Morgunblaðið - 22.09.1993, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.09.1993, Blaðsíða 8
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993 Morgunblaðið/Sverrir Jóhann Másson frá Hewlett Packard, Haukur Garðarsson sljórnarformaður Strengs og Þorsteinn Guðbrandsson einnig frá Streng kynntu m.a. Útvegsbankann, heildarlausn fyrir sjávarútveginn, á íslensku sjávarútvegssýning- unni. „Útvegsbankimi“ hannaður í samvinnu Strengs og Sæfangs framkvæmdastjóra Sæfangs hf. í Grundarfírði, er Útvegsbankinn heild- arlausn sem heldur utan um alla þætti í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja svo sem veiðiferðir, afla, kvóta, birgðir, veðsetn- ingar, launauppgjör sjómanna, fram- leiðsiu, framlegð og fjölmargt fleira. Einnig koma fram uppbætur, heildar- magiThráefnis, kíló á hvern úthaldsdag, yfirlit yfir sjóðsskuldir, skiptaverð og skiptaprósenta, hlutur á hvern úthalds- dag og hlutur á hvert kíló. Kerfið styðst við ISO 9000 staðal um rekjanlejka afurða í matvælaiðnaði og stenst Útvegsbankinn því gæðakröfur Evrópubandalagsins. HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Strengur hf. hefur hannað tvö kerfi sérstak- lega fyrir sjávarútveginn. Annað kerfið er upplýsingakerfið Hafsjór og hitt rekstrarhugbúnaður fyrir fiskveiðar og vinnslu sem markaðssett er undir heitinu „Útvegsbankinn". Bæði þessi kerfi voru kynnt í sýningarbás Strengs á íslensku sjávarútvegssýningunni, auk viðskiptahugbúnaðarins Fjölnis, sem hentar alhliða fyrirtækjarekstri, hvort sem er til sjávar eða sveita. Hafsjór er gagnabanki, sem fyrst og fremst miðlar upplýsingum sem tengj- ast sjávarútvegi. Þar má nefna kvótatöl- ur, upplýsingar frá sölusamtökum sjáv- arútvegsins og gögn frá fískmörkuðum. Og nýlega bættust við upplýsíngar í kerfíð frá Verðbréfaþingi Islands. Útvegsbankinn er þróaður í samvinnu Strengs hf. og Sæfangs hf. í Grundar- firði og hannaður sem stjórntæki við veiðar og vinnslu sjávarfangs. Útvegs- bankinn hefur undanfarin tvö ár verið í notkun hjá Sæfangi, en var formlega hleypt af stokkunum á sjávarútvegssýn- ingunni. Útvegsbankinn er byggður á viðskiptahugbúnaðinum Fjölni. Hann er fullkomlega samtengdur bókhaldskerf- um Fjölnis sem þýðir að öll gögn fiytj- ast sjálfkrafa á milli kerfishlutanna og þarf aldrei að tvískrá neinar upplýs- ingar. Að sögn Svans Guðmiíndssonar, Stígandi heimtur hjá hafbeitarstöðvunum HEIMTUR í hafbeitarstöðvar hér á landi hafa verið upp og ofan í sumar, en yfir- leitt þó betri heldur en í fyrra. í Laxeldis- stöð ríkisins í Kollafirði eru menn að taka saman niðurstöðuna, en Vigfús Jóhannsson stöðvarstjóri álítur að um 6 prósent heimtur sé að ræða á móti 4 prósentum í fyrra. Hjá Silfurlaxi í Hraunsfirði hefur einnig gengið betur í sumar en í fyrra, þar hafa heimtur verið 4,5 prósent á móti 2 prósentum í fyrra. Mikið tjón vegna netasára á laxi Vigfús Jóhannsson stöðvarstjóri í Kollafirði sagði í samtali við Morgun- blaðið að um 14.000 laxa væri að ræða og megnið af þeim væru laxar sem voru eitt ár í sjó. „Það er kominn stígandi í þetta, stígandi sem byijaði 1992 og heldur áfram nú. Við erum bara sáttir við útkomuna, hún er í samræmi við væntingar okkar og mið- að við ástand sjávar höfum við ástæðu til að ætla að stígandinn haldi áfram næsta sumar,“ segir Vigfús. Júlíus Birgir Kristinsson fram- kvæmdastjóri Silfurlax sagði i samtali við Morgunblaðið að heimturnar væru ekki á því róli sem þeir sættu sig við, þær þyrftu að vera meiri heldur en 4,2 prósent af eins árs fiski og 0,3 prósent af tveggja ára fiski. Hins veg- ar væri þetta skref í rétta átt, því þetta væri umtalsverður bati frá árinu á undan. „Auk þess teljum við að heimturnar verði verulega miklu betri næsta ár, segir Júlíus Birgir. 4,5 pró- sent heimtur í Hraunsfirði telja um 100.000 laxa. Skemmdír... Vigfús í Kollafirði sagði auk þessa, að sem fyrr væri allt of mikið af neta- særðum laxi í aflanum og það væri sérstaklega stærri laxinn sem virtist fara illa. „Það er verulegt tjón sem við verðum fyrir vegna þessa,“ segir Vigfús, „það eru eiginlega hvergi gerð- ar meiri kröfur til hráefnis heldur en þar sem hafbeitarlax er annars vegar. Það má ekki á þeim sjá, að þeir falli ekki umsvifalaust niður um verð- flokk,“ bætti Vigfús við. FOLK Hermann kynnti höfnina ■ HERMANN Skúlason, hafnarstjóri á Isafirði, var á sjávarútvegssýningunni og kynnti starfsemi hafnarinnar: „Við teljum okkur