Morgunblaðið - 07.10.1993, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.10.1993, Qupperneq 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993 FJÁRMÁL Á FIMMTUDEGI Fjái 'lmgsáæ tlun fyrir heimili Vönduð fjárhagsáætlun er æskileg á hverju heimili til að auðvelda tök á fjármálum. Á tímum ört vaxandi skulda í þjóðfélaginu er þörf á slíku leiðarljósi við ávöxtun eigna ekki síður en við lækkun skulda íslenska lánakerfið og landsframleiðsla 1980-94 ---------------------------- § S ra S o> o> CT> o> So c\| co 0> 05 O Oi o> o> o> o> o> 1000 ma.kr. 800 600 400 200 -200 -400 -600 -800 -1000 TIL VINSTRl sést hvernig eignir og skuldir íslenska lánakerfisins hafa vaxið ár frá ári síðan 1980 en línan sýnir verga landsframleiðslu á sama tíma. Allar tölur eru á verðlagi hvers árs og aukning er því vegna verðbólgu ekki síður en vegna raunverulegs vaxtar. Frá árunum 1990 eða 1991 hafa skuldir (og þar með eignir) lánakerfisins haldið áfram að aukast hröðum skrefum þrátt fyrir að landsframleiðsla hafi ekki vaxið mikið í krónum. Bróðurhluti þessara skulda (og þar með eigna) er annaðhvort verðtryggður og hækkar því með almennu verðlagi eða í erlendri mynt og hækkar með lækkandi gengi krónunnar. Rekstrar- og efnahagsreikningur bandarískra hjóna árið 1988 Eignir og skuldir m.v. 1. september 1988 EIGNIR Laust fé og ígildi þess Laust fé Ávísanareikningar Verðbréfasj., skammtímaeign Laust fé samtals Sparifé í ávöxtun Bankavíxlar Eftirlaunasjóður m. skattiv. Hlutabréf (Lis Claiborne) Lífeyrissjóður (séreign) Sparifé í ávöxtun samtals Afnotaeignir Fasteign Bifreið (Bronco) Bifreið (Camaro) Fornmunir Heimilistölva Persónulegir munir Afnotaeignir samtals EIGNIR SAMTALS SKULDIR Greiðslukortaskuldir Bankalán Bílalán (Bronco) Bílalán (Camaro) Tölvulán Húsnæðislán Skuldir samtals Eigið fé SKULDIR OG EIGIÐ FÉ Peningagreiðslur - aimanaksárið 1988 Laust fé i upphafi árs TEKJUR FYRIR SKATTA 70.000 7.000 Laun eiginmanns 2.310.000 122.500 Laun eiginkonu 2.800.000 266.000 Aukavinna 245.000 395.500 Vextir af sparifé 58.450 Arður 14.910 665.000 Seld verðbréf 105.560 514.500 Tekjur samtals f. skatta 5.533.920 113.750 SKATTAR 3.212.300 Tekjuskattur (til alríkis) 661.150 4.505.550 Tekjuskattur (til ríkis) 102.550 Tryggingagjöld 415.660 8.750.000 665.000 SKATTAR SAMTALS 1.179.360 735.000 931.000 TEKJUR EFTIR SKATTA 4.354.560 245.000 3.150.000 14.476.000 19.377.050 120.400 298.200 457.310 367.570 277690 6.148.030 7.669.200 11.707.850 19.377.050 GREIÐSLUR og ÚTGJÖLD Sparnaður og fjárfesting, Fastar greiðslur Iðgjöld til lífeyrissjóða Greiðslur af húsnæðisláni Aðrar fastar lánagreiðslur Iðgjöld af tryggingum Eignaskattar Fastar greiðslur samtals Breytilegur kostnaður Matur og hreinlætisvörur Samgöngur Viðhald heimils og viðgerðir Rafmagn, Ijós og hiti o.fl. Húsgögn Fatnaður Læknir og tannlæknir Skemmtanir og sumarleyfi Barnagæsla Gr. af skammtimalánum Kostnaður vegna atvinnu Ýmislegt Breytilegur kostn. samtals PENINGAGR. SAMTALS Laust fé í lok árs 178.920 103.950 807.240 690.480 229.390 139.440 1.970.500 399.350 118.860 108.850 193.200 135.590 111.160 33.250 266.140 240.800 213.360 219.800 134.820 2.175.180 4.324.600 99.960 TIL AÐ BÆTA skuldastöðuna gætu íslensk heimili haft hag af því að koma sér upp vandaðri fjárhagsáætlun til margra ára til að vinna eftir með hliðstæðum hætti og gert er við stjórnun fyrirtækja. Slíkar fjár- hagsáætlanir fyrir heimili eru til hjá þeim þjóðum sem lengst eru komnar í fjármálum en eru kunnastar í Bandarikjunum, Kanada og Þýskalandi. Frá