Morgunblaðið - 22.09.1993, Qupperneq 7
B 7
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993
6.000 bókatitlar og
erlendur gagnabanki
Sjávarútvegsbókaafnið
veitir upplýsingar
um veiðar og vinnslu
tímarit og auk þeirra finnast þar um 6.000 bókatitlar. Hlutverk safns-
ins er að safna saman og veita sem gleggstar og aðgengilegastar
upplýsingar um sjávarútveg og þær fræðigreinar sem tengjast hon-
um.
SJÁVARÚTVEGS-
BÓKASAFNIÐ er sam-
eiginlegt bókasafn Haf-
rannsóknastofnunar og
Rannsóknastof nunar
fiskiðnaðarins. Safnið
fær reglulega um 800
Smári Hermannsson, sölustjóri, Snæbjörn Sveinsson, tæknifræðingur, Luis Barreras, framkvæmdasljóri
ASEGA og Ásgeir Erling Gunnarsson á bás Rafboða-Rafurs
Rafboði-Rafur hf. selur
togvindukerfi í Víði EA
Fengið einkaumboð fyrir hóp
skipasmíðastöðva á Spáni
um sölu á togvindukerfi í togarann Víði, sem er í eigu Samheija á
Akureyri. Það eru nýjar togvindur með mótorum og öllum stjórnbún-
aði, hliðstætt kerfi, sem sett var um borð í Skutul IS. „Síðan er búið
að handsala við okkur pöntun á öllum móturum og sljórnbúnaði fyrir
togvindur og hjálparvindur fyrir nýsmíðina fyrir Hrönn hf. á Isafirði,
sem nú gerir Guðbjörguna út. Þetta hvort tveggja er liðugar hundrað
milljónir og vinna fyrir verkstæði okkar fram á næsta ár og því afar
mikilvægt fyrir okkur,“ segir Ásgeir Erling Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins.
RAFBOÐI-
RAFUR hf. í
Garðabæ hef-
ur nú gengið
frá samningi
Sjávarútvegsbókasafnið er stað-
sett í Húsi sjávarútvegsins að
Skúlagötu 4 og varð til við samein-
ingu bókasafna Hafrannsókna-
stofnunar og RF fyrir þremur árum.
Að sögn Eiríks Þ. Einarssonar,
deildarstjóra
safnsins, stendur
þjónusta þess öll-
um til boða en
mest áhersla er
þó lögð á að
þjóna starfs-
mönnum þeirra
stofnana sem
það heyrir undir.
Eiríkur segir að
ásókn í safnið
hafi aukist nokk-
uð á undanförn-
um árum, eink-
um frá aðilum
utan RF og
Hafró eins og
framhaldsskóla-
og háskólanemendum og kennur-
um, auk fyrirtækja í fiskiðnaði.
Bækur eða tímarit eru þó aldrei
lánuð út úr húsi en aðstaða til vinnu
og ljósritunar er góðfúslega látin í
té. Safnið sér einnig að mestu leyti
um að dreifa útgáfu Hafró og RF
og er þar aðallega um að ræða
skýrslur og fræðsluefni.
Safnaðí gagnabanka
Bóka- og tímaritakostur safnsins
er fjölbreytilegur og er mest um
bækur á sviði fiskifræðþ.sjávarh'f-
fræði, haffræði, fiskeldis, matvæla-
fræði, og fiskiðnaðar en einnig má
finna þar efni um efnafræði, eðlis-
fræði, líftækni og jafnvel jarðfræði.
Bókatitlar eru um 6.000 talsins en
auk þess fær safnið reglulega um
800 tímarit. Á síðustu árum hefur
verið unnið að því að tölvuvæða
safnið og segir Eiríkur að það verk
séu um það bil hálfnað. Þá er unn-
ið að því að skrá allt sem íslenskir
sérfræðingar skrifa um haf- og
fiskirannsóknir í einn gagnabanka
og er nú þegar töluverð eftirspurn
eftir þeirri þjónustu.
Eiríkur segir að starfsmenn
safnsins séu boðnir og búnir til að
aðstoða fyrirtæki og einstaklinga í
sjávarútvegi eftir megni. „Mér
finftst að ýmsir
hagsmunaaðilar í
sjávarútvegi
mættu nýta sér
safnið betur,
einkum lítil fyrir-
tæki sem hafa
ekki tök á að
kaupa margar
bækur eða tíma-
rit. Við höfum til
dæmis úrval
tímarita um ýmis
mál fiskiðnaðar-
ins og er öllum
frjálst að koma
hingað og glugga
í þau^eða óska
eftir ábendingum
um áskriftir.“
Sjávarútvegsbókasafnið tekur
virkan þátt í erlendu samstarfi og
er í sambandi við fjölmörg söfn og
gagnabanka í útlöndum. Það er í
Alþjóðasamtökum bókasafna í haf-
og fiskifræði og er Eiríkur nú for-
• seti samtakanna. „Við þurfum ekki
að örvænta þótt við finnum ekki
umbeðnar upplýsingar hér hjá okk-
ur því að vegna tengsla okkar er-
lendis erum við vel í stakk búnir
til að nálgast upplýsingar í útlend-
um söfnum og gagnabönkum. Við
höfum til dæmis lagt áherslu á að
safna saman upplýsingum um ýms-
ar nýjungar sem koma upp, svo sem
um búraveiðar og -vinnslu að
ógleymdum ígulketjum. Menn fara
af meiri gætni í fjárfestingar nú
en áður og eru viljugri til að kynna
sér reynslu annarra þjóða. Eg hvet
því menn hiklaust til að leita til
okkar ef þá vantar upplýsingar um
hvað eina sem viðvíkur sjávarút-
vegi,“ segir Eiríkur.
