Morgunblaðið - 07.10.1993, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.10.1993, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 7. OKTÓMBER 1993 5.764 mest seldu fólks- bílategundirnar (jan.-sept. 1993 Fjöldi % TOYOTA 1.003 21,9 2. MITSUBISHI 737 16,1 3. NISSAN 669 14,6 A HYUNDAI 350 7,6 5. LADA 228 5,0 6. VOLKSWAGEN 173 3,8 7. DAIHATSU 166 3,6 8. RENAULT 150 3,3 9. SKODA 141 . 3,1 10. MAZDA 136 3,0 Aðrir 823 18,0 4.576 Bifreiða- innflutningur í jan.-sept. 1992 og 1993 — FÓLKSBÍLAR nýir VÖRU-, SENDI- og HÓPFERÐABÍLAR nýir 948 A 471 21 % samdráttur var í innflutningi nýrra fólksbíla fyrstu þrjá ársfjórðungana eftir því sem fram kemur í upplýsingum frá Bifreiðaskoðun íslands. Fyrstu níu mánuðina voru þannig fluttir inn 4,576 bílar samanborið við 5.764 fólksbíla á sama tímabili árið áður. Jónas Þór Steinarsson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að gera mætti ráð fyrir að svipaður samdráttur héldist út árið, ekkert væri sem benti til sérstakrar uppsveiflu síðustu mánuði ársins. í september nam samdrátturinn 22,5%. Þá voru fluttir inn 465 bílar miðað við 600 í september í fyrra. Eins og sést á töflunni er Toyota enn sem fyrr með mesta markaðshlutdeild það sem af er árinu eða 22%. Næst kemur Mitsubishi með 16%, Nissan með 14,6% og Hyundai með 7,6%. Eftirfyrstu níu mánuðina 1992 var markaðshlutdeild Toyota 21,6%, Mitsubishi með 13,2%, Nissan 11,4% og Hyundai 3,5%. Daihatzu var þá með 10,4% af markaðnum en hefur aðeins 3,6% nú. SllfkMIRKINN Stmtctfi ftf. Hátúni 6 A Reykjavík - Sími: 91 - 614040 - Fax: 91 - 614005 Símkerfi Dyrasímar Símtæki Símaviðgerðir % Símstöðvar Kallkerfi ^ Símsvarar % Faxtæki Sérverslun með allan símabúnað ! Símvirkinn - Símtæki hf. Sími: 91-614040. Nitsuko - harris - bitronic Alvöru símkerfi og símstöðvar! H-Laun Heildarlausn sem einfaldar Launabókhald Og þaö máttu bóka! TÖLVUmiÐLU.l Tölvumiölun hf, f Grensásvegi 8, Sími:68 88 82 Verðbréfamarkaður >* Islandsbanki býður skulda- bréf í erlendri mynt ÍSLANDSBANKI hefur hafið sölu á skuldabréfum með viðmiðun i er- lendri mynt í stað verðtryggipgar. Gefin verða út bréf í bandaríkjadoll- urum og þýskum mörkum. Avöxtun bréfanna á fyrsta söiudegi tekur mið af ávöxtun jafn langra ríkisskuldabréfa í Bandaríkjunum og Þýska- landi að viðbættum 0,75 prósentustigum. Þann 1. október voru t.d. vextir fimm ára bandarískra ríkisskuldabréfa 4,75% og hefði ávöxtunar- krafa bankabréfa íslandsbanka í dollprum því verið 5,5% þann dag. Bréfii) verða skráð á Verðbréfaþingi Islands og mun Verðbréfamark- aður Islandsbanka greiða fyrir sölu þeirra. Boðin hafa verið út bréf að fjár- hæð 4,5 milljónir dollara (312 millj- ónir kr.) og 20 milljónir þýskra marka (857 milljónir kr.). Bréfin eru til fimm ára og hafa einn gjalddaga þann 15. september 1998. Þau eru gefin út í tveimur verðgildum 10.000 og 100.000 bandaríkjadollarar eða þýsk mörk að nafnverði. Tryggvi Pálsson, framkvæmda- stjóri hjá íslandsbanka, sagði í sam- taii við Morgunblaðið að íslands- banki væri og yrði virkur útgefandi verðbréfa sem næst stærsti banki landsins. „Við höfum boðið nokkra kosti en fannst nú tímabært að bjóða líka möguleikann á því að kaupa bankabréf í erlendri mynt. Við ger- um núna mun minni greinarmun á innlendri og erlendri mynt heldur en áður var. Það er búið samræma reglur um fjármagnsmarkað hér á landi mjög mikið því sem þekkist í nágrannaríkjunum og taka upp breytta hætti hvað varðar skráningu gengis. Það er stutt í að menn geti enn fijálslegar valið milli innlendra og erlendra kosta. Ríkið hefur hafið útgáfu á bréfum í dollar á innlendum markaði. Við höfum ekki áhuga á því að ríkið sé eitt um tilboð sem þessi né heldur að fé streymi ein- göngu til erlendra aðila eftir að regl- urnar leyfa.