöruiðnaðar" i Evrópu, iðn-
aðar sem treystandi sé til að hafa
fullnægjandi gæðastjórn á fram-
leiðslu sinni. Þetta stafar meðal ann-
ars af því hve fiskvinnslan er háð
sveiflum í magni og gæðum á hrá-
efni. Það er brýnt hagsmunamál
fyrir Islendinga að breyta þessu við-
horfi með því að auka gæði fisk-
afurða og ekki síður með því að
geta sýnt fram á að ýtrustu kröfum
um meðferð og gæðaeftirlit sé mætt.
í hnotskurn er ávinningur fisk-
vinnslunnar af þessum þremur þátt-
um sá sami og annarra framleiðslu-
fyrirtækja: Vottuð gæðakerfi bæta
samkeppnisstöðu fyrirtækja og gætu
í framtíðinni verið skilyrði þess að
ná hagstæðum samningum við
stærstu fiskkaupendur í Evrópu.
Altæk gæðastjórnun breytir viðhorf-
um og verklagi bæði stjórnenda og
starfsmanna, m.a. þannig að stöðug-
ar umbætur verða eðlilegur hluti
rekstursins, sem skilar sér í auknum
gæðum og aukinni arðsemi. Rekjan-
leiki framleiðslunnar auðveldar
mönnum að koma á vottuðum gæða-
kerfum og aitækri gæðastjórn, auk
þess sem rekjanleiki verður innan
tíðar opinber krafa og er nú þegar
orðinn mikilvægur samkeppnisþátt-
Aðalfundur
Samtaka fískvinnslustöðva
verður haldinn í Stykkishólmi
föstudaginn 24. september 1993
kl. 10.30.
Fundarstaður: Hótel Stykkishólmur.
Dagskrá:
Setning aðalfundar.
Skýrsla stjórnar; Arnar Sigurmundsson, formaður SF.
Ársreikningar 1992.
Kosning í stjórn og kjör endurskoðanda.
Erindi:
Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra.
Ásmundur Stefánsson, framkvstj. íslandsbanka hf.;
Bankarnir og sjávarútvegurinn.
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri VSÍ:
Vextir og kjarasamningar.
Sighvatur Bjarnason, framkvstj. Vinnslustöðvarinnar hf.:
Eigum við okkur framtíð?
Tryggvi Finnsson.framkvstj. Fiskiðjusaml. Húsavíkur hf.:
Landvinnsla í breyttum heimi.
Friðrik Pálsson, forstj. Sölumiðst. hraðfrystihúsanna:
Er ekki samkeppni örugglega aiUaf til góðs?
Umræður.
Önnur mál.
Stjórnin.
PÓLSVOGIR UM BORÐ í BLÆIMG NK
FULLTRÚAR Póls hf. og Síldarvinnslunnar í Neskaupstað staðfestu á sjávarútvegssýningunni samn-
ing um kaup Síldarvinnslunnar á 5 vogum frá Póls í rækjuvinnsiulínu í hinn nýja togara sinn Blæng,
sem er á heimleið frá Spáni. í vinnsiulínunni verða þrjár flokkunarvélar og sólarhringsafköst verða
um 25 tonn á sólarhring, sem er líklega afkastamesta rækjuvinnslulínan um boð í íslenzkum skipi.
Blængur er væntanlegur til heimahafnar í Neskaupstað um næstu helgi, en síðan verður honum
sigit til Akureyrar, þar sem vinnslulínan verður sett niður. Póls leggur til vogir til vigtunar og
skömmtunar í pakkningar ásamt hugbúnaði til eftirlits. Kerfið sjálft er smíðað af Klaka hf. í Kópa-
vogi en hannað af teiknistofu Karls G. Þorleifssonar á Akureyri og sett niður af Slippstöðinni-
Odda hf. Þá er gert ráð fyrir heilfrystingu á karfa og grálúðu um borð. Jónas Ágústsson, fram-
kvæmdastjóri Póls-Eltaks, sem sér um sölu á framleiðsluvörum Póls, segir að sýningin hafi gengið
vel, en þeir hafi meðal annars sýnt nýjan formflokkar, sem hafi vakið athygli svo og samvalslínu,
sem henti vel til vinnslu í smápakkningar.
Karl Jóhann Birgisson, framkvæmdasljóri viðhaldsdeilda Síldarvinnslunnar, segir að góð reynsla
fyrirtækisins hafi ráðið því að keyptar voru Pólsvogir. „Við erum með Pólsvogir í vinnslunni í landi
og skipunum. Vogirnar hafa reynzt vel, þjónustan verið góð og gott verð sé á vogunum. Skipið
er styrkt til siglinga í ís. Það er um 62 metrar á lengd og fer á rækju og verður leitað fanga þar
sem rækjan gefur sig hveiju sinni, en meðal annars er Dorhnbankinn vænlegur kostur,“ segir
Karl Jóhann Birgisson.
Með komu nýja togarans verða þær breytingar á útgerð Síldarvinnslunnar, að Hilmir NK hefur
verið seldur úr landi og verður afhentur í byijun október, en Beitir fer þá á loðnu, en hann hefur
að undanfömu verið á rækjunni.