einni slíkri er greint I Fjármálum á fimmtudegi í dag. Meðfylgjandi yfirlit sýnir reksturs- og efnahagsreikning bandarískra hjóna árið 1988. Allar fjárhæðir eru í krónum m.v. 70 kr. gengi dollara. Beinn saman- burður við fjárhag íslensks heimilis kann að vera varasamur vegna þess hve margt er ólíkt með þessum tveimur þjóðum. eftir Sigurð B. Stefánsson Að mörgum íslenskum heimilum gæti komið vel að eiga fjárhagsáætl- un sést vel ef litið er á tölur um íslensk fjármál frá og með árinu 1990. Súluritið hér á síðunni sýnir hvernig eignir og skuldir íslenska lánakerfisins hafa aukist síðan árið 1980 en línan á myndinni sýnir landsframleiðslu á sama tíma. Allar tölur eru á verðlagi hvers árs svo að aukning frá einu ári til annars er af völðum verðbólgu ekki síður en vegna raunverulegs vaxtar. Á árunum eftir 1980 var stærð fjár- málamarkaðsins (lánakerfisins) svipuð og framleiðsla eins árs en sparifé hafði brunnið upp í verðbólgu á áttunda áratugnum eins og kunn- ugt er og var hiutfallslega mjög lítið í lok þess áratugar. Eftir að fullri verðtryggingu hafði verið komið á árið 1980 og vextir tóku að hækka eftir 1984 byggðust peningalegar eignir upp og hlutfall j)eirra af lands- framleiðslu jókst. Á árunum frá 1985 til 1990 eða 1991 var það ánægjuefni að innlent sparifé jókst ár frá ári og ávöxtun þess var með ágætum. Á árinu 1990 varð gagnger breyt- ing á íslenskum fjármáiamarkaði. Mjög dró úr sparnaði heimilanna og flest árin síðan hafa þau líklega lagt minna fyrir af tekjum til ávöxtunar (að iðgjöldum til lífeyrissjóða með- töldum) en þau hafa tekið að láni til kaupa á íbúðarhúsnæði eða til neyslu. Skuidir tóku að vaxa hraðar en góðu hófi gegnir. Eins og mynd- in sýnir er ekki iíklegt að landsfram- leiðsla aukist mikið í krónum árin 1991 til 1994 (verðbólga hefur verið lítil). En skuldir kunna að hækka á sama tíma úr 525 ma.kr. í upphafi árs 1991 í yfir 800 ma.kr. í árslok 1994 eða um nærri 300 ma.kr. (jafn- gildi níu mánaða framleiðslu) á fjór- um árum.) Fjármálaþróun á íslandi frá og með 1990 er áhyggjuefni En hvernig getur það verið „ánægjuefni“ að að sparifé hafi auk- ist og ávaxtast á árunum 1985 til 1990 en áhyggjuefni að skuldir auk- ast of hratt árin 1991 til 1994? Eins og myndin sýnir glögglega, þá eru skuldir lánakerfisins alltaf jafnar eignum. Skuldir voru því einnig að aukast á árunum frá 1985 til 1990 og eignir lánakerfisins munu aukast um hátt í þrjú hundruð ma.kr. á árunum 1991 til 1994 samkvæmt framansögðu. Breytingin á fjármála- markaði árið 1990 var sú að þá tóku skuldir (og eignir!) að vaxa án þess að aukning væri á tekjum til að greiða af skuldunum. Um þriðjungur skuldanna eru erl'endar og á móti þeim standa eignir erlendra banka og annarra lánardrottna. Erlendi hluti skuldanna hækkar með áfölln- um vöxtum á hvetju ári og við lækk- andi gengi krónunnar. Á móti inn- lenda hluta skuldanna stendur að mestu innlent sparifé sem er að veru- legu leyti verðtryggt. Innlendi hlut- inn hækkar með áföllnum vöxtum en líka með almennum verðhækkun- um (t.d. þegar bensín hækkar á al- þjóðlegum markaði). Þetta er áhyggjuefni þegar tekjur þjóðarinn- ar eru að minnka. Það verðtryggða innlenda sparifé sem stendur á móti þessum skuldum er ekki öruggt nema hægi á aukningai skuldanna eða tekjur taki að aukast á ný. Fjárhagsáætlun og greining með niðurstöðum er 74 blaðsíður Jafnvel þótt skuidir ykjust ekki meira frá deginum í dag er víða vandi á höndum að grynnka á þeim. Nákvæm fjárhagsáætlun er þá æski- leg ef ekki nauðsynieg, hvort sem í