“ Skyndibitastaðir Afgreiðslukerfi McDonaid’s á Isiandi vekur athygii NOKKRIR forráðamenn McDonald’s skyndibitastaða víðsvegar um heiminn hafa sýnt áhuga á að taka í notkun afgreiðslukerfi Iíkt og McDonald’s á íslandi notar, en kerfið var kynnt við opnun staðarins hér 10. september sl. Um er að ræða breskt kerfi ICL sem A. Karls- son er söluaðili fyrir jafnframt því sem fyrirtækið hefur hannað breytingar á kerfinu. Kerfið sem McDonald’s skyndi- bitastaðir hafa almennt notað hefur ekki gefið möguleika á greiðslu- kortaviðskiptum, en eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu var McDonald’s á íslandi fyrsti stað- urinn í veitingahúsakeðjunni til að bjóða viðskiptavinum að nota greiðslukort. Að sögn Jóns Garðars Ögmunds- sonar, hjá A. Karlssyni, sýndu for- ráðamenn annarra McDonald’s staða sem staddir voru við opnun McDon- ald’s á íslandi, nýja afgreiðslukerf- inu mikinn áhuga, þar á meðal yfir- menn McDonald’s í Norður-Englandi og Frakklandi. Jón Garðar sagðist ekki eiga von á því að það yrði farið að vinna í þessum málum fyrr en eftir nokkrar vikur. Þessa stundina einbeittu menn sér að því að ganga frá öllum endum m.a. þannig að hugbúnaðurinn hent- aði fyrir mismunandi aðstæður. „Það eru margir þættir sem spila þarna inn í og eftir er að vinna að sjálfri útfærslunni. Þó er ljóst að við mun- um frá ICL í Bretlandi .til að selja kerfin enda eru þeir með mjög öfluga söludeild," sagði Jón Garðar. Hvað kostar að taka L LANDSBANKI ISLANDSBANKI BÚNAÐARBANKI í eitt ár? Afborgun Afborgun skuldfærö greidd m. á reikning gíróseðli Afborgun Afborgun skuldfærð greidd m. á reikning gíróseðli Afborgun Afborgun skuldfærð greidd m. á reikning gíróseðli Höfuðstóll láns Kr. 200.000 Kr. 200.000 Kr. 200.000 Leyfis- og stimpilgjald 7.830 7.910 7.830 Fjárhæð til útborgunar 192.170 192.090 192.170 Algengustu skuldabréfavextir 16,33% 17,20% 17,25% Fjöldi gjalddaga 12 12 12 1. vaxtadagur 6. okt. ’93 6. okt. '93 6. okt. '93 1. gjalddagi 6. nóv. ’93 6. nóv. ’93 6. nóv. '93 Kostn. á hvern gjalddaga 90 275 190 275 120 225 Afborganir alls 200.000 200.000 200.000 200.000 200.000 200.000 Vextir alls 17.691 17.691 18.634 18.634 18.687 18.687 Kostnaður alls 1.080 3.300 2.280 3.300 1.440 2.700 Greiðsla alls 218.771 220.991 220.914 221.934 220.127 221.380 Heildarlántökukostnaður 26.601 28.821 28.824 29.844 27.957 29.217 Árleg hlutfallstala kostnaðar 28,43% 31,01% 31,07% 32,27% 30,05% 31,52% ítrekunargjald e. 7 daga vanskil 360 ítrekunargjald e. 30 daga vanskil 360 Sérstök innheimtumeðferð 1.000 400 400 1.800 330 330 1.400 Bankamál Ódýrustu lánin íLandsbanka LANDSBANKINN býður ódýrustu skuldabréfalánin um þessar mundir af viðskiptabönkunum miðað við svonefnda árlega hlutfallstölu kostnað- ar sem þeim er nú skylt að upplýsa viðskiptavini sína um. Þessi tala er mælikvarði á heildarkostnað lántakandans þ.e.a.s. vexti að viðbætt- um lántökukostnaði. Heildarkostnaður af 200 þúsund króna láni sem tekið yrði nú til eins árs yrði alls 26.601 kr. hjá Lands- banka, 28.824 kr. hjá íslandsbanka og 27.957 kr. hjá Búnaðarbanka þegar um er að ræða skuldfærslu afborgana af reikningi. í þessu til- viki er Landsbankinnn 2.223 kr. ódýrari en íslandsbanki. Aftur á móti er munurinn einungis 1.023 þegar viðskiptavinir greina með gíró- seðli. Arleg hlutfallstala kostnaðar var á sama hátt lægst hjá Lands- banka 28,43-31,01% en hæst hjá íslandsbanka eða 31,07-32,27%. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær var bönkum og fyrirtækjum sem veita neytendalán gert skylt að veita viðskiptavinum sínum upplýs- ingar um lánin á samræmdan hátt með lögum um neytendalán sem tóku gildi um mánaðaðamótin. Morgun- blaðið óskaði í gær eftir því hjá bönk- unum að þeir létu í té upplýsingar um kostnað af 200 þúsund króna láni í eitt ár miðað við algengustu vexti. Bankamir nota sérstakt forrit til að veita þessar upplýsingar og fær fólk þær á sérstöku skjali sem fylgir skuldabréfum. Á meðfylgjandi töflu má sjá ná- kvæmlega hvemig kostnaðurinn í ofangreindu dæmi sundurliðast í lán- tökukostnað, hversu há fjárhæð kemur til útborgunar ásamt vöxtum. Þá vegur greiðslugjald talsvert í kostnaðinum og getur numið allt að 3.300 kr. á heilu ári þegar greitt er með gíróseðli. Frekari kostnaður bætist síðan óhjákvæmilega við lánið ef lántakandi stendur ekki í skilum og er hann einnig upplýstur um þær fjárhæðir í upphafi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.