„Sjávarútvegsýningin gekk mjög
vel hjá okkur og var miklu meira líf
en við áttum von á. Við höfum einn-
ig fengið fyrirspurnir að utan, en
við höfum líka lagt áherzlu á sölu á
Pétur kynnti kosti Markúsarnets-
ins svokallaða á íslensku sjávarút-
vegssýningunni 1993, en upphafs-
maður þess og hönnuður var tengda-
faðir hans, Markús B. Þorgeirsson,
sem lést árið 1984. Upp frá því hef-
ur Pétur haldið uppi merki Markús-
arnetsins og hin síðari ár lagt ofur-
kapp á gildi fræðslu sjómönnum til
handa. „Hver áhöfn þarf að líta á
sig sem björgunarhóp enda eru.
áhafnir í flestum tilvikum næstir
slysum á sjó. Með tilkomu flotvinnu-
galla og neyðargalla um borð munu
líkur aukast á því í framtíðinni að
menn, sem tapast, finnist kaldir og
fljótandi á þafí úti fremur en drukkn-
aðir. Menn, sem þannig er ástatt
um, verður að taka upp varlega í
láréttri stöðu, með höfuð lægra en
hné svo ekki skapist hætta á heila-
blóðfalli, jafnvel þó ekkert lífsmark
finnist með þeim. Nú hefur nefnilega
sannast að læknar hafa yfir að ráða
búnaði og þekkingu til að koma
manni, sem kólnað hefur niður und-
ir 20 gráður á Celcius til eðlilegs
lífs aftur svo fremi að viðkomandi
hafi verið tekinn rétt upp,“ segir
Pétur.
Börur til bjargar
Frumkvöðullinn, Markús B. Þor-
geirsson, hóf kynningu um landið á
Markúsarnetiuu árið 1983 með
stuðningi björgunarsveita vítt og
breytt. I farteskinu hafði hann flot-
notuðum skipum frá Spáni og höfum
tekið að okkur umboð fyrir spánskar
skipasmíðastöðvar, sem hafa mynd-
að hópinn ASEGA. Fyrir forgöngu
fylkisstjórnar Galisiu var ASEGA,
vinnugalla, sem segja má að hafi
verið barn síns tíma, og mönnum
varð að orði að aldrei færu þeir í
slíkar yfirhafnir. Fljótlega fór netið
að sanna gildi sitt og menn fóru í
alvöru að ræða öryggi á sjó, að sögn
Péturs, enda þarf ekki annað en að
líta á söguna síðan þá til að .sannfær-
ast um að alvara fylgdi máli. Slysa-
varnaskóli sjómanna var stofnaður
1985. Reglur um að íslensk skip
skyldu búin Markúsarneti tóku gildi
í ársbyijun 1986. Að frumkvæði
Landssambands íslenskra útgerðar-
manna voru keyptir neyðargallar á
alla sjómenn í landinu 1987 án þess
að reglugerð skyldaði slíka fjárfest-
ingu. Mikil hugarfarsbreyting hafði
átt sér stað á fáum árum og árið
1989 kom að því að sjómenn sjálfir
fóru að kaupa flotvinnugaila. I dag
gerist það svo að heilu áhafnirnar
æfa það að senda mann í sjó, öðrum
til bjargar. Það nýjasta í þróunar-
starfi fyrirtækisins eru börur til að
taka menn upp úr sjó í þyrlur og
skip með krana. Sú framleiðsla er
enn ekki komin á markaðinn, en
meiningin er að koma búnaðinum
um borð í nýja björgunarþyrlu Land-
helgisgæslunnar áður en lengra
verður haldið.
„Með því að menn æfi að fara í
sjóinn í flotvinnugöllum og blotni í
köldum sjó, fari í læknisskoðun og
fræðist síðan um viðfangsefnið
vinnst þrennt að mínu mati,“ segir
sem eru samtök 7 einkarekinna
skipasmíðastöðva í Galisíu, stofnuð
um mitt síðasta ár. Meginmarkmiðið
með þeirri stofnun er kynning,
stjórnun og hagsmunagæzla í þeim
tilgangi að afla verkefna á alþjóðleg-
um markaði. í því sambandi ábyrg-
ist fylkisstjórn Galisíu alla skipa-
smíðasamninga ASEGA, en í Galisíu
hafa margir íslenzkir togarar verið
smíðaðir. Á sjávarútvegssýningunni
í Laugardalshöll var gengið frá
samningi milli ASEGA og Rafboða-
Rafurs hf. um einkaumboð á íslandi
fyrir ASEGA, en fyrir hafði Rafboði-
Rafur einkaumboð fyrir spilframleið-
andann IBERCISA í Vigo og Galis-
iu, sem jafnframt rekur söluumboð
fyrir notuð skip,“ segir Ásgeir Erl-
ing.
