Morgunblaðið - 03.10.1993, Side 1

Morgunblaðið - 03.10.1993, Side 1
WILLYSJEPPILGEGNUMNYBYGGINGARAÐ - OKU- KENNARANAMIJLENNARAHASKOLANUM - FORD GA- LAXY1959ARGERÐ - RAFDRIFIÐ REIÐHJOL - Fiat Uno Arctic- reynsluekid. Billinn þykir rúmgóður, sparneytinn og lip- ur. Á þjóóvegunum liggur hann vel. & Ford Galaxy árgeró 1959 svifur brátt- um göturnar aó nýju, eftir 1.000 vinnustundir Sæv- ars Péturssonar. 1993 SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER BLAÐ Haf ravatnshringurinn ekinn á upphækkuðum Land Cruiser GX neyðarbíl hjálparsveitanna Einn með öllu - ekki síst 100% drif læsingu P. SAMÚELSSON, söluaðili Toyota, hefur gefið Hjálparsveit skáta og Flugbjörgunarsveitinni sérútbúinn neyðarbíl og var hann af- hentur á jeppasýningunni í Laugardalshöll um síðustu helgi. Bíll- inn sem er Toyota Land Cruiser GX, með sex strokka, 4,2 lítra díselvél er mikil listasmíð og hefur verið hækkaður og breyttur hjá verkstæði Toyota í Kópavogi. Hann verður í vörslu slökkviliðs- ins í Reykjavík. Blaðamanni gafst tækifæri til að reynsluaka bíln- um í vikunni en þess ber að geta að eftir er að breyta hlutföllum í drifi svo ekki er að marka að undirrituðum þótti hann fullseinn í viðbragði, enda ekki gerður í upphaflegri mynd fyrir 44“ tommu dekk. Maður fyllist einhverri öryggis- tilfinningu sem erfitt er að henda reiður á þegar sest er undir stýri á neyðarbílnum. Okumaður er náttúrulega hátt yfir áðra öku- menn hafinn á upphækkuðum bílnum og öll stjórntæki eru innan seilingar í þessum sjálfskipta bíl sem er 5,3 milljóna kr. virði eftir breytingamar. Bíllinn kom hingað á 29 tommu dekkjum en er nú á 44 tommu dekkjum og var hækk- aður um fjórar tommur frá grind. Skipt var um gorma allan hringinn og þeir lengdir um tvær tommur. Settir voru undir hann Downy- gormar frá samnefndu fyrirtæki í Kaliforníu sem sérhæfir sig í breytingum á Toyota-jeppum. Þá er bíllinn með diskapressur allan hringinn. Lét illa á malbiki Ekið var sem leið lá frá bæki- stöðvum Toyota í Auðbrekku norð- ur Kringlumýrarbraut og austur Vígalegur NEYÐARBÍLLINN, Toyota Land GX, er verklegur á vegum sem vegleys um. Miklubraut. Ekki verður sagt að bíllinn hafi látið vel að stjórn á malbikinu, hjólbarðarnir vildu leita í hjólför og nokkur titringur var í stýrinu. Einnig var hann lengi upp enda þótt vélarorkan sé yfrið næg. Bíllinn var upphaflega 160 hest- öfl, en er nú 190 hestöfl með milli- kæli, sem kælir loftið sem túrbínan sem blæs og nýtir. Drifin verða lækkuð í honum, þau eru nú 1:4,10 en fara niður í 1:4,88. Bíllinn verð- ur þá allur léttari á gjöfinni. Auk þess eru dekkin enn stíf af notkun- arleysi og vantar alla mýkt. Góður á keyrslu Á keyrslunni nær hann hins vegar nægum hraða og líkast til hefur undirritaður gerst brotlegur við umferðarlög þegar hann ók bílnum yfir leyfilegum hámarks- hraða á Vesturlandsvegi. Reyndar hefur hann það sér til málsbóta að hraðamælirinn sýndi ekki nema tænleom 80 km hraða á klst. bíllinn hafi líkast til verið á um 110 km hraða. Það helgast af því að hraðamæl- irinn hafði ekki ver- ið stilltur til sam- ræmis við dekkjastærð- Gefendur og viötakandi Morgunblaðið/Sverrir GUNNAR Pétursson hjá Slökkviliði Reykjavíkur og Loftur Ágústs- son blaðafulltrúi P. Samúelssonar við neyðarbílinn. ma. Þá var bætt við bílinn brettak- öntum, gangbrettum, Ramsey- spili og KC-ljóskösturum. 100% driflæsing er á öllum hjólum sem stýrt er með takka úr mælaborði og er það staðalbúnaður í þessum bíl og er þetta eini bíllinn sem framleiddur er með 100% driflæs- ingu að framan og aftan. Neyðar- bíllinn er með ABS-hemlalæsivörn og rafstýrðum rúðum og honum fylgir loftkerfi með kút til að dæla lofti í hjólbarða. Á bílnum eru leit- arljós sem hægt er að beita sem þröngri Ijóskeilu og eins er hægt að dreifa ljósgeislanum meira og nota hann sem vinnuljós. LímdurvlA möllna Þegar ekið var af malbikinu út malarveginn við Hafravatn fóru aksturseiginleikarnir að gera vart við sig. Bíllinn var sem límdur við malarveginn og skrikaði ekki til þótt ekið væri á töluverðum hraða í beygjum. Á kafla er vegurinn í kringum Hafravatn engin spegilbraut heldur alsettur djúpum holum, algert þvottabretti. Neyð- arbíllinn flaut yfir þessa vegarkafla svo það fannst ekki að ekið væri yfir ójöfnur. Því miður gafst ekki tækifæri til að reyna bílinn í snjó, eða við þær aðstæð- og mest koma að gagni við björg- unarstörf. En fátt eitt ætti að stöðva hann í sköflum þegar hon- um er ekið af þjálfuðum jeppaöku- mönnum. ■ Land Cruiser minna búinn SEX Toyota Land Cruiser GX jeppar hafa selst á einni viku, eða frá því að auglýs- ingar fóru að birtast um bíl- inn^ Margar fyrirspurnir hafa borist um jeppaun, að sögn starfsmanna Toyota, en hann kostar rúmar 3,839.000 kr. kominn á götuna en er með minni aukabúnaði en VX sem kostar 4.559.000 kr. VX er á álfelgum og breiðum dekkjum. Þá er hann með brettakanta og stigbretti, hliðarlista og ABS-hemlalæsi- vörn. Plussklæðning er á sæt- um og fallegri innrétting en í GX, auk þess sem miðstöðvar- kerfið er með snertitökkum og þá fylgir geislaspilari með í kaupnum. GX-bfllinn er án alls þessa og þar með skýrist verð- ið á honum. GX-bíllinn er meira ætlaður fyrir þá sem ætla sér hvort eð er að láta breyta biín- um. Það er um eitt ár síðan P. Samúelsson hóf innflutning á bílnum en hann hefur ekki verið auglýstur að ráði fyrr en nú. ■ Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.