Á Myndinn handsala þeir samningninn Karl Jóhann Birgissin og Jónas Ágútsson, en með þeim á
myndinni er Eiríkur Valsson, útflutningsstjóri Póls.
Komið í veg fyrir ryðmyndun
FYRIRTÆKIN Mustad og Bull
Gummi-Industr AS. hafa nú
komizt fyrir ryðmyndun á öngl-
um með gervibeitu og sigur-
nagla. Ryðmyndun hefur verið
til vandræða við veiðar og vinnu
með þessa öngla upp á síðkastið,
en í fréttatilkynningu frá fyrir-
tækjunum er sagt að vandi þessi
sé nú að baki. Vandræðin hafa
verið með Mustad-öngla í Bull-
gervibeitu, en tinhúðun á öngl-
unum hefur runnið af og þeir
ryðgað. Eftir rannsóknir á þess-
um vanda hefur komið í ljós, að
sigurnagli úr koþar, sem var á
önglinum hafði þau áhrif að
efnasamband myndaðist, þegar
öngullinn kom í sjó og leysti það
upp tilhúðunina á önglinum. Nú
hefur verið unnin bót á þessum
vanda með því að nota sérstaka
tinupplausn til húðunar á öngl-
ana og hefur reynslan af henni
verið góð. Önglarnir rygða ekki
lengurf
Lax étur þorsk- og ýsuseiði
ísafirði.
TVEIR laxar, sem veiddust í og
við sjó í ísafjarðardjúpi nýlega,
voru magafullir af ýsu- og þorsk-
seiðum og annað ekki sjáanlegt í
maga þeirra. Hjalti Karlsson, úti-
bússljóri Hafrannsóknar á
Isafirði, sem
skoðaði laxana,
telur útilokað að
draga nokkrar
ályktanir af
þessum atvikum,
en hingað til hef-
ur verið talið að
lax æti ekki bol-
fiskseiði. Hann
segir að lítið sé
vitað um göngur
laxfiska í sjó
nema að þeir séu
ekki langan
hluta veru
sinnar í sjónum
á slóðum bolfisk-
seiða sem að langmestu leyti séu
á grunnslóð við landið. Sjómenn
telja að laxinn éti mikið magn
seiða seinni hluta sumars þegar
hann í stórum torfum ferðast
meðfram ströndinni til að leita
að heimaá sinni.
Fyrri laxinn, fimm punda hrygna,
veiddist í ósi Deildarár í sunnanverð-
um Jökulfjörðum. Að sögn veiði-
mannsins, Finnboga Jónassonar út-
gerðarmanns og fískverkanda á
Isafírði, var laxinn úttroðinn af
þorskseiðum frá klakinu í vor. Taldi
hann að þau hefðu verið milli 10
og 20 og ekkert annað verið í mag-
anum. Hann segir að laxinn gangi
í stórum torfum meðfram landinu í
Jökulfjörðum og í víkunum á Hom-
ströndum þar sem eru helstu uppeld-
isstöðvar þorskseiðanna við Island
fyrsta sumarið. Heppilegasta ætið
séu því þorskseiðin og í honum liggi
laxinn sem fimmfaldi þyngd sína frá
því honum var sleppt vorið áður.
Lax Finnboga var merktur Silfurlaxi
í Hraunsfirði á Snæfellsnesi og
sleppt vorið 1992.
Seinni laxinn, um 6 punda hæng-
ur, kom í þorskanet hjá Konráð
Eggertssyni, fyrrverandi _ hrefnu-
veiðimanni, skammt undan ísafjarð-
arkaupstað. Hjalti Karlsson, for-
stöðumaður Hafnrannsóknar á
ísafirði, skar fískinn í gær. í maga
hans voru 13 heilleg seiði auk beina-
poka í gömum. Stærri og heillegri
seiðin em ýsa og segir Hjalti að
ýsuseiði stækki
örar fyrsta sumar-
iðogséu þájafnan
stærri en þorsk-
seiðin. Ekki er
hægt að fullyrða,
að öll seiðin séu
af ýsu og þorski
þótt það sé líkleg-
ast. Ekkert annað
æti var í maga lax-
ins nema lítilshátt-
ar Ijósáta. Hjalti
vildi lítið segja um
matarvenjur lax-
ins en taldi þó ólík-
legt að aðstæður
væra þannig að
leiðir laxa og bolfiskseiða lægju sam-
an um langan tíma. Þá sagði hann
að laxastofninn við Island væri ef
til vill um 1.000 tonn en þorsk- og
ýsustofn mörg hundruð þúsund
tonn. Hann sagðist telja að lítið
væri vitað um hagi og ferðir laxfiska
í sjó en benti á að lax heyrði undir
Veiðimálastofnun og þar með land-
búnaðarráðuneytið og því afskipta-
lausir af Hafrannsóknastofnun og
sjávarútvegsráðuneytinu. Hængur-
inn var 2,8 kg og 64 sm.
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
LAXINN úr ísafjarðardjúpi og síðasta máltíðin, bústin ýsu- og þorsk-
seiði frá klakinu í vor.