Pétur. „í fyrsta lagi fá sjómenn auk-
in skilning á örygginu um borð og
þar með stöðu sinni ef eitthvað bját-
ar á. í öðru lagi minnkar áhætta
björgunarmanna, sem fara eftir fé-
lögum sínum í sjóinn. í þriðja lagi
fá skipstjórar vitneskju um hveijir
áhafnarmeðlima eru hæfastir til að
faraTeftir öðrum í sjóinn.“
Ákveðin hugsun
Pétur segir að í gegnum netið sé
hægt að fræða sjómenn um allt það,
sem snerti „Maður fyrir borð - Ör-
yggi“. Netið sé þannig hannað að
einn björgunarmaður geti sótt mann
í sjó og tryggt öryggi sitt um leið.
„Það gefur möguleika á alls konar
björgunaraðgerðum, hvort sem
menn eru sitjandi, standandi eða
liggjandi í netinu. Eins og ég segi
gjarnan þá má nota netið meðan
hægt er að standa á dekki og stjórna
skipi. En að mínu mati er fræðslu-
giidið stærsta gildi netsins; það að
koma í veg fyrir slysin í gegnum
netið. Markúsarnetið kynnti ákveðna
hugsun, sem stuðlað hefur að því
að sjómenn eru í raun farnir að líta
á sig sem björgunarsveit á hafi úti,“
segir Pétur, sem árið 1989 gaf út
sérstakt fræðsluhefti um björgun
manns úr sjó.
óhætt er að fullyrða að Markús-
arnetið njóti vinsælda víðar en á
íslandi ef marka má eftirspurn.
Netið hefur farið til fimmtán landa.
Um 95% af framleiðslu fyrirtækisins
fer til útlanda og eru helstu markað-
irnir í Danmörku, Hollandi og Þýska-
landi og fast á eftir fylgja markaðir
á Spáni, Bretlandi og Bandaríkjun-
um. Þá hefur konungur Óman séð
ástæðu til að kaupa sér net, en
Markúsarnet er einmitt a_ð finna um
borð í konungssnekkju Óman. Auk
þess hefur Pétur gefið út fræðslu-
efni á átta tungumálum.
BETRI PÖKKUNARNÝTING
MEÐ NÝRRI HAUSINGAVÉL
Uppfinningamaðurinn Jón Pálmason hefur hannað nýja hausinga-
vél, sem ekki bara hausar, heldur kinnar og gellar þorsk, hausar
og slægir karfa og hausar og kinnar keilu og steinbít. Vélin var
kynnt á íslensku sjávarótvegssýningumii 1993 i sýningarbás Slipp-
stöðvarinnar Odda þar sem hún kemur til með að verða fram-
leidd. Vélin afkastar 27-32 fiskum á mínútu og skilar 2-3% betri
pökkunamýtingu í þorski miðað við aðrar vélar, en það byggist
á því að vélin lagar sig að fiskinum og nær hámarksnýtingu í
hausun, að sögn Jóns. „Og menn segja að hækkun á nýtingu um
eitt prósentustig þýði þrjá og hálfan milljarð í peningum. Með
2-3% aukinni nýtingu ætti vélin samkvæmt því að ná að fylla vel
upp í fjárlagagatið," segir uppfinningamaðurinn.
Vélin kostar 3,8 milijónir og er nú þegar í tveimur frystihús-
um, Iijá Sæfrosti á Bíldudal og Fiskiðju Raufarhafnar þar sem
orðið hefur 3% nýtingarauki á pakkningu frá því að vélin var
þar tekin í notkun í júni sl.
Eiríkur Þ. Einarsson, deildar-
sljóri Sjávarútvegsbókasafnsins.
Sjómenn líta nú á sig sem
bj örgunarsveit á hafi úti
Fræðslugildi er megin-
þáttur öryggis á sjó
„MIKIL vakning hefur átt
sér stað um nauðsyn
bjargbúnaðar um borð í
bátum og skipum á síðari
árum. Nú ríður á að sjó-
menn fari að líta á það sem hluta af starfinu að læra um björgum úr
sjó við verstu aðstæður og þjálfa sig sem björgunarmenn því á örlaga-
stundu getur það verið of seint,“ segir Pétur Th. Pétursson, fram-
kvæmdastjóri Björgunarnetsins Markúsar hf., sem undanfarin áratug
hefur helgað sig viðfangsefninu „Maður fyrir borð - Öryggi“.