hönd á sveitarfélag, fyrirtæki eða heimili. Hér á landi eru ítarlegar fjárhagsáætlanir heimila lítt þekkt fyrirbæri en þær eru algengar í Bandaríkjunum, Kanada og í Þýska- landi. Hér verður stuttlega greint frá fjárhagsáætlun bandarískrar fjölskyldu til fróðleiks þar sem ekki er völ á íslenskri áætlun jafngóðri. Tilgangurinn er að gefa lesandanum hugmynd um aðferðina en ekki að fjalla sérstaklega um fjárhag banda- rísku fjölskyldunnar eða bera hann saman við fjárhag íslenskrar fjöl- skyldu. Áætlunin var unnin sem verkefni í fjármálaráðgjöf í háskól- anum í Austin í Texas árið 1988. Hún er samtals 74 blaðsíður að meðtöldum upplýsingum urri upp- hafsstöðu, útreikningum, niðurstöð- um og túlkun. Vönduð Qárhagsáætlun fyrir fjöl- skyldu eins og hér greinir getur kostað frá 25 til 30 þús.kr. upp í 200 til 250 þús.kr., allt eftir þeirri vinnu sem lögð er í áætlunina og umsvifum í fjármálum þess sem unnið er fyrir. Almennt er áætlað að vinna við fjárhagsáætlun fyrir eina íjölskytdu taki um eina viku eða 40 tíma fyrir einn ráðgjafa sem get- ur nýtt sér alla aðstöðu, upplýsingar og þekkingu innan fyrirtækis síns. Hver vönduð fjárhagsáætlun er frá 20-30 blaðsíðum upp í 60 til 70 blað- síður eða enn lengri. Ekki er vitað til þess að slík þjónusta sé fáanleg á íslandi. Jafnvel er vafasamt að svo verði í náinni framtíð vegna þess hve kostnaðarsamar slíkar áætlanir þurfa að vera. Þar sem markaður er stærstur (í Bandaríkjunum og Þýskalandi) er hægt að fá staðlaðar og tölvuunnar áætlanir fyrir lægra verð, t.d. 8 til 15 þús.kr. Þær eru vissulega gagn- legar og betri en ekkert. I þeim er að miklu leyti stuðst við útreiknaða staðla (vísitölur) fyrir fjárhag fjöl- skyldna af tiltekinni stærð og á gefnu tekjubili. Þannig kemur í ljós ef fjárhagur einnar fjölskyldu víkur svo að máli skiptir frá því sem geng- ur og gerist með aðrar fjölskyldur með svipaðar tekjur og hvort grípa þarf til leiðréttingar. í fyrsta hluta fjárhagsáætlunar- innar er að finna grunnupplýsingar en í lýsingunni hér er aðeins hægt að stikla á stóru. Hjónin Joan og Chris Simpleton búa ásamt börnum sínum tveimur í Middleton í Banda- ríkjunum. Þau eru fædd árin 1952 og 1954 (34 og 36 ára árið 1988) og eiga tvö börn, Andy og Molly, fædd 1978 og 1979. Lífslíkurþijátíu og fjögurra ára karls í Bandaríkjun- um eru 81 ár en 36 ára kona á von á að verða 90 ára. Chris er hákóla- kennari í sögu en Joan starfar í inn- kaupadeild fyrirtækis sem rekur fjölda matvöruverslana. Vinnudagur Joan er langur og hún þarf að fara í a.m.k. eina viðskiptaferð á mánuði vegna starfsins. Börnunum gengur báðum vel í skóla og hjónin leggja mikið kapp á að geta gert þeim kleift að stunda nám í háskóla. Af launum Chris eru greidd 10% iðgjald í lífeyrissjóð. Af launum Joan er ekki greitt iðgjald í lífeyrissjóð og launagreiðanda ber ekki skylda til þess. í þessum dúr eru grunnupp- lýsingarnar en mun ítarlegri en hér er kostur að gera grein fyrir. Nán- ari upplýsingar um fjárhag hjónanna er að finna í meðfylgjandi töflum. Átta markmið fjölskyldunnar í fjármálum í öðrum hluta fjármálaáætlunar eru sett fram markmið fjölskyldunn- ar í fjármálum. Þau eru (það mikil- vægasta fyrst og þannig koll af kolli): 1. Koma upp varasjóði sem nemur sex mánaða útgjöldum heimilisins innan eins árs til að bæta lausafjár- stöðu. 2. Greiða upp allar skuldir nema húsnæðislán innan tveggja ára. 3. Joan óskar sér að geta hætt að vinna í innkaupadeildinni eftir tvö ár og fara í kennaraháskóla og starfa við kennslu að námi loknu. Þannig ætti fjölskyldan meiri tíma saman, einkum á sumrin. Beinn kostnaður við nám er áætlaður 350 þús.kr. en auk þess er vinnutap Joan í tvö ár. Áætlaðar árstekjur að námi loknu eru 1.470 þús.kr. eða nærri helmingi lægri laun en hún hefur nú. 4. Sjá um að allar tryggingar fjöl- skyldu og eigna séu hæfilegar. 5. Stækka húsnæðið, annaðhvort með því byggja við eigið hús eða með því að kaupa annað stærra. 6. Koma upp sjóði til að standa und- ir kostnaði vegna menntunar hvors barns í a.m.k. fjögur ár í háskóla. Afi og amma hafa þegar gefið hvoru barni stofn í þann sjóð. 7. Geta hætt að vinna þegar Chris er 66 ára gamall. Þá vilja þau geta haft svipað umleikis og nú en án þess að þurfa að selja eignir. Auk þess vilja þau geta ferðast. 8. Að draga eins og hægt er úr skatt- greiðslum heimilisins eftir því sem lög leyfa. Úrvinnsla og niðurstöður eru í tíu liðum I þriðja hlutanum eru settar fram forsendur fyrir útreikningum við áætlunina og í fjórða hlutanum er að finna reksturs- og efnahagsreikn- ing (sjá meðfylgjandi töflur) ásamt ýmsum tölulegum upplýsingum til viðbótar. í fimmta hlutanum eru niðurstöður skýrslunnar og ýmsar athugasemdir fjármálaráðgjafans og skiptist þessi hluti í tiu þætti eða frá A til J. Hér er aðeins unnt að stikla á stóru en skiptingu efnisatr- iða haldið til haga til að koma til skila hve ítarlega skýrslan er unnin. A. Almenn greining - styrkleiki og veikleiki. Hrein eign Simpleton hjón- anna telst vera mikil fyrir fólk sem aðeins er á fertugsaldri (sjá með- fylgjandi efnahagsreikning, hrein eign). Eigið fé þeirra er 60% af heild- areignum. Það merkir að þau eiga 60% af öllum eignum sínum en 40% er fjármagnað með lánum. Þetta merkir jafnframt að markaðsverð- mæti eignanna (t.d. fasteignar) mætti lækka um 60% án þess að kæmi til að Ijölskyldan ætti ekki fyrir skuldum. Föst útgjöld eru að- eins 46% af heildargjöldum (sjá meðfylgjandi yfirlit). Bæði hjónin hafa góða og vel launaða vinnu. Skattgreiðslur nema aðeins 12% af tekjum fyrir skatt. Lífeyrismál Chris eru í góðu horfi og sjúkratrygging beggja er góð. En í fjárhagsstöðunni gætir líka veikleika. Hjónin leggja ekki reglu- lega fyrir af launum sínum til að byggja upp eignir. Um 75% eigna þeirra eru afnotaeignir sem gefa ekki af sér vexti eða arð. Laust fé er í lágmarki og nemur aðeins 19% eða 2,25 mánuðum af lánagreiðslum eins árs. Greiðslur af neyslulánum eru 21% af tekjum eftir skatta sem er yfir hættumörkum bandarískra fjár- málaráðgjafa hvað varðar greiðslu- byrði af skammtímalánum. Joan er án örorkutryggingar, jafnvel þótt laun hennar nemi yfir 50% af tekjum heimilisins. Sjálfsáhætta í húsnæðis, heimilis- og bifreiðatryggingum er talin of lág fyrir fólk með þeirra tekjur. Tjónatrygging á fasteign er of lág, aðeins 80% af því sem kostar að bæta skaðann ef til tjóns kemur. Núverandi erfðaskrá nær ekki til umsjónar með börnum ef báðir for- eldrar falla frá. Loks hafa þau ekki byrjað að leggja fyrir af tekjum í sjóð til menntunar barnanna. B. Lausafjárgreining. Fjallað er um hvernig fjölskyldan getur náð mark- miðum 1 og 2, þ.e. að koma upp varasjóði og greiða upp allar skuldir nema húsnæðislán innan tveggja ára. í lausafjárgreiningunni er einn- ig skoðað vaendlega með hvaða hætti Joan gæti látið rætast draum sinn um að hætta að vinna eftir tvö ár og fara í kennaraháskóla. Eftir ráðleggingar í lið B er fjárstreymi endurskoðað til eins árs, fimm ára og til starfsloka og hvernig eigið fé breytist og skattgreiðslur. Slíkir út-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.