eiga það erindi á sýningunni, að kynna Isafjarðarhöfn og kaupstað- inn með tilliti til þess, að það er verið að bora jarðgöng og því verður ísafjörður og Isa- fjarðarhöfn miðdepill hér á Vestfjörðum og við erum að undirbúa okkur undir að taka við þeirri auknu umferð, sem fyrirsjáanleg er. Við höfum gefið út kynningarbækling með ágripi af sögu ísafjarðar og því, sem þar er um að vera. Auk þess kynna þjónustuaðilar á staðnum hvað þeir hafa upp á að bjóða. Það hefur verið mikið um gesti hjá okkur, hér eru tvær hafnir að kynna sig, við og Bremerhaven í Þýzka- landi og það má ekki á milli sjá hver hefur betur. Við höf- um verið að vinna mikið við Hermann Skúlason höfnina í sumar. Búið er að taka í notkun nýja hafnarvog, sem vegur allt að 80 tonnum, en hún er hönnuð og uppset af Póls hf. Einnig búið að steypa þekju á nýjan hafnar- bakka við Sundahöfn og þar er verið að ljúka við dýpkun, en fyrir vikið fáum við um 130 metra langt stálþil í haust. Hugmyndin er að fragtskipin komi þar svo og erlend skemmtiferðaskip. Þá verður á næstunni boðin út bygging spennistöðvar til að hægt verði að bjóða upp á nægilegt raf- magn við höfnina. Við verðum þá komnir með mun betri höfn snemma á næsta ári, eina af aðalhöfnum landsins," segir Hermann, sem er í ársfríi frá skipstjóm á Júlíusi Geir- mundssyni. Átaksmælar fyrir „tvílembingana" FRIÐRIK A. Jónsson, sýndi meðal annars á íslenzku sjávar- útvegssýningunni fjarlægðarmæla frá Færeyjum, Datronik, fyrir skip, sem nota tveggja báta troll. Svokallaða tvílemb- inga. Þegar hafa verið seldir fimm mælar og eru kaupend- ur Oddeyrin og Bliki, Hjalteyrin og Nói og Jóhann Gísla- son. Þessir mælar vöktu athygli á sýningunni, enda margir að velta því fyrir sér að fara á tveggja báta troll. Burtséð frá auknum afla, sparast mikil olía og hvort tveggja ræður miklu. Datronik er einnig með olíueyðslumæla, víralengdarmæla og samabyggðan átaks- og víralengdarmæli og eru þeir notaðir með íjarlægðarmælunum til að hafa stjórn á átakinu á togvírun- um. Atakið er mælt þannig að nemar gefa mælingu fjórum sinn- um á sekúndu og síðan er hægt að stilla tíðni mælinga frá 0 upp í 200 sékúndur eftir sjólagi svo mælirinn sé ekki að rokka upp og niður. Fjarlægðarmælirinn er annars vegar tengdur inn á ratsjána, þar sem hann læsir sig inn á annað skipið og hins vegar er hann tengdur inn á stýrisvélina, þannig að hann virk- ar eins og sjálfstýring. Breyti stjórnskipið um stefnu, gerir „þrællinn" það því líka. Færeyingar hafa mikla reynslu af tveggja báta trolli, en bátar með þessa mæla við tveggja báta trollið hafa verið að fá 12 til 14 tonn meðan „einlembingarnir" hafa verið með 2 til 4 tonn. Þetta var í ufsafiskiríi og kann að stafa af því að engir hlerar eru við tvílembinginn, þar sem skipin sjálf halda trollinu opnu. Skipin geta kastað og tekið trollið til skiptis, eða haft það þannig að aðeins annað taki trollið og kasti og þá þarf aðeins fjóra menn á þrælinn. Tvo í vél og tvo í brú. Lax í brauði NORÐUR í Tromsfylki í Noregi en vinsælt að matreiða fískíbrauðúýmsanfeitan físk eða lax. Andrés Terry rTJTJTTTTÍr3TTI Nilsen, „íslenzki Norðmaðurinn“ ■BdÍMLaJWMaaaanSI á Selfossi kennir lesendum Vers- ins nú þessa aðferð. Hún á vel við nú, meðal annars vegna þess að norski sjávarútvegsráðherrann, Jan Henry T. Olsen, hefur verið hér á ferð, en hann er einmitt frá Norður-Noregi. í þennan rétt þarf: 600 gr laxaflök eða annan fisk 1 tsk salt 1/2 tsk pipar I msk smjör Brauðdeig 250 gr rúgmjöl 250 gr heilhveiti 450 gr hveiti Um það bil 6 dl vatn eða mjólk 25 gr pressuger eða 1/2 bréf þurrger Blandið saman nyöli og salti, velgið mjólk og hrærið ger út í og blandið saman við mjölið. Hnoðið þar til deigið er jafnt og seigt Stráið smá mjöli yfir deigið og það látið standa á volgum stað, þar til það hefur stækkað um helming. Hnoðið þá deigið og fletjið út í passlega stærð fyrir flökin. Skolið og þurrkið laxaflökin og fjarlæg- ið bein ef þau eru í fiskinum og stráið salti og pipar yfír hann. Penslið deigið með smjöri og leggið flökin á. Brettið saman og þrýstið köntunum vel saman. Setjið „pakkana" á smurða plötu og látið lyfta sér í 10 til 15 minútur. Penslið með mjólk eða vatni. Setjið plötuna neðst eða i miðjan ofninn og bakið í 30 til 45 við 200 gráðu hita. Með réttinum er gott að bera fram soðnar kartöflur, brætt snyör og hrásalat

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.