Morgunblaðið - 07.10.1993, Side 1
FJÁRMÁL: Fjárhagsáætlanir fyrir heimili dýrar en gefast vel/4
LANBÚNADUR: Athyglisverö tilraun með útflutning á lambakjöti /6
IHtu'ðuublflít tít
Flug
Batnamli rekstraraf-
koma hjá Flugleiðum
Fjölgun farþega, hagstæð gengisþróun og sparnaður í rekstri ollu því
að tekjur jukust umfram gjöld fyrstu sjö mánuði ársins
AFKOMA Flugleiða fyrstu sjö mánuði ársins varð betri en gert var
ráð fyrir í áætlunum félagsins á fyrri hluta ársins. Heildartap nam
um 80 milljónum á tímabilinu samanborið við 352 milljónir á sama
tíma í fyrra. Þetta má m.a. rekja til þess að farþegum fjölgaði um
1,3% á tímabilinu en jafnframt olli tæplega 14% hærra gengi dollars
því að tekjur urðu hærri í krónum en ella. Gengisþróunin hefur á
hinn bóginn þýtt hækkun kostnaðar í erlendri mynt og meðalfar-
gjald í dollurum var um 11% lægra fyrstu sjö mánuðina en á sama
tíma í fyrra. Arangur af sparnaðarátaki félagsins hefur þó vegið
þar upp á móti að einhverju leyti. Á heildina litið hækkuðu tekjur
að raungildi um 1,5% milli ára en gjöld aðeins um 0,6%.
Rekstrarhagnaður án fjármuna-
tekna og fjármagnsgjalda var 283
milljónir fyrstu sjö mánuði ársins
samanborið við 216 milljónir á sama
tíma í fyrra. Fjármunagjöld að frá-
dregnum fjármunatekjum jukust
verulega milli ára eða úr 505 millj-
ónum í 750 milljónir sem fyrst og
fremst má rekja til gengisbreytinga.
Einnig jukust vaxtagjöld milli ára
vegna aukningar á skuldum félags-
ins úr tæplega 18 milljörðum í tæp-
lega 22,2 milljarða milli ára. Þessi
hækkun skulda skýrist að mestu
leyti af gengislækkun krónunnar
milli ára en einnig tók félagið ný lán
vegna flugskýlisbyggingarinnar á
seinni hluta sl. árs.
Flugleiðum hefur tekist að ná
fram fyrstu markmiðum sínum í
sparnaði m.a. með því að endurnýja
samninga um kaup á vörum og þjón-
ustu. Þannig hafa nýir samningar
um þjálfun flugmanna í flughermum
erlendis leitt til þess að gjöld fyrir
þessa þjónustu hafa lækkað veru-
lega. Sömuleiðis hafa allir samning-
ar um afgreiðslu á flugvöllum er-
lendis verið endurskoðaðir sem leitt
hefur til lækkunar gjalda auk þess
auglýsingakostnaður og kostnaður
við farþegaþjónustu er nú minni en
áður svo dæmi séu tekin.
Handbært fé frá rekstri fyrstu
sjö mánuði ársins nam alls um 840
milljónum og átti félagið um 1,1
milljarð í bankainnstæðum í lok júlí.
Að sögn Sigurðar Helgasonar, for-
stjóra, er greiðslustaðan mjög góð
um þessar mundir og fyrirsjáanlegt
að ekki þurfi að taka rekstrarlán í
vetur.
Eigið fé í lok júlí var alls tæpir
4 milljarðar og eiginfjárhlutfall 15%
samanborið við 18% á sama tíma í
fyrra.
Farþegum fjölgar en fargjöld
lækka
Flugleiðir fluttu -alls rúmlega 300
þúsund farþega í millilandaflugi
fyrstu sjö mánuði ársins og fjölgaði
þeim um 2,8%. Aftur á móti fækk-
aði farþegum í innanlandsflugi um
1,6% en á heildina litið fyölgaði far-
þegum um 1,3% á tímabilinu frá því
í fyrra. Félagið flutti rúmlega 15
þúsund farþega íleiguflugi og fækk-
aði þeim um 19% frá því í fyrra.
Af einstökum mörkuðum félags-
ins varð mest aukning á farþegum
frá Hollandi eða 60%. Þá fjölgaði
farþegum frá Þýskalandi um 33%
og 20% frá Noregi. Aftur á móti
varð um 15% samdráttur í Frakk-
landi og sömuleiðis fækkaði farþeg-
um frá Danmörku um 13% en hér
á landi varð einungis um 2,6% sam-
dráttur. Flug Flugleiða milli Ham-
borgar og Kaupmannahafnar hefur
gengið vel það sem af er og sagði
Sigurður að ráðgert væri að íjölga
ferðum í 14 á viku næsta sumar á
þessari áætlanaleið.
Sjá einnig Torgið B8
Erlendir ferðomenn á íslandi
ffyrstu níu mánuði áranna 1992
Heildarfjöldi
Frá
125.936 134.747
+7,0%
Norðurl. samtals
Hollandi
Japan'
Þýskalandi
Noregi
Bandaríkjunum
Bretlandi
Austurriki
Danmörku
Frakklandi
Svíþjóð
Sviss
Ítalíu
Finnland
40.442
3.174
1.287 1.619
23.193 28.270
9.532 11.030
17.696 19.823
38.639 -4,3% |
4.588
+44,5%
■■ +25,8%
■ +21,9%
| +15,7%
+12,0%
4.013 3.473
-13,5
481 2.349 -47,6%
Hvernig getur þú tryggt
fjárhagslegt öryggi þitt á
eftirlaunaárunum?
Kynntu þér lífeyrisnámskeið VIB sem haldið verðúr 19. október.
Þér er velkomið að koma við í Armúla 13a eða haí'a samband við ntig
í síma 91-68 15 30 og ræða málin.
Vilborg Lofts,
adstodarframkvœmdosljóri VIB
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 155 Reykjavik. Sími 68 15 30. Myndsendir 